Dagur - 30.06.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 30.06.1954, Blaðsíða 1
ÁSKKIFTARSÍMI blaðsins er 11G6. Gcrizt áskrifendur! XXXVH. árg. Akúreyri, miðvikudaginn 30. júní 1954 30. tbl. Forseti Islands í Fortctdfi'ú Dóra Þórhallsdóttir. (Myndiii cr ickin í Lystigarðinum). Barnakór Akureyrar væntanlegur annað kvöld Móttökur í Laúgalándsskóla Valbjörk hefur áður opnað sölu- búðir á Siglufírði, ísafirði og Ak- ureyri. Eigendur fyrirtækisins nota íslenzkt áklæði frá Gefjun, og er það mjög smekklegt. Öll eru húsgögnin nýtízkuleg. Fram- kvæmdastjórinn er Jóhann Ingi- marssoh en verzlunarstj. hinnar nýju búðar í Reykjavík eru þeir Baldur Guðmundsson og Marinó Pétursson. Vísindamenn hafa mikinn við- búnað vegna sólmyrkva. sem verður um hádegi í dag. Verða meðal anriars gerðar athuganir á norðurljósunum, þar sem skugg- inn verður mestur. Þá á líka að rannsaka rafmagnsástandið í efri lögum gufuhvolfsins og atriði í sambandi við sólbletti og segul- skekkju. Ráðgert er einnig að elta skuggann á flugvélum og taka margvíslegar myndir af því, sem fyrir auga kann að bera. Hingað til lands eru komnir margir vísindamenn erlendir. í Reykjavík verður meira en hálf- rokkið. Hér á Akureyri gætir sólmyrkvans ekki eins mikið. Mörgum mun verða á að horfa í sólina meifa en hollt er fyrir augun. Eru merin í því sambandi minritir á að hafa hugfastar þær ráðléggingar, sem birtar hafa verið í blöðum og útvarpi. Um klukkan 4 á mánudagirin lá fólksstraumur heim að Hús- mæðraskólanum að Laugalandi. Var margt manna saman komið er forsetinn, herra Ásgeir Ás- Vér heyrðum í brezka útvarp- inu á dögunum að brezkir fugla- fræðingar og vinir hafa nú við- búnað til að athuga viðbrögð og háttu fuglanna, er sólmyrkvinn verður, hvort þeir líta ekki á hann sem kvöld og haga sér eftir því. Hafa þeir m. a. sent menn til Noregs til þess að athuga fuglalífið í dag. Blessuð síldin Ekki eru horfur vænlegar um síldveiði í sumar, eftir því sem fregnir herma. Ægir hefur verið í síldarathugunum og leit undan- farið ásamt norsku og dönsku skipi, og fannst ekki síld nema langt austur í hafi, og er það líkt og var 1951 og 1953. Vonandi rætist betur úr en á horfir. geirsson, og forsetafrúin, frú Dóra Þórhallsdóttir, óku í hlað. Friðj ón Skarphéðinsson bæj arfó - geti bauð þau velkomin með ræðu, en síðan var setzt að kaffi- drykkju. Þar ávarpaði forsetinn mannfjöldann.Ræður fluttu einn- ig Bernharð Stefónsson alþingis- maður og séra Benjamín Krist- jánsson. Áskell Jónsson stjón söng. í gær héldu forsetahjónin út á Árskógsströnd að Árskógarskóla. Vérður þess nánar getið síðar. Sjóslys á Breiðafirði Vélbáturinn Oddur fi'á Flatey á Breiðafirði fórst með fimm nianns sl. föstudag, tveimur skip- vérjum og þremur farþegum. Ekki er vitað hvernig slys þettá bar að en brak hefur fundizt úr bátnum við Skáleyjar. Farþegarnir voru mæðgurnar Guðrún Einarsdóttii' og dóttir hennar, Hrefna Guðfriundsdóttir frá Selskerjum, og Óskar Arin- bjarnarson frá Eyri í Kollafirði í Gufudalssveit. Skipverjar voru Gestur Gíslason formaður og Lárus Jakobsson, báðir frá Flat- ey. Sóimyrkvinn er í dag um hádegi Geysilegor mannfpldi fagnaði for- setalijónunom af imiiieik uppi í LystigarSi - Mamimargt samsæti irni Akorcyrarbær í hátíðabúniiigi, íbúarnir í sól- skinsskapi og eyfirzk náttúra tjaldaði sínu feg- ursta - Forsetahjónin uimu Iiug og lijarta allra með glæsileik sínum og elskulégú viðmóti Barnakór Akureyrar, sem ver- ið hefur í söngför erlendis, er væntanlegur hingað til Akureyr- ar í kvöld. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðsins til að fá fréttir af söngför þessari hafa þær engan árangur borið fyrr en kórinn kom aftur til Reykjavíkui'. í stuttu viðtali við Hannes J. Magnússon skólastjóra, en hann var einnig með í förinni, sagði hann að ferð- in héfði heppnazt með ágætum og öllu ferðafólkinu liði vel. Nánari fréttir um ferðalagið voru vænt- anlegar í gær, en höfðu ekki borizt er blaðið fór í préssuna. Valbjörk á Akureyri opnar sölubúð í Rvík Fyrir skömmu opnaði hús- gagnaverkstæðið Valbjörk Akur- eyri, húsgagnaverzlun í ný- byggðuhúsi við Snorrabraut í Reykjavík. Möðruvöllum iDredikaði, en vígslubiskup, sr. Friðrik J. Rafn- ar ,þjónaði fyrir altari. Kirkjan var troðfull, og komust færri inn í hana en vildu. Si'. Sigurður lagði út af þess- um oi'ðum í 122.sálmiDavíðs: ,.Ég varð glaður, er menn sögðu við m:g: Göngum í hús Drottins." Var ræðan hin prýðilegasta og kirkjuathöfnin 511 hátíðleg. I Lystigarðinum. * Þessu næst var gengið upp í Lystigarð, og var þar saman kominn geysimikill mannfjöldi til þess að fagna heiðursgestunum. Glampaði á margar myndavélar í sólskininu. Lúðrasveit Akur- eyrar lék nokkur ættjarðarlög undir stjórn Jakobs Tryggvason- (Framhald á 8. síðu). Hátíöaskap í fögru veðri. Akureyrarbær hefur aldrei verið glæsilegri á að líta en á sunnudaginn síðasta. Fánar blöktu við hún á fánastöngum allra einstaklinga, og auk þess var fánaröð meðfram aðalgötum, en laufskrýtt hlið var í Brekku- götu og stóð þar ýfir stórum stöf- um: VELKOMIN. Glaðasólskin var, loftið tært cg litir allir hreinir, en hýrt bros á hverju andliti. Bæði forsióhin og bæjarmenn gerðu sitt bezta tii þess að gera forseta íslands og frú hans komuna hingað sem ánægjulegasta. í kirkju. Kl. 3 e. h. voru forsetahjónin viðstödd messu í Akureyrar- kirkju. Sr. Sigurður Stefánsson á Herra Ásgeir Ásgeirsson flytur ræðu í Lystigarðinum á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.