Dagur - 30.06.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 30.06.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 30. júní 1954 D A G U R 5 Ræða forsela íslands, herra Ásgeirs Ás- geirssonar, flutt við móttökuhátíð í Lysth garðinum Góðir Akureyringar! Við hjón- in þökkum yður af heilum hug ástúðlegar móttökur. Okkur eru þær mikilsvirði. í þeirri stöðu, sem eg nú skipa, hvort sem það verður lengur eða skemur, þá veltur mikið á velvild og skilningi fólksins. Eg óska engum þess, að vera forseti lengur en hann nýtur almenns stuðnings, og þjóðinni því síður að hafa forseta, sem hún vill losna við. Endurskoðun á 4 ára fresti ætti líka að vera nægi- leg trygging fyrir, að hvorugt hendi til langframa. Því er oft haldið fram, að vér séum deilugjörn þjóð. Það hefur sínar góðu hliðar, Frá íslands byggð höfum vér lagt ríka áherzlu á einstaklingsfrelsið, og það er óskandi, að vér gefum aldrei eftir þann rétt, að hver fái að hugsa, tala og breyta eins og honum er innrætt. En þeim rétti — eins og öllum öðrum réttindum — fylgja skyldur. Frelsið tak- markast af samlífinu og þjóðar- þörf. Báðar öfgarnar eru oss fjarlægar, óskorað sjálfræði og algert ríkisvald. Jafnvægið milli frjálsræðis og aga er bezt tryggt með lýðræði, og það form, sem vér höfum kosið voru unga og endurreista ríki nefnum vér lýð- veldi. Eitt af skilyrðunum fyrir því, að slíkt stjórnskipulag fái staðizt er hóf í málaflutningi og flokka- drætti. Löggjafinn ræður ekki við allt, og jafnvel ekki fram- kvæmdavaldið. Það þarf að vera fyrir hendi visst hugarfar og sögu legur þroski til að lýðræði og lýðveldi fái staðizt til langframa, og það fullyrði eg, að sé í góðu lagi hér á landi. Eg segi í góðu lagi, því að enginij er algóður nema Guð einn. Vér íslendingar höfum inn- lenda reynslu fyrir hvorutveggja, sundrung og eining. Og á örlaga- stundum hefur þjóðin ýmist tap- að eða sigrað, tapað á Sturlunga- öld, þegar flokkadráttur varð yf- irsterkari öllum einingaröflum. Skilningurinn á hættunni var þá til, þótt öflin væru of veik. Og þjóðin hefur sigrað við kristni- tökuna og lýðveldisstofnun, bæði hina fyrri og síðari. Allt er það þrennt glæsileg afrek, sem gefa góð fyrirheit. Vér höfum nýlega minnzt 10 ára afmælis lýðveldis- stofnunar. Hvert það afmæli brýnir fyrir oss nauðsyn eining- arinnar í þeim efnrnn, sem örlög þjóðarinnar velta á. Sú eining átti langa forsögu og var traust- lega undirbyggð. Innanlandsbaráttan sér fyrir sér sjálf, en einingin er torveldari. Það þarf lítinn þroska til að slást, en það þarf þroska til að starfa saman og standa saman sem einn maður. Til þess þarf hugsjón, leiðarstjörnu, sem almenningur er fús til að haga ferðum sínum eftir. Landnámsmenn stýrðu hingað eftir leiðarstjörnu. í seinni tíð hefur áttavitinn leyst allan þann vanda. í þjóðmálum held eg, að SÓLMYRKVI. Sólmyrkvi nokkur sagt er nú að senn fyrir dyrum standi, þá skulu fróðir myrkva-menn mæta á voru landi og skoða sólina í krók og kring,, með klukku og mælibandi. Þá verður svo myrkt um miðjan dag að menn sjá ei til að vaka, nátthrafnar fleetir fara á stjá en fuglarnir hætta að kvaka, í dimmunni magnast dularöfl, — draugarnir fjörkipp taka. Úr fjarlægð og nálægð förum við á furðu þessa að glugga. Að mistækist svo hin myrka stund, margir voru að ugga, hið einasta færi, er okkur gefst að elta svo frægan skugga. Oft hafa mánans geislar glatt geð hjá mönnum og konum, en lútt þykir mörgum hlægilegt og hreint móti öllum vonum, að sumardag bjartan sjái menn ekki sólina fyrir honum. DVERGUR. engin slík vél hafi enn verið fundin, og hef ekki trú á, að það verði. Maðurinn er ekki vélgeng- ur, og framför í tækni ekki alltaf framför í mannfólkinu sjálfu. En því lengri sem saga vor er orðin, því fleiri stjörnur hafa bætzt á þann himin, sem þjóð vor lifir undir ,og allar benda þær sörnu leið til framtíðarinnar. Það hefur þess vegna orðið öruggara með hverjum áratugnum, að þjóðin sameinist um mark og mið, og síðan 17. júní var upp tekinn sem þjóðminningardagur, blandast fá- um hugur um, hver sé hin skær asta og öruggasta leiðarstjarna íslenzkrar þjóðar. Það sem áður voru átök, er þegar málin eru leyst, orðið að sögu, sem sameinar. Sagan sam einar oss, málið, landið, sem um lokið er af sæ, og hin fríða fylking forfeðranna — allt þetta samein ar oss og mótar í hugum vorum það, sem vér nefnum íslenzkt þjóðerni. Það hefur ekki alltaf hátt um sig þjóðernið, en það er auðþekkt og auðfundið, hvar heiminum, sem tveir Islendingar hittast. Það er ættjarðarmótið, sem minnir oss á, að vér erum sjálfir hluti af ættjörðinni, öll þjóðin, sem nú lifir, og ekki ein ungis fortíðin og framtíðin. Það leggur oss skyldur á herðar um að ástunda bræðralag og ætt- jarðargagn. Góðir Akureyringar! Bær yðar liggur við fagran fjörð og í sögu ríkri byggð. Héraðið er glöggt af- markað til beggja handa frá Grímsey og inn á miðbik lands ins. Það rúrnar alla íslenzka at vinnuvegi og mikla fjölbreytni. Það er lí'kt og smámynd af land- inu og þjóðinni í heild. Þar fyrir saga bæjarins ekki löng Höfnin hefur ráðið legunni, og það er næsta eðlilegt, að kaup- staðurinn hófst samtímis og farið var að rýmka um verzlunar- böndin. Saga kaupstaðarins ; frá upphafi samleið með viðreist arsögu íslands. Akureyri hefur ekki látið sinn hlut eftir liggja heldur haft forustu í mörgu, þ. á m. skógrækt og í iðnaðar- og menntamálum.' Akureyringar hafa snúið hug sínum til útgerðar og jarðræktar og standa fram- arlega á hinni nýju og stórfelldu landnámsöld síðustu fimmtíu ára. Borgararnir hafa flutzt víða að með sérkenni sín, sögu og mennT ingu, svo að vitanlega er saga Akureyringa sjálfra jafngömul og jafnauðug Islandssögunni. Hið forna skipulag var engin dægurfluga; enn eru hrepparnir við lýði, gömlu þingin heita nu sýslur, og fjórðungarnir lifa enn sínu lífi fyrir utan allt skipulag. I Norðlendingafjórðungi skipar Akureyri þann virðulega sess að vera höfuðstaður — með heiðri og sóma. Við óskum bæjarbúum og bæjarfélaginu allra heilla, og framtíðar, sem verði samboðin fortíðinni. En í óskum vorum skulum vér fela alla fjórðungana, og minnast ættjarðarinnar með ferföldu húrrahrópi. Frægur ríthöfundur spjallar um bækur og fleira Rithöfundurinn frægi, John Steinbeck, sem nú dvelur um sinn í París, átti um daginn viðtal við fréttaritara nokkurn, og snerist talið að miklu leyti um aækur. ... Sweet Thursday (síðasta bók Steinbecks) er skemmtileg og fyndin bók. Eg geri þar að gamni mínu, en það finnst sum- um gagnrýnendum hinn alvar- legasti glæpur. Sumum gagnrýn- endum er svo annt um stöðu mína bókmenntaheiminum, að þeir geta ekki lesið bók eftir mig, án jess að hafa áhyggjur af því hvernig hún muni hæfa mér sem sögupersónu í mannkynssögunni. Eins og mér sé ekki fjandans sama. ... Möguleikinn á því, að ein- hver bók verði ódauðleg, er svo fjarlægur, að engum andlega heilbrigðum rithöfundi dettur hann í hug. Sumir gagnrýnendur eru alltaf að tala um ódauðleik- ann, og svei mér þá, ef mér dett- ur ekki í hug, að þeir séu að hugsa um hann fyrir sjálfan sig. Frændi minn gamli sagði einu sinni við mig: „Ef þér heppnast það, sem þú ætlar þér, þá hefurðu bara það upp úr því að verða óvinsæll af milljónum skólánem- enda næstu 50 árin, því að þeim verður skipað að lesa bækurnar þínar!“ Fer ekki slæm gagnrýni skapið á yður?“ spyrjum vér. „Það rynni ekki heitt blóð í æðum þess manns, sem ekki gæti reiðzt, væri hann barinn í andlit- ið. En ekki held eg, að umsagnir um bækur hafi eins mikil áhrif á sölu þeirra eins og gagnrýnendur vilja vera láta.“ Steinbeck hefur ýmsar sér- kennilegar skoðanir á bókum. „Mér þykir vænt um vasaút- gáfurnar ódýru, en mér er ekkert um bækurnar með hörðu spjöld- unum, enda eru þær margfalt dýrari og spilla vináttu manna á milli. Þú lánar t. d. vini þínum bók með hörðum spjöldum. Hann skilar henni ekki aftur, og þá verðurðu sár við hann og reiður. Þetta gerir þig nízkan og smá- skítlegan. Allt öðru máli er að gegna um „pocket“bækurnar. Menn lána þær og gefa út og suð- ur með mestu ánægju. Þær gera menn örláta, góða og vingjarn- lega. Bækur með pappírsspjöld- um tengja menn vináttuþöndum, en þær með hörðu spjöldunum slíta vináttutengslin. Þar að auki eru milljónir eintaka lesnar af þeim fyrrnefndu en í mesta lagi nokkrir tugir þúsunda af hinum.“ Rithöfundurinn segist vera á móti öllum þeim mönnum, sem fái lánaðar bækur. „Slíkir menn eru hreint og beint óvinir mínir. Þeir hrifsa bitann frá munni barna minna, og það er þeim að kenna, ef húseigandinn kemur og heimtar húsaleiguna. Eg vil láta breyta lögunum og gera það að refsiverðum glæp að lána öðrum bækur.“ „Já, en hr. Steinbeck, þetta er nú eiginlega ekki raunhæft eða praktískt.“ „Nei, það veit eg vel. Hug- myndir mínaf um bækur eru aldrei praktískar. Einu sinni stakk eg upp á því við þing bókaútgefenda, að þeir prentuðu bækurnar á rúgbrauð, svo að menn gætu étið þær, eftir að hafa lesið þær. Það yrði líka til þess að menn læsu hraðar, því að ekki vildu menn láta brauðið harðna um of. Enginn útgefendanna var nógu framsýnn til þess að gera áætlun þessa að veruleika. , Verst er við bækurnar, að þær eru vitagagnslausar nema sem bækur. Ef hægt væri að gefa út bækur, sem hægt væri að gera að rottugildrum eða bækur, sem hægt væri að raka sig með eða skrifa með, þá væri hægt að selja svo miklu meira af þeim.“ Hr. Steinbeck segist aldrei hafa ritað neina bamabók. Vér spyrj- um hvers vegna. „Eg vildi, að eg gæti það, en það er of erfitt. Það skrifar held- ur enginn bækur fyrir börn, heldur fyrir foreldra. Krakkar eiga enga peninga til þess að kaupa bækur fyrir, og ef þeir ættu peninga, þá myndu þeir áreiðanlega ekki eyða þeim í bækur. Einu sinni ætlaði eg að gefa út barnabók. Hún átti að heita: „Morðsögur handa börn- um“. Átti hún að fjalla um fræg- ustu morðin í heimsbókmenntun- um. Þessi bók myndi áreiðanlega hafa fallið strákum í geð, en for- eldrafélögin hefðu bara fussað og sveiað. Þessi leið til ódauðleikans er enn opin.“ (Lausl. þýtt). Samnorræn unglinga- keppni í frjálsíþróttum Svo sem frá hefur yerið skýrt í blöðum áður, fer fram í sumar tmglingakeppni í frjálsíþróttum á öllum Norðurlöndunum . Nú hefur verið ákveðið, að hér á landi fari keppnin fram um helgarnar 3.—4. og 10.—11. júlí *.k. - uta Iþróttabandalag Akiireyrar hef ur skipað nefnd til að sjá um keppnina hér og hefur hún á- kveðið að keppnin hefjist á Nýja Jþróttasvæðinu laugardaginn 3. júlí kl. 2 e. h. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m. og 1500 m. hlaupum, langstökki, hástökki, kúluvarpi og kringlukasti. Rétt til þátttöku hafa allir vrngl ingar fæddir á árinu 1934 eða síðar. Væntanlegir þátttakendur ættu að láta skl-á sig hjá Leifi Tómassyni eða Ráli Stefánssyni hið fyrsta. Þá skulu þeir mæta á íþróttasvæðinu 15 mínútum fyrir auglýstan keppnistíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.