Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 12

Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 12
12 BAGUK Miðvikudaginn 12. maí 1954 Fegrunarfélagið haft forgöngu um ýmsar umbætur í bænum Aðalfundur Fegrunarfélags Ak- ureyrar var haldinn 2. maí að Hótel KEA. Formaður félagsins, Sigurður Pálsson menntaskóla- kennari, flutti skýrslu um starf- semina á liðnu ári. Gat hann þess að þótt fjárhagur félagsins væri enn nokkuð þröngur, þá hefði samt margt áunnist á síðasta starfstímabili. Félagið hefði að vanda veitt verðlaun fyrir feg- ursta garð bæjarins og hlaut þau verðlaun á síðasta ári Helgi Steinarr .Ennfremur veitt viður- kenningarsskjöl fyrir snyrtilega og fagra garða. Þá gat formaður þess að félagið hefði beitt sér fyr- ir því að sett var upp fánastöng á Eiðsvelli, séð var um ljósaskreyt- ingu á 3 stöðum í bænum fyrir jólin. Ennfremur voru bæjaryfir- völdum og mörgum einstakling- um sendar ábendingar hvar nauðsynlegt væri ‘ að fjarlægja ýmiss konar rusl og hvar þörf væri á að rífa gamla skúra og kofa. Er gengið var til stjórnar- kosninga mæltist formaður fé- lagsins undan endurkosningu, en var' kosinn að nýju eftir eindreg- inni áskorun fundai-manna. Aðrar kosningai- fóru þannig: GjaTdkeri Helgi Steinarr, ritari Háraldur Sigurðsson, meðstjórnendur Mar- grét SigUrðardóttir, Bjöm Guð- mundsson, Kjartan Olafsson. Formenn hverfisnefndá: Inn- bær: Efemía Ólafsdóttir, Syðri brekka: Jón Kristjánsson. Mið- bær: Kristinn Jónsson. Ytri brekka: Páll Gunnarsson. Odd- eyri: Hallgrímur Vilhjálmsson. Formaður fjáröflunarnefndar: Kjartan Ólafsson. Björgunarskútan smíðuð í Reykjavík - sjúkraflugvél gefin norður Loksins er afráðið og opinber- lega yfirlýst, að björgunarskúta Norðurlands verði smíðuð í Reykjavík. Voru undirritaðir samningar í milli Landhelgis- gæzlunnar og Stálsmiðjunnar í Reykjavík í sl. viku um smíði skipsins. Verður björgunar- og gæzlu- skip þetta stálskip. Lengi hafði verið ráðgert að skipið yrði tré- skip og smíðað hér, en sterk öfl syðra voru því andvíg og hafa nú fengið vilja sínum framgengt. En fagnaðarefni mun það öllum, að björgunarskútumálið sjálft er komið á þennan rekspöl. Þá gerðist það á nýafstöðnu ársþingi Slysavamafélags íslands, að ákveðið var að staðsetja sjúkraflugvél Björns Pálssonar, þá eldri hér á Akureyri, og er svo að skilja af fregnum af þing- inu, sem vélin sé gefin þeim að- ilum hér nyrðra, sem beitt hafa sér fyrir fjái*söfnun til sjúkra- flugvélakaupa, en þar hefur Rauðikross Akureyrar haft for- ustu. Vonnót frjálsíþrótta- manna Vormót í frjálsíþróttum fer fram á íþróttavellinum á laugard. og sunnud. næstk. Á laugardag- inn kl. 4 verður keppt í 100 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, 1000 m. boðhlaupi, langstökki, Stangar- stökki, kúluvarpi og spjótkasti. — Á sunnudaginn kl. 4: 110 m. grindahlaupi, 400 m. hlaupi, 5000 m. hlaupi, hástökki, þrístökki, spjótkasti, kringlukasti og 4x100 m. boðhlaupi. Fjögur félög, U. M. S. E., í. M. A., Þór og K. A. taka þátt í mót- inu. Meðal keppenda eru Vil- hjálmur Einarsson, f. M. A., og Kristján Jóhannsson, U. M. S. E. Hestamannafélagið efnir til „fimm-krónu veltu“ Hestamannafélagið Léttir hér í bæ er um það bil að hleypa af stokkunum „fimm krónu veltu“ í tilefni af því að landsmót hesta- manna verður haldið hér á Ak- ureyri í sumar og stendur Hesta- mannafélagið fyrir mótinu og er veltan m. a. sett á svið til þess að standa straum af mótinu og und- irbúningi þess. Veltunni er þann- ig hagað, að menn skora á ná- ungann að leggja 5 kr. í veltu- sjóðinn ,og hver, sem verður við áskorun og greiðir gjaldið, skorar á 5 menn að gera eins. Áskoran- irnar verða sendar með bréfum og einnig verða nöfnin birt í sýn- ngargluggum Bókaverzl. Eddu, sem hefur hlaupið undir bagga með Hestamannafélaginu við að koma veltunni á laggirnar. Með þessum hætti geta allir þeir, sem gjarnan vilja styrkja Hesta- mannafélagið til þess að gera landsmótið hér sem myndarleg- ast, lagt fram skerf til þess og er þess vænst að þátttaka geti orðið mikil. Yörusðis Kðupfelags Þingeyingð jókst um 1,2. nðllj. á s. I. ári Aðalfyadpv samþykkti S .prfeent eiidurgreiðslu VILJA BANNA UPPREKSTUR HROSSA A GLERÁRDAL. Fjáreigendafélag Akureyrar hefur skorað á bæjarstjórn að banna upprekstur hrossa á Gler- árdal. Ennfremur vill félagið fá leyfi til að reka 600 fjár á Bleiks- mýrardal. Fyrsfa gróðursefningarferð Skóg- rækfarfélagsins á morgun Hlvnar í veðri Um sl. mánaðamót gekk hér í garð kuldatíð, eftir langvarandi hlýindi í apríl, og var ríkjandi norðaustlæg átt með 1—3 stiga frosti flesta daga .Á mánudag sl. brá aftur til sunnanáttar og hef- ur verið hér bezta sumartíð síðan, 13 stiga hiti á mánudaginn og þá heitast hér á landinu. Gróðursetning trjáplantna er nú að hcfjast. Fyrsta gróðursetn- ingarferð Skógræktarfélags Ak- ureyrar verður annað kvöld í Kjarnaskóg. Eins og undanfarið verða gróðursetningarferðir Slcóg ræktarfélags Akureyrar þriðju- dags- og fimmtudagskvöld, og verður lagt af stað frá Hótel KEA kl. 7.20. Sjálfboðaliðar eru beðnir að tilkynna þátttöku sína hverju sinni annað hvoi-t til Tryggva ÞorsteinSsonar (sínii 1281) eða til Ármanns Dalmanrissonar (sími 1464). Einnig ér óskað eftir að bílaeigendur, sem kynnu að vilja leggja fram sjálfboðastarf með því að flytja fólk að og frá vinnu- stað tilkynni það sömu aðilum. Áætlun Skógræktarfélagsins og U.M.S.E. Skógræktarfélag Eyfirðinga og Ungmennasambahd Eýjáf arðar hafa gert áætlun um samsta'rfs- ferðir til gi-óðursetningar í hérað- inu. Verða fyrstu ferðirnar laug- ardaginn 22. maí í Garðsárgil (þátttaka frá Öngulsstaða- og Hrafnagilshreppum) í Grundar skóg (þátttaka frá Akureyri og Saurbæjarhr.) og að Dverga- steini (þátttaka frá Glæsibæjar- og Skriðuhreppi). Vinna hefst kl. 4 síðd. á öllum stöðunum. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, fer trjáplöntusala Skógræktarfélags Eyjafjarðar fram að Aðalstr. 62 eftir kl. 4 síð- degis mánud., miðvikud. og föstu dag. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn í Húsavík dagana 6. og 7. maí sl. . ■ 9S fuIitrúar"swSttir fuirdmn, -auk stjórnar, kaupfélagsstjóra, end- urskoðenda og nokkurra gesta. Fundurinn var haldinn á þriðju hæð hins nýja verzlimarhúss Kaupfélags Þingeyinga. FormaðUr félagsstjórnar, Karl Kristjánsson alþingism., stjórnaði fundinum, og rrefndi til skrifára Kristján Ólason og Pál H. Jóns- son. Helztu gerðir fundarins vorú þessar: Karl Kristjárisson fititti árs- skýrslu félagsstjórnar um he}0tt» framkvæmdir á liðnu ári. Fjár- frekustu framkvæmdir ársins voru viðgerð á frystihúsi félags- ins, endurnýjun á vélakösti þéss og viðbótarbygging við slátur- húsið. Kostuðu allar fram- kvæmdir þessar um 1.7 millj. kr. Ennfremur fór fram viðgerð á útibúi K. Þ. í Flatey. Aukin vörusala. Kaupfélagsstjóri Finnur Krist- jánsson gerði grein rekstri félagsins árið 1953. Hafði heildar- vörusala numið tæpum 20 millj. króna og var það 1,2 millj. kr. meiri sala en árið áður. Sala í búðum félagsins var 12,8 millj. og hafði hækkað um 566 þús. kr,, þrátt fyrir verulegar verðlækk- anir á erlendum vörum, sem orð- ið höfðu á árinu. Sjóðir höfðu aukizt um kr. 330 þús. Innstæður í viðskiptamannareikningum og Innlánsdeild voru 6,8 millj. kr. og höfðu vaxið um 900 þús. kr. 5% endurgreiðsla. Ákveðin var endurgreiðsla til félagsmanna af endurgreiðslu- skyldum viðskiptum 5%, sem skiptist þannig, að 3% færast í stofnsjóð, en 2% í viðskipta- rei'kninga. Miklar umræður urðu um framtíðarstarfsemi félagsins, og er fyrirhugað á þessu ári að byggja eina hæð ofan á suður- álmu mjólkurstöðvar K. Þ. og reka þar iðnað í sambandi við mjólkurstöðina. Úr menningarsjóði félagsins var samþykkt að veita: '»..L ;Til '..Bókasafns S.-Þing kr. 5000.00: 2. Til söfnunar muna og minja -kr. 3500:00. 3. Til Héraðssambands Þingey- 'irigá kr. 1000.00. Kosningar. ... Úx, sliórn. félagsins áttu að ■ganga’ Úlfnr Indriðason og Illugi dónsson, en voru báðir endur- kjörnir. Núverandi kaupfélagsstjóri, Finnur Kristjánsson, hafði komið að starfi á miðju slv ári. Þakkaði fundnrinn hemuni fyrir ágætt starf. Fundinum bárust árnaðar- ávörp frá Þórhalli Sigtrygssyni, fýrr.verandi kaupfélagsstjóra ,og Friðfinni Sigurðssyni, Rauðu- skrifu, og voru þau þökkuð með símskeytum. Skemmtisamkoma. Félagið hélt skemmtisatnkomu að kvöldi fyrra fiindardagsins fyrir fundarmenn og gesti. Skemmti þar sörigkórinn „Þrymur" undir stjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Ennfremur sýndi leikflokkur úr Ljósavatnshreppi frá Ungmennafélaginu „Gaman og alvara“ sjónléikinn „Húrra krakki!“ Eins og venjulegt hefur verið í mörg ár voru flutt ávörp og kveðskapur báða fundardagana, þegar fundarmenn og gestir fundarins sátu að sameiginlegri kaffidrykkju. Framsóknarfé Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar var haldinn að Hótel KEA sl. fimmtudagskvöld. Fóru þar fram venjuleg aðalfundar- störf. Á fundinum var varaformaður félagsins, Haukur Snorrason rit- stjóri, sem gegnt hefur formanns- störfum að undanförnu, kjörinn formaður félagsins. Ritari var kjörinn Árni Björns- son kennari, gjaldkeri Guðmund- úr Blöndal afgreiðslumaður, og meðstjórnendur Jón Oddsson húsgagnasmíðam. og Ásgrímur Stefánsson verksmiðjustjóri. — Varamenn: Brynjólfur Sveinsson og Eiríkur Sigurðsson. Fulltrúaráð. í fulltrúaráð félagsins voru kjörnir, auk stjómar félagsins, þessir merm: Þorsteinn M. Jóns- son, Jakob Frímannsson,- Jóhann Frímann, Arnþór Þorsteinsson Brynjólfur Sveinsson, Guðmund- ur Guðlaugsson, Stefán Reykja- lín, Ólafur Magnússon, Haraldur Þorvaldsson, Sigmundur Björns- son, Ingimundur Árnason og Björn Þórðarson. Karlakórar bæjarins halda sameiginlega söngskemmtun Nú um helgina efna Karlakórar bæjarins, Geysir og Karlakór Akureyrar, til sameiginlegra söngskemmtana í Nýja-Bíó, og syngja kórarnir sín 5 lögin hvor og síðan 4 lög sameiginlega. — Söngstjórar eru Árni Ingimund- arson, Geysir, og Áskell Jónsson, Karlakór Akureyrar. Er þetta í fyrsta sinn, sem Geysir kemur fram opinberlega undir söng- stjórn Árna, sem nýlega hefur tekið við stjórn kórsins af föður sínum, hinum þjóðkunna söng- stjóra Ingimundi Árnasyni, sem stjórnað hefur Geysi frá upphafi. Um helgina verða tvennir hljómleikar, fyrir styrktarfélaga kóranna. Hinn fyrri kl. 5 á laug- ardaginn, en hinn síðari kl. 3 á sunnudaginn. í næstu viku verða svo hljómleikar fyrin almenning. Með' Kariakór Akuréyrar syngja þestár. menn einsöng: Egill Jón- asson, Eiríkur Stefánsson og Sverrir Pálsson, en engir ein- söngvarar koma fram með Geysi að þessu sinni. Píanóundirleik annast frú Þórgunnur Ingimund- ardóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.