Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 12. maí 1954 Moderato maestoso (FRIÐGEIR H. BERG) JÓHANN Ó. HARALDSSON XL 21. marz 1954. -cLcm.. j;- =c ¥ f—r. t—f-f—■ r. - f ' ' i—f—p—,-r—P r *F Ætt — ár-land meö eld Qg sn«36« i *-í>ógn og foss- a~sóng, græn-ar hlíö-ar. 4~. -4- J . ---1 J . J J- A , sh Í= fEcf -v- ~» r •' r r *=F= i> - ..j'--?- cLúm.. / J bz*. ■4--J..gL- =p =fr£~r-p..ir T-f— grá-an md, r~ gelal-a- dýrð og rökk . j. jaLj3. p t-- ‘f '^4—p r t: - ur löng. Þú ert oJdcar daka-land. ^J -4- -3---«L -«& J -J- jL 4- Q= =f= F -X ' Lcw. ±=|S 2.og 3. rj rökkur, rökk-ur löng. -r^s. > -L =fc3= E 3= PPg £=r= Pr-f f-r t 1 þér tign og fog - urft akín. Jöklum frá á flæö-ar-sánd fall-a atraum-hvik J. ^ gfr . J,_____j>j 4J JTj 3- 1.---P r ----------------r~—- ■ — r r I r r *r r 3. r:á þér tign og fogurefakin. Orm'iVtfla 3E <zrcó& Á -J=ZÍA r-1 ^rr ö p= r p -f- vötn- in þm. r r= Okk- ar vöggu «) von «bj j j. *-*-+-■ ■ - a-l«nd, vift þig tongt er áat- ar - hand, j±± J. Jí-J- -J- 4 ^ 3 d= 4 ^ :.jr.jp t=£z. f=£= r r =n 2.og 4. r: Okk-ar vöggu, vöggu’ojvon-a_land, Sagnaland, við Sögu kné synir þinir haja jrœðst. Hjá þér áttu hcimavé Hávamál og speki ceðst. Gegnum bruna, blóð og tár, barstu af hólmi sigurinn. mörg þó vccri sorgin sár, samt varð drýgri hlutur þinn. Okkar vöggu- og vonaland, við þig tengt er ástar band, meðan moldir gróa, meðan leysir snjóa. HanáávimiMsýiiiiig Gagnfræðaskól- aiis - Haiidavinmisýning Barnaskól- ans - Nemendatónleikar Tónlistar- skólans Pearl S. Buck: Barnið, sem þrosk ast aldrei. Hlaðbúð, Rvk, 1954. Nýlega er komin út á vegum Barnaverndarfélags Reykjavíkur bókin: Bamið, sem þroskast aldrei eftir Pearl S. Buck. Þýð- inguna gjöfou: Jón Auðuns, Mattthías Jónasson og Símon Jóhann Ágústsson. Bókin er að- eins 78 blaðsíður, en innihald hennar er gullvægt. Þetta er bók, sem móðir hefur ritað með hjartáblóði sínu. Hún lýsir þar litlu stúlkunni sinni, sem telst til fávita, en hefur þó lagt til efni í þessa fallegu bók. Móðirin lýsir örvæntingu sinni og hinum ýmsu viðbrögðum, er hún gerði sér þetta ljóst. Og svo lýsir hún því, hvernig hún ákvað að taka þessum erfiðleikum. Lengi var hún að ráða það við sig, hvort hún ætti að rita bók- ina. En þegar hún var byrjuð ákvað hún að vera fullkomlega hreinskilin í frásögn sinni. Og bersöglin blasir við af hverri blað síðu. Hún segist rita bókina af tveim ástæðum. Fyrst og fremst, að hún mætti verða þeim foreldr- um, sem eiga afbrigðileg börn, til hjálpar og huggunar og í öðru lagi, að hún gæti aukið skilning annarra á þessum olnbogabörn- um, svo að hlynnt væri að þeim eins og hægt er. Hún ákvað að láta litlu stúlk- una á hæli. En lærdómsríkur er sá kafli bókarinnar, sem skýrir frá því, þegar hún var að leita að bessum dvalarstað handa barn inu. En að lokum fann hún þó stofnun, sem henni féll vel. Þessi litla bók er boðberi mann úðar og mildi. Móðirin opnar hér hug sinn allan fyrir lesendunum. Hún lýsir sálarkvölum sínum og úrræðum í sambandi við litlu stúlkuna. Og hún skírskotar til allra að vinna að því, að þessi olnbogabörn geti fengið einhverja ánægju af lífinu. Barnaverndarfélagið hefur unnið þarft verk með þýðingu bókarinnar. Og allir velunnarar og félagsmenn barnaverndarfé- laganna ættu að styrkja tilgang- inn með útgáfu hennar með því að kaupa hana. Ágóðinn af sölu bókarinnar gengur til Skálatúnsheimilisins, en það er uppeldis- og hjúkrun- arheimili handa andlega van- þroska börnum, sem nýlega er tekið til starfa. Eiríkur Sigurðsson. Lítil íbúð óskast. Uppl. í síma 1082. Nú líður að skólaslitum hér í þessum skólabæ og að vanda setja þau tíðindi nokkurn svip á bæjarlífið. Á sunnudaginn voru þessi merki sumarsins mjög áber- andi, því að á þeim degi sýndu þrír skólar áraugur af starfi nemenda sinna á liðnum vetri. Gagnfræaðskóíinn og Barna- skólinn höfðu árlegar handa- vinnusýningar í skólahúsunum, en Tónlistarskólinn hélt nem- endatónleika fyrir velunnara skólans og gesti, í Lóni. —o— Handavinnusýningar Gagn- fi’æðaskóla Akureyrar vekja mikla athygli nú hin seinni ár, síðan handavinnukennsla færðist í aukana, enda bera sýningar- munirnir vott um ágætt kennslu- starf og góða ástundun nemenda. Á sýningunni sl. sunnudag var mikill fjöldi sýningarmuna, hann yrðir og saumaðar flíkur frá hendi stúlknanna, en smíðisgripir , og bókband frá piltum. Þá voru | og sýndar teikningar nemenda, þar á meðal iðnteikningar. Um þessa handavinnu alla má segja, að hún er loflegur vitnisburður um kennara og nemendur. Meðal stúlknanna virðist lögð hófleg áherzla á að kenna .listilegar hannyrðir og vefnað, en því ekki gleymt, að fyrir verðandi hús- freyjur er kunnátta í fatasaum hið ágætasta vegarnesti. Smíðis- gripir pilta voru margir mjög haglega gerðir. Voru þar nyt- samir hlutir og þannig úr garði gerðir, að þeir geta fylgt eigend- um sínum, þótt árum fjölgi. Enn sem fyrr vekur athygli, hversu kennaranum tekst fljótt og vel að gera bókbindara úr nemendun- um. Þarna var margt fallega bundinna bóka, sem gaman var skoða. Skólastjóri Gagnfræða- skólans, Þorst. M. Jónsson, sagði, er hann ræddi við blaðamenn á sýningunni, að vinnuverðmæti sýnismunanna væri lauslega áætlað 150—160 þúsund krónur, og er vinnan þó ekki metin á „taxta“ heldur miklu lægra. Skólastjórinn ítrekaði og þá skoðun sína, að til þess að verða hlutgengur í handavinnunámi skólanna þurfi góðar gáfur ekki síður en við bóknám. Reynsla sýndi, að góðir námsmenn á bók væru yfirleitt líka góðir verk- menn. — Handavinnukennarar Gagnfræðaskóla Akureyrar eru frk. Freyja Antonsdóttir, frk. Kristbjörg Kristjánsdóttir, frú Bergþóra Eggertsdóttir, Guð- mundur Frímann og Guðmundur Gunnarsson. —o— Barnaskólabörnin sýndu einnig handavinnu sína á sunnudaginn og var þar margt manna ,og þó einkum foreldrar, sem gjarnan vilja sjá handbragð barna sinna, þótt sumir hafi e. t. v. haft ein- hver kynni af því áður. Á sýn- ir.gu barnanna var margt athygl- isvert að sjá. Þar voru hannyrðir telpna og saumaðar flíkur og var þar margt mjög vel unnið. Smíð- isgripir drengjanna voru misjafn- ari álitum, en einnig þar margt vel gert. Hér sem annars staðar í skólastarfinu eru þrengslin til trafala. Barnaskóli bæjarmanna er orðinn allt of lítill og hin brýnasta nauðsyn að bæta þar úr. Sýningin bar vott um ágætt starf handavinnukennara skólans, en þeir eru: Magnús Pétursson, er kennir drengjum og frú Elísabet- ar Friðriksdóttur, er kennir stúlkunum. Tónlistarskóli Akureyrar er yngsta skólastofnun í bænum og er yfirleitt hljótt um skólann, en hann vinnur sitt verk eigi að síð- ur. Á sunnudaginn efndi hann til nemendatónleika í Lóni og léku nemendur á píanó og orgel. — Skólastjórinn, Jakob Tryggvason, ávarpaði gesti nokkrum orðum, en að því búnu gengu fram nem- endur og léku. Voru þeir 10 tals- ins, frá 8 ára aldri til 16 ára ald- urs. Frammistaða nemenda var góð og var þeim óspart klappað lof í lófa. Þarna var margt barna og unglinga, sem sýndi ótvíræða hæfileika ög vottaði alúð kenn- aranna við starf sitt. — Kennslu í vetur hafa annast Jakob Tryggvason og frú' Þjdi .Eydnl. Dagskrármál landbúnaðarins. (Framhald af 2. síðu). um leiigri tiína- éiiigörigu á vot- heyi. Eg vil að sjálfsögðu engu slá föstu um þettá, éh 'áð mínu áliti er nauðsynlegt 'áð“gera -til- raunir með votheýsgjöfú'ái og fá það sannreynt, að' hváð miklu leyti má gefa vothey,- Þótt merkilegt megi virðast, þá virðist það svo, að Bándaríkja- mönnum hafi ekki verið það Ijóst, að tæplega muni vera hægt að fóðra naútgripi eingöngu á vot- heyi fyrr en nú allra síðustu ár. Fyrir nokkrum árum var það nokkuð almennt hjá amerískum bændum, sem höfðu yfir að ráða miklu graslendi, að kaupa á haustin þúsundir nautkálfa og fóðra þá eingöngu á veturna á votheyi, sem verkað var í stórum skurðgryfjum. Útkoman var ekki eins hagstæð og gert var ráð fyr- ir, því kálfarnir þrifust illa og bættu mjög lítið við sig af vetrar- fóðrinu. Búvísindamennirnir hófu þá skipulagðar rannsóknir til þess að komast að raun um í hverju þetta lægi og hvort eldri kenningar um ágæti votheysins til fóðurs eingöngu væru á röng- um forsendum byggðar, og þess vegna hafa undanfarin ár verið gerðar fjölmargar tilraunir í Bandaríkjunum með fóðrun á votheyi, og eftir því sem eg kemst næst eru þessar niðurstöður fyr- ir hendi: 1. Það er ekki hægt að fóðra á votheyi eingöngu með viðun- andi árangri nema stuttan tíma, hversu gott sem votheyið er. 2. Með því að gefa með vothey- inu auðmelt kolvetni, t. d. korn eða fóðurblöndur, steinefni og fjörefni, fæst viðunandi árangur. 3. Til þess að fá góðan árangur af votheysgjöf til lengdar þarf að öllum líkindum að gefa tölu- vert af þurrheyi og fóðurbæti, með votheyinu miðað við okkar kringumstæður og auk þess sennilega bæði stein sfnahlöndur og fjörefni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.