Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 6
D A G U R DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa i Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júli. þarf að rekja þessi skrif í lengra máli til þess að menn átti sig á því að þarna eru kommúnistar að verki, en munurinn er aðeins sá, að þeir menn, sem kommúnistar sjálfir velja til þess að túlka mál- stað sinn fyrir fólki, fara miklu slóttuglegar að því en merkis- berar Þjóðvarnarflokksins, sem aldrei hlutu nein trúnaðaremb- ætti hjá kommúnistum meðan þeir voru vistráðnir þar. Öll skrif Norðanfara um titanríkismál íslands bera vott um svo mikla Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þegar menn „berjast eins og ljón með andanum“ HLJÓTT HEFUR verið um starfsemi flokks þess, sem kennir sig við þjóðvarnir, nú um sinn, og hefur ráðamönnum því þótt tími til kominn að andmæla þeim orðrómi, sem hér hefur gengið, að félagsskapur þessi væri að því kominn að taka síðustu andköfin í þessu byggðarlagi. Varð tvennt til ráða til þess að sanna lífsmarkið: Gils alþingis- maður Guðmundsson var fenginn til að koma norð ur og halda vakningarsamkomu og Norðanfari var látinn koma út. Af samkomunni hefur blaðið eng- ar fregnir, en vafalaust hefur hún farið vel fram, því að Gils er prúður maður og raddmaður ágætur og fer honum vel að segja hrakningasögur í út- varpi og á mannfundum. Og fullvíst má telja, að hann hafi á fundinum haldið betur á' málum en Norðanfari sá, er þeir rita í félagsskap Björn Hall- dórsson og Arnfinnur Arnfinnsson. Mun það hafa verið nokkur lærdómur fyrir Gils, ekki síður en þá bæjarmenn, sem fylgdu þessu fólki að málum í bæjarstjórnarkosningunum, að lesa blaðið og kynnast rökvísi þeirra félaga og Víðsýni, einkum í utanríkismálum. Mætti undarlegt heita, ef göml- um byltingarmanni á borð við Gils hefur ekki fundizt lærisveinarnir helzt til berorðir um ýmis stefnumál hins svonefnda Þjóðvamarflokks og nokkuð sporhvatir að rekja slóð kommúnista í einu og öllu í opinberu blaði, því að til þess vár aldrei ætlast af þeim. ÞAÐ MUN ÞYKJA einna nýstárlegast í kenn- ingum Þjóðvarnarliða, eins og þær birtast nú í Norðanfara, að þeir halda því nú fram, að ísland eigi ekki að vera þátttakandi í starfi Sameinuðu þjóðanna. Inhganga íslands var „mjög misráðinn verknaður", segir í blaðinu. Er því haldið fram, að Sameinuðu þjóðirnar séu vettvangur, sem not- aður sé til þess að „lauma klafanum og beizlinu á hinar smærri þjóðir“. Þarna munu Þjóðvarnarlið ar hafa komizt lengst í íþrótt strútsins, að stinga höfðinu í sandinn, og útiloka þar með allar hættur og voru þeir þó engir viðvaningar áður. ísland á ekki aðeins, að þeirra dómi, að vera varnar- og vinalaust í alvopnuðum heimi, heldur - utan al- þjóðasamtakannna, einangrað frá samstarfi við nágrannaþjóðir sínar og utan þeirra réttinda, sem þátttaka í alþjóðasamstarfinu veitir. Að þessum formála loknum, þarf engan að undra þótt furðu- legir hlutir sjáist í innviðum blaðsins, enda engu líkara en að selluvísindi kommúnista hafi verið flutt í heilu lagi úr Ásgarði þeirra á blaðsíður Norðanfara, enda munu þeir einir hafa úti- dyralykla, sem kunnugir eru á báðum stöðunum. ÞÁTTTAKA ÍSLANDS í varnarbandalagi lýð ræðisþjóðanna er til þess gerð að „vemda Banda- ríkin“, segir þar, sem haldin eru „hernaðar-djöf- ulæði“ og hafa gengið svo langt að „aflífa. sak- lausa menn við morðvopnatilraunir“! Um Rússa gegnlr öðru máli ,ekkert hernaðaræði hefur gripið liina volduðu stjórnendur þess ríkis og ekkert „liggur fyrir“ um að þeir þar eystra „aflífi sak- lausa menn“, enda þótt fullyrt sé að Rússar „spyrji ekki hvern sem er, hvað þeir eigi að gjöra eða láta ógjört“, eins og til dæmis að innlima fjöl- mörg þjóðlönd og tugi milljóna manna, þótt greinarhöfundui- nefni það ekki sérstaklega. Ekki bUndu og fáfræði, að furðulegt er að slíkt skuli sjást í opinberu blaði og í nafni samtaka, sem enn munu vilja láta nefna sig stjórn- málaflokk. Og hvort skyldi ekki greindir menn, sem léð hafa flokksfyrirbæri þessu fylgi í tvennum kosningum, gerast nið- urlútir er þeir lesa áskorun slíkra rithöfunda um að „berjast eins og ljón með andanum" fyrir slíkri stefnuskrá einangrunar og for- heimskunar? Starf kirkjukórsins. Séra Pétur Sigurgeirsson skrifar blaðinu á þessa leið: „EITT AF ÞVÍ, sem hefur glatt oss mjög í starfi kirkjunnar á seinustu árum, er söngstarfsemi kirkjukóranna. Það var átak á sínum tíma, að kirkjan fengi að- stöðu til þess að beita sér í því starfi. Eftir að lögin um söng- málastjóra þjóðkirkjunnar náðu fram að ganga, hófst nýtt tímabil á sviði söngsins innan hennar. — Sigurður Birkis söngmálastjóri hefur starfað fyrir kirkjukórana af brennandi áhuga og fórnfýsi. Árangur þess er auðsær í aukn- um söng, bæði innan kirkju og utan. KIRKJAN Á AKUREYRI á því láni að fagna, að eiga frábærlega góðan kór. Hefur það komið í Ijós við fjölda mörg tækifæri, en seinast fyrra sunnudag í Nýja- Bíó. — Þar vann kórinn nýjan sigur,- sem ber að þakka og meta. Organisti kirkjunnar, Jakob Tryggvason, hefur unnið geysi- mikið starf fyrir kórinn og söng- líf almennt í þessum bæ. — Margir kórfélagar eiga langt starf að baki; — Mörg er gangan orðin inn í kirkjuna og upp að orgelinu. — Það var, ánægjulegt að hugsa um allt starf kórfélaganna, um leið og hinir fögru og ylríku sam- hljómar kórsins fylltu loftið í hinum stóra sal. — Og söngurinn og tónamir bærðu strengi hjart- ans. — Þeir, sem á hlýddu, urðu þess greinilega varir. — Þrír ein- söngvarar voru að þessu sinni með kórnum og fórst þeim starfið prýðilega. — Gleðilegt var að sjá skólameistarafrúna, Margréti Ei- ríksdóttur, við hljóðfærið. Hefur frúin áður aðstoðað kirkjukórinn á hljómleikum. Eins og vænta mátti var mikill fengur að undir- leik hennar. EG ÞAKKA kirkjukórnum og söngstjóranum, undirleikara og einsöngvurum fyrir samsönginn. Eg bið Guð að blessa sönglífið í bæ og byggð. Megi kirkjan sem lengst fá að njóta þeirra starfs- krafta, sem þarna komu fram og gerðu stundina í Nýja-Bíó heilaga og hátíðlega.“ HUGLEIÐINC Hinn 30. apríl sl. gaf Björgvin Guðmundsson Akureyringum enn einu sinni kost á að hlýða á söng Kantötukórsins. Eg þakka söngstjóra, einsöngvurum, undir- leikara og hverjum einstökum kórsöngvara hina dýrmætu kvöldstund í Nýja-Bíó. Söngur- inn var hrífandi, og mér leið dá- samlega vel. Marga heyrði eg segja hið sama þá um kvöldið og daginn eftir. Hvers vegna leið okkur vel? Vegna þess að söng- stjóranum tókst að gera kórinn að farvegi fyrir „hljóminn að ofan“. En til þess að svo megi verða, þurfa kór og áheyrendur að full- nægja vissum skilyrðum. Kórinn þarf að vera nógu fullkomið tæki, og hlustendur að leggja fram sinnn skei'f, þ. e. samúð og skiln- ing. Þá samstillast hugir áheyr- enda, og skapast „stemning“. Þetta fyrirbæri kalla eg stundum hleðslu eða lífsmögnun eða hina guðdómlegu orku að ofan, sem gleður, lyftir og læknar, sé stillt á rétta bylgjulengd. Á köflum þótti mér sem söng- stjórinn léki á hljóðfæri, og tóna- flóðið fyllti salinn, þrungið ork- unni að ofan. í slíku andrúmslofti gafst íbúum þessa bæjar færi að dvelja umrætt kvöld. Eg saknaði unga fólksins meðal áheyrenda, og áttu hinir ungu nýliðar kórs- ins vissulega annað og meira skil- ið en tómlæti jafnaldra sinna. í krafti þeirrar kenningar, að hinum eldri og reyndari beri að leiðbeina hinum yngri á vegferð þeirra, vil eg minna á, að enn í dag gilda hinar sömu, gullvægu reglur, sem á dögum Sókratesar og Platós: í uppeldinu ber að halda hinu góða, fagra og sanna að unglingunum. Samkvæmt því á ekki að næra sálir hinna ungu á afskræmdri eða innantómri tónlist — sem er engin list. Björgvin Guðmundsson hefur hlotið snilligáfu í vöggugjöf. Þessi gáfa veitir listamönnimum að gang að himneskum fjársjóðum, sem þeim er ætlað að flytja niðirr á jarðríki. Þannig verða til ódauðleg listaverk. Björgvin hefur reynzt köllrm sinni trúr og gefið okkur ódauðleg verk. Hann býr einnig yfir mikilli starfsorku og viljaþreki sem raun ber vitni. Nú er svo virðist sem skipulögð herferð sé hafin, til þess að villa uppvaxandi kynslóð sýn og af skræma smekk hennar með því að misnota m. a. prentlistina, tónlistina og kvikmyndirnar (sbr. klámsögur, sönn og login saka- mál, jazz- og léleg dans- og dæg urlög, rán og morð) eflir Björgvin kór sinn á ný m. a. til þess að standa vörð um íslenzka þjóð- menningu. Megi Kantötukór Ak- ureyrar blómgast og lengi dafna. Jón Sigurgeirsson, Bamavagn til sölu. Afgr. vísar á. Miðvikudaginn 12. mai 1954 Mikilvægi góðra umbúða — Húsmóðir, sem þarf að búa til um þúsund mál- tíðir á ári, fagnar því vissulega að fá upplýsingar og hugmyndir um leið og hún kaupir efnið til mat- argerðarinnar. Og reynsla sýnir, að hún hefur sér- stakan áhuga fyrir matvörupökkum, sem geyma upplýsingar um matargerð, uppskriftir o. s. frv. — Þessi orð eru höfð eftir amerískum sérfræðingi í sölumennsku í nýlegu hefti af danska samvinnu- blaðinu. Og Danirnir virðast telja, að hann hafi rétt fyrir sér. Þessi sérfræðingur heldur því fram, að það sé reginmisskilningur sumra iðnaðarfyrirtækja og verzlunarhúsa, að halda að fallegar og vandaðar umbúðir geri vöruna dýrari. Þessu er öfugt farið, segir hann. Fallegar og góðar umbúðir eru hag- kvæmar bæði seljanda og kaupanda. Slíkar um- búðir sýna mynd af vörunni þegar búið er að vinna úr henni, þeim fylgja uppskriftir og leiðbeiningar, sem eru til gagns fyrir húsmæðurnar. En allt þetta verður til þess að örva söluna og þar af leiðandi opnast möguleikar til stórframleiðslu á umbúðun- um, sem aftur þýðir lægra verð. Vörur í góðum um- búðum geymast og betur en vörur í lélegum um- búðum og það er einnig mikilsvert atriði. GÆÐAMERKINGAR VARNINGS. í Svíþjóð hefur lengi verið samvipna í milli iðn- aðarins, verzlunarinnar og samtaka húsmæðra í landinu, um gæðamerkingar vöru. Hefur sameigin- leg nefnd verið starfandi og er hlutverk henhar að ákveða, hvernig gæðamerkingu einstakra vöi'uteg- unda skuli hagað. Neytendur mega svo eiga það víst, að vörur þær, sem hafa gæðimerki þessai'a samtaka, séu fyrsta flokks. Nýlega var þessi starf- senii látin ná til niðursuðuyarnings allsjkonar. Ffamleiðendum gefinn kostur á-að.fá-hið svohefnda D-merki þessara samtaka á vör.u sína standlát hún reynslupróf, sem m. a. er fólgi^ú. þyf, að 200 hús- mæður í landinu taka vöruna til reynslu og -senda nefndinni skýrslu um árangurinn. Það er tekið fram í fregnum um þetta efni frá Svíþjóð, að meðal þeirra fyrirtækja, sem fyrst stóðust þessi próf og fengu D-merkin á vörur sínar, voru niðursuðuverk- smiðjur sænsku kaupfélagasambandsins. NOKKUR GERFIEFNI. Hvað er í gerfiefnunum svonefndu? Hvaðan koma þau? Hér eru nokkur svör við því: Orlon. Það er búið til úr ýmsum hráefnum, svo sem kolum, steinolíu, jarðsagi, kalksteini, vatni og lofti og hefur marga kosti fram yfir önnur gerfiefni. Gerðir eru úr þeim tvenns konar þræðir, líkist ann- ar ull, en hinn silki. Það er níðsterkt oð vatnshelt og á því vinnur hvorki hiti né sýrur. Það hleypur ekki í þvotti. Það endist margfallt á við ull, silki og önnur hráefni. Dacron heitir annað efni og er það búið til úr jarðolíu eða kolum og jarðsagi. Það er vatnshelt og þolir vel hita og kulda. En það hefur þann ókost að gljái kemur á það, ef það er sléttað með heitu járni, og því hættir til að dragast saman við sauma. Þá hefur það þann ókost að undir eins kemur gat á það, er neisti hrekkur úr sígarettu eða eldspýtu á það. Dynel heitir hið þriðja og það er léttara og hlýrra en ull. Það er algerlega vatnshelt og þykir því ágætt í smábarnaföt og hreinlætisbeðla handa þöi;num. Það getur ekki brunnið, en þó má ekki slétta þar nema með aðeins volgu járni. Vegna þess að það er óeldfimt, hafa öll sængurföt í stórskipinu „United States“ verið gerð úr því. Það þolir sýrur svo vel, að ekki sér á því þó ullardúkar, sem settir eru í sams konai' sýru, grotni allir sundur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.