Dagur - 17.11.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 17.11.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 17. nóvember 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Flugsamgöngurnar „ER FLOGIÐ I DAG?“ er spurning, sem hér má heyra á götum og torgum flesta daga. Flestir bæjarmenn fylgjast með því, hvort flugfært er eða ekki á degi hverjum og er þó flogið hér í milli Rvíkur og Ak. flesta daga ársins. Þessi almenni áhugi er ekki sprottinn af forvitni eða fordild, heldur blátt áfram af því að flugsamgöngumar eru orðinn geysilega mikilvægur þáttur í daglegu lífi manna. Koma flugvélanna rýfur einangrunina, sem þessu byggðarlagi er búin frá náttúrunnar hendi, og svo mun víðar vera. Ferðamenn koma á öllum árstímum, heimamenn geta rekið erindi í öðrum landsbyggðum — jafnvel erlendis — og verið komnir heim aftur á skömmum tíma. Fyrir viðskipti og daglegar athafnir fyrirtækja og ein- staklinga eru flugsamgöngurnar beinlínis lífs- nauðssyn. Enginn veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Komi það fyrir, að ekki sé flogið í 2— 3 daga í senn, fer það ekki fram hjá neinum, enda þótt svo sé nú komið, að daglegar ferðir séu talinn sjálfsagður hlutur. ÞESSI EFNI ÖLL má gjarnan rifja upp nú í til- efni af síðasta aðalfundi Flugfélags íslands og þeim skýrslum, er þar voru birtar. Þar var greint frá því, að félagið heldur nú uppi föstum áætlun- arferðum til 23 staða á landinu og ennfremur sést af þeim tölum, sem birtar hafa verið um starf- rækslu félagsins, að flugsamgöngur á mörgum innanlandsleiðum í okkar fámenna og stóra landi, eru ekki það sem í daglegu tali er kallað vænlegt fjáraflafyrirtæki. Afkoman á millilandafluginu er stórum betri. Þrátt fyrir þetta kappkostar Flug- félag fslands að halda uppi ágætri þjónustu á þess- um mörgu innanlands-flugleiðum og gegnir þar með mjög þýðingarmiklu hlutverki fyrir fólkið úti á landi. Það ætti ekki að gleymast, þegar talað er um ráðstafanir til að viðhalda „jafnvægi í byggð landsins", að flugsamgöngurnar eru gildur þáttur í því starfi og því fé, sem af opinberri hálfu er var- ið til flugvalla og öryggistækja er vel varið frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Ber og að viðurkenna að ríkisvaldið hefur vel að verið nú hin síðustu ár á þessum vettvangi. Einkum ber að viðurkenna hversu vel hefur verið búið að flugleiðinni hingað norður með fullkominni öryggisþjónustu og nýjum flugvelli, sem nú mun innan tíðar tekinn í notkun. I) , í * ÞEGAR GERÐUR er samanburður á flugþjón- ustu þeirri, er við njótum, og sambærilegri starf- semi erlendis, er ljóst, að vel er að okkur búið. Þetta ber að viðurkenna og meta að verðleikum. Þetta er enn augljósara, ef til þess er hugsað, hvemig samgöngum á sjó, sem áður voru aðal- atriðið, er nú háttað. Að sjálfsögðu er það svo með flugþjónustu, sem aðra þjónustu við almenning; að hana má bæta og verður að endurnýja með breyttum tímum og viðhorfum, og svo er og hér. Það er til dæmis hlálegt að lesa það, að jafnhliða stóraukinni notkun landsmanna á flugvélum, dregur úr póstflutningum með þeim til mikilla muna. Þetta er óviðunandi öfugþróun, sem bendir til þess að þeir opinberu aðilar, sem að þessu standa, hafi dagað uppi eins og nátttröll á þeim vegi nýrrar tækni og aukinnar tillitssemi, sem búið er að byggja hér á síðustu áratugum. Borgari, sem nefnir sig „einn af átján“, hefur ritað blaðinu langt bréf um það, sem honum aykir miður fara við gatnagerð og gatnaviðhald hér í bæ. Telur hann vinnubrögð manna nú mun lakari en fyrr á árum, einkum hinna yngri manna, og segir al- gengt, að þeir standi sarnan í hvirfingu og rabbi og reyki í vinnutímanum. Þykir honum þetta ófyrirgefanlegt skeytingar- leysi. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort réttmætt sé að taka hér út úr gatnagerðarmenn því að víða er pottur brotinn um léleg afköst, og það ekki aðeins hjá verkamönnum heldur líka og ekki síður hjá þeim, sem gegna háum stöðum í trúnaði opinberra aðila. En það er rétt hjá bréfrit- ara, að víða er slappleiki á vinnu- stöðum, sem er óhollur þjóðfélagi í uppbyggingu. Síðar í bréfi sínu ræðir „einn af átján“ um notkun sands á göt- unum og segir þar: OG ÓKOSTIR SANDSINS eru ekki allir taldir með þessu. Þegar hlánar og snjó og klaka leysir af götum bæjarins, getur að líta mf rgt manna með kústa, og eyða þeir miklum tíma í að sópa sand- inum af stéttunum og meðfram þeim í hrúgur. Og síðan þarf aftur að aka sandinum í burtu. Væri fróðlegt að vita, hve mörg- um þúsundum — eða þó líklega öllu heldur tugum þúsunda — bærinn eyðir í þessa hringferð sandsins, og fyrir sópana, sem notaðir eru við hann. Og enn má finna fleira sandin- um til foráttu. Nokkuð af honum fer út fyrir stéttarbrúnirnar. — Þegar hlánar, tekur vatnsrennsl- ið sandinn með sér. Og þannig berst hann í skólpræsin og stíflar þau. Þarf þá fleiri menn til að hreinsa hann úr ræsunum. Er það hið óþrifalegasta verk. Og hef eg oft vorkennt manninum, sem verið hefur niðri í skólpræs- unum. Sandurinn á stéttunum. „En eiginlega tók eg nú ekki pennann til að víta vinnusvikin, sem því miður hafa ört þróazt á síðustu árum, og þekktust varla fyrir ca. 2 áratugum. Það eru vinnubrögðin við stéttirnar og sandinn, sem eg vildi minnast á nokkrum orðum. Eins og allir vita, er það mjög oft, sem sandur er borinn á göngustéttir bæjarins. Oftast er það gert af illri nauðsyn, til að forða fólki frá falli, og er auðvitað ekkert við því að segja. En því miður er hann líka stundum borinn á stéttirnar, án þess nokk- ur þörf sé á. Skal eg taka hér nærtækasta dæmið, frá því í morgun þ. 1. nóv. En það varð til þess, að eg gat ekki látið vera að vekja máls á notkun sandsins. Það hafði aðeins hríðað svo, að grátt var í rót í morgun. Veður var milt, þoka og frostlaust — stóð á núlli. Þegar ég kom ofan í bæinn um kl. 10 f. h., var búið að bera sand á götur bæjarins á brekkunni og göngustéttirnar niðri í bænum, þar sem föl sást á þeim. En þær voru alveg auðar með pörtum, t. d. sléttir frá Kaupvangsstræti, austan Hafn- arstræti og n. að Ráðhústorgi. Sá eg á einum stað að föl hafði verið á brún stéttarinnar við Strandgötu, en snjólaust meðfram húsunum. Og þar hafði verið settur sandur á. Ur hádeginu var fölið víðast horfið af stéttunum, sem sandurinn hafði verið borinn á. Segja má því að hann hafi að- eins verið borinn á stéttirnar til hins verra í þetta sinn, því að bæði er óþrifnaður að honum, er hann berst inn í húsin, og spillir að auki skófatnaði manna. ÞAÐ LÍTUR LIKA stundum svo út, sem þeir, er eiga að sjá um gangstéttirnar, muni ekki eft- ir því, að hægt er að fjarlægja snjóinn eða fölið með reku, og stundum jafnvel með sóp. Eg hef oft tekið eftir því, að sandi hefur verið dembt á þunnt snjólag, sem mjög auðvelt hefði verið að moka burtu. Hef eg stundum séð, að menn hafa komið með skóflu, eftir að búið var að drífa sand á snjóinn á stéttinni, og hreinsað fyrir dyrum sínum; tekið snjóinn, sem hefur skilið sig frá stéttinni, í stórum flögum og fleygt á götuna. Þessir blettir hafa svo orðið eins og að sumarlagi, meðan hitt fór annað hvort í klaka, eða — ef þeyr kom fljótlega á eftir — varð að krap- og sandgraut, sem menn urðu að sullast yfir, og stór- VERKLAGIÐ við sandinn, sem verið hefur á horninu við Odda- götu, hefur heldur ekki veiið til fyrirmyndar. Undrar mig að Fegrunarfélag Akureyrar skuli ekki hafa komið auga á það og krafizt úrbóta af bæjarstjórn. Svo sem kunnugt er hefur heilum bíl- hlössum af sandi verið ekið á hornið. Sum þessi hlöss hafa ehki komið að neinum notum. Blessuð litlu börnin hafa tekið þar til sinna ráða: dreift úr sandinum, sett sumt fram af brúninni, stífl- að vatnið sem kemur eftir göt- unni og látið það grafa skarð í vegarbrúnina og' flytja sandinn með sér ofan í brekkuna. Á sl. vori var kominn stór sandfláki í brekkuna neðan við hrúguna. Þarf að hafa þar einhvern útbún- að, svo að börnin komist ekki að sandinum, svo að hann eyðileggi ekki gróðurinn í brekkunni fyrir neðan. Eg vil að endingu skora á þá, sem sjá eiga um stéttirnar, að gæta meiri hagsýni við hirðingu þeirra, og nota ekki sandinn irieira en þörf gerist á þær. Hreinsa af þeim krapsull og snjó, er því verður við komið, þegar upp styttir og útlit er fyrir frost, áður en það frýs við stéttina og verður að klaka.“ Lýkur þar með ádrepu þessa borgara. - 17 kindur (Framhald af 1. síðu). í fjárleitinni sjálfri fundu þeir samtals 17 kindur, þótt 4 þeirra væru síðar sóttar. Mcga þeir vel við ima að hafa forðað þessum fjárhóp frá hörmung- um og hungurdauða á Bleiks- mýrardal. En þau verða æði oft örlög þeirra kinda er eftir verða í göngum á haustin. Féð var orðið mjóslegið og farið að leggja mikið af. Rann það til og frá í bjargarleit. Blaðið átti tal við Helga bónda í Skálpagerði, er hann var rétt kominn heim úr fcrðalaginu. Yar hann hinn ánægðasti yfir árangrinum. Bjarni á Brúar- landi fór þrisvar sinnum í fyrrahaust í eftirleit á Bleiks- mýrardal. Fann hann í þeim ferðum samtals 17 kindur. Með honum var þá Friðrik Jónsson í Brekku. „Það er ekki nó«'64 Dr. Albert Schweitzer var nú fyrir skömmu á ferð á Norðurlöndum. Hann fór til Osló til að taka við friðarverðlaunum Nóbels, sem honum voru veitt í fyrra. Af Norðurlandablöðum að dæma,mætti ætla að hér hefði verið þjóðhöfðingi á ferð. Ekki þó lannig að honum væri fagnað með viðhöfn, sem talin er tilheyra hátíðamóttökum, heldur tóku hinir almennu borgarar á móti honum með ástúð og mikilli eftirtekt. Þúsundir manna söfnuðust saman, iar sem hann fór. Almenningur í Noregi gaf stórfé á fáum dögum til líknarstarfs dr. Schweitzers í Af- ríku. Þessi athygli á Norðurlöndum er ekkert und- arleg. Margir telja dr. Schweitzer helzta stórmenni þessarar aldar. Ævisaga hans er fábrotin, en þó æv- intýri lík. Hann var veikbyggður sem barn, en nú sterkur sem ljón; hann þótti lélegur námsmaður á unglingsárum, en varð þó manna lærðastur á márgbreytilegum sviðum, svo sem í guðfræði og kristnisögu, tónlist, heimspeki og bókmenntum. — Hann er og einn af tónsnillingum heims, einn mesti túlkandi Baohs, sem nú er uppi. 40 ár af 79 árum ævi sinnar hefur hann starfað að líknai-störfum í Afríku, meðal fátækra og fáfróðra blökkumanna. Til þess að vera sem færastur til þess að vinna það starf, lauk hann læknisprófi. í sannleika sagt er hann stórmenni af verkum sínum og hugsjónum. Nú er Schweitzer í Evrópu, sem fyrr segir, en hverfur til myrkviðanna í næsta hiánuði. Tímaritið „This Week“ birti nú fyrir skömmu eftirfarandi viðtal við hann: „Eg spurði dr. Schweitzer, hvað -venjulegur maður gæti gert í daglegu lífi til að framkvæma kenningu hans um helgi lífsins — og hjálþa þar með til að lækna sum þau mein, er þjá mann- kýn. Hér er svar hans: í* —V " ' Menn skyldu gera það, sem þeir geta. Það er ekki nóg að vera aðeins til. Það er ekki nóg segja sem svo: Eg stend vel í Stöðu'minrii. Eg er góður eiginmaður og fjöískyldufaðir. — Þetta er allt gott og blessað. En þér verðið að gera meira. Þér verðið sífellt að reyna að láta gott af yður leiða einhvers staðar. Hver maður verður að leita þess eftir eigin leiðum að gera sjálfan sig göfugri og finna sitt eigið manngildi. Þér verðið að gefa öðrum mönnum hlutdeild í tíma yðar. Reynið að liðsinna öllum, sem bágt eiga, jafnvel þótt yðar skerfur geti aðeins orðið lítill; gefið vegna þess að það er réttur yðar að gefa en ekki vegna þess að það sé hagur yðar. Minnizt þess, að þér lifið ekki í yðar eigin heimi. Bræður yðar eru hér með yður.“ Hér segir dr. Schweitzer mikið efni í fáum orð- um. Margir aðrir kenna hið sama, en hann hefur þá sérstöðu í okkar veröld í dag, að geta trútt um tal- að: Hann breytir eftir kenningu sinni. Það er gott að sjá og heyra, er menn gera það í öllu. Víða pottur brotinn í dönsku blaði er greint frá því, að athugun hafi leitt í Ijós að aðeins um 5% af fullorðnu fólki í Dan- mörk þvoi sér reglulega um hendur eftir að það hefur haft hægðir. Þykir heilbrigðisyfirvöldunum þetta í meira lagi viðsjárvert og hinn mesti ómenn- ingarvottur. Rannsókn á ryki í húsum hefur sýnt, að saurbakteríur finnast mjög víða, en frá þeim stafar mikil hætta. Þetta ástand hjá Dönum er svo slæmt að maður freistast til að halda að það sé skárra hér, en þó mun langt í land að ‘þessu sjálf- sagða hreinlæti sé fullnægt alls staðar, undantekn- ingarlaust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.