Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 3. nóvember 1954 Tímabær! ai fá vegamálin fræðinganefnd fi! frdmi Endurbyggiiig brúa og eldri vega kallar víða að Frá bæjardymm bónda Á næsta sumri verður á annað {uis'.s'.íluni bifreiðum fleira á veguni landsins en s.l. sumar. Uiu þriðjungur þessara bifreiða verða vörubifreiðar, og cru þær yfirleitt miklu þyngri og burðar- meiri en áður hefur tíðkazt hér, sárafáar undir 7—8 lestum að þunga, margar um 10 lestir, og sqmar allt að 15 smálestir með fullfermi. Þetta þýðir aukið álag á vegi landsins. Aukinn þungi umferðarinnar. Á undanförnum árum hefur bifreiðaeign landsmanna aukizt jafnt og þétt, enda þótt aukningin hafi ekki nándar nærri svarað til eftirspurnar. Verði gjaldeyris- ástaeður landsins sæmilegar næstu árin má búast við að bifreiðafjöldinn margfaldist á fáum árum. Síðustu árin hafa ökumenn á langleiðum, t. d. milli Reykjavíkur og Akureyrar, kvarlað yfir því, að viðhaldi og endurbótum á aðalleiðum væri mjög ábótavant. Hafa þeir t. d. bent á, að sumar brýr væru svo mjóar,að stærstu bifreiðar, sem tíðkast hafa fram að þessu, kæm- ust naumlega um þær, og að víða væru ræsi miklu mjórri en veg- urinn, svo að stórslys gafetu af hlotizt. Nokkuð hefur verið deilt á vegamálastjóra af þessum sök- um, en hann hefir svarað bví til, að fé það, sem veitt er til við- halds og endurbóta gömlu veg- anna, væri alltof naumt til þess að viðhald og endurbætur gætu verið í sæmilegu lagi. Nýjar stórbrýr. Gömlu stórbrýrnar, sem byggðar voru um og eftir alda- mótin síðustu eru farnar að ganga úr sér, sem von er, þar sem þær voru alls ekki ætlaðar fyrir bifreiðaumferð, enda engar bif- reiðar til hér á landi fyrr en löngu síðar. Sumar þessara brúa hafa verið byggðar af nýju t. d. Olfusárbrúin, og í fyrrasumar var lokið við að gera nýja brú yfir Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu. Endurbygging tveggja gamalla brúa hér ó Norðuidandi er mjög aðkallandi: Jökulsárbrú- ar í Öxarfirði og Fnjóskárbrúar efri. Jökulsárbrú var byggð 1904, og er nú reynt að koma í veg fyrir, að farið sé yfir þá brú með þungaflutning, en það er að sjálfsögðu ýmsum erfiðleikum bundið. Enginn veit, hvenær slík- ar brýr kunna að bila skyndilega, þar sem á þær er lagður marg- falt rneiri þungi en þær voru upphaflega byggðar fyrir. Er skemmst að minnast þess, er gamla Ölfusárbrúin féll niður með bifreið árið 1944, og var furða, að ekki skyldi hljótast stórslys af. Fnjóskárbrúin var hana með þungar bifreiðar. Þessi brú er, sem kunnugt er, stein- steyptur bogi, að vísu járnbent- ur, en bresti hún undir bifreið, verður ekki forðað stórslysi. Ymsir telja, að byggja þurfi gömlu vegina, sem mest umferð er um, algerlega að nýju, og á síoasta Alþingi var veitt nokktirt fé til slíkra endurbygginga. Nú, þegar bifreiðunum fjölgar óðum á vegum landsins og álagið á þá eykst, er endurbygging gömlu vcganna á aðalleiðum og gömlu brúnna orðið svo aðkallandi vandamól, sem ekki má dragast ajð leysa. Þetta verður mikið átak fyrir fámenna þjóð í víðáttumiklu landi og verður að sitja fyrir öðru í vegamálum landsins næstu árin. Alþingi og vegamálin. Það er álit ýmsra, að samning vegalaga sé eitt hið mesta hrossa- kaupamál, sem Alþingi fjallar um, og séu þingmenn yfirleitt ótrauðir að liá hver öðrum fylgi sitt- á víxl, og ríki hinn mesti glundroði í þessum málum. Þetta virðist þingmönnum sjálfum Ijóst, surrium hverjúm að minnsta kesti, ep í TÉmanum 26. okt. s.l. segir svo í frásögn af umræðum um vegalagabreytingar: „í umræðunum kvað Bernharð (Stefánsson) svo að orði, að sér fyndist afgreiðsla Alþingís á vegalögum ærið handahófskennd. Færi það eftir ýmsu, hvort vegur væri tekinn í þjóðvegatölu, ekki sízt eftir því, hversu mikill mála- fylgjumaður þingmaður viðkom- andi kjördæmis væri. Taldi þing- maðurinn það ekki alltaf leiða til réttrar niðurstöðu. Vildi hann láta undirbúa vegalög á annan hátt en verið hefði, þannig, að meiri heildaryfirsýnar væri gætt, er vegur væri tekinn í þjóðvega- tölu, þannig, að matið á þeim málum væri látið velta á undan- farandi rannsókn sérfræðinga á því, hvar mest þörf væri fyrir þjóðvegi." Þetta er hárrétt hjá Bernharð Stefánssyni. Það á ekki að vera hóð kjósendafylgi, hvernig vega- fé er varið hverju sinni. En kröf- ur ýmsra byggða um sérstök stór- framlög til vega byggist oft á því, að óttinn við fylgistap kjósenda verði þyngi'i á metunum en rétt- sýni og almenn þjóðarheill. Þar eiga þingmenn yfirleitt í vök að verjast, og eru þeir ekki öfunds- verðir af afgreiðslu vegalaga. Ættu þeir nú að stíga sporið til fulls og losa sig við ráðstöfun vegafjárins, en fá það í hendur verkfræðinganefnd með vega- málas.tjóra í forsæti. Þeirri nefnd gætu svo hin ýmsu byggðalög landsins sent tillögur og rök- um vegamál ,er þa|i| sérstaklega. — A. Bragi fastur á eirð- o O ingmmj BRAGA SIGURJöNSSYNI, ritstj. Alþýðumannsins liér í bæ, ltefur oft gengið erfiolega að sæíta sig við staðreyndir. Heíur jafnvel haft það til að neita þeini algerlega. Glöggt dæmi um hið síðarnefnda er varnarliðsgirðingin svonefnda á Reykjanesskaga. Braga hefur orðið tíðræddara um girðing- una en nokkrum öðrum rit- stjóra landsins, og er undarlegt, því að ekki mun Bragi hafa liana daglega fyrir augum. En skýringin er e. t. v. sú, að í skrifum sínum hafi hann fest sig ónotalega á girðingunni. Giroingin er nefnilega ekki til sagði hann til að byrja með, en svo rak hann sig óþyrmilega á hpna og hefur borið sig illa síðan. í ALÞM. 26. október er Bragi enn að kljást við girðinguna og játar nú hérvist hennar, enda trúir hann nú betur Flugvall- arblaði Sjálfstæðisflokksins en því, sem hér hefur vevið sagt um þetta mál. Flugvallarblaðið trúir hann „ljúgi ekki upp í opið geðið á kunnugum mönn- um“, og er mikið dálæti Braga á þessari hcimild. Hins vegar geíur liann ve! trúað því, að því cr vivðist, að þingmenn og utanríkisráðlierra segi ósatt frá girðingarmálinu, og Flugvallar- blaðsm. séu þeim í öllu fremri um trúverðugheit. Svo ýhcpp^- lega vill samt til fyrir Braga, er' hann vitnar í FÍugVallarblaðið, að Iiann opinberar algera van- þekkingu á máli því, sem hann hefur kosið sér að aðalum- ræðuefni síðustu vikurnar. Byrjað var á girðingu á Turncrsvæði Keflavíkurflug- vallar 30. sept., segír í Flug- vallarbl. og telur Bragi þetta sönnun þcss, að ósatt hafi verið að girðingarframkvæmdirnar hæfust Iöngu fyrr, en frá því hefur verið skýrt hér í blaðinu. Auðvitað voru girðingafram- kvæmdirnar hafnar löngu fyrr í sumar, þótt ekki væri byrjað á Turnersvæðinu fyrr en 30. sept. Er því ekkcrt hald í Flug- vallarblaðstilvitnunni fyrir Braga, en málflutningur hans saimar, að hann veit cnn ekkert Iivað hann er að tala um. Dagur liefur boðist til að greiða fyrir því, að Braga væri fylgt að girðingunni, ef hann færi um þær slóðir. En með því að ann- ríkið á tryggingarskrifstófun- um mun e. t. v. vama því, vill blaðið fúslega mæla með því við utanríkisráðherra, að Bragi fái að senda umhoðsme’m sína í Reykjavík til að skcða girð- inguna og reyna viðnámsþrótt hennar, ef þeim þætti fýsilegt. Vafalaust mundi Hannibal Valdimarsson gera Braga þann greiða, að líta á girðinguna fyr- ir hann, og jafnvel kynni svo að fara, að Ilaraidur Guðmunds- son gæfi sér tíma til þess frá fjölþættum síörfum, cf undsr- maður hans hér bæði hann ósköp veþ Staldrað við. Sumarið er liðið og vetur geng- inn í garð. Getum við þá numið staðar um stund og hugleitt lítils háttar nýliðinn „bjargræðistíma", eins og heyskapartíminn var kallaður, og reynt að skyggnast fram á veginn. Verða þær hug- leiðingar auðvitað fyrst og fremst miðaðar við afkomu og framtíð- arhorfur bóndans. Má í því sambandi minna á það, að bændur og sjómenn voru fyrir nokkrum áratugum ekki aðskild- ar stéttir eins o,g nú er. Þá voru margir bændur einnig útgerðar- menn. Og þá kepptust þeir, sem á mölina fluttu, eftir gi-asnytjum og að vinna hjá bændum milli vertíða. Á þennan hátt héldust lengi hin happasælu tengsl milli sjávar og sveita. Enn eldir eftir af þeim skiln- ingi og samhug, er þessi tengsl sköpuðu, o.g þurfa að lialdast., á milli þessai'a stétta og alh'a stétta á landi hér. Þeir hrósa happi er slógu snemma. Sumarið kom snemma og lofaði góðu. Heyskapur hófst í júní- byrjun sums staðar á landinu. Gekk hann afburðavel hjá þeim er fyrstir voru, en miður hjá hinum. Yfirleitt má þó segja, að ;á Suðurlandi ^^^jÖSsgsturlandi ’hafi heyöflun gerigfð’með ágæt- um í sumar. Hér fyrir norðan og austan er þetta nokkuð á annan veg og mjög misjafnt. Það er þó auðséð, og varð því ljósara, sem le-ngur leið á sumarið og haustið, hvað beir stóðu betur að vígi, sem snemma tóku sumarið. Báru snemma á túnin og gátu hafið sláttinn í júníbyrjun. Að herq á að haustinu. Verður það enn ljósara eftir þetta sumar, en oft áður, að nauð- synlegt er að bera steinefna- áburðinn á að haustinu, að minnsta kosti hér norðanlands. Þessar áburðartegundir þurfa nokkuð langan tíma til að leysast upp og komast í jurtanærandi ástand. Þegar þær eru bornar á að vor- inu, vill oft fara svo að þær koma of seint til hjálpar hinum nýja gróðri. Sérstaklega er þetta áber- andi þegar þurrviðri eru mikil, og það eru þau oft og langvinn á þessum tíma árs. Á vorin er líka svo mikið ann- ríki á sveitabæjunum, að af þeim ástæðum einum er oftar hagstæð- ara að nota haustið til þessara hluta. Á vorin verður svo að sjálfsögðu Kjarni hinn íslenzki settur til viðbótar á ræktunar- löndin. Vinnuaflið vantar. Það er orðin fullkomin óstæða að taka til rækilegrar athugunar, hvernig bætt verður " hin brýna þör-f sveitanna fyrir auknu vir.nu afli, hvernig hsegt verður í fram- tíðinni að fá fólk til að vinna í sveit. Ræktunarlöndin vaxa jafnt og þétt. Á síðastliðnu ári bættust til dæmis 3000 hektarar við túnin í landinu. Er auðvelt að sjá, hve hin sívaxandi ræktun krefur mikla vinnu. Gera ekld allt, þótt góðar séu. Vélarnar koma að góðum not- um. En þær gera ekki allt, þótt góðar séu. Með aukinni ræktun fjölgar líka búfénaði. Búpening þarf að annast vel svo að hann skili sæmilegum arði. Nú er svo komið, vegna fólks- eklu, að margir bændur hafa við orð að hætta búskap. Virðist það óneitanlega vera hart fyrir bændur, sem búnir eru að búa vel um sig og bæta hús og jörð stórkostlega, og búa með því bæði sér og eftirkomendunum betri lífsskilyrði, að verða að hætta búskap af þessum sökum. Bústærðin er vandamál. Samkvæmt því mættí segja, að bústærðin sé þá ekki heppileg, ef bóndinn ásamt fjölskyldu sinni annar ekki að sinna um bú sitt. Bústærðin er út af fyrir sig urru- deilanleg og athugun^ryerð á margan hátt. Eti*aIdro5 vorður þ’ó H' t* * 'svri .• hægt að fastsetja eða ákveða ein’r- hverja vissa bústærð fyrir franr- tíðina og ber margt til þess. Eru búin of stór? Mjög víða eru búin begar orðih svo stór að aðkeypt vinna er óumflýjanleg. Fáist hún ekki er vá fyrir dyrum. Þess rnunu- wú ^nörg'dserni að bóndinn og ÍBúsfi-eýjan -vinna eins og þrælar við bú sín og gefast ekki uppr fyiT en í fulla hnefana. Þetta er þó ekki það sem komq skal, því að með þessu verður búskapur hreinasta kval- ræði og ekki þolandi til lengdar. Bóndi, sem stundar mjólkur- framleiðslu og hefur t. d. 15—20 kýr, þarf aðfengið vinnuafl, nema að fjölskyldan leggi bað til. Þá er aftur athugandi hvort þessi bústærð er hæfileg, miðað við að hafa ársmann, ef hann þá fæst. Verður þar hver að reikna fyrir sig. Starísmannaíbúðir. Hér á landi hefur sjaldan verið farið inn á þá braut að byggja íbúðir fyrir starfsfólk. Er sann- arlega kominn tími til að taka það mál til rækilegrar athugunar. Ógift fólk, bæði karlar og kon- ur, sem nú vinnur hjá bændum og ekki eru af fjölskyldum þeirra, ílendist tæplega við landbúnaðar- störfin, nema að eignast sin eigin heimili. Þess er ekki kostur á meðan húsnæðið vantar. Á með- an svo er, verður það tilviljun ein^ hvort fólk fæst til að vinna við framleiðslu landbúnaðarvara. Og ennþá meiri tilviljun, en þó ólíklegri, að það fólk, sem kynni (Framhald á 11. síðu). byggð ^SðS^l^sagt, að hún öll í rykkjurií, þegar farið er yfir ’stuðning varðaði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.