Dagur - 20.01.1954, Qupperneq 8
8
Bagijk
Miðvikudaginn 20. janúar 1954
Hraðfrystihússmálið rætt í bæjarráði:
Heppilegasl falið a5 ÚlgerSarfélag Akur-
eyringa h.l. eigi húsið og starfræki það
Ekki gert ráð fyrir að útgerð jörundar6
taki þátt í frystihússbyggingunni
Eisenhower flytur þjóðþinginu skýrslu
Nýlega flutti Eisenhower Bandaríkjaforseti þjóððþingi Bandaríkj-
anna skýrslu um ástand og horfur í innanlandsmálum og á alþjóða-
vettvangi. Vakti ræðan mikla athygli og fær lof í blöðum hins vest-
ræna heims. Myndin er af forsetanum í ræðustól, í baksýn Nixon
varaforseti t. v. og Martin þingforseti.
Fjárhagsáætlun bæjarins afgreidd:
Úfsvörin 8 miilj. 765 þús. kr. - 400
þús. kr. ián fil aðljúka sundhöll
Á fundi bæjarráðs s. 1. fimmtu-
dag var hraðfrystihússmálið tek-
ið til umræðu og tók stjórn Út-
gerðarfélags Akureyringa h.f. og
forstjóri félagsins þátt í fundin-
um. í fundargerð bæjarráðs segir
svo frá málinu:
Útgerðarfélagið byggi og starf-
ræki.
„Málið var talsvert rætt og
komst fundurinn að þeirri niður-
stöðu að heppilegast sé, að Út-
gerðarfélag Akureyringa h.f. eigi
frystihúsið og reki það fyrir eigin
reikning, en gengur jafnframt út
frá, að útgerðarmönnum sé gefinn
kostur á að selja félaginu hráefni
og að samningar þar að lútandi
séu gerðir milli félagsins og Guð-
mundar Jörundssonar útgerðarm.
og annarra útgerðarmanna sem
þess kunna að óska. Jakob Frí-
mannsson óskaði bókað, að hann
telji heppilegast að allir togarar
bæjarins séu jafnir þátttakendur
í frystihússbyggingunni."
Útgerðarfélagið hefur ekki af-
greitt málið.
Stjórn Útgerðarfélags Akur-
eyringa hefur ekki tekið endan-
lega ákvörðun í málinu enda þótt
talið sé að hún sé því fylgjandi
að hefjast handa, enda
hljóti félagið nægilegan stuðning
frá bænum til fjáröflunar og aðra
aðstoð, sem bærinn getur látið í
té. Eins og málið liggur nú fyrir,
má telja líklegt að ákveðið verði
innan skamms að hefjast handa
og að það verði Útgerðarfélag
Akureyringa, sem hefur fram-
kvæmdir með höndum en ekki
hin togaraútgerðin í bænum hlut-
fallslega til jafns við það enda
þótt ýmsum virðist það eðlileg-
asta lausnin. En eins og kemur
fram í fundargerð bæjarráðs er
talið að ekkert sé í vegi fyrir því
að samningar takist um upplag
hráefnis frá öðrum útgerðaraðil-
x B-listinn
í suraar efndu Framsóknar-
félögin hér til happdrættis til
þess að standa undir kostnaði
við undirþúning alþingiskosn-
inganna. Allmargir umboðs-
menn þessa happdrættis hafa
um í bænum og ætti sú hlið máls-
ins þá að vera örugg enda gert
ráð fyrir samningum um það.
Vingjarnleg bók um
r
Island
Skömmu fyrir jólin var mér
send frá Osló bók, sem ber heitið
„Med bestefar til Island“. Höfund-
urinn er Sverre Halse, ferðalangur
mikill, er ferðast hefur víða og
jafnan skrifað bækur um viðkom-
andi lönd. Hann mun hafa gert
ferð sína til íslands sumarið 1952,
og bók þessi fjallar um það ferða-
lag.
I formála ,sem höfundur skrif-
ar við bókina, segir hann m. a.:
„Fyrir flestum af oss eru ná
grannalönd vor aðeins Svíþjóð og
Danmörk. Við gleymum Finn-
landi — nema þegar Ólympíu-'
leikarnir eru háðir þar — og ís-
landi. Við ættum þó að vita jafn
mikið um ísland og við vitum um
Svíþjóð og Danmörk. En — leggið
höndina á hjartað — gerum við
það?“
Bókin skiptist í 9 kafla og út úr
hverri Iínu andar góðvild til ís-
lands og Islendinga. Kaflarnir eru
þessir: Með Dronningen i vik-
ingenes kjölvand — Reykjavík,
byen med de varme kjeldene —
Þingvellir — Geysir — Hekla —
Snorre Sturlason — Med kyst-
baat fra Reykjavik til Nordlandet
— Akureyri, hovedstaden paa
Nordlandet — Med buss fra Akur-
eyri til Reykjavik.
Bókin er að mestu í samtals-
formi, þar sem Pétur og afi hans
tala við ferðafélaga og aðra kunn-
ingja og fá hjá þeim fræðslu um
land og þjóð. Með þessu móti er
komið að ótrúlega miklum fróð-
leik um land og þjóð, allt frá land-
námsöld vorra daga. Þarna heldur
maður á pennanum, sem auðsjáan-
lega vill veg Islands sem mestan,
en þó er nálega alls staðar sagt rétt
frá. Eg minnist ekki að hafa lesið
bók, sem öllu betur fullnægir
þoim tilgangi að kynna land og
þjóð frá fyrstu tíð. Þeir, sem lesa
þessa bók heima í Noregi, vita
ótrúlega mikið um land vort og
þjóð á eftir, og það, sem meira er
um vert: Með henni eru knýtt vin-
áttubönd á milli þessara tveggja
frændþjóða, svo hlýleg er hún og
full af góðvild.
Fjöldi mynda prýða bókina, og
er hún öll hin smekklegasta og
eigulegasta.
Hannes J. Magnússon.
enn ekki gert skil, en nú eru
síðustu forvöð að gera það, því
að dráttur fer fram strax upp
úr mánaðamótum. Er frestur til
þess að gera skil settur til 28.
janúar.
Norskur maður ráðinn
héraðsdýralæknir
Hingað er kominn norskur
dýralæknir, Guðmund Knutsen
að nafni, og er hann ráðinn hér
um eins árs skeið sem héraðs-
dýralæknir, í stað Guðbr. Hlíðar,
en Sverrh’ Markússon, sem hef-
ur gegnt hér störfum um sinn,
er á förum héðan. Guðmund
Knutsen er útskrifaður frá norsk-
um dýralæknaháskóla og hefur
síðan starfað um 1—IV2 árs skeið
í Noregi. Hann er frá Asker í
Noregi, ungur maður og mjög
geðfelldur.
Fyrsta skautamót
vetrarins síðastliðinn
sunnudag
Þannig hefur viðrað hér í vet-
ur, að það var fyrst s. 1. sunnu-
dag, sem tök voru á að halda hér
skautamót og fór það fram á
flæðunum við Brunná hér sunn-
an við bæinn. Skautafélag Akur-
eyrar stóð fyrir mótinu. Úrslit
urðu þessi: 500 m. hlaup: 1. Hjalti
Þorsteinsson, á 51.9 sek., 2. Björn
Baldursson, á 52.0 sek., 3. Óskar
Ingimarsson, á 53.4 sek. — 5000
m. hlaup: 1. Björn Baldursson, á
11.01.5 mín., 2. Guðlaugur Bald-
ursson, á 11.29.0 mín., 3. Jón D.
Ármannsson, á 11.40.8 mín. 500
m. hlaup drengja, 14—16 ára:
1. Kristján Árnason, 62,5 sek.,
2. Sigfús Erlingsson, 66.7 sek.
300 m. hlaup drengja innan 14
ára: 1. Gylfi Kristjánsson, 38.8
sek., 2. Bergur Erlingss., 57.5 sek.
Hörmulegt slys varð hér í bæn-
um um kl .3 í gær, er lítil telpa,
Baldvina Sigríður Jónsdóttir, 3
ára, Aðalstræti 23, drukknaði við
Leirugarðinn.
Atvik voru þau, að litla telpan
var, ásamt nokkrum öðrum
börnum, að leik í fjörunni við
Leirugarðinn. Fjara var á og hægt
að ganga þurrum fótum að álnum,
sem er austan við Leirugarðs-
endann. Féll litla telpan í álinn.
Börn, sem með henni voru, náðu
ekki til hennar sökum dýpis fyrr
en 12 ára piltur, Ágúst Karlsson,
Litla-Garði, er var á skautum eigi
langt frá, kom þarna að. Óð hann
út í álinn eins djúpt og hann
komst og tókst að ná í telpuna.
Hóf hann þegar að reyna lífgun-
artilraunir. Fullorðið fólk bar
brátt að og var telpan flutt heim
í hús og læknar kvaddir á stað-
Bæjarstjórn afgreiddi fjárhags-
áætlun bæjarins á fundi í gær og
eru útsvörin nú áætluð kr. 8
millj. 765 þúsund, en voru áætl-
uð rösklega 8,3 millj. í fyrra.
Við aðra umræðu í gær voru
breytingartill. bæjarráðs sam-
þykktar, en þær voru: að gera
ráð fyrir 400 þúsund kr. lántöku
til að fullgera sundhöllina, hækka
framlag til Leikfélagsins um 5
þús. kr. og ennfremur, samkv.
tillögu nokkurra bæjarfulltrúa,
að veita Golfklúbb Akureyrar 5
þús. kr. styrk.
Greiddi atkvæði gegn fjárhags-
áætluninni í heild!
Þau tíðindi gerfðust á bæjar-
stjórnarfundinum í gær að annar
fulltrúi Alþýðuflokksins greiddi
inn. Lífgunartilraunir þar og á
spítalanum báru ekki árangur.
Þorskverðið á að
verða kr. 1,22
Á mánudagskvöld sl. tókst
samkomulag í deilu sjómanna
og útgerðarmanna, sem staðið
hefur undanfarið og stöðvað
sjósókn í verstöðvum sunnan-
lands. Slóð deilan um fiskverð-
ið, sem hefur verið kr. 1.05, en
sjómenn kröfðust kr. 1.30. Varð
samkomulag um 16,2% hækk-
un, í kr. 1.22, ennfremur um
hærri slysa- og dánarbætur
sjómanna. Samkomulagið var
undirritað með þeim fyrirvara,
að félög sjómanna og útgerðar-
manna. sem lilut eiga að máli,
staðfesti samkomulagið.
atkv. gegn fjárhagsáætluninni í
heild við lokaafgreiðslu hennar,
er slíkt harla nýstárlegt.
Templarar á Akureyri
minntust sjötíu ára
afmælisins
Eins og sagt hefui' verið frá hér
í blaðinu, átti stúkan ísafold-
Fjallkonan nr. 1 hér á Akureyri,
og um leið Góðtemplarareglan á
íslandi 70 ára afmæli sunnudag-
inn 10 jan. s. 1. Var þess minnst
af templurum hér í bæ og víða
annars staðar á landinu. Hér á
Akureyri var guðsþjónusta í
Akureyrarkirkju kl. 2 síðd. og
var hún helguð þessu afmæli.
Séra Friðrik J. Rafnar vígslu-
biskup predikaði.
Klukkan 8.30 um kvöldið var
afmælisins minnst í Varðborg,
félagsheimili templara, og hófst
afmælishófið með almennri kaffi-
drykkju. Undir borðum voru
flutt ávörp og minni, og jafn-
framt fór fram mikill almennur
söngur. Eiríkur Sigurðss. minnt-
ist Góðtemplarareglunnar og 70
ára starfs hennar. Hannes J.
Magnússon mælti fyrir minni ís-
lands. Stefán Ágúst Kristjánsson
flutti kvæði um Akureyri, og
Heimir Hannesson talaði fyrir
hönd unga fólksins. Þeir Rós-
berg G. Snædal og Jón Kristins-
son fluttu gamanþætti, en Jóhann
Ögmundsson söng einsöng með
aðstoð Áskels Jónssonar. Stúk-
unni bárust allmörg heillaskeyti
og 500 kr. gjöf frá Rósu Guð-
jónsdóttur, gömlum félaga stúk-
unnar. Þorsteinn M. Jónsson
skólastjóri þakkaði fyrir hönd
gestanna. Að lokum var dansað.
Hóf þetta sátu um hundrað
manns.
Fresfur til að gera upp happ-
dræffismiðana til 28. janúar
Hörmulegt slys - lítil telpa drukknaði
við Leirugarðinn í gær