Dagur - 20.01.1954, Side 5

Dagur - 20.01.1954, Side 5
Miðvikudaginn 20. janúar 1954 D AGUR 5 FrambjóSandi Þjóðvarnar hér í sumar rak !Vli rrar Skömmu áður en haun kom hingað íiorðui* til þess m. a. að prédika Jieiðarleika44 í opinhemm störfum, ritaði hann bændum hréf, sem sýnir misnotkun opinbers trúnaðar LAUST OG FAST f ltosningunum í sumar lögðu þjóðvarnamenn áherzlu á tvennt aðallega: Fyrst Keflavíkurmálin, sem voru og eru þeirra aðalmál, og svo nauðsyn .þess að vinna gegn spillingu í opinberu lífi. Til þess töldu þeir sig sjálfir kjörna. í bæjarstjórnarkosningum hafa þeir lítið talað um Keflavík- urmálin, en því meira um nauðsyn heiðarleika í opinberu lifi, og til þeirrar varðstöðu telja þeir sig enn allra manna bezt fallna. í blaða- umræðum síðan í sumar hefur komið í Ijós ,að Þjóðvarnar- menn eru engir eftirbátar annarra flokka manna í lúxusflakki, bif- reiðakostnaði fyrir opinbert fé o. s. frv., og nú er uppvist, að fram- bjóðandi þeirra hér á Akureyri í sumar, og efsti maður þeirra á framboðslistanum í Reýkjavík, hefur rekið einkaviðskipti í skjóli opinberrar stöðu og freklega mis- notað trúnað, sem honum er veitt- ur sem opinberum starfsmanni. Maður þessi er Bárður Daníelsson verkfræðingur, starfsmaður raf- orkumálaskrifstofu rikisins. Dag- blaðið Tíminn birti i gær bréf, sem þessi framámaður Þjóðvarnar- liða skrifaði mörgum bændum 11. júní s. I., eða nokkrum dögum áð- ur en hann kom hingað norður til að prédika „heiðarleikann". Starf hans hjá raforkumálaskrifstofunni var að veita þeim bændum, sem reistu smærri vatnsaflsstöðvar, leiðbeiningar og annast mælingar fyrir þá og hafa eftirlit með upp- setning stöðvanna, en þessa þjón- ustu lætur ríkið í té. í þessu opin- bera starfi, sem hann hefur nú lát- ið af til þess að taka sér annað, hjá Brunabótafélaginu og þiggja hjá því utanför fyrir opinbert fé — ritaði þessi frambjóðandi Þjóð- varnar allmörgum bændum eftir- farandi bréf: Bréf frambjóðandans: Ég hefi undanfarið veitt nokkrum bændum tæknilegar ráðleggingar, varðandi vatns- virkjanir, og útvegað þeim nauð- synlegar vélar til þeirra. Raf- orkumálaskrifstofan hefir látið mér í té lista yfir þá menn, sem hafa í hyggju að virkja í náinni framtíð, og eruð þér einn af þeim. Ef að þér hafið ekki þegar fest kaup á vatns-túrbinu og rafal, þá er ég fús til að senda yður tilboð í vélarnar. Verk- smiðjur þær er ég hefi skipt við eru brezkar, og hafa þær fall- izt á að veita talsverðan afslátt, ef um kaup á mörgum vélum væri að ræða. Bændur þeir, sem ég hefi þegar sent tilboð, telja þau mun hagkvæmari en önnur tilboð, sem þeir hafa fengið. Ég sé um að útvega gjald- eyris- og innflutningsleyfi, ef óskað er. Það á að vera auðvelt, ef fjárfestingarleyfi er fengið. Ef þér hafið hug á að fá tilboð frá mér, þá gerið svo vel að láta mig vita hið fyrsta. í sumar mun ég ferðast all- viða um landið og athuga virkj- unarskilyrði. Mun ég á því ferða lagi, ef því verður við komið, heimsækja þá, sem panta vélar hjá mér, og gefa þeim nauðsyn- legar leiðbeiningar um tilhögun virkjuninnar. Slíkar leiðbeining- ar veiti ég ókeypis, en á vélar, sem ég útvegar, legg ég 6—7%, og er það i'samræmi við ákvæði verðlagseftirlitsins. Ef þér skylduð vilja ná tali af mér í síma, þá hringið í áætl- unardeild Raforkumálaskrifstof- unnar (sími 7400), en þar er ég við daglega á venjulegum skrif- stofutíma. Virðingarfyllst Bárður Daníelsson.“ Þetta bréf þarf ekki mikilla skýr inga við. Það sýnir, að maðurinn, sem ráðinn er af opinberri stofnun til að veita mönnum hlutlausar, tæknilegar leiðbeiningar, notar sér aðstöðu sína sem opinber og hlut- laus starfsmaður til að reyna að selja þessum mönnum velar, sem hann sjálfur hefur umboð fyrir og tekur heildsalagróða af. Og þetta er ekki aðeins eitt tilfelli, því að í bréfinu segir „bændur þeir, sem ég hefi sent tilboð“ svo að þetta hefir verið töluvert víðtæk fjár- öflunarstarfsemi. „Ókeypis leiðbciningar.“ Og opinberi starfsmaðurinn gyllir boð sitt: „í sumar mun eg ferðast allvíða um landið og athuga virkjunarskilyrði. Mun eg á því ferðalagi, ef því verð- ur við komið, heimsækja þá, sem panta vélar hjá mér, og gefa þeim nauðsynlegar leið- beiningar.. .. Slíkar leiðbein- ingar veiti eg ókeypis, en á vélar sem eg útvega, legg eg 6—7%“. Með öðrum orðum: Hinn hjálpsami Iciðbeinandi segist ætla að sinna þessum einkaviðskiptum sínuin um leið og hann ferðast sem starfs- maður Raforkumálaskrifstof- unnar. Og svo veitir hann allar leiðbeiningar ókeypis! Það er gullið tilboð, þar sem liami er einmitt ráðinn fyrir kaup til að veita slíkar leiðbeiningar ó- keypis. En er nú von að mað- urinn gangi lengra í heiðar- leikanum? Auðvitað verður hann að fá venjulega heildsölu- álagningu fyrir vélarnar. Og svo er niðurlag bréfsins: Þessum einkaviðskiptum er hann reiðubúinn að sinna í skrif- stofutíma sínum hjá hinni opin- beru stofnun, sem hann þjónar, og sími hennar er þar líka til reiðu. Góð þóknun. Það er ekki ljóst, hve mörg- um bændum Bárður hefur selt vélar, en yfirlýsing bréfsins um að hann hafi snúið sér til all- margra bænda,’ virðist benda til nokkurra viðskipta. í því tilfelli, sem ræðir um, var tilboði hans ekki sinnt, því að bónda þeim, sem hann skrifaði, þótti annað tilboð heppilegra og taldi auk þess harla óeðlilegt, að maður í slíkri opinberri leiðbeiningar- stöðú notaði aðstöðu sína til slíkr- ar verzlunar fyrir sjálfan sig. En þess má geta, að hefðu vélarnar í þessa rafstöð verið keyptar hjá Bárði, mundi ágóði hans af söl- unni samkvæmt yfirlýstri álagn- ingu hans sjálfs, hafa numið 12— 15 þús. krónum. Hræsjii á hástigi. Bréf þetta er ófagur vitnis- burður um þennan framámann Þjóðvarnarliða. Hann er skjal- lega uppvís að því samkvæmt eiginrituðu bréfi að hafa reynt að notfæra sér aðstöðu sína sem opinber starfsmaður, ráð- inn af ríkinu til að veita hlut- lausar leiðbeiningar, til að selja með drjúgum ágóðahlut í eigin vasa vélar, sem hann hefir sjálfur verzlunarumboð fyrir. Hann er uppvís að því að hafa gegnt þessum verzlunar- (Framhald á 7. síðu). HITTI NAGLANN Á HÖFUÐIÐ. Tólf ára snáði hlýddi á stjórn- málaumræður fullorðna fólks- ins og varð afa hans að orði, að þessir svokölluðu Þjóð- varnarmenn væru ekkert ann- að en kommúnistar. „Já,“ greip strákur fram í, „komm- únistar í þjóðbúningi“. ÚR R7EÐUM ÞJÓÐVARN- ARLIÐA. Konunúnistablaðið segir svo frá s. 1. föstudag, að þegar agitatorar þjóðvarnarliða hitti að máli liðsmenn konnnún- ista, þá, sem ekki eru í þjóð- búningi þjóðvarnar, taki þeir svo til orða m. a.: „Okkar framboð er til þess ætlað að sundra Framsókn og íhaldinu, því er síður en svo beitt gegn sósíalistum (kommúnistum), við þá og Alþýðuflokkinn vilj- um við hafa samvinnu að kosningum loknum “ Og fordæmi til samvinnunnar hafa þeir sbr. kosningarnar á Alþingi 9. des. s. 1., er komm- únistarnir í þjóðbúningunum kusu með kommúnistunum í kósakkabuxunum og hjálpuðu þannig Kommúnistaflokknum til að fá menn kjörna í nefnd- ir, sem annars var útilokað. Er lítill vafi, að þessi fyrir- heitna samvinna er þegar ráð- gerð, en á því máli sá eini galli, að bæjarmenn eiga eftir að segja síðasta orðið og æ fleiri á þeirri skoðun, að þjóðvarnarliðar eigi ekkert crindi í bæjarstjórn enda muni flokkur þeirra ganga saman í kosningunni 31. janúar. PEYSUMENN. Það hefur vakið almenna kátínu í bænum að sjá mál- gagn forstjóraflokksins hér hafa uppi tilburði til þess að klæða frambjóðendur sína í föt erfiðismanna og reyna að fela raunveruleg störf þeirra undir starfsheitum, sem þeir sjálfir völdu sér þó ekki í símaskránni þegar önnur sjón- armið voru í huga. Þetta minnir allt á lýðskrum komm- únista, sem létu sig ekki muna um að taka einn af bláða- mönnum Þjóðviljans og færa hann í duggarabandspeysu heilmikla og birta mynd af pilti til þess að sýna hvorum megin hryggjar hann væri í þjóðfélaginu. Og sömu ættar er ákefð kratamálgagnsins hér að forðast kenna sinn baráttu- mann við titil, sem á honum er í símaskránni af því að flokk- urinn er ekki ósnortinn af því lýðskrumi, sem í öllum þess- um tilburðum gömlu nýsköp- unarhersingarinnar felst. Þetta varð allt saman heldur hjákát- legt af því að þessir flokkar, sem aldrei eru þó sammála um neitt á yfirborðinu nú orðið, ætluðu að gera sér mat úr því að frambjóðendur á lista Framsóknarmanna hér voru kallaðir vinna þau störf, sem þeim hefur verið trúað fyrir og ekkert farið í felur með það. En þetta vopn hefur snú- ist í höndum þcirra, sem ætl- uðu að beita því af vígfimi. Málið er ómerkilegt í sjálfu sér af því að hæfni manna til þess að vinna opinber störf fer ekki eftir því í hvaða þjóð- félagsstöðu þeir standa, né heldur eftir klæðaburði þeirra. En svo litla trú hefur þessi þrenning á dómgreind al- mennings, en mikla trú á lýð- skruminu, að þeir héldu í upp- hafi að þessi peysumennska mundi duga til áð lyfta þeirn en fella aðra. Nú er málið orð- ið opinbert lýðskrumsmál og peysumennirnir að athlægi. Það fer hverjum bezt að kann- ast við stétt sína og stöðu, jafnt í kosningum sem endra- nær. LÍTIL KVENHYLLI. í ætt við peysumennskuna er áróður kommúnista að til standi fyrir þeirra tilverknað að koma konu í bæjarstjórn. Þar er ekkert nema sýndar- mennska, verið að flagga með hlutum, sem ekki eru til. I síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum gátu kommúnistar trútt um talað. Þá var kona í efsta sæti þeirra. Þegar hún nú ekki er í kjöri aftur, troða tveir starfsmenn kommúnistafl. sér í efstu sætin, en láta þriðja sætið eftir húsmóður í bæn- um, cr að sjálfsögðu hefur enga möguleika til að ná kjöri. Líklegast er að frúin verði 2. varamaður flokksins. Komm- únistar fóru hrakfarir miklar í kosningunni hér í sumar og misstu uppbótarþingmann- inn, sem héðan var kallaður að koma. Allt bendir til þess að fylgishrunsskriðan sé hvergi nærri öll og eftir muni fara að þeir missi annan bæj- arfulltrúa sinn. Fyrir þessa framkomu munu kommúnist- ar sízt njóta kvenhylli. GÓÐ RÁÐLEGGING. í blaði þjóðvarnarliða, því síðasta, gefur einn „listamað- ur“ þeirra, lesendum sínurn og blaðsins eftirfarandi ráð- leggingu: „Margir hverjir, því miður, lesa og trúa á blöð þess flokks, sem þeir fylgja. Þetta er ákaflcga mikil villa ....“ Já, það er gott að hafa höfuðið í lagi fyrir kosningar. Barnavagn, ódýr, til sölu. Afgr. visar á. Ungur maður, reglusamur, óskar eftir at- vinnu nú þegar. — Vanur bilstjóri. — ACsrr. vísar á. & I I I I I I I I Páll Magnuússon sextugur 15. janúar 1954 Heimar, sólir, himinsjóli, hæstu verur, andar beztu, græðir strendur, himinn, hauður, liallir, meyjar, fjöll og dalir greiði örlög-gullinþræði, geymi fjör þitt, úti og heima, beri hróður, birtu og gæði og blessi þig á degi þessum. Góðs þér, Páll, við óskum allir, ætíð, Páll, þig góðvin köllum, gleðjumst, Páll, að gamanspjalli, gleðin, Páll, er fyrir öllu, gott er, Páll, í hófi hollu, lirós þitt, Páll, mun aldrei falla, sit þú Páll, við sæmd til elli. súptu, Páll, á vinafulli. Baldur Eiríksson. I f $

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.