Dagur - 28.07.1954, Side 2

Dagur - 28.07.1954, Side 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 28. júlí 195/ Nokkur orð um slöðuveitingu Þar sem mál það, sem rætt er um í eftirfarandi greinargerð, hefur vakið allmikla athygli, en þó fátt eitt sézt um það á op- inberum vettvangi, þykir blaðinu rétt eftir atvikum að verða við þeim tilmælum að birta grein þessa, þótt það hafi ekki að- stöðu til þess að leggja nokkurn dóm á málavexti að öðruleyti. Jón Siggeirsson, Hólum sjötugur 13 Sól roðar fjöll á sumarmorgni, er svifamikill og sókndjarfur maður árrisull sér rneyju festi heillum hafinn til héraðsmála. Astar hann naut hjá eiginlionu, heimili hans höfðingjasetur. Gestrisinn er og greiðvikinn, hljómelskur hagyrðingur. Stýrir búi sterkri hendi, gjörhugull gegnir störfum. Hann gr höfðingi heim að 'sækja, valinn i sœti vina sinna. llans er hús héraðs prýði, reist frá grunni af rausnarhug. Byggt er það á bjargi traustu, múr-sterkur minnisvarði. Styttast ei skref stórhugans. Armi vex1 nfl við ár hvert. ií þýzkum vatnskrönum júlí 1954 Uppsker, er sáir, ávöxt margfaldan; þreyta’ hann ei störf til þjóðar heilla. Vex ásmegin œskumannsins, en vondri elli visað á bug. Sonum hans svellur móður, björgum velta að blótstalli. Kona hans fríð, fagurvaxin, sókndjörf lil sinna ráða. Vinnuglöð hún velur störfin i helgri fórn lil héimilis þarfa. Vel er oss veitt, vinir þakka hlý handlök með hamingjuóskum: að haldist i hendur hreysti og elli, svo verði ei séð, hver sigur hlýtur. Góðir gestir, „gin“-hreifir, iakið lagið tónamjúkir. liís nú i austri roði fagur, ■ þá höldúm heim frá höfuðb'óíii....' í fallegum skrautöskjiim. Vegna blaðaskrifa um veitingu yfirlæknisembættisins við Sjúkra hús ísafjarðar, þar sem talað hef- ur verið um pólitíska ofsókn á hendur Kjartani J. Jóhannssyni, lækni og alþingismanni, viljum við undirritaðir biðja blað yðar fyrir eftirfarandi greinargerð um þetta mál. Bæjarstjórn ísafjarðar veitir embætti sjúkrahússlæknisins, og lögum samkvæmt ber að velja í það viðurkenndan sérfræðing í handlækningum, og munu félags- samtök lækna í landinu leggja mikla áherzlu á, að þeirri reglu sé framfylgt. Þegar starf þetta losnar, er það auglýst af landlækni, sem veitir umsóknum móttöku, og gefur umsögn um þær, en heilbrigðis- málaráðuneytið úrskurðar, hvort umsækjendur teljist hæfir til starfans. — Gagnvart Sjúkrahúsi ísafjarðar hefur þetta orðið þann- ig í framkvæmd: Árið 1942 losnaði yfirlæknis- staðan. Nokkx-ar umsóknir bárust, en enginn umsækjendanna hafði þá hlotið fulla viðurkenningu sem sérfræðingur í handlækningum. Meðal umsækjendanna var Kjartan. J. Jóhannsson, sem þá var lengi búinn að starfa sem að- stoðarlæknir á sjúkrahúsinu, og einnig sótti þá Gunnar Cortes, sem nú er einn af þekktustu skurðlæknum landsins. Kjartan J. JoHanhssón var þá látinn njóta starfstíma síns, af því að enginn hinna umsækjendanna hafði þá meiri réttindi heldur en hann, og samþykkti þáverandi bæjarstjórn, sem að meirihluta var skipuð Alþýðuflokksmönnum, að ráða hann í embættið. Landlæknir mótmælti þá þess- ari ráðstöfun starfsins, vegna þess að ekki væri framfylgt lagafyrir- mælunum um réttindi læknisins, og gaf fyrirmæli um það í bréfi, að staðan skyldi auglýst á ný, þegar völ væri á lækni, sem væri viðurkenndur sérfræðingur í handlækningum. Árið 1946 var þessu boði landlæknis framfylgt og Bjami Sigurðsson, læknir og viðurkenndur sérfræðingur í handlækningum, ráðinn í starfið, en auk hans sótti þá Kjartan J. Jóhannsson á ný um embættið. Þegar þetta gerðist, var svo komið í bæjarstjóm ísafjarðar, að Sjálfstæðismenn, flokksbæður Kjartans J. Jóhannssonar, höfðu myndað meirihluta, ásamt komm únistum. Líður nú fram á þetta ár, að Bjarni Sigurðsson segir starfinu upp. Auglýst var eftir viður- kenndum sérfræðingi í hand- lækningum. Að umsóknarfresti liðnum lá aðeins fyrir umsókn Kjartans J. Jóhannssonar, sem ekki hefur ennþá aflað sér þeirra réttinda, sem tjlskilin eru. Var þá tekið það ráð, að fram- lengja umsóknarfrestinn, og tekið fram í auglýsingunni, eins og áð- ur, að óskað væri eftir viður- kenndum sérfræðingi í hand- lækningum, en því jafnfi-amt bætt við, að til greina kæmi ráðning manns, sem hlotið hefði reynslu í þessari grein, þ. e. a. s., ef sérfróður maður með fulla við- urkenningu fengist ekki. Bárust nú tvær umsóknir: Frá Ulfi Gunnarssyni lækni og Kjartani J. Jóhannssyni, lækni og alþingismanni Sjálfstæðis- flokksins, og sendi landlæknir umsóknir til ísafjarðar ásamt bréfi, dags. 4. júní síðastl. Bréfinu fylgdi einnig úrskurð- ur heilbrigðismálaráðuneytisins um hæfni umsækjendanna, og eru þeir báðir úrskurðaðir hæfir, en því síðan bætt við, að ráðu- neytið telji, að veita beri Kjartani J. Jóhannssyni starfið, með hlið- sjón af þeirri reynslu, sem hann hefur fengið í.því, og þess álits, sem hann hafi aflað sér í starfinu. Um síðara atriðið í úrskurði ráðuneytisins segir landlæknir í bréfi sínu: „í bréfinu hefur ráðuneytinu orðið það á, ef til vill af vangá, að gera upp á milli hinna hæfu um- sækjenda, sem því er alls ekki 'oé'iílað ’ samkvæmt ákvæðum nefndrar reglugerðar um ráðn- ingu sjúkrahússlækna. Hins veg- ar er það mitt hlutverk að leið- beina forráðamönnum sjúkra- húsa í því efni, en auðvitað er forráðamönnunum í sjálfsvald sett, hvað þeir gera úr tillögum mínum um val milli þeirra um- sækjenda, sem heilbrigðisstjórn- in hefur úrskurðað hæfa. Hlutaðeigandi sjúkrahússstjórn getur að sjálfsögðu ráðið yfir- lækni, hvern hæfan umsækjenda, sem henni sýnist.“ Hér er ekki ástæða til að rekja náms- og starfsferil umsækjend- anna. Aðeins skal þess getið, að Úlfur Gunnarsson er viður- kenndur sérfræðingur í hand- lækningum, og hefur um 5 ára skeið unnið á sjúkrahúsum er- lendis, til að afla sér þeirrar við- urkenningar. Hann hefur, af út- lendingi að vera, hlotið óvenju- lega skjótan læknisframa í Dan- mörku, og hefur þaðan einstak- lega góð meðmæli frá merkum læknum. Kjartan J. Jóhannsson hefur að vísu starfað í fjölda ára við Sjúkrahús ísafjarðar, og er vinsæll og mikið sóttur sjúkra- samlagslæknir, en hann skortir enn viðurkenningu sem sérfræð- ingur í handlækningum. í bréfi landlæknis, dags. 4. jún, sl., segir hann m. a. pm umsækj- endurna: „Úlfur Gunnarsson hefur lokið mjög miklu betra læknisprófi, og auk þess aflað sér langtum víð- tækaÍi framhaldsmenntunar en Kjartan J. Jóhannsson, einkum í handlækningum, enda hlotið við- urkenningu sem sérfræðingur í þeirri grein, sem Kjartan hefur ekki.“ Ennfremur segir landlæknir: „Loks tek eg fram, að við val á milli þessara tveggja umsækj- enda ætti það ekki sízt að ráða mjög miklu, hvor þeirra verður talinn hafa betri aðstöðu til að helga sjúkrahúsinu óskipta starfskrafta sína án frátafa, af óhvikulli elju og sívakandi áhuga, sem svo miklu varðar fyrir vel- ferð sjúkrahússins.“ Þetta, sem hér hefur verið rak- ið, teljum við allt hníga að því, að það hafi verið skylda okkar lög- um samkvæmt og gagnvart sjúkrahúsinu og bæjarfélaginu, að ráða hr. Úlf Gunnarsson í umrætt starf. Svipað stóð á 1946, þegar Bjarni Sigui-ðsson, læknir, var ráðinn að Sjúkrahúsi ísafjarðar. Sá var niunur, að Kjartan J. Jó- hannsson var ekki orðinn alþing- ismaður, og hafði setið í embætt- inu síðan 1942, að Alþýðuflokks- menn stóðu að ráðningu hans. Samt var hann þá, með atkvæð- um flokksbræðra sinna og kommúnistans, settur af embætt- inu vcgna skorts á viðurkenningu sem sérfræðingur í handlækning- um. Nú hefur hins vegar brugðið svo við, að Sjálfstæðismenn á fsafirði, og nokkur flokksblöð þeirra úti um land, hafa ráðizt dólgslega á núverandi meirihluta bæjarstjórnar ísafjarðar fyrir að taka sömu afstöðu.til Kjartans J. Jóhannssonar í þessu efhi og ís- firzkir Sjálfstæðismenn tóku 1946. Ekkert hefir þó breytzt nema það, að nú er Kjartan orð- inn þingmaður Sjálfstæðismanna, og framámaður í flokki þeirra hér heima. Þótt hann hafi þannig langtum minni tíma nú en áður til læknisstarfa hér á staðnumj. og uppfylli auk þess ekki margnefnt skilyrði um sérfræðiviðurkenn- ingu, þá þykir nú ekkert við það að athuga, þó að flokksmaskínan í heilbrigðismálaráðuneytinu sé, eins og af vangá, notuð til að hrynda betur menntuðum manni frá starfi Kjartahs vegna, og á sama hátt þykir nú sjálfsagt að nota flokksaðstöðuna í bæjar- stjórninni. Þetta er hin pólitíska hlið á þessu máli, einmitt það atriði, sem ætti að vekja menn til um- hugsunar um misbeitingu flokks- legrar aðstöðu við stöðuveitingar, en í því efni á Sjálfstæðisflokkur- inn flest og stærst met hér á landi. Þeir, sem fundið hafa hvöt hjá sér til að gagnrýna veitingu yfir- læknisembættisins við Sjúkrahús ísafjarðar, geta svo að lokum velt því fyrir sér, hver sé aðstaða sjúkrahússlæknis úti á landi til að rækja starf sitt með „óskipt- um starfskröftum, án frátafa" o. s. frv., ef sami maður er jafn- framt alþingismaður með meiru, og þarf þess vegna að dvelja fjarri sjúkrahúsinu fram undir það hálft árið í einu. Birgir Finnsson. Guttormur Sigurbjömsson. Blöndunartæki fyrir bað og vaska Sturtur, combl. Skotventlar Gufukranar Kontraventlar Ofnakranar Hitamælar beinir, vinkil og áspenntir Handlaugakranar Botnventlar 1V4” Vatnslásar 1V4” MIÐSTÖÐVADEILD KEA. SÍMl 1700. Knorr! Knorr-supur í bréfum og smápökkum, 10 tegundir, hentugar til ferðalaga. Nýlenduvörudeildin og útibú. Nýletiduvörudeild og útibú. ÍBÚÐ 4 herbergi og eldhús óskast til leigu í haust. Afgr. vísar á. Raharbari er beztur til niðursöðu, meðan henn er safaríkur. Góður, rauður rabarbari seldur í SKARÐl. Sími 1291. Til sölu er taurúlla og dívan. Upplýsingar í Fróðasndui 3. Tilkynning Hér með vil ég vekja athygli viðskiptavina minna á því, að ég er fluttur með sendibíl minn á Sendibílastöðina. Af- greiðsla hjá Pétri & VaidimaT h, f., sími 1917. Virðingarfylls, Guðm. Tryggvason Heimasími 1825.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.