Dagur - 30.06.1954, Page 8

Dagur - 30.06.1954, Page 8
8 Baguk Miðvikudaginn 30. júní 1954 Forsefi íslands opnar heimilisiðnaðarsýningu Sam- bands norðlenzkra kvenna Síðast liðinn mánudag var merkileg sýning opn- uð í Húsmæðraskóla Akureyrar - Samband norð- lenzkra kvenna er 40 ára um þessar mundir og beldur sýninguna í því tilefni Herra Ásmundur Guðmundsson nývígður bískup íslands Allmargt gesta var samankom- ið í Húsmæðraskólanum á mánu- daginn var , á meðal þeirra for- seti íslands og forsetafrúin. Fröken Halldóra Bjarnadótt- ir, klædd skautbúningi, bauð gesti velkomna, einkum for- setahjónin. Kvað hún Samband norðlenzkra kvenna vera fertugt um þessar mundir, og því væri efnt til sýningarinnar. Deildir sambandsins væru um 70 og meðlimir allt að 2000. Væru sýn- ingarmunirnir af öllu Norður- landi og allir gamlir, flestir frá síðustu öld. Forseti íslands opnar sýninguna. Því næst tók til máls forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og mælti á þessa leið: Okkur hjónunum þykir vænt um að fá þetta tækifæri til að vera við- stödd opnun þessarar heimilisiðn- aðarsýningar, og þökkum hið góða boð. Þegar við fengum þetta boð frá frk. Halldóru Bjarnadóttur, fór mér eins Og stundum áður, þegar ég hefi fengið nýtt hefti af „Hlín“ i hendur. Fyrsta hugsunin var þessi: Er frk. Halldóra enn við líði, þ. e. a. s. með óbilaða starfskrafta, elju og áhuga á íslenzkum heimilisiðn- áði. Méf er skylt að flýtja þökk og láta í ljósi virðing fýrir hennar langa og þarfa dagsverki. Hún hef- ir bjargað mörgu undan sjó, sem ekki mátti skolast biirtu, bæði um ævi, kjör og handiðn Ísíenzkrk kvénna og karla. Ég kann ekki að segja, hvenær niðurníðsla íslenzks heimilisiðnaðar hófst, en upptökin liggja í aukinni verzlun og innflutningi á ódýrum, erlendum verksmiðjuiðnaði. Þessi þróun fór hröðum skrefum jafn- hliða fólksfækkuninni á sveitaheim- ilum. Um slíkar beytingar er ekki að sakast að öðru leyti en því, hve margt vill fara forgíirðum, sem á rétt til að lifa bæði sakir notagildis og listgildis. Það er engin eftirsjón að þeim iðnaði, sem var orðinn úr- eltur, kostaði mikinn þrældóm og var þó illa nothæfur. Það sem helzt átti að lifa, var Iiið fínna prjón og vefnaður, tréskurður og siifursmíði. Þessi iðnaður hafði mikið listgildi og var hluti af okkar þjeiðmenn- ingu. Það er mikil eftirsjá að ábreiðu- Fjórðurígsfimdur Fram- sóknarflokksins hald- inn á Akureyri Fjórðungsfundur Framsóknar- flokksins verður haldinn á Akur- eyri sunnudaginn 4. júlí næstk. Hefst í Samkomuhúsinu kl. 2 síðdegis. Á fundinum mæta Steingrímur Steinþórsson land- búnaðarráðherra og dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra. Þess er fastlega vænzt að sem allra flestir flokksmenn mæti. vefnaði og tréskurði, sem hvarf að mestu áður en flutt var úr gömlu baðstofunum í nýju húsin. Það varð lítið, sem hægt var að flytja á milli, og ólíkt þjóðlegri væri blærinn á margri stofu, ef ábreiður héngu þar á veggjum og gamall tréskurður prýddi ný húsgögn. En liér hefir samhengið slitnað og erfiðara verð- ur að linýta það aftur, en ef þráð- urinn hefði aldrei slitnað. Hér er verkefni fyrir framtíðina, því að sveitin þarf að konia sér upp end- urnýjunum stíl með gömlum fyrir- myndum, sem nothæfar eru. Silfursmíðin fluttist aftur á móti í kaupstaðina að mestu, og hefir lifað af. Fagurt kvensilfur er enn snn'ðað eftir fornum fyrirmyndum, og notkun á upphlut og skautfötum er fremur í vexti en hitt. Peysuföt- um fer þó víst enn fækkandi, og er allt þetta mjög athugandi um ís- lenzkan kvenbúning. Það væri mik- ill ávinningur fyrir alla alþýðu manna til sjávar og sveita, ef unnt væri að varðveita a. m. k. hátíða- búning kvenna. Skautfötin sórna sér hvar sem er, og ekki sízt þar, sem viðhöfn er mest. Upphlut og peysu- föt má breyta eftir smekk og þæg- indum, enda hafa konur gert það á öllum tímum. En það er höfuðkost- ur á [jjóðlegum hátíðabúningi kvenna, að hann er óháður hinni sí- hvarflandi tízku, sem er stjórnað af þeim, sem vilja selja meira en hægt er að slíta. í þjóðbúning verða konur af öllum stéttum þjóðféíags- ins jafnbetur klæddar. íslenzkar konur hafa orð á sér fyrir að klæða sig vel á alþjóðavísu, svo að ekki þurfa karlmennirnir að kvarta. En þó að smekkur og fata- prýði ráði alltaf miklu, þá hygg ég, að þær hafi alltaf verið vel klæddar eftir því sem efni leyfðu. Ef vér skoðum vandlega hinar ágætu myndir Gaimards, þá er það eftir- tektarvert, hve fatprúðar allar kon- ur eru á myndunum. í þeim efnum má treysta dómi Fransmannsins. Ég minnist líka með mikilli ánægju greinar, sem ég las nýverið og vissi ekki áður að var til, eftir Jónas Hallgrímsson um íslenzkan kven- búning: Grein Jónasar er cins og myndir Gaimards; hann gerir að vísu grein fyrir liugsanlegum breyt- ingum, en segir jafnframt, að öll framkvæmd sé í liöndum kvenþjóð- arinnar sjálfrar. Greinin sjálf er listaverk og á sama erindi í dag eins og fyrir meir en hundrað ár- um, ef ekki enn ríkara. Það er með stolti fyrir hönd þessa liéraðs, sem ól Jónas Hallgrímsson, að ég nefni hann í sambandi við kvenbúning og heimilisiðnað. Ég lýsi yfir því, að þessi heimilis- iðnaðarsýning er opnuð, og þakka Sambandi norðlenzkra kvenna og öllum þeim, sem vinna að því að varðveita og fegra fórnan stíl og iðnað og varðveita sarirhengið í þjóðlegri menningu. Að lokinni ræðu forseta var sýningin skoðuð, og er þar margt fagurt og fróðlegt að sjá, sem of langt yrði upp að telja, en Dagur skorar á Akureyringa og Eyfirð- inga að sækja þessa stórmerku sýningu í Húsmæðraskólanum. Húsfreyja á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna fær sér dragtarefni frá Akureyri í Bandaríkjunum eru miklar nægtir alls ,ekki sízt til fata, eða svo myndi flestum konum þykja. Amerísk húsmóðir af íslenzk- urn ættum, sem heima á í mill- jónaborg, lét senda sér í vor sýn- ishorn af Gefjunarefnum. Nú er hún að gera ráðstafanir til þess að fá sent efni í dragt. Þykir henrii efnið fallegt og segist munu fá fallega og ódýra dragt með þessu móti. í þessu sambandi má spyrja tvenns: Er nokkuð gert til þess af Gefjuni að koma efnum sínum á markað erlendis? Hafa íslenzkar húsmæður hug- mynd um, hve Gefjunarefnin eru orðin falleg? Allar konur í sund! Á mánudagskvöldið hófst nám- skeið fyrir ósyndar og lítið synd- ar konur. Var ætlúnin að öll kvenfélögin í bænum tækju þátt í æfingum þessum. Mættu þó fá- ar konur þetta fyrsta kvöld og mun ástæðan vera sú, að byrjað var fyrr en auglýst hafði verið áður. Elzti þátttakandinn af ósyndum er 62 ára og hefur aldrei í sundlaug komið áður. Önnur er er 65 og hefúr ekki synt í 45 ár. Suridið ér þjóðaríþrótt okkar ís- lendinga og sú íþrótt, sem fólk á öllum aldri getur iðkað sér til ánægju og hressingar. Konur góðar! Hefjumst handa nú þegar. Takið til sundfötin. Gamlir sundbolir duga og koma að sama gagni sem nýir. Kennslu tími verður frá kl. 7.30—9 e. h. hvert kvöld og eingöngu ætlaðir konum, sem taka þátt í nám- skeiði þessu. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá sundkennaran- um, Þórhöllu Þorsteinsdóttur, í síma 1250. Notið þetta sérstaka tækifæri og lærið að synda. Eftir því munuð þér aldrei sjá, og reynið svo að synda 200 metrana. Herra Ásmundur GuðmUrids- son var vígður til biskups yfir ís- landi 20. þ. m. að viðstöddu fjöl- menni. Séra Bjarni Jónssön fram- kvæmdi vígsluna en Magnús Jónsson prófessor lýsti vígslu. Töðugjöldin fljótlega Þeir bændur í Eyjafirði sem fyrst byrjuðu heyskap luku við að slá túnin 18. júní, þeir fyrstu, og eru nú þessa dagana að hirða inn það síðasta. Mun það eins- dæmi hér um slóðir. Töðugjöldin verða snemma í ár! Keppa á íslandsmóti í gærmorgun fóru héðan 15 knattspyrnumenn úr KA og Þór og keppa á íslandsmóti í I. fl. Dagur óskar þeim sigurs. ar, og karlakórar bæjarins sungu undir stjórn þeirra Árna Ingi- mundarsonar og Áskels Jónsson- ar. Því næst ávarpaði forseti bæj- arstjórnar, Þorsteinn M. Jónsson, forseta íslands og frú hans, og er ræða hans prentuð hér á öðrum stað í blaðinu. Að ræðu Þorsteins lokinni ávarpaði herra Ásgeir Ásgeirs- son mannfjöldann, en á eftir lék Lúðrasveitin þjóðsönginn, en karlakórarnir sungu með. Ræða forseta íslands er einnrg birt hér á öðrum stað í blaðinu. Nú dreifðist hóþurinn, en for- setahjónin dvöldu enn stundar- korn í garðinum og ræddu við ýmsa viðstadda. Samsætið að Hótel KEÁ. Um kvöldið hélt bæjárstjórn Akureyrar forsetahjónunum Séra Friðrik A. Friðriksson las upp úr heilagri ritningu. Vígslu- vottar voru þeir prófastarnir Friðrik J. Rafnar, Jakob Einars- son, Jón Auðuns og Þorsteinn Jó- hannessoon. Altarisþjónustu önn- uðust prófessor Björn Magnús- son og séra Óskar J. Þorláksson. Forsetahjónin voru viðstödd vígsluna, ennfremur ríkisstjóm ög fulltrúar erlendra ríkja. Guðfræðideild Háskóla íslands sæmdi biskupinn, herra Ásmund Guðmundsson, heiðursnafnbót í guðfræði. Prestvígslur. Daginn eftir biskupsvígsluna, 21. þ. m., voru 6 guðfræðingar vígðir til prests. Þeir voru þessir: Kári Valsson, Óskar Finnboga- son, Þórir Stephensen, Bjarni Sigurðsson, Grímur Grímsson og Örn Friðriksson. veizlu að Hótel KEA og bauð þangað fjölda bæjax-búa — eða svo möi'gum sem húsrúm leyfði. Var þar borinn fram ágætur mat- ur, en undir borðum lék ungfrú Gígja Jóhannesdóttir á fiðlu með undirleik ungfrú Guðrúnar Kristinsdóttur. Ræðuhöld voru engin nema hvað forseti íslands mælti nokkur þakkarorð til bæjarstjórnar og bæjarbúa, en bæjai'stjóri, Steirin Steinsen, bauð forseta og frú hans velkomin og þakkaði þeim að lokurii fyrir komuna með fáeinum orðum. Var hér með lokið hinni opin- beru heimsókn til Akureyrar, en hún tókst með miklum ágætum, og munu Akureyringar ætíð minnast hennar með ánægju. í fylgd með forseta hingað norður er forsetaritai-i, Henrik Sv. Bjöi-nsson. Séð yfir mannfjöldann í Lystigarðinum síðastliðinn sunnudag. - Forseti íslands á Akureyri (Framhald af 1. slðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.