Dagur


Dagur - 05.05.1954, Qupperneq 5

Dagur - 05.05.1954, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 5. maí 1954 D A G U R 5 Eftir síyrjöldina hafa Danir byggt mörg stór sambýlishús með nýtízku sniði. Sérstaka athygli fcrða- rnanna, sem fara um Kaupmannaiiöfn, vekja þessi hús á Bellahöj, sem munu vera hæstu íbúðarhús í borginni. í þessum húsum eru mjög þægilegar, en fremur litlar íbúðir. 1 húsunum eru og ýmis þæg- indi fyrir íbúana. Er þessi lausn húsnæðisvandræða talin hafa gefið góða raun í Danmörk. r I félagslegu öryggi standa Danir einna fremstir vestrænna merniingarþjóða Sncmma morguns, einn sólfagran apríldag, blakta íslenzkir og danskir fánar í Gladsakse, sem er ein af útborgum Kaupmanna- hafnar. MiðdepiM þessarar skreytingar eru nokkrar stórar sam- byggingar, sem heita einu nafni Höje Söborg. Þar er augsýnilega eitthvað um að vera. Fjöldi manns hefur tekið sér stöðu á gangstétt- um í grennd húsanna, en lögreglumenn eru komnir á vettvang og varna almenningi að ganga inn á torgið framan við húsin. Þar við anddyri aðalbyggingar- innar standa embættismenn þessa borgarhluta í hóp — með Baaring Hansen borgarstjóra og H. C. Hansen utanríkisráðherra í broddi fylkingar — og bíða þess að klukkan verði hálf ellefu. í gluggum og á svölum þessa stóra húss, má sjá mörg andlit, sem horfa forvitnislega yfir torgið og út á akbrautina. Það er von á íslenzku forsetahjónunum og fylgdarliði þeirra og þetta er stórviðburður í þessu umhverfi. Á meðan beðið er gefst tækifæri til þess að virða fyrir sér húsa- kostinn. Stórar sambyggingar — ágæt þjónusta. Hús þau, sem heita einu nafni Höje Söborg, eru heljarmiklar tígulsteinsbyggingar, margar hæð ir hver sambygging, og þó hvergi nærri eins margar og bygging- arnar á Bellahöj (sjá mynd hér að ofan). Þetta eru allt nýlegar byggingar, 2—3 ára gamlar, og skammt frá getur að líta, hvar verið er að koma upp fleiri slík- um húsum. Verkamennirnir, sem þar vinna við múrverk og útgröft lóða, hafa tekið sér hvíld frá störfum, og standa nú í þyrping- um á hæstu vinnupöllum og skima út á akbrautina og yfir á torgið. Það er bæjarfélagið sjálft, sem hefur komið upp þessum húsum. Þau eru að því leyti frá- brugðin öðrum sambyggingum, sem eg hef séð, að frá upphafi er reiknað með meiri þjónustu við íbúana en venja er. í húsum þessum er t. d. dagheimili og vöggustofa fyrir börn íbúa húss- anna, þar er og veitingasalur og geta þeir annað tveggja fengið mat sinn framreiddan þar eða sendan þaðan í íbúðirnar. Þá eru sérstök þægindi með tilliti til þvotta og hreingerninga. íbúðir þessar eru alveg sérstaklega þægilegar fyrir ungt fólk með 1— 2 börn, er hafa þannig efnahags- lega aðstöðu, að bæði hjónin þurfa að vinna úti. Meðan við erum að virða hús þessi fyrir okkur, og fólkið, sem komið er út á svalir á öllum hæð- um, fjölgar sífellt í mannþröng- inni við akbrautina og á torginu framan við húsið, en lögregla heldur auðum gangi að aðaldyr- um. Þarna eru enn barnakennar- ar komnir á vettvang með bekk- sagnir sínar og eru mörg barn- anna með íslenzka og danska fána. Nú heyrist til fólksins, sem stendur á efstu svölum og skim- ar út yfir bæinn: Þarna koma þau, og fregnin berst hæð af hæð og loks alla leið til fólksins á göt- unni, sem ekki hefur aðstöðu til að sjá lengra til. Og innan lítillar stundar þeysa lögreglumenn á bifhjólum upp að húsunum, þar næst kemur umferðalögregla í opinni bifreið, þá bifreið forseta- hjónanna og þar næst bifreið fylgdarliðs þéirra, en lestina reka lögreglumenn í opnum vagni. Úrlausn félagslegra vandamála. Þegar bifreið forsetahjónanna staðnæmist, ganga embættis- mennirnir fram og bjóða þau vel- komin til Gladsakse. Er síðan gengið inn í húsin og bvður borg- arstjórinn fyrst inn í lítinn sam- komusal á stofuhæð. Er hann fagurlega skreyttur blómum og íslenzkum fánum. Lítil stúlka gengur fram og færir forseta- frúnni fallegan blómvönd. Þegar gestirnir hafa gengið til sætis gengur borgarstjórinn fram og flytur stutt ávarp. Hann býður forsetahjónin velkomin og segir, að það sé mikil ánægja að fá að sýna þeim dæmi þess, hvernig Danir vinni að því að leysa fé- lagsleg vandamál. Borgarstjórinn skýrir frá því, að í Gladsakse- bæjarfélagi búi nú um 50.000 manns og hefur fjölgað þar um rétt að segja helming á 10 ára tímabili. En á þessum 10 árum hefur bæjarfélagið sjálft haft for- ustu um að koma upp 6000 íbúð- um. Og íbúðahverfið á Höje Sö- borg er eitt nýjasta dæmið um þetta framtak og er þó ekki lokið enn. Ræðu sinni lýkur borgar- stjórinn með því að biðja forset- ann að þiggjá* að gjöf bók, sem skýrir frá, hverju borgararnir í Gladsakse hafa áorkað á þessum vettvangi með sameiginlegu átaki. Forseti íslands þakkar þegar með stuttri ræðu vinsemd borg- arstjórnarinnar og lætur í ljósi ánægju yfir að fá að kynnast því, hvernig danska þjóðin tekur á félagslegum vandamálum sem húsnæðismálum. Úrlausn félags- legra verkefna er málefni dagsins á Norðurlöndum og þar standa líka Norðurlandaþjóðirnar fremst ar þjóða, segir forsetinn. Að þessari athöfn lokinni, er setahjónunum fylgt um ýmsar vistarverur þessa stóra sambýlis- húss og dvelst þeim einkum á meðal barnanna á dagheimili og vöggustofu. Börn í góðra manna höndum. íslenzkir og danskir blaðamenn og ljósmyndarar fara í humátt á eftir og einnig þeim dvelst lengst meðal barnanna. Það fer ekki í milli mála, að fyrirmyndarbragur er á öllu í þessu húsi. Vistarverur og húsbúnaður með miklum myndar- og snyrtibrag, og um- önnun barnanna virðist mjög mikil. Úti á svölum á einni af efri hæðum eru tvær fóstrur með mörg ung börn að leik. Þetta er allt sami aldursflokkur, á að gizka tveggja ára eða tæplega það. Þótt bjart sé yfir, er þessi vormorgunn heldur svalur og börnin hafa því verið færð í úti- föt. Það vekur athygli, að þessi útiföt eru öll eins, eins konar ein- kennisbúningur dagheimilisins, og virðast þannig gerð, að fljót- legt sé að klæða börnin í og úr. Þá er fi'óðlegt að virða fyrir sér leikföngin, sem þau,- hafa þarna úti á svölunum. Þetta eru allt tréleikföng og augsýnilega ekki smíðuð af handahófi, heldur til þess að þjóna ákveðnum tilgangi. Börnin una sér vel og hafa ærinn starfa. Fóstrurnar eiga rólega stund, en árvökul augu þeirra hvíla á börnunum. Þegar forsetahjónin og fylgd- arlið þeirra hafa séð sýnishorn íbúða og kvatt börnin, er farið í skyndiheimsókn í annan enda stórbyggingarinnar, en þar er fæðingarheimili, rekið sem einkafyrirtæki, en hefur fengið inni í þessum húsum. Er stofnun þessi talin um flest til fyrirmynd- ar. Það kom upp úr dúrnum að þar starfar' íslenzk Ijósmóðir, Guðrún Magnúsdóttir úr Reykja- vík. Ótrúlega víða rekst maður á fslendinga í Danmörk og oft í ábyrgðarstöðum og er það upp- örvandi vitneskja í framandi landi.. í nágrenni húsmæðra í Gladsakse. Á meðan fyrirmenn Gladsakse voru að kveðja forsetahjónin og fylgdarlið þeirra rölti eg út að akbrautinni og stillti mér upp á gangstéttarbrún og hafði tvo ung- linga á aðra hönd, en tvær mad- dömur þarna úr hverfinu á hina. Höfðu þær brugðið sér frá eld- húsverkunum stundarkorn til þess að vera með, úr því að eitt- hvað nýstárlegt var að gerast, Og þær spjölluðu um börnin í skól- anum og erfiðleikana í sambandi við lærdóminn og þeim blöskraði kaffiverðið, hvað það var orðið hátt. Maður hefm’ varla efni á því að fá sér sopa lengur, og þykir hart í Danmörk sem hér á landi. Og svo skima þær út á torgið og líta til lögregluþjónanna. Skyldi herskabið ekki fara að koma? Og svo berst talið að heimsókn for- setahjónanna, og einkum að mynd, sem Kaupmannahafnar- blöð in höfðu birt daginn eftir að forsetinn sté á land, en sú mynd sýndi konungsfjölskvlduna dönsku — konungshjónin og dæturnar þrjár — og islenzku forsetahjónin. Það þótti þeim elskuleg fjölskyldumynd og fallegt fólk allt saman. En nú er komin hreyfing á lögreglumenn- ina, talið fellur niður, en ná- grannakonur mínar tylla sér á tá til þess að sjá betur. Og svo þeysa lögreglumenn á bifhjólum út á ak brautina, og svo öll prósessían sem fyrr. Mannfjöldinn veifar glaðlega til forsetahjónanna um leið og þau aka fram hjá, en þau veifa brosandi til fólksins. Og mannfjöldinn á strætinu leysist upp. Blaðamenn eru á harða- hlaupum að bíl sínum til þess að fylgja bifreiðalest forsetans eftir. Þessi heimsókn, sem hófst í vöggustofu á nefnilega að enda á gamalmennahæli og þangað er förinni heitið. Fyrirmannlegur borgarstjóri. Við náum að aka í hlað á „Utterslevgaard“ rétt í þann mund er forsetahjónin og föru- neyti þeirra stígur út úr bílun- um. Nú er komið inn á lögsagn- arumdæmi sjálfrar Kaupmanna- hafnar, en „Utterslevgaard“ er elliheimili, sem bærinn á og rek- ur. Hér, eins og við Höje Söborg, er mannfjöldi við götur og for- "itin andlit í hverjum glugga. — Elliheimilið er stór tígulsteins- bygging. Þetta er ekki nýtt hús, var byggt fyrir stríð, en er talið ágætt sýnishorn af slíkum stofn- unum í borginni. Þarna taka fulltrúar borgarstjórnarinnar á móti forsetahjónunum. Fyrir þeim er Munck borgarstjóri, en undir hann heyra félagsmál. — Munck er sem stendur talinn lík- legasti eftirmaður H. P. Sören- sens yfirborgarstjóra, er hann lætur af störfum eftir 1—2 ár. Hann er mikill vexti, fyrirmann- legur og góðlegur og ágætur raddmaður. Höfðum við blaða- menn hitt hann fyrr og hann þá sungið fyrir okkur þjóðsöng Kaupmannahafnarbúa, „Köben- (Framhald á 7. síðu). Litla stúlkan færir forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur fagran blómvönd á Höje Söborg.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.