Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 12. maí 1954
DAGUR
V
Bækur Halldórs Friðjónssonar
í æskulýðsheimili templara
- Heimsókn til Odense
(Framhald af 5. síðu).
hljóta allir sanngjarnir menn að
dást að því frjálslyndi, sem þarna
birtist, að óttaleysinu við árásir
hleypidóma og að þeirri viðleitni,
sem þarna er til þess að lyfta
tákni lýðstjórnarinnar upp úr
hversdagsleikanum og skapa því
virðulega og uppörvandi um-
gjörð.
Hugsað heim
Fyrir íslendinga er það lær-
dómsríkt að skoða ráðhús í borg-
um Norðurlandaþjóðanna. Við
eigum enn mikið starf að vinna
til þess að skapa okkur borgara-
legu stjórn umhverfi, sem henni
hæfir. Fámenni okkar sker þröng
an stakk. Okkar bæir munu seint
eignast ráðhús, sem hægt er að
jafna til ráðhúsanna í Odense og
Aarhus, sem eru þó ekki stór-
borgir. En virðulegri umgjörð
um hina borgaralegu stjórn en
tíðkast í þessu ráðhúsalausa landi
er lýðræðisstjórnarfyrirkomulagi
okkar öllu hollt að eignast fyrr en
seinna.
Og íslendingar hafa skilning á
þessu og vita, hvernig á að skapa
slíkan ramma. Það er eftirtektar-
vert og umhugsunarvert, að arkí-
tektinn, sem fylgist með dagleg-
um framkvæmdum við smíði ráð-
hússins í Odense er íslendingur,
Kjartan Sigurðsson, frá Eyrar-
bakka. Það var því íslenzkur
maður, sem ásamt Werner borg-
arstjóra og öðrum trúnaðarmönn
um, fylgdi okkur um hið veglega
hús.
Fortíð og nútíð
Frá ráðhúsinu var ekið út að
byggðasafni Fjónsbúa þar sem
sveitabýli og þorpshús eru áminn
ing um, að menning og auður
landsins eiga rætur í hinni
fjónsku mold og langri sögu. í
Sortuberjakrá, þar sem svartir
raftar bera uppi stráþakið og
matur er framborinn í trogum,
lyftir Werner borgarstjóri í ný-
tízku .iðnaðar- og verzlunarbæ
glasi fyrir fslandi og drekkur
okkur til í Óðinsmiði.
Og litlu síðar er okkur boðið
að sjá meira af ökrum, skógum
og vötnum þessa hýra lands.
H. Sn.
í s.l. viku var bókasafn Hall-
dórs Friðjónssonar fyrrv. ritstj.
flutt frá heimili hans í Lundar-
götu í Varðborg og sett þar upp
í æskulýðsheimili templara, til
afnota fyrir unga fólkið ,er þang-
að sækir.
Þegar æskulýðsheimilið tók til
starfa á s.l. hausti, tilkynnti Hall
dór að hann mundi gefa heimil-
inu bækur sínar allar, og var
þetta höfðingleg gjöf og vottaði
áhuga Halldórs fyrir æskulýðs-
starfi góðtemplarareglunnar. í
safni Halldórs munu vera um
1500 bindi, og er þar margt á-
gætra og fágætra bóka, m. a.
tímarit og blöð, er hann hefur
safnað, fslendingasögur, bækur
um þjóðleg fræði, skáldrit, inn-
lend og erlend, m. a. verk Strind-
bergs og Björnsons o. m. fl. Mikið
af safninu er í góðu bandi.
300 bindi frá útgefendum
Áður hafði æskulýðsheimilinu
borizt um 300 bindi bóka frá
ýmsum útgefendum. Má því með
sanni segja að æskulýðsheimilinu
Mildl hrifning á söng-
skemmtun Guðrúnar
Símonar
Mikil hrifning var meðal áheyr-
enda á söngskemmtun Guðrúnar
að syngja aukalög. Ungfrú Guð-
rún Símonar er nýlega komin
heim að afloknu námi á Bi-etlandi
og ítalíu og hefur hún tekið mikl-
um framförum. Er hún nú ein hin
fremsta söngkona landsins. —
Söngskemmtunin hér var haldin
á vegum Tónlistarfélagsins.
hafi orðið gott til bóka á þessu
fyrsta starfsári.
3 félög kepptu á skíða-
móti UMSE
Skíðamót U.M.S.E. fór fram á
Dalvík á sumardaginn fyrsta.
Veður var hið ákjósanlegasta, en
færi nokkuð þungt. Keppendur
voru frá þrem félögum, UMF
Svarfdæla, UMF Ársól og Skíða-
félaginu Væringjar úr Öngul-
staðahrepp.
Helstu úrslit urðu þessi:
SVIG
1. Jón Laxdal Skf.V. 1.30.5 mín.
2. Örlygur Helgas. Skf.V. 1.38.0
3. Broddi Björnss. UMF Ársól
1.39.8 mín.
STÓRSVIG
1. Örlygur Helgas. Skf.V. 33.9 sek
2. Friðrik Jónsson Skf.V. 40.2 sek
3. —4. Óttar Björnss. UMF. Ársól
45.2 sek.
3-—4. Helgi Sigfússon Skf.V.
45.2 sek.
BRUN
1. Friðrik Jónss. Skf.V. 1.23.0 mín
2. Örlygur Helgas. Skf.V. 1.30.0
3. Jón Laxdal Skf.V. 1.35.0 mín.
10 km. ganga
1. Hörður Jóhannesson Skf. V.
59.55.4 mín.
2. Friðrik Jónss Skf.V. 61.59.0 mí
Svigbrautin var um 300 m löng
með 25 hliðum, stórsvigsbrautin
Svig- og brunbrautir voru í
Uísafjalli utan og ofan við Dal-
vík og gangan í Ufsadal. Þetta er
í annað skifti, sem slík keppni fer
fram á vegum U.M.S.E. Sú fyrri
var háð í Sprengibrekku ofan
Knararbergs í Vaðlaheiði vetur-
inn 1952.
I.O.O.F. Rbst—21025128V2.
I. O. O. F. _ 13651481/2 —
MessaS kl. 2 e. h. í Akureyrar-
kirkju. F. J. R.
Káþólska kapellan (Eyarlands-
vegi 26). Lágmessa kl. 10.30 árd.
á sunnudag, sem er 4. sunnudag-
ur eftir páska. Öllum heimill að-
gangur við messur.
Guðsþjónustur í Grundarþinga-
prestaliöllum: Hólum, sunnudag-
inn 23. maí kl. 1.30 e. h., Saurbæ,
sama dag kl. 3.30, Grund, hvíta-
sunnudag kl. 1.30, ferming, Kaup
angi, annan hvítasunnudag kl. 2
e. h., ferming. Fermingarbörn
komi til viðtals í Barnaskólann á
Laugalandi mánudaginn 17. maí
kl. 1. e. h.
Rauð ikrossinn. — Gjafir til
sjúkraflugvélar: Frá Steinunni,
Þóru og Stefáni, til minningar um
Steinþór Loftsson kr. 200. — Sig.
Sigurðsson kr. 100. — Arnfr. Sig-
urðard. kr. 25. — Lilja Randvers-
dóttir kr. 100. — H. Jónsd. kr. 10.
— G K. S. kr. 10. — N. N. kr. 20.
— N. N. kr. 50. — Margeir Stein-
grímsson kr. 100. — J. J. kr. 50. —
S. B. kr. 100. — Guðrún og Björn
kr. 100. — Anna Björnsd. kr. 25.
— Kristrún Júlíusd. kr. 50. —
Gerður og Jóhannes kr. 100. —
Ónefndur kr. 30. — Ó. Kristjánss.
kr. 50. — N. N. kr. 100. — E. S.
kr. 100. — Margrét Sig.d. kr. 30.
— N. N. kr. 100. — Ólafur Sölva-
son kr. 100. — Þ. Magnúsd. kr.
10. — G. Gíslason kr. 50. — N. N.
kr. 100. — B. Á. kr. 50. — Ó. S. kr.
500. — Sigr. — Árni kr. 100. — E.
Sigurðsson kr. 50. — N. N. kr. 50.
— N. N. kr. 500. — Árni Magnús-
son kr. 100. — Þór. Kr. Eldjárn
kr. 200. — Sv. Árnadóttir kr. 100.
— N. N. kr. 100. — G. P. kr. 100.
— María Jónasd. kr. 50. — Rann-
veig Jósefsd. kr. 100. — M. A. kr.
100. — Ónefndur kr. 25. — Sv.
Skaftad. kr. 30. — R. J. kr. 10. —
H. Sigurðsson kr. 100. — A. B. kr.
1100. — S. Þ. kr. 100. — J. J. kr.
100. — A. Sigmundsd. kr. JjO. —
N. N. kr. 50. — R. B. kr. 50. — N.
N ,kr. 50. — Bj. Kristj. kr. 50. —
A. J. kr. 10. — Þ. Valdimarsson
kr. 100. — B. Kristjánsson kr. 50.
— Tr. Kristjánsson kr. 100. — S.
ísleifsd. kr. 50. — Kærar þakkir.
Færeyjakvöld í Zíon. í kvöld
kl. 8.30 verour sýnd úrvaís lit-
mynd frá Færeyjum. Færeying-
urinn majór Hilmar Andresen
skýrir myndirnar. Lautinant
Kristján Jörundsson o. fl. for-
ingjar og hermenn aðstoða, —
Strengjasveit. — Allir velkomnir!
Sunnudaginn 16. maí kl. 2 e. h.
sunnudagaskóli, kl. 4 e. h. úti-
samkoma, kl. 8.30 e. h. samkoma.
Majór Hilmar Andresen stjórnar.
Velkomin.
Frá Tónlistarfélagi Akureyrar.
2. tónleikar fyrir styrktarfélaga
og gesti þeirra á þessu starfsári
verða sennilega 19. eða 20. maí.
Kemur þá hingað franskur
fiðlusnillingur og með honum
píanóleikari og hafa hér einn
konsert á vegum félagsins. —
Ennþá er hægt að taka á móti
nokkrum styrktarfélögum og
ættu tónlistarunnendur að athuga
það í tíma, þar sem nú er næstum
fullskipað í áheyrendasal.
Þórsfélagar! Æfingar eru þegar
hafnar. Æfingaskrá verður af-
hent í verzlun Péturs og Valdi-
mars. Námskeið í frjálsum íþrótt-
um fyrir drengi hefst bráðlega.
Kennari Tryggvi Þorsteinsson.
Kirkjubrúðkaup. Þann 10. máí
sl. voru gefin saman í hjónaband
af séra Pétri Sigurgeirssyni, ung-
frú Fjóla Gunnarsdóttir og Pét-
ur Valdimarsosn, vélvirkjanemi á
Odda. Heimili þeirra er að Ása-
byggð 2, Akureyri. Hjónavígslan
fór fram í Akureyrarkirkju.
Frá NLFA. Rúgbrauð úr ný-
möluðum rúgi geta félagsmenn
fengið keypt í Vöruhúsinu h.f.
Mæðradagurinn er n.k. sunnu-
dag. Mæðrablóm verða seld á
götunum allan daginn og blóma-
búðirnar verða opnar frá kl. 9 f.
h. til 2 e. h. og þar seld blóm til
ágóða fyrir málefnið.
I. O. G. T. Stúkan Brynja. —
Fundur í Skjaldborg n.k. mánu-
dag á venjulegum tíma. Innsetn-
ing embættismanna Kosningar
fulltrúa á umdæmisstúkuþing og
stórstúkuþing. Skýrsla forstjóra
Skjaldborgarbíós. Kosið í húsráð.
Þar sem þetta verður sennilega
síðasti fundur fyrir sumarfrí, er
fastlega skorað á félagana að
mæta.
Á. Símonar, í Nýja-Bíó i sl. viku. | 550 m löng með 15 hliðum og
Var húsfyllir og var ungfrúnni | brunbrautin um 1100 m löng.
forkunnar vel fagnað og varð hún ' Mótsstj. var Hermann Sigtryggss.
i
4
£
4
£
I
I
I
£
I
I
I
I
i
£
4
£
1
I-
4
I
4
1
4
t
V,c
4
4
FORSETI fSLANDS sextugur.
(Framhald af 7. síðu).
um sínum unnið við sjávarútveg og»
landbúnað, síðar verið kennari,
fræðslumálastjóri, bankastjóri og
ráðherra, eins og hér að framan er
rakið. Margir skoruðu því á hann
að bjóða sig fram sem forsetaefni, og
varð hann við áskorun þeirra. En
ekki náði hann kosningu baráttu-
laust. Stjórnir tveggja langstærstu
stjórnmálaflokka landsins beittu sér
gegn kosningu hans. Og stærstu og
útbreiddustu blöð þessara flokka
hófu sína stjórnmálastórskotahríð.
Fylgismenn Ásgeirs Ásgeirssonar
gáfu út 7 nr. af litlu blaði, er nefnt
var „Forsetakjör“. Það sem ein-
kenndi það blað var prúðmennska í
rithætti svo mikil, að aldrei var
sagt neitt meiðandi orð í garð mót-
kandídata Ásgeirs Ásgeirssonar, er
buðu sig fram sem forsetaefni. Ekk-
ert slíkt leyfði Ásgeir Ásgeirsson
stuðningsblaði sínu. Þar sem Ásgeir
Ásgeirsson var mest þekktur, hafði
hann eindregnast fylgi. Og sú stétt
þjóðarinnar, sem hafði haft mest
samskipti við hann og þekkti hann
allra stétta bezt, kennarastéttin,
fylgdi honum nær óskipt. Og Ásgeir
Ásgeirsson vann sigur og er því nú
forseti íslands. íslandsóhamingju
verður ekki ævirilega allt að vopni.
Nú var hamingjan íslandi hliðholl,
Það var lífvörður sveinsins frá
Kóranesi, er eg hefi minnzt á hér að
framan, sem sá um, að svo varð.
Herra Ásgeir Ásgeirsson hefur nú
um nær tvö ár verið forseti íslands.
Þjóðin virðir hann og treystir hon-
um. Samskipti hans við Alþingi og
ríkisstjórn hafa verið góð.
Förin til Norðurlanda, sem for-
setahjónin eru nú nýlega komin úr,
virðist eftir öllum fregnum að dæma
hafa verið óslitin sigurför. Erlend
blöð dá þau. Sennilega hefur ísland
og íslenzk menning aldrei verið bet-
ur kynnt en með þessari för forseta-
hjónanna og í sambandi við hana. Og
ísland á vonandi eftir að hafa mik-
inn gróða af þessari landkynnirigu.
Á morgun er forseti vor, herra
Ásgeir Ásgeirsson, sextugur að aldri.
Þá munu hugir Islendinga leita til
Béssastaða á Álftanesi. Fyrr á öld-
um sátu þar æðstu fulltrúar hins
erlenda konungsvalds. Þá voru
Bessastaðir ekki sveipaðir góðhug
né velvild íslendinga, heldur svört-
um skýjum uggs og ótta. En nú eru
þau ský horfin, og bjart er nú yfir
Bessastöðum. ,
Herra Ásgeir Ásgeirsson er enn á
góðum aldri og á vonandi enn eftir
að skapa merkilegan sögukafla
ásamt þjóð sinni.
Hjartanlegar árnaðaróskir munu
íslendingar senda forseta sínum á
þessum merkisdegi * ævi hans, með
þeirri bæn og von, að hann megi enn
lengi lifa og starfa í þjónustu þjóðar
sinnar.
Þorsteinn M. Jónsson.