Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 17. febrúar 1954 ■ ' ■ .......... ARSHATIÐ Saumanámskeið hefjast aftur í næstu viku. Þær konur, sem hugsa sér að taka þátt í þeim tali vin- saml. við mig sem fyrst. Jóhcmna Jóhannesdóttir. Sími 1574. Sjósfakkar Nýjar tegundir. Hood gúmmívettlingar Vinnuvettlingar Járn- og glervörudeild. • Bækur til sölu Búnaðarbl. Freyr, Gríma, Dvöl, Nýjar kvöldvökur, Ferðafélagsbækur o. fl. Afgr. vísar á. Járn- og glervörudeild. Plast-herðatré Járn og glervörudeild Nýkomið: Mikið lirval af þjzkum vörum: Kristall P o s t u 1 í n Mjög hentugt til tækifæris- gjafa. ★ NÝKOMIÐ: fílásið gler, svo sem: r Avaxtasett Könnusett margar teg. Mjólkurkönnur (ntargar stærðir) Mjólkurglös ( á fæti) Skálar (margar stærðir) * Nú eru imti-blómalaukarnir komnir: Gloxiníur Begoníur °g Gladíolus-laukar Setjið sem fyrst í pottana, því fyr koma þeir í blóma. BLÓMABÚÐ KEA Skemmtiklúbburinn Allir eitt. Dansleikur í Alþýðuhúsinu laugardaginn 20. þ. m. kl. 9 eftir hádegi. Síðir kjólar. — Dökk föt. Nokkrir miðar óseldir, afgr. í Alþýðuhúsinu miðvikudag ld. 9-10. e. h. STJÓRNIN. ÍBÚÐ 2 lierbergi og cldhús óskast til leigu 14. maí. Afgr. vísar á. ÍBÚÐ 3—4 herbergi og eldhús óskast til leigu nú þegar, eða frá 14. maí. Afgr. vísar á. 1-2 laghentar stúlkur geta fengið atvinnu nú þegar. Dúkaverksmiðjan h.f. Fjáreigendafélag Akureyrar heldur aðalfund sinn, sunnu- daginn ,þ. 21. febrúar í Varð- borg, ld. 13.30. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. STJÓRNIN. Barnavagn til sölu í Aðalstræti 80. Sími 1568. Nylonsokkar 60, 51, og 30 lykkju Silkisokkar, svartir Ullarsokkar Bómull-Perlonsokkar Sportsokkar Verzlunin DRÍFA Sími 1521. GOLFTREYJUR stór númer. POLO-peysur, heilar, langerma. Rauðar, hvítar, grænar, gráar, svartar. T elpu-golf trey jur margar gerðir. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Nýjar gerðir af Ullar-Jersey húfum Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Skrautlinappar, kjóla- og kápusþennur í mildu úrvali. Yfirtrekkjum hnappa og spemmr. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. AÐALFUNDUR S.N.E. verður haldinn aðííótel KEA fimtmudaginn 25. febrú- ar næstk. og hefst kl. 10 árd. — Dagskrá samkvæmt lögum sambandsins. Akureyri, 15. febrúar 1954. STJÓRNIN. .'■.^r-L±'t-r^=-L...-------------? SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI 2—3 stofur, óskast nálægt miðbænum. Afgreiðslan vísar á. Atvinna Stúlka óskast nú þegar í Brauðgerð K. E. A. — Upp- lýsingar í Brauðgerðinni. ^ ^ Eyfirzkir þættir VILLA A TUNGNAHRYGGSJOKLI Eftir MAGNÚS GUNNLAUGSSON Vorið 1920, hinn 12. maí, laust eftir miðjan dag, lagði ungur mað- ur, Stefán Jóhannsson, upp frá heimili sínu, Nunnuhóli í Hörgár- dal. Ferðinni var heitið vestur að Hvammi í Hjaltadal, en þar bjó þá Stefán Sigurgeirsson föðurbróðir hans. Hélt Stefán sem leið liggur fram Hörgárdal og þaðan upp á Barkár- dal, var ætlunin að fara svonefndan Tungnahrygg, sem mun vera nyrzta leið upp úr Hörgárdal er til Skaga- fjarðar liggur. Veður og færi var gott, stillt og bjart í byggð, en lítil háttar þoku- slæðingur á fjöllum. Þegar hér var komið var orðið áliðið kvelds, enda hafði Stefán að yfirlögðu ráði farið seint af stað og tekið það rólega fram dalinn, hugð- ist hann hafa nætursvalann yfir fjallið. Ber nú ekkert til tíðinda fyrr en hann kemur upp á jökulinn. Skellur þá allt í einu yfir hann svarta þoka, svo að lítt sá fyrir fæt- ur sér. Hann heldur þó hiklaust áfram í öruggri von um að brátt muni birta til aftur. Eigi hafði hann lengi gengið, er hann verður þess var, að hann er kominn á slóð sína og því sýnilegt að hann hefur gengið í hring. Hann reynir nú hiklaust nýja leið, en það fer á sömu leið, hann kemur á slóð sína aftur. Þetta gerðist a. m. k. fimm sinn- um, að hann reynir nýjar leiðir út úr slóðinni, en kemur alltaf inn á slóðina aftur. Stanzar hann nú og hugsar ráð sitt. Naumast virtist sá möguleiki fyrir hendi að finna hina fyrstu slóð sína og hverfa til Hörg- árdals aftur, enda mun það tæplega hafa hvarflað að honum. Hins vegar trúði Stefán því naumast sjálfur að hann væri orð- inn svo villtur, sem raun bar vitni um og síðar verður að vikið. í þeirri öruggu trú, að þetta hringsól á jöklinum sé aðeins stúndar fyrirj^,%t^g^ ferðamann. brigði, heldur hann enn af stað, og Er hann hefur legið þarna í fönn- nú tekst svo giftusamlega að hann kemur ekki á slóð sína aftur. Allt í einu verður hann var við það, sér til mikillar gleði, að farið er að birta til. Þokan hefur orðið að víkja fyrir ylgeislum morgunsólar- innar, því að nú er kominn nýr dagur. Stefán hefur því verið villast um jökulinn alla nóttina. Og nú fer nýr, óvelkominn gest- ur að láta til sín heyra, það er sult- urinn. Stefán hefur ekki neytt mat- ar frá því um miðjan dag daginn áður. Hann hefur ekki verið svo for- sjáll að hafa með sér matarbita, enda ekki álitið þess neina þörf, er hqnn fór að heiman. Þrátt fyrir sult og þreytu, sem nú er nokkuð farin að gera vart við sig, er hann þó hinn hressasti. Hyggst hann taka Kolbeinsdal í næstu lotu. Segir nú ekkert af ferð hans fyrr en hann allt í einu tekur eftir því að halla tekur mjög undan fæti, og litlu síðar missir hann fótanna og fellur fram af allháum skafli. Fallið veldur þó ekki meiðslum, aðeins lítils háttar óþægindum, er sam- ræmast vel hinni vaxandi þreytu og sulti, sem nú er farin að þjá hinn inni um hríð og athugað umhverfið verður hann þess var að nokkrir klettar eru þarna, umhverfis hann að kalla má. Undrast hann þetta mjög, því að hann man ekki eftir neinu slíku umhverfi í botni Kol- beinsdals eða þar í grennd, þykist samt viss um að vera í aðalatriðum á réttri leið. Síðar gizkuðu kunnugir á, þótt aldrei væri það vitað með vissu, að hengjubrúnin, sem Stefán féll fram af rnyndi hafa verið á svokölluðum Fremsta-Þverdal, sem er fremst í austanverðri Skíðadalsafrétt. Nú heldur hann ofan dalinn og áleiðis heim til byggða. Segir nú ekkert af honum fyrr en liann kem- ur að Sveinsstöðum, sem þá voru komnir í eyði og eru alllangt fram- an við Krosshól, sem þá var fremsti byggður bær í Skíðadal. (Framhúsið á Sveinsstöðum stóð þá uppi, allreisulegt, og var notað senr gangnamannaskýli á haustin í mörg ár.) Stefán telur nú víst að hann sé korninn að Fjalli í Kolbeinsdal og ber að dyrum, en auðvitað svarar enginn, og loks er hann hefur ár- angurslaust knúð dyra nokkrum sinnum heldur hann af stað og út og upp til fjalls. (Frámhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.