Dagur - 25.08.1954, Page 8

Dagur - 25.08.1954, Page 8
8 Bagub Miðvikudaginn 25. ágúst 1954 Verður fjársjóði „Flotans ósigr- andirr lyfi af hafsbofni eftir 366 ár? 3 milljónir sterlingspunda í gulli í soklmu skipi, sem hertoginn af Argyll er nú að reyna að lyfta frá botni í skozkum firði Stórblaðið New York Herald Tribune, Parísarútgáfan frá 10. [>. mán., skýrir svo frá, að hertoginn af Argyll sé nú að láta gera rækilega tilraun að lyfta af hafsbotni spænsku herskipi úr „Flotanum ósigrandi", sem talið er að sokkið liafi á Tober- mory-flóa við vesturströnd Skotlands árið 1588 og hafi skipið haft innanborðs fjárhirzlu flotans alls með hvorki meira né minna en 3.000.000 sterlingspundum í skíru gulli. Gömul saga. Eins og alkunnugt er sendi Filippus 2. Spánarkonungur, sem á þeim timum var talinn voldug- astur allra verslegra höfðingja — flota þennan á hendur Elísabetu 2. Englandsdrottningar, og átti með herferð þeirri að beygja drottningu til hlýðni, leggja Eng- land undir vald Filippusar og út- rýma þar allri mótmaelendatrú. Af því varð þó ekki, því að Eng- lendingar réðust á flota Spán- verja í Ermarsundi og unnu hon- um inikið tjón. Smáskip þeirra reyndust miklu snarari í snún- ingunum én stórskip Filippusar, fallbyssur þeirra langdrægari, fljótlegra að hlaða þær og skjóta úr þeim. Flotaforingi Spánverja tók það til ráðs að halda norður með austurströnd Englands, norður fyrir Skotland og heim til Spánar fyrir vestan írland, en á þeirri leið fói'ust mörg af skipum hans í ofviðri, svo að talið er, að aðeins rúmlega þriðjungur hins upphaflega, glæsilega flota — sem Filippus sjálfur hafði kallað „hinn ósigrandi“, og síðan hefur verið nefndur svo í mannkyns- sögunni — hafi komizt alla leið heim tjl Spánar aftur. Urðu þar með þáttaskipti í sögu þjóðarinn- ar og heimsins alls. Heimsveldi Spánar hafði hlotið slíkt áfall, að Grímseyjarför um næstu lielgi Á sunnudaginn kemur býðst al- menningi að taka þátt í skemmti- för með m.s. Esju til Grímseyjar. Lagt verður af stað kl. 8 að morgni en komið aftur hingað til bæjarins að kveldi sama dags. — Danshljómsveit verð- ur með í förinni, og meðal annarra skemmtiatriða er ráðgert, að gest- unum gefist færi á að sjá bjarg- sig, meðan þeir standa við í eynni. Ennfremur verður nyrzta byggt ból á Islandi, Básar, skoðað. — Farseðlar verða seldir í af- greiðslu Ríkisskips (hjá Eimskip) kl. 4—7 á föstudag og laugardag. — Fararstjóri verður Heimann Stefánsson, íþróttakennari, og gef- ur hann allar nánari upplýsingar um tilhögun ferðarinnar. Ríkisskip efndi til tveggja sams konar ferða í fyrrasumar, og urðu þær mjög vinsælar, enda farnar í hagstæðu veðri. það bar aldrei sitt barr upp frá þessu, en sjóveldi Englendinga hófst á legg og varð síðan — og er raunar enn með nokkrum hætti — hyrningarsteinn hins mikla brezka heimsveldis. Er öll sú saga kunnari en svo, að þess gerist þörf að rekja hana nánar hér, þótt hún rifjst upp fyrir mönnum í sambandi við fregn þá, -er að ofan greinir. Ekki gullleit, heldur fornleifarannsókn. Hertoginn af Argyll kýs heldur að kenna þessa nýju tilraun sína við fornleifarannsókn en gullleit. En samkvæmt erfðasögnum og heimssögu er skipsflak það, sem hér er um að ræða, leifar spænska herskipsins Duque de Florenice, en það hafði innanborðs fjár- hirzlu alls hins mikla flota, eða 3 millj. sterlingspunda í skíru gulli, svo að ekki er um neina smápeninga að ræða, ef tök reyndust á að bjarga þeim úr djúpum hafsins. Spánverjar halda því að vísu fram, að Duque de Florenice hafi verið eitt þeirra fáu skipa úr „Flotanum ósigr- andi“, sem komizt hafi heim aftur til Spánar. En hertoginn telur sig hafa í höndum óyggjandi heim- ildir fyrir því, að erfðasögnin sé rétt og enginn vafi geti á því leik- ið, að flakið á botni Tobermory- flóa séu leifar hins fræga her- skips. „Froskmaður“ fann skipið 1950. Hertoginn hefur ennfremur í höndum konunglega staðfestingu á því, að hann geti kastað eign sinni á allt það, sem finnast kann á botni flóans. Og hann er ekki í minnsta vafa um það, að flakið sé þarna í allgóðu ástandi, því að árið 1950 sendi hann leiðangur niður í sævardjúpin til þess að skyggnast þar um eftir skipinu. Fararstjóri þess leiðangurs var háttsettur foringi í brezka sjó- hernum, L. K. Crabb að nafni, en hann var einn hinna allra fyrstu og fremstu „froskmanna" í heimsstyrjöldinni síðari. — Og leiðangursmenn þessir fundu flakið og skoðuðu það, eftir því sem við varð komið þarna niður í djúpunum, svo að naumast getur nokkur vafi á því leikið, að skip- ið muni vera þarna enn, fyrst það hefur staðið af sér alla „storma og strauma" fram að þessu —■ í (Framhald á 7. síðu). Erlendur vísindamaður á ferð Sænskur menntamaður segir lesendum Dags frá þjóðháttum Svía og Lappa. — Skyrgerð og lyfja- grös — Egils saga heimild um Lappabyggðir. — Lærðu Svíar af Islendingum að nota f jallagrös? — Grænmeti Lappanna. — Túnfífillinn uppáhalds- réttur í París Uiigúr og efnilegur málári opnar hér list- sýningu Kl. 3 á laugardaginn kcmur opn- ar Þorgeir Pálsson málvcrkasýningu að Ráðhústorgi 7 (þar sem Lands- bankinn var áður til húsa). Verður sýningin opin kl. 2—11 daglega. cn ckki er cnn fullráðið, hversu lengi hún stendur, líklcga þó 12—14 daga. Þorgcir sýnir þarna milli 60 og 70 olíumálverk og vatnslitamyndir af ýmsu tagi. Er þetta fyrsta sjálfstæða sýning málarans, cn áöur hefur hann sýnt á samsýningum frístunda- málara hcr nokkrum sinnum og tví- vcgis í Reykjavík og hlotið vinsam- lega dóma. Væn flyðra 110 kg. lúða veiddist á bát frá Hauganesi nú í síðustu viku. Mun hún með stærstu fiskum þeirrar tegundar, er veiðzt hafa a. m. k. í seinni tíð. hér á Eyja- firði, enda var flyðran spikfeit og geysifallegur fiskur, að sögn þeirra, er sáu. Veiddist hún á handfæri, var þung í drætti og lét allólmlega, enda var hún skotin með haglabyssu, þegar upp kom á yfirborðið, áður en hún yrði innbyrð. SAMVINNAN. Júlíhefti Samvinnunnar er ný- komið út. Flytur það fjölbreytt lestrarefni að vanda. Auk margra greina um samvinnumál flytur heftið greinar um ýmis almenn efni, smásögu, framhaldssögu o.fl. Sænskur menntamaður, sem nú er í kynnisferð um landið og leggur jafnframt stund á að læra íslenzka tungu, hefur látið í ljósi undrun sína yfir skyldleika ýmsra þjóðhátta íslendinga og Svía, búsettra í norðanverðri Svíþjóð. Lyfjagrös og sóldögg enn í heiðri hafðar. Skyrgerð er gamalkunn meðal Svía í norðurhéruðunum. Að vísu er þeirra skyr að nokkru frá- brugðið því, sem hér tíðkast, t. d. er það ofurlítið seigt. En það skrítna við þessa skyrgerð þeirra er það, að enn er á stöku stað notað lyfjagras og sóldögg við verkið, eins og gert var hér á landi áður fyrr. Eiðaskógur, þar sem Egill saup skyrið. Hinn sænski menntamaður undraðist, hvernig Egill Skalla- grímssoon hefði, ásamt fygldar- mönnum sínum, sopið skyrið í Eiðaskógi forðum, ef það hefði verið eins þykkt og nú tíðkast. Egill var í skattheimtuferð, svo sem sagnir herma, í Eiðaskógi í Norður-Svíþjóð. Frásögn þessi í Eglu hefur orðið þeim Svíum at- hyglisverð, sem eru að rannsaka hinar fornu Lappabyggðir í Sví- þjóð, og hvað þær hafi náð langt suður til forna. Lappar kunnu ekki skyrgerð, og hefur Egill því varið meðal svía á þessum slóðu Svíanum var bent á, að skyr það, sem nú er siður að nota hér, geti verið sömu tegundar og skyr það, er Egill slökkti þorstann með í Eiðaskógi forðum, að öðru leyti en því, að það er síað. Molasopinn þykir góður. Molakaffi er algengur drykkur í Svíþjóð norðanverðri eins og hér, en þekkist ekki, þegar sunn- ar dregur, fremur en t. d. í Dan- mörk. Þá hefur sænski ferðamað- urinn líka bent á þann sið í norð- anverðu landinu, að eta hvönn á svipaðan hátt og hér hefur verið gert. Túnsúrur, kúmen og hvönn eru garðjurtir Lappanna. Á ferðum sínum um Lappa- byggðirnar tók hann eftir 3 jurt- um, sem mestur sómi var sýndur á litlu túnblettunum þeirra, en þær voru: Hvönn, kúmen og tún- súra. Þessar jurtir matreiddu þeir handa sér á ýjnsan hátt nýjar. En einnig voru þær þurrkaðar til geymslu. Hvannaleggi höfðu þeir hangandi í húsum til að gera góða lykt. Minnir það á reyrinn okkar, sem fram á okkar daga er not- aður á svipaðan hátt. Svíar lærðu af íslendingum að notá fjallagrös. Fjallagrös voru fyrst notuð til matar í norðanverðri Svíþjóð, í harðindum á 18. öld. En talið er, að Svíi einn hafi eftir lestur forn- sagna okkar bent á þessa leið til maíaröflunar, og þar sem gnægð var grasanna, þótti hinn mesti búhnykkur að safna grösum og geyma til vetrarins, eins og gert er hér á landi enn þann dag í (Framhald á 7. síðu). Fegrunarfélag Akur- eyrar heldur hlutaveltu og hefur merkjasölu til ágóða fyrir starf- semi sína á afmælisdegi bæjarins, — á sunnudaginn kemur. Félag þetta vinnur þarft og ágætt starf, sem of mörgum sést yfir. Ættum við bæjarbúar að sjá sóma okkar í því að rétta því hjálparhöna, þegar tækifæri gefst, svo sem í þetta sinn með því að gefa muni til hlutaveltunnar, sækja hana og kaupa merki félagsins. Allt er fínt og traust í peninga- geymslunum við Faxaflóa . . með því móti einu náð tilgangi sínum.“ „íslendingur" bregzt illa við, að á það skuli hafa verið minnzt, að menn hér á norðurlijaranum liafa verið að brjóta heilann um það, livað valda muni, að fyrsta útibúi Iðnaðar- bankans nýja skuli valinn staður á Keflavíkurflugvelli, frem- ur en í einhverjum iðnaðarbæ utan Reykjavíkur, svo sem t. d. hér á Akureyri. Vera má, að réttu skýringuna sé að finna í ræðu formanns bankaráðsins — og er hann jafnframt fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda — en ræðan var flutt við opnun útibúsins og birt í júlíhefti tímarits nefndra samtaka. Segir þar m. a. um þetta efni: „. . . . hvergi á landinu er brýnni þörf fyrir bankaþjónustu, (þar) sem varðveizla spari- fjár væri í té látin. Miklar kaupgieiðslur á flugvellinum, erfið skilvrði til geymslu fjármuna. . . . “ o. s. frv. — Og ennfremur: „. . . . Það (þ .e. bankaliúsið) er mjög traustbyggt, enda gat það með því móti einu náð tilgangi sínum. Stálgrindur eru fyrir öllum gluggum neðri hæðar, rammgervir dyraumbún- ingar og veggir óvenju traustlega járnbentir." .... Já, satt er það: Ekki væri það gott til afspurnar, að krónurnar gætu stokkið viðstöðulítið og óboðnar á dvr og gerzt allt of sjálf- ráðar í þjónustu iðnaðarins í Miðnesheiðinni, fremur en ann- ars staðar á byggðu bóli.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.