Dagur - 12.05.1954, Blaðsíða 7
JHiðvikudaginn 12. maí 1954
D A G U R
7
Sextugur: FORSETI ÍSLANDS herra Ásgeir Ásgeirsson
, ÍNflO.i
■■eufl i
&
I
&
I
-I
I-
&
I
I
|
!
I
±
1
•i
I
I
é
Vorið var að byrja, en ekki var
enn komin leysing í íslenzku þjóðlífi.
Tuttugu ár voru liðin frá því, að
Kristján konungur IX. gaf íslend-
ingum stjórnarskrá, er veitti Alþingi
löggjafarvald og fjárforræði. Tíu ár
voru enn eftir af hinu svokallaða
Landshöfðingjatímabili, og æðsta
stjórn íslands sat úti í Kaupmanna-
höfn, og dómsmálaráðherrann
danski var enn jafnframt íslands-
málaráðherra. Framfarir í atvinnu-
og menningarmálum þjóðarinnar
voru og enn mjög hægfara.
Þetta var vorið 1894. Þá bjuggu
vestur á Kóranesi á Mýrum Ásgeir
kaupmaður Eyþórsson og kona hans
Jensína Björg Matthíasdóttir. Ásgeir
„var greindur vel og fræðimaður, en
ekki á réttri hillu, því að kaup-
mennska var fjarri eðli hans“. Þann-
ig farast syni hans orð um hann í
ritgerð, sem er prentuð í bókinni
Móðir mín. Og í sömu ritgerð segir
hann: „Og það má segja það, sem er
sannast, að þegar móðir mín naut
sín bezt, þá var aðalsbragur á öllu
hennar umhverfi.“ Ennfremur segir
hann í sömu grein: „Kurteisi og
háttprýði voru óskráð lög á heimil-
•í»u.“* Þessi sonur þeirra, sem þetta
skfifár, fæddist 13. maí vorið 1894.
' 'Hanfi' var vatni ausinn og hlaut
’ '11 nafnið 'Ásgeir. Strax og hann leit
■ “ dagsins:ljós, þá var heill lífvörður í
“ rtv? kí'ingum hann og eins öruggur sem
lífvörður nokkurs þjóðhöfðingja.
Þessi lífvörður voru bænir og vonir
v tJ ‘sSMftl88öf"hans og föður. Og þessi líf-
‘‘'íivtjrðar hefur nú fylgt honum í 60
- iái*,;-dg1Sennilega reynzt enn betur en
v 'föféldfá hans hafði órað fyrir, þegar
u‘si!þ'áli !któðu við vöggu hans í Kóra-
3 ‘.‘h- nési.' ''".
Fyrstu æviár sín ólst Ásgeir Ás-
geirsson upp í Kóranesi og
Straumfirði. Þar í móum og í mýr-
um og í fjörunni var hans fyrsti
skóli í náttúrufræði, eftir því er hann
sjálfur segir frá í áðurnefndri rit-
gerð, og var móðir hans kennarinn.
Þegar Ásgeir var 6 ára, fluttu for
eldrar hans búferlum til Reykjavík-
ur. Þar ólst hann síðan upp. Var
hann heima á vetrum og hlustaði á
sögur og ævintýri, er móðir hans
sagði honum og systkinum hans.
Hann las Þjóðsögur og ævintýri Jóns
Árnasonar, Þúsund og ein nótt, ís-
lendingasögur og fleiri úi-valsbækur,
sem móðir hans ráðlagði honum að
lesa. Einnig lét hún hann vinna
ýmsa handavinnu og fást við smíðar.
Hann var aðeins 12 ára gamall, þegar
hann settist í Menntaskólann, og
stúdentsprófi lauk hann, þegar hann
var 18 ára. Hann var ágætur náms-
maður. Að loknu stúdentsprófi fór
hann í Háskólann og lauk guðfræði-
prófi vorið 1915, þá aðeins 21 árs að
aldri. Á skólaárum sínum vann
hann fyrir sér á sumrin. Stundum
vann hann í fiski, en oftast var hann
í sveit hjá frændfólki og vinafólki
foreldra sinna, bæði á Vesturlandi,
Suðurlandi og Austurlandi, og vann
þá jafnan alls konar sveitastörf. Að
t loknu guðfræðiprófi gerðist hann
biskupsskrifari fram á árið 1916.
; Veturinn 1916—1917 las hann við
Háskólann í Uppsölum, og þegar
hann kom heim, gerðist hann banka-
ritari eitt ár.
Hinn 3. október 1918 gekk Ásgeir
Ásgeirsson að eiga Dóru dóttur Þór-
halls biskups Bjarnarsonar og konu
hans Valgerðar Jónsdóttur. Er ekki
ofsagt, að þar fékk Ásgeir einhvern
bezta kvenkost sinnar kynslóðar.
Hún var og er óvenjulega vel mennt,
góð kona, gáfuð og glæsileg. Á heim-
ili þeirra hefur jafnan ríkt friður og
hamingja.
Haustið 1918 varð Ásgeir kennari
við Kennaraskólann og var það til
vorsins 1926, að hann varð fræðslu-
málastjóri. Og fræðslumálastjóri
var hann til ársins 1938, nema þau
ár, sem hann var ráðherra og síðar
getur. Ásgeir var ágætur kennari og
mjög vinsæll af nemendum sínum.
Og eftir að hann var fræðslumála-
stjóri, þá ávann hann sér vjnáttu og
virðingu allrar kennarastéttarinnar.
Þegar Ásgeir Ásgeirsson var nær
10 ára gamall, þá fengu íslendingar í
sínar hendur stjórn sérmála sinna,
er þá var flutt inn í landið. Og jafn-
framt fengu þeir sérstakan ráðherra,
er bar ábyrgð fyrir Alþingi og var
búsettur í Reykjavík. Og hinn fyrsti
íslenzki ráðherra var skáldið og
hugsjónamaðurinn Hannes Hafstein,
einhver glæsilegasti maður í sjón og
raun sinnar samtíðar. Þá byrjaði
fyrir alvöru vorleysingin í íslenzku
þjóðlífi. Einangrun þjóðarinnar var
rofin með lagningu sæsímaris til ís-
lands, ræktun landsins var aukin,
togaraútgerð hafin, skólaskyldu
komið á, Háskóli stofnaður og ótal
margt fleira mætti telja, er til fram-
fara horfði og bætti lífskjör þjóðar-
innar. Og þegar Ásgeir Ásgeirsson
stóð á tvítugu, þá var Eimskipafélag
íslands stofnað, og fyrsti formaður
þess varð Sveinn Björnsson, er síðar
varð fyrsti forseti hins íslenzka lýð-
veldis. Og 1918 var ísland viður-
kennt fullvalda ríki. Fram til þess
tíma mun Ásgeir Ásgeirsson hafa
lítið skipt sér af stjórnmálum, enda
var hann þá enn ungur að aldri. En
hann hallaðist að frjálslyndis- og
jafnréttisstefnu í þjóðmálum. Og ár-
ið 1923 býður hann sig fram sem
fulltrúi Framsóknarflokksins til
þingmennsku í Vestur-ísafjarðar-
sýslu og náði kosningu. Og þingmað-
ur Vestur-ísfirðinga var hann, þar
til að hann varð að segja af sér þing-
mennsku, er hann var kosinn þjóð—
höfðingi íslendinga. Var hann svo
vinsæll í Vestur-ísafjarðarsýslu, að
talið var, að hann myndi ná þar jafn-
an kosningu sem þingmaður, hvaða
flokki sem hann tilheyrði. En mikill
flokksmaður mun Ásgeir Ásgeirsson
aldrei hafa verið talinn.
Þegar Alþingishátíðin 1930 var
haldin, þá var Ásgeir forseti sam-
einaðs Alþingis. Munu þingmenn þá
hafa kosið hann sem þingforseta
fyrst og fremst af því, að þeir hafa
treyst honum flestum betur til for-
ystu, að taka á móti erlendum stór-
mennum. Þá var mágur hans,
Tryggvi Þórhallsson, forsætisráð-
herra. Þeir mágarnir héldu aðal-
ræðurnar á hátíðinni af hálfu Al-
þingis, báðir mælskir og flestum
öðrum mönnum glæsilegri. Mun út-
lendingum þeim, er hátíðina sóttu,
ekki síður en íslendingum, hafa þótt
aðalsbragur á framkomu þeirra allri
og stjórn.
Árið 1931 varð Ásgeir Ásgeirsson
fjármálaráðherra í ráðuneyti
Tryggva Þórhallssonar, og árið eftir
verður hann sjálfur forsætisráð-
hei'ra, en heldur jafnframt áfram að
vera fjármálaráðherra. En stjóm
hans segir af sér árið 1934. Og þá
gerðust þeir atburðir, sem hér verða
ekki raktar orsakir til eða nánar
skýrt frá, að Ásgeir Ásgeirsson sagði
sig úr Framsóknarflokknum, og
þrem árum síðar gekk hann inn í
Alþýðuflokkinn. En þetta hafði eng-
in áhrif á fylgi hans í Vestur-ísa-
fjárðarsýslu, þar var persónulegt
fylgi hans svo rótgróið, að hann náði
jafnan kosningu með glæsilegum
sigri, hvort sem hann var í Fram-
sóknarflokknum, utanflokka eða í
Alþýðuflokknum.
Ásgeir Ásgeirsson var einn af
bankastjórum Útvegsbankans frá
1938—1952. Hann hefur starfað í
fjölda mörgum nefndum, svo sem í
milliþinganefnd í bankamálum, Al-
þingishátíðarnefndinni, gengisnefnd
og utanríkismálanefnd.
Það, sem einkennt hefur Ásgeir
Ásgeirsson í öllum hans störfum, er
glöggsýni, sanngirni, velvilji og
meðfæddur aðalsbragur í háttum
öllum og samskiptum við aðra
menn. Hann hefur aldrei verið harð-
skeyttur flokksforingi, ekki „víga-
maður“ í orðum, skrifum né athöfn-
um. Hann hefur og aldrei verið til-
litslaus flokksmaður neins flokks og
því ekki ævinlega „góður flokks-
maður“ eftir þeim skilningi, sem
margir hafa á því hugtaki. Til þess
er hann of víðsýnn og of sanngjarn.
Þegar það fréttist út um landið, að
hinn fyrsti forseti íslands, Sveinn
Bjöimsson væri látinn, þá mun meiri
hluti íslenzkra kjósenda hafa talið,
að Ásgeir Ásgeirsson væri sá maður,
er bezt væri fallinn til þess að verða
eftirmaður hans. Margt var líkt um
þessa tvo menn, vitsmunir, glæsi-
mennska, samvizkusemi, samninga-
lipurð, aðalsmennska í framgöngu og
og fjölþætt þekking á þjóðinni,
menningu hennar og atvinnuvegum.
Ennfremur báðir vanir viðskiptum
og samningum við aðrar þjóðir.
Báðir höfðu unnið fjölþætt störf um
dagana. í bernsku hafði Ásgeir Ás-
geirsson kynnzt verzlim, á æskuár-
(Framhald á bls. 11).
'.'S'''m' ''3'3‘3} "''