Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 28. júlí 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar.kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. L Prentverk Odds Björnssonar h.f. Spjall um íslenzkan iðnað ' LANDBÚNAÐUR og sjávarútvegur hafa á liðn- um öldum íslandsbyggðar verið þeir hyrningar- steinar, sem þjóðlífið allt byggðist á, og má raunar með sanni segja, að enn séu þessar starfsgreinar með nokkrum hætti undirstaða þjóðarbúskapar- ins alls, og verði því hlutverk þeirra og þýðing seint ofmetin eða fullþökkuð. En íslenzka þjóð- félagið gæti þó engan veginn talizt í röð menning arþjóða á nútímavísu, né heldur gæti það líklegt talizt, að okkur hefði auðnast að endurheimta sjálfstæði okkar ög setjast á bekk með öðrum lýð- frjálsum þjóðum svo fljótt sem raun hefur þó orð ið á, ef enn sæti allt í sama farinu að þessu leyti sem áður var. Ekki er líklegt, að þjóðfélag með svo einhæfri atvinnuskiptingu sem áður var nefnd, gæti staðizt né heimt rétt sinn til sjálfstæðis í hópi lýðfrjálsra þjóða, eins og þessum málum er nú háttað í heimsmynd nútímans. SÚ HEFUR HELDUR ekki orðið raunin á, að íslendingar hafi látið sér nægja svo einhæfa og frumstæða atvinnuhætti, sem nú voru nefndir. Svo sem um var getið hér í blaðinu fyrir skemmstu, á frjáls verzlun á íslandi aldarafmæli á þessu ári. í þeirri grein var stuttlega rakin saga þeirrar stórfelldu og þýðingarmiklu þróunar, sem gerzt hefur hér í þeim efnum á þessu hundrað ára skeiði, enda verður ekki lengra farið út í þá sálma að sinni en þar var gert. — En síðasta mannsaldurinn hefur f jórði höfuðatvinnuvegurinn bætzt við og sótt drjúgum fram við hlið hinna þriggja aðalatvinnugreina, sem fyrir voru. Er nú svo komið, að iðnaður og iðja veita fleiri mönnum atvinnu hér á landi en nokkur ein atvinnugrein önnur, og setja í æ ríkara mæli svip sinn á þjóð- lífið allt. IÐNÞING ÍSLENDINGA — hið 16. í röðinni — sem háð var hér í bænum nú fyrir skemmstu, gef ur tilefni til hugleiðinga um þetta efni. En saga þessa atvinnuvegar, þýðing hans fyrir þjóðarbú- skapinn í heild, framtíðarhorfur og dægurmál iðn- aðarins — allt er þetta meira mál en svo, að unnt sé að gera því nokkur viðhlítandi skil í stuttri blaðagrein. Enda verður það 'ekki reynt hér, én aðeins stiklað á nokkrum atriðum í þessu sam 'ibandi. — Þó að segja megi með fullum rétti, að við mútíðarmenn — og sízt af öllu bæjarbúar — get- um naumast svipast um næsta nágrenni okkar, hvorki innan dyra né utan — án þess að reka þar augun í handaverk iðnaðarmanna af ýmsu tagi, þarf þó oftast meira til en þetta, til þess að al- menningur geri sér ljósa grein fyrir því, hvar við erum raunverulega stödd í þessum efnum, eða skilji til fulls, hversu mikilsverður og ómissandi þáttur iðnaðurinn er orðinn í þjóðarbúskapnum í heild. t IÐNSÝNINGAR ÞÆR, sem haldnar hafa verið hér á landi öðru hverju nú hin síðari árin — sú síðasta í höfuðstaðnum á fyrra ári — eiga drjúgan þátt í því að opna augu manna að þessu leyti, enda 'aafa þær sýnt það svart á hvítu, að íslenzkir iðn- aðarmenn eru engir eftirbátar stéttarbræðra sinna :í öðrum löndum, heldur fyllilega samkeppnisfærir á flestum sviðum, þar sem þeir á annað borð hafa getað látið til sín taka að nokkru ráði, þó að auðskilið sé, að fá- menni, fjárskortur og einangrun setji því allþröngar skorður, að hægt sé að hefja stóriðju í ýms- um greinum hér á landi. í vor tóku íslendingar þátt í iðnaðar- sýningu, er haldin var á megin- landi Evrópu. Ekki mun of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að sýn- ingardeild okkar þar hafi vakið talsverða athygli, og sízt hafi hún þótt standa að baki sýningar- deildum annarra þjóða að jafn aði. Ef til vill rekur að því fyrr en varir, að íslenzkur iðnaðar varningur geti orðið útflutnings vara. En fyrst í stað verður þó hlutverk iðnaðar og iðju hér á landi væntanlega hið sama og verið hefur nú hin síðustu árin, síðan þessar atvinnugreinar fyrst risu hér á legg, en þó í stöðugt vaxandi mæli: Að stuðla að því, að þjóðin geti búið að sínu á sem flestum sviðum, þurfi sem minnst að sækja af nauðsynjum sínum til annarra þjóða og spara þannig torfenginn og dýrmætan erlendan gjaldeyri, sem vissulega er nóg með að gera á hverjum tíma ann- að en að kaupa þann varning á erlendum markaði, sém okkar" eigin menn geta framleitt full- komlega samkeppnisfæran, bæði um verðlag og gæði. ÞRÓUN. IÐNAÐARINS á síð- ustu árum hefúr reynzt stórum örari og meiri en almenningur hefur enn áttað sig á. Jafnvel löggjafar þjóðarinnar hafa ekki ennþá skilið til fulls þessa þróun og þýðingu hennar fyrir þjóðar heildina. Tolla- og skattalöggjöf hefur þráfaldlega staðið hinum nýja atvinnuvegi fyrir eðlilegum þrifum, svo að baráttan um sann- gjarnan og eðlilegan hluta af inn- flutningi og fjármagni sé hér ekki nefnd, og er þó sú hersaga hin markverðasta og afdrifaríkasta á ýmsa lund, þótt ekki sé unnt að gera henni hér nokkur skil að þessu sinni. En í sem skemmstu máli er þó óhætt að fúllyrða það, að iðnaðurinn hefur þegar unnið ýmsa mikilsverða sigra á þeim hólmi, eins og hann hefur og staðið af sér aðra örðugleika, sem oftast eru samfara allri byrjun og nýjungum í atvinnumálum. IÐNÞINGIÐ VAR að þessu sinni haldið hér á Akureyri m. á. með tilliti til þess, að tvö elztu iðnsamtökin hér í bæ, Trésmiða félag Akureyrar og Iðnaðar mannafélag Akureyrar,' eiga hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Þessi merku afmæli í iðnsögu bæjarins, — sem nú er einn mesti iðnaðarbær á íslandi að tiltölu ■ hafa enn ekki verið hátíðleg haldin, og mun það verða gert síðar á árinu. Ef til vili gefst þá tóm til að ræða í því tilefni nokkru nánar en unnt er áð sinni málefni þau, sem hér héfur lít- illega verið drepið á. Margur sá fótur.... EG HEF VERH? að blaða ofur- lítið í nýútkomnu minningarriti Kvennaskólans á Laugalandi, ekki húsmæðraskólans, sem starfar þar nú og stendur enn í fullum blóma. Hann fær sjálfsagt sitt minningarit á sínum tíma, þegar hann er örðinn nógu gam- all og grár og kominn í hæfilega fjarlægð sögunnar. — Nei, ritið fjallar um eldra skólann, sem starfaði þarna á árunum 1877— 1896, en fluttist síðan hingað til Akureyrar, var hér við lýði um tíu ára skeið, og lognaðist síðan út af. — Mér þykja þessir minn- ingaþættir skemmtilegir, ekki sízt hinar persónulegu minningar námsmeyjanna frá þeim tönum. Þar er t. d. á einum stað talað um útivistartímann, sem nemendun- um var ætlaður eftir miðdegisT verðinn: „Þustu þá námsmeyj- arnar út á bæjartunguna, sem var slétt flöt milli tveggja gilja vestur af húsinu. Var þar oft sprett úr spori og komið í leiki, þegar veð- ur vár gott og fteri til. Þar steig margur sá fótur létt til jarðar, sem nú er stirður orðinn eða kominn undir græna torfu. Þar hljómuðu vonglaðir æskuhlátrar ungmeyjanna, sem nú eru flestar orðnar ömmur og langömmur og hafa lokið ævistarfi sínu. Þannig hverfa þeir, sem að morgni voru sem gróandi gras.“ Þótti gott þá. EKKI MUNDI aðbúnaðurinn aykja til fyrirmyndar nú á dög- um. Stúlkunum var hrúgað sam- an í illa hituðum húsakynnum — svo illa hituðum, að sum svefn- herbergin hélaði innan á vetrum, og lagði ís á þvottaskálarnar! .Engum datt þá í hug, að hægt mundi vera að nota laugina til að hlýja upp húsakynnin, og var það fyrst löngu seinna, að menn fundu ráð til þess.“ — Og ekki var skemmtanalífið heldur fjöl- breytt eftir því, sem gerist nú á dögum: — „Engir dansleikir, engar kvikmyndir né leiksýning- ar. Við urðum sjálfar að finna upp eitthvað að gleðja okkur við í tómstundunum. Og í því efni vorum við bæði nýtnar og nægju- samar. Margt smátt, sem ekki myndi teljast til skemmtunar nú á dögum, vakti gleði okkar og kátínu. Hver saklaus tilbreyting á hversdagsleikanum var vel þegin. Við vorum ungar og hraustar, og æskudraumar vörp- uðu töfraljóma á ófarna leið.... Það kom fyrir, að við fórum til Akureyrar. Fórum við ætíð gang- andi. Þótti það ferðalag góð skemmtun, þótt gangfærið væri ekki alltaf sem bezt. og lítið að sækja í höfuðstað Norðurlands. Nóg var um sölubúðir, þá eins og nú, en peningaráð engin hjá flestum okkar.“ Ekki silki eða nylon. „LAUGIN, sem nú hitar skóla- húsið á Laugalandi, var þá bundin orka. Þar þ'voðum við þvottinn. Jusum heita vatninu í bala og heltum skólpinu í frá- rennslispípu. Oft var glatt á hjalla í litla skýlinu, sem byggt var yfir laugina, þegar við vorum að skola úr flíkum okkar. Ekki voru þær úr silkiefni éða nylon. Heldur heimagerðar flíkur, hlýj- ar og haldgóðar. Þurrkuðum við svo þvottinn í hjalli, sem stóð á hlaðinu, svo að ekki var hætt við, að við misstum hann út í loftið, þótt stormur skylli á.“ Ólíkt, en þó skylt. EN EINNA skemmtilegust þyk- (Framhald á 7. síðu). Árbók Landsbanka íslands VerzlunarjöfnuSurinn óhagstæður um 405 milljónir króna 1953 Tekjur vegna varnarliðsins námu 213 millj. kr. Árbók Landsbanka íslands er nýlega komin út. Flytur hún að vanda ýmisháttar markverðan fróð- leik um fjárhagsástandið og þjóðarbúskapinn. Segir þar, að árferði hafi verið hagstætt sl. ár, veðrátta yfirleitt góð og aflabrögð sæmileg, nema á síldveið- unum. Ýmsir erfiðleikar voru á sölu ísl. afurða, en þó tókst að lokum að selja mestalla framleiðsluna fyrir fremur hagstætt verð. Verðlag útfluttrar vöru hækkaði um 10%, miðað við árið áður, en innflutn- ingsverðlagið lækkaði um 8% og bötnuðu því við- skiptakjörin allverulega. Þrátt fyrir þetta var þróun efnahagsmálanna ekki að öllu leyti hagstæð, svo sem til er vísað í fyrirsögn þessarar greinar. Stórkostleg aukning opinberra framkvæmda, svo sem virkjanir við Sog og Laxá, veldur því einkum að fjárfesting hefur verið stórum meiri en áður, og auðvitað ræður þetta og miklu um hinn óhagstæða verzlunarjöfnuð, en margar aðrar stórframkvæmdir bætast hér einnig við, er stuðlað hafa að aukinni fjárhagsþenslu og viðskiptahalla í bili, auk þeirra truflana, sem þær hafa einnig valdið nú um stund á sviði atvinnumálanna og jafnvægisins milli hinna ýmsu landshluta. ^ Vegna frídags verzlunarmanna og prentam getur „Dagur“ ekki komið út fyrr en fimmtu- daginn 5. ágúst. íslenzkur sjónleikur vekur hrifningu í Ameríku Galdra-Loftur sýndur í háskóláleik- húsinu í Seattle Ekki alls fyrir löngu var ísland kynnt á óvenju- legan en skemmtilegan hátt í Seattle í Washington- fylki Bandaríkjanna, er leiklistardeild fylkisháskól- ans sýndi Galdra-Loft eftir Johann Sigurjonsson í þýðingu frú Jakobínu Johnson. Þýðing frú Jakobínu á Galdra-Lofti birtist árið 1940 í tímartinu Poet Lore, er gefið, er út í Boston, en aldrei mun hún hafa verið notuð til leiks fyrr. Tildrög þessarar sýningar voru þau, að kandídat við leiklistardeildina, ungfrú Sherry Selfors, valdi sér leikstjórn á leikriti þessu sem prófverkefni til meistaraprófs í leiklistarfrteðum. Meðan á undir- búningi leiksins stóð, var náið samstarf með ungfrú Selfors og frú Jakobínu. Studdi frú Jakobína hana og starfslið hennar á ýmsan hátt, m. a. með því að útskýra fyrir þeim sögulegan grundvöll leiksins, og einnig með þvfað útvega og ljá þeim myndir, bún- ingshluta og húsmuni, er að gagni máttu koma við uppfærslu leiksins. Var Galdra-Loftpr frumsýndur þ. 4. júní sl. í stærsta leikhúsi háskólans, University Playhouse, og var alls leikinn þrisvar sinnum við góðar undir- tektir. Þótti leikritið mjög eftirtektarvert og sýn- ingin áhrifarík. Er haft eftir frú Jakobínu, að henni hafi þótt mikið til um einlægni og alúð stjórnanda og leikenda. Var öllum hlutverkum gerð góð skil og flutningur vandaður í hvívetna. I sambandi við leiksýningar þessar hafði frú Jakobína, samkvæmt ósk leiklistardeildarinnar, komið fyrir sýningu á íslenzkum listiðnaði í ánd- dyri leikhússins. Á hún mikið og gött safn slíkra muna, og er ekki að efa, að sýningin hafi verið til sóma. Mun öllum, sem áhuga hafa á að útbreiða þekk- ingu á íslandi og íslenzkri menningU erlendis, þykja atburður þessi ánægjulegur til afspurnar. Hefur og með þessu sannast enn einu sinni, hve þýðingar- mikið starf frú Jakobína vinnur í þágu fslands vestan hafs. „Vísir“. #

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.