Dagur - 30.06.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 30.06.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 30. júní 1954 „Og tíminn er kominn að takast í hendur" Ræða Þorsteins M. Jónssonar, forseta bæjarstj., r flutt í Lystigarðinum við komu forseta Islands til Akureyrar Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson! Forsetafrú, Dóra Þórhallsdóttir! Velkomin til Akureyrar! Hjartanlega velkomin! Akureyringar fagna komu ykkar! Heiðruðu áheyrendur! Skáldið Einar Benediktsson segir meðal annars í aldamóta- kvaeði sínu: „Orka með dyggð reisti bæi og byggð, hver búi að sínu með föðurlandstryggð. Frelsi og ljós yfir landsins strendur, ei lausung né tálsnörur hálfleiks og prjáls. Því menning og eining, er öllu ljær hagnað með einstaklingsmenntun, sem þjóðinni er gagn að og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni á landsins féndur. Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs. Er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast í samhuga fylgi þess almenna máls. Og tíminn er kominn að takast í hendur, og tengja það samband, er stendur.“ Vér Islendingar eigum senn ellefu hundruð ára sögu. Sú saga er saga um sigra og ósigra. En það er í raun og veru ekkert sér- kennilegt við sögu íslendinga, því að svo er um sögu allra þjóða og flestra manna. Síðustu hundrað árin er saga þjóðar vorrar saga um sigurvinn- inga, sem þó hafa orðið lang- stærstir seinustu áratugina. Á þessum tíma hefur velmegun sigrað fátæktina, trú á landið og gæði þess og trú þjóðarinnar á mátt sinn og megin hefur sigrað trúleysið. Frá því að vera dönsk hjálenda hefur sá sigur unnizt að verða fullvalda ríki, og loks hin síðustu 10 árin, þá hefur hér ríkt innlendur þjóðhöfðingi í stað er- lends þjóðhöfðingja, er þjóðin hafði lotið í margar aldir. í upphafi vega, er íslenzk þjóð verður til, þegar ríki er stofnað í landi voru, þá vildi þjóðin engum þjóðhöfðingja lúta, er gæti skatt- lagt hana eða kvatt hana til her- þjónustu og herferða. Landnáms- mennirnir og synir þeirra, er stofnuðu hið forna íslenzka þjóð- veldi, vildu stjórna sér sjálfir. Þeir höfðu verið sjálfræðinu van- ir og sjálfstæðir vildu þeir vera. En þeir voru það vitrir og lífs- reyndir, að þeir vissu, að lög varð að setja og lögum varð að hlýða, svo að líft yrði í landinu. Og lög- réttan kaus mann til þriggjá ára í senn, er var hin lifandi lögbók landsmanna. Hann var jafnan sá maður, er Alþingi og þjóðin í heild taldi öruggt að vissi, hvað lög væri og segði í þeim efnum jafnan fullan sannleika. Þetta var hinn svokallaði lögsögumaður. Á blómatíma hins forna þjóðveldis nutu nær allir lögsögumennirnir þess trausts, að þeir voru endur- kosnir meðan heilsa þeirra og aldur entist. Það má segja, að starf lögsögumannsins væri að vera samvizka þjóðarinnar. Og áður en íslenzk lög voru skrifuð, var hann sannleikskyndill þjóð- félagsins. Og að þessu leyti var hann þjóðhöfðingi, þótt hann væri ekki kallaður það, og verk- svið hans væri að mörgu leyti annað en þeirra manna, er bera þjóðhöfðingjatitil. En þessir fornu þjóðhöfðingjar vorir, er eg vil svo nefna, unnu margir þjóðinni ómetanleg störf ,er mörkuðu stefnu hennar í löggjöf, trú og menningu um langt skeið. Nöfn margra þeirra munu enn um óra- langa framtíð geymast í minningu þjóðarinnar og bera glæsibrag í sogú hénnar.' En er þjóðin gengur á hönd er- lendum þjóðhöfðingja með kon- ungstitli, þá verða hin miklu þáttaskil í sögu hennar, er valda því, að afkomu hennar og menn- ingu hnignar um aldir, þar til hún um skeið er nær.dauða kom- in. Hinir erlendu konungar voru ekki samvizka þjóðarinnar, sann- leikskyndlar né leiðbeinendur, eins og lögsögumennirnir flestir höfðu verið á þjóðveldisöld, en þriggja hinna seinustu munu þó íslendingar jafnan minnast með hlýhug. Alþjóð íslands hafði lítið af flestum konungum sínum að segja. En á Bessastöðum sátu um- boðsmenn konunganna um langt skeið, er innheimtu skatta, studdu flestir danska kaup- menn á einokunaröldum í féflettingu almúgans og lögðu köll og kvaðir á íbúa byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa. í þann tíð þótti bezt að búa sem fjærst Bessastöðum og hafa sem minnst af höfðingjum þaðan að segja. En fyrir 10 árum verða enn mikil þáttaskil í sögu vorri. Bessastaðir eru gerðir að bústað hins fyrsta forseta vors, herra Sveins Björnssonar, og þar með var ákveðið, að Bessastaðir yrðu í framtíð bústaður forseta íslands. Og frá þeim tíma eru Bessastaðir tignasta heimili landsins. Nú er að myndast sú málvenja að segja „heim að Bessastöðum“, líkt og var hér á Norðurlandi eftir að biskupsstóll var settur á Hólum, að segja „heim að Hólum“. Þá voru Hólar mest virta og fjölsótt- Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar. asta heimili Norðurlands. Nú eru Bessastaðir tignasta, ástsælasta og fjölsóttasta heimili alls íslands. Þangað sækja margir íslendingar og margt erlendra manna frá ýmsum þjóðum. Þar er íslenzk þjóð, íslenzk gestrisni og islenzk menning kynnt með ágætum. „Timinn er kominn að takast í hendur og tengja það samband, er stendur". Það er talið svo, að forsetaem- bættinu fylgi ekki mikil völd fremur en lögsögumannanna á voru forna þjóðveldistímabili. En eins og hinir valdalausu lögsögu- menn hins forna þjóðveldis vors höfðú” m’árg’ir' feikna mikil áhrif til .góðs fyrir þjóðféíagið,.SYO ,sem að setja niður innlendan ófrið og bjarga Alþingi úr ógöngum, eins og Þorgeir Ljósvetningagoði gerði árið 1000, þá mun forsetum vorum auðnast að tengja saman andstæð öfl þjóðarinnar, þegar mikið liggur við. Það var sundr- ung þjóðarinnar og eiginhags- munabarátta nokkurra höfðingja, er eyðilagði fyrst og fremst vort forna þjóðveldi. En saga vor sannar, að þótt vér séum örlítil þjóð, þá getum vér mikið, þegar vér erum samtaka. íslendingar munu jafnan velja þann forseta, er þeir treysta bezt til þess að sameina sundraða krafta þjóðarinnar, og til þess að vera samvizka hennar og sann- leikskyndill, og til þess að vinna henni traust og álit meðal ann- arra þjóða. Hinir tveir forsetar, er þjóðin hefur valið á þessum fyrsta áratug lýðveldis vors, hafa ekki náð kosningu vegna fylgis neins sérstaks flokks, heldur af því, að þjóðin hefur álitið, að þeir væru báðir hafnir yfir þröng flokkasjónarmið, og treyst þeim báðum til þess að vera samein andi tengiliðir til þess að þjóðin geti gert þau átök, lyft þeim Grettistökum í menningarbaráttu sinni, sem hún ræður ekki við, nema hún standi sameinuð. „Því menning og eining, sem öllu ljær hagnáð með einstaklingsmenntun, sem þjóðinni er gagn að; og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni á landsins féndur.“ Tilvera þjóðar vorrar hlýtur í framtíð sem í fortíð að grundvall- ast á menntun og menningu. Vér værum ekki lengur til sem sjálf- stæð þjóð, ef foi'feður vorir á hinni fornu þjóðveldisöld, hefðu ekki skráð bókmenntir á móður- máli sínu, sem stóðu framar flestu, er skráð var í öðrum lönd- um Evrópu á þeim tíma. Þeim er Dað að þakka, að þjóðin hefur varðveitt mál sitt. Tungunni og fornbókmenntunum eigum vér ^að að þakka, að vér erum enn til sem sérstök þjóð,og getummeð ^essu tvennu sannað þýðingu og réttmæti tilveru vorrar sem sjálf- stæðrar þjóðarf Menntun og menning er grundvöllur góðrar, efnalegrar afkomu og álits á með- al annarra þjóða, er við oss skipta. Og eg er þess fullviss, að fáir íslendingar skilja þetta betur en forseti vor. Um skeið var hr. Ásgeir Ásgeirsson forstjóri ís- lenzkra skólamála, og eg held, að eg segi ekki ofmikið, þótt eg segi, að öll íslenzka kennarastéttin dáði hann og virti. Hann mun manna bezt skilja, að öll þjóðin, hvaða stétt sem er ,nýtur sín þeim mun betur, sem hún er betur mennt. Forseti vor er ekki háður „trú- girni á landsins féndur“. Hann trúir á mátt menningarinnar. Hann trúir á ljósið í tilverunni, en ekki á myrkrið. Hann treystir frelsinu, stjórnarfarslegu frelsi þjóðarinnar, frelsi hvers ein- staklings og jafnrétti allra manna, frelsi í hugsun og athöfn, frelsi sem aflgjafa táps og þreks og sem sé öruggasta vörnin „gegn tæl- ing og lygð“. Eg gat þess áðan, að íslenzk þjóð og íslenzk menning væri með ágætum kynnt á Bessastöð um. En þar er ekki forsetinn einn að verki, hans ágæta kona, frú Dóra Þórhallsdóttir, er þar hans jafnoki. Hr. Ásgeir Ásgeirsson hefur jafnan verið hamingjumaður. Þjóðhöfðingi getur ekki verið hamingjusamur, nema þjóð hans sé það líka. Herra Ásgeir Ás- geirsson hefur að vísu ekki enn verið forseti nema tvö ár. En þessi tvö ár hafa verið íslending- um hagsæl. 'Veðrátta ein hin bezta, er gamlir menn muna eftir, grasspretta góð og fiskgengd vax- andi. Og á þessum árum hefur þjóðin hafið mestu mannvirki, sem ráðizt hefur verið í hér á landi og lokið við önnur. Bjart sýni þjóðarinnar eykst, enda er hagur hennar góður og fátækt minni en í flestum öðrum lönd- um. Hamingjan hefur því enn fylgt forseta vorum. Og eg bið og vona, að mikil hamingja fylgi jafnan hér eftir sem hingað til honum og frú hans, Dóru Þór- hallsdóttur, og að þeim auðnist á örlagastundum að sameina krafta þjóðarinnar og efla föðurlands- tryggð hennar. Eg efast ekki um að á þessum tæpum tveim árum frá því að herra Ásgeir Ásgeirs son var kosinn forseti, þá hafi þeim hjónum auðnazt að auka virðingu þjóðarinnar út á við. Það hafa þau gert heima á Bessa- stöðum og með heimsókn sinni til Norðurlanda nú fyrir skemmstu. Sennilega er ferð þeirra til Norðurlanda ein bezta landkynn- ing íslendinga. Flestir yðar áheyrenda munu kannast við hina rómversku sögn um Júlíus Cæsar, er hann fékk fiskimann á Grikklandsströnd til oess að flytja sig á bátkænu yfir Adríahaf. En fiskimaðurinn jekkti ekki Cæsar. Storm gerði á hafinu og fiskimanninum þótti tvísýnt um lífið, en Cæsar sagði við hann: „Áfram, kunningi, og vertu óhræddur, þú hefur Cæsar og hamingju hans innanborðs." Það má segja, að þjóðfélag vort sé sem ein lítil bátkæna í hlutfalli við stórt hafskip eða bryndreka, er það er borið saman við flestar aðrar þjóðir, og að oss sé meiri hætta búin en nær öllum öðrum þjóðum vegna smæðar vorrar. En þótt nú séu viðsjórverðir tímar í heiminum, þá getum vér huggað oss við það, að vér höfum innan- borðs á þjóðarfleyinu herra Ás- geir Ásgeirsson, og frú Dóru Þór- hallsdóttur og hamingju þeirra. „Frelsi og ljós yfir landsins strendur“. Hlýjan og ljósið, sem fylgir ykkur, þið ágætu forsetahjón, ylja hugi allra, sem kynnast ykk- ur. Eg þakka ykkur ástsamlega fýrir komu ykkar hingað til Ak- ureyrar, og eg hygg, að mér sé óhætt að flytja það þakklæti frá öllum bæjarbúum. Og vér von- um, að guð og gæfa og allar heilkídísir lands vors og þjóðar. fylgi ykkur og verndi ykkur hér eftii' eins og hingað til. Bið alla viðstadda að hrópa fer- •: t falt húrra fyrir forseta vorurp, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, og frú hans, Dóru Þórhallsdóttur. Þau lengi lifi! Vinnufataefni, grátt, blátt og grænt. Eldhúsgluggatjaldaefni Taftbútar ÁSBYRGI h.f. Dælu á vélsturtur vil eg kaupa. hidriði Sigmundsson, Stefnir s.f. Sími 1218. Til sölu Svefnpoki og vinddýna vel með farið. Afgr. vísar á. Bifreið til sölu Chevrolet vörubifreið með 6 manna húsi og körfu. Bif- reiðin er í mjög góðu standi. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. — Upplýsingar í síma 1105 Ak. og hjá eig- andanum Kára Leifssyni, Höfðavegi 11, Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.