Dagur - 17.02.1954, Síða 5

Dagur - 17.02.1954, Síða 5
D A G U R 5 Miðvikudaginn 17. febrúar 1954 ERLEND TÍÐINDI Andspyrna bænda gegn kúgun hefur um aldir verið eitt mesta vandamál rússneskra valdhafa húsdýrum sínum í bjálkakofum með stráþaki, og þrauka af af langa, kalda vetur, en hann átti einn dýrmætan hlut, sem bætti honum alla erfiðleika: hann var frjáls maður. Skammvinn gleði. B R É F : læjarráði bent á að ásælsst ekki framkvæmdavald bæjarsfjórans Blaðinu hefur btjrizt eftirfar- andi bréf frá Jóni Sveinssyni, fyrrv. bæjarstjóra: „Eg sendi yður hér með, hr. ritstjóri, eftirrit af bréfi mínu til bæjarstjórnar Akureyrar, dags. 9. þ. m., og tel rétt að það sé birt í heiðruðu blaði yðar, vegna um- mæla þess um erindið í fréttum frá bæjarstjórnarfundi 9. þ. m. Eg tek fram ,að eg vildi gjarnan fá rúm í blaði yðar — framvegis — fyrir greinar, þar sem gerðar eru tillögur um — og álit — hvernig bezt muni fyrir komið í framtíðinni stjórn sveita- og kaupstaðarfélaga. Eg tel að ekki verði hjá því komist að setja milliþinganefnd í þau mál. Bréf Jóns. Enn stendur hið mikla, þögla stríð innan landamearkja Sovét- ríkjanna, í milli valdhafanna og bændanna. Orrustuvöllurinn er samyrkjubúið — kolkhoz. Það sem um er barizt, er tækifæri 10 milijón smábænda að lifa mann- sæmandi lífi. Þetta stríð er þögult, en það er háð af miskunnarleysi. Hvorugur aðili lætur undan, nema til bráðabirgða, af hentiástæðum. Þessi styrjöld er aðeins fram- hald af þeim ógurlegu átökum, sem í aldir hafa farið fram í milli valdhafa og bænda í þessu mikla ríki. Þá sögu má rekja sex aldir aftur í tímann. Hræðilegir atburðir. Allt fram á þrettándu öld, eða þangað til Kieff-þrinsarnir náðu völdum, voru rússnesku bænd- urnir frjálsir menn. En eftir það voru þeir heftir í þrældórhsfjötra af keisaraættum þeim, sem síðan ríktu. Hræðilegir atburðir gerðust á næstu öldum. Þegar veldi Moskvufurstanna leið undir lok á árunum 1598—1613, varð upplausnarástand í landinu Ánauðugir bændur sóttu þá fram alit að hliðum Moskvu, en að baki þeirra var blóði drifin slóð og þúsundir aðalsmanna drepnir. Þessi uppreist var að lokum brotin á bak aftur af pólskum og sænskum hersveitum. Bændastríðið 1773—1774 kom næst. Kósakki frá Don-byggðum, Pugachev að nafni, safnaði um sig kósakkahersveitum og gerði árás á hirð Katrínar miklu. Kjör- orðið var: Drepum landeigendur! En hermenn Katrínar sigruðu uppreistarmenn, Pugachev var fluttur í járnum til Moskvu og hálshöggvinn. Desember-uppreistin 1825 kom næst. Ungii' varðliðsmenn í Pét- ursborg, sem hrifist höfðu af hugsjónum frönsku byltingar- innar, risu upp í nafni „rúss- neskrar frelsishreyfingar“ og eitt aðalstefnuskrármálið var að leysa bændur úr ánauð. En þessi hreyfing kafnaði í bióðbaði. Her keisarans náði skjótt yfirhönd- inni. Frelsisskrá Alexanders. Árið 1861 leysti Alexander' czar II. bændur úr ánauð og lét svo ummælt „,að betra væri að leysa þá af klafanum með vald- boði að ofan, en bíða unz þeir tækju sjálfir vald til þess í sínar hendur.“ En um aldamót sl. var hlutur bænda enn hinn versti. Skuldir og gamaldags vinnubrögð höfðu svipt þá frelsinu, sem þeim var lofað í frelsiskrá Alaxanders. Árið 1905 létu hinir langþreyttu og kúguðu bændur enn til sín heyra. Sunnudag í janúar leiddi ákafur predikari, Gapon að nafni, fylkingar leiguliða að vetrarhöll keisarans í Pétursborg. Hermenn skutu á fylkinguna og mikið blóðbað varð. En um gjörvallt Rússland hljómaði kjörorðið: „Allt land til bænda sjálfra." Bændurnir og Lenin. Sprengingin varð 1917. Þegar keisaradæmið hrundi, fóru varn- irnar á þýzku vígstöðvunum jafnframt út um þúfur. Lenin hrópaði þá til bændanna: „Grípið nú það, sem tekið var af ykkur áður.“ Bændur skiptu þá stór- jörðum í milli sín. Á þessum tíma uppreisnar urðu bændur í raun og sannleika ofur- litlir kapítalistar. Bóndinn átti sjálfur nokkrar ekrui' lands. Hann varð að vísu að búa með En gleðin varð skammvinn. Þegar bolsevikkar höfðu náð völdunum örugglega í sínar hendur á árunum 1918—1921, var Lenin fljótur að gera út af við hið nýfengna frelsi bændanna. Hinn frjálsi sölumarkaður bænda var afnuminn. Ríkið gerði upp- tækar afurðir þeirra að vissu marki. Bændur tóku upp and- spyrnu gegn þessum ákvörðunum m. a. með því að neita að vinna. Þetta, ásamt þurrkum, varð orsök ægilegrar hungursneyðar í land- inu. Framleiðsla bændanna minnkaði um 60 af hundraði. Talið er að allt að 5 milljónir manna hafi látizt af skorti og harðæri. Árið 1921 hafði hin þrautseiga andspyr nu bænda ney tt Lenin til þess að slá undan. Þá var efnt til nýrrar efnahags- stefnU. Samkvæmt þessari stefnu — NES — var hinn frjálsi markaður endurreistur. Skattar komu í stað þess að gera upptæk- ar framleiðsluvörui'. Lenin játaði síðar, að einasta ósigur sinn í líf- inu hefði hann beðið fyrir bænd- um. En nú tóku bændur aftur til starfa af fullum krafti. Og fram- leiðslan óx. Bændur og Stalín. Lenin trúði á samyrkjuskipu- lagið, -en þó því aðeins að það væri framkvæmt í samvinnu við bændur og með atfylgi þeirra, enda tæki breytingin mjög langan tíma. Þvingun taldi hann mundi eyðileggja möguleikana til sæmi- legs árangurs. En eftir 7 ár gjörbreytti Stalin NES og hóf iðnaðaráætiunina 1928. Til þess að iðnvæðingin, sem þá hófst, gæti tekizt, þurfti Stalín á eftir- farandi að halda: 1) Vinnuafli í verksmiðjurnar, og það var að- eins að fá í sveitunum, 2) mikið af landbúnaðarafurðum til þess að halda lífinu í verksmiðjufólk- inu í borgunum og til þess að greiða fyrir innflutningi á verk- smiðjuvélum og hráefni. Til þess að leysa þennan tvöfalda vanda ríkisins, ákvað Stalín með þving- aðri þátttöku samyrkjubúskap í stórum stíl. Þannig mundi losna um marga sveitamenn til starfa í verksmiðjum, og ríkisvaidið hefði framleiðslumál bænda jafnframt í járngreipum. Útkoman varð hin „hræðilega barátta“ sem Stalín skýrði Chruchill frá (sjá ramma á þessari bls.). Bændur vörðust þessum árés- um með öllum þeim ráðum, er þeir höfðu tiltæk. Þeir slátruðu heldur gripum sínum en afhenda þá og fóðurbrestur sagði líka til -... sín. Um helmingur af búpeningi landsins féll á þessum árum. — Stalín fyrirskipaði þá áð uppræta stétt sjálfseignabænda, kúlakk- ana svonefndu. Á fimm ára tíma- bili voru 5—10 millj. kúlakka upprættir, annað tveggja skotnir eða fluttir í útlegð. Margar mill- jónir þeirra flýðu til borganna. Árið 1936 höfðu nær allir bændur landsins verið kúgaðir til þess að taka þátt í samyrkjubúunum. — Eina undanþágan, sem Stalín gerði, var að leyfa hverri fjöl- skyldu að rækta til eigin nota smáblett, en framleiðslan af honum var þungt skattlögð. Árið 1950 var samyrkjubúum enn steypt saman í heljarstóra sam- yrkjubúgarða .Átti að stofnsetja sveitaborgir. En andspyrna bænda varð enn erfið og þessi áætlun komst aldrei almennilega á laggirnar. Stalín taldi samt sem áður að hann hefði kúgað bænd- ur, erf svarið kom eftir andlát hans í marz í fyrra. Á barmi glötunar. Sú mynd, sem við blasti, er Malenkov-stjórnin tók við völd- um, og stjórnin sjálf hefur lýst, sýndi, að hinn þvingaði sam- yrkjubúskapur hafði fært rúss- neskan landbúnað á glötunar- barm. Ein staðreynd gnæfir upp úr öllum öðrum: Á meðan iðnað- arframleiðsla landsins jókst um 230% á árunum 1940—1952, jókst landbúnaðarframleiðslan aðeins um 10%. Þegar ástandið var bor- ið saman við það 'Sem var á dög- um keisaranna og Lenins, var hnignunin alveg ótrúleg. Síðan á byltingarárunum hafði fólkinu fjölgað um nær 35 milljónir, en nautgripum hafði fækkað um 2 millj. Þessi afturför var óhjá- kvæmilegur fylgifiskur skipu- lagsins og þeirrar staðreyndar, að efnahagsmálum ríkisins var stjórnað til þess að auka herstyrk en ekki til þess að auka velinegun almennings. Skriffinnskan við samyrkjubúskapinn dró úr fram- leiðslunni. f stað traktora keppt- ust verksmiðjur landsins við að gera skriðdreka, í stað tilbúins áburðar voru gerð skotfæri. Framleiðslan í sveitunum var di'epin niður með ægilegu emb- ættismanna- og skriffinnskukerfi og ófullkomnum og úreltum bú- skaparaðferðum. Og vinnugleði fólksins skorti. Bændur hötuðu embættismannakerfið og reyndu að standa gegn kúguninni af öll- um mætti. (Framhald 7. síðu). „Hinn 16. jan. 1954 sótti eg um bæjarstjórastöðuna til næstu fjögurra ára. En nú tjá mér for- ustumenn aðalflokkanna í bæjar- stjórn (Framsóknar og Sjálfstæð- isf 1.), að orðið sé samkomulag um að þeir kjósi Stein Steinsen bæj- arstjóra áfram sem hingað til, þar sem hann hafi einnig sótt. Eg dreg því umsókn mína til baka. Jafnframt þakka eg einnig fyrir þá yfirlýsingu þeirra, að það væri ekki af vantrausti á mér, heldur vildu þeir ekki nú hætta við að kjósa Stein Steinsen, þar sem þeii' hefðu um langt skeið kjörið hann sem bæjarstjóra. En sannfærður er eg um, að enn myndi eg njóta fylgis meiri hluta kjósenda í bænum, ef þeir fengju að kjósa bæjarstjórann beinum kosningum, líkt og var 1928. Þá losaði mótkandídatinn ekki þriðjung atkvæða og var þó hinn mikilhæfasti maður. En í það eina sinn fékk fólkið sjálft að kjósa sinn bæjarstjóra. 1934 kaus bæjarstjórnin bæjar- stjórann. Þá féll eg. En á fund- inum voru lagðar fram áskoran- ir frá hartnær helmingi k’ósenda um að veita mér stöðuna áfram. Sá fylgismannafjöldi hafði mynd- ast á bremur síðustu dögur.um fyrir kosninguna, því að til síð- ustu daganna var gengið út frá því, að mín kosning væri örugg. Eg óska Steini Steinsen, sem mun verða kjörinn bæjarstjóri, til hamingju með stöðuna, og óska, að honum farnist vel með hið mikla framkvæmdavald, sem hann á nú framundan í sjötta sinn, Bið eg bæjarstjórn vel að at- buga, hvort ekki sé rétt að gæta þess betur hér eftir en hingað til, að bæjarráð ásælist ekki um of framkvæmdavald bæjarstjói’ans, né bæjarstjóriún komi því af sér á bæjarráð. Bæjarstjórinn á að framkvæma samþykktir og fvrir- skipanir bæjarstjórnarinnar, séu þær ekki öðrum sérstaklega fald- ar á hendur, cn bæjarráðið á ekki að hafa framkvæmdavaldið. Það á bæjarstjórinn að hafa. En að draga undan bæjarstjóra það vald og þjónustu, sem hann ber að inna af hendí samkvæmt lögum og reglum, er óvirðing á embætt- inu, en að óvirða embættið er sama og óvirða bæinn og íbúa hans. Eg var fimm sinnum kjörinn bæjarstjóri og á eftir að þakka bæjarbúum, eða fólkinu, hið mikla traust, er eg fann að það ávallt bar til mín, ekki sízt þeir sem minni máttar voru. En allt bíður síns tíma. Meðal annars sótti eg um bæj- arstjórastarfjð af því, að mér lík— ar ekki að lifa á eftirlaunum, eða ölmusu frá bænum, meðan eg get vel starfað, en eftirlauna hef eg notið síðan eg var sviptur skatt- dómaraembættinu, eða það lagt niður án allra réttinda. Allt frá barnæsku, að eg fór úr foreldrahúsum, hef eg viljað vinna fyrir mér sjálfur, og tekur mig því sárt að fara á eftirlaun, Framhald á 7. síðu. Það sem Síalísi sagði við öiureliill í ævisögu sinni (The Hinge of Fate) segir Winston Churchill frá ferð sinni tií Moskvu á stríðsárununi og kynnum þeirra Stalíns. Þar segir m. a.: „Segið mér,“ sagði eg, „hefur erfiði þessara styrjaldarára orðið meiri raun fyrir yður persónulega en framkvæmd áætl- unarinnar uin samyrkjubúskap?“ Þetta efni vakti þegar óskipta athygli marskálksins. „Nei,“ sagði hann. „Áætlunin mn samyrkjubúskapinn kost- aði hræðilega baráttu.“ „Já eg hélt líka að yður Iiefði þótt það erfið raun,“ svaraði eg, „þar senj þér áttuð þar ekki í höggi við nokkur þúsund aðalsmanna og landeigenda, heldur milljónir almcnnra borg- ara.“ „Já, 10 milljónir þeirra,“ svaraði hann og bandaði með hend- inni, „það var hræðilcgt,“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.