Dagur - 17.11.1954, Side 5

Dagur - 17.11.1954, Side 5
Miðvikudaginn 17. nóvember 1954 D A G U R 5 Spjallað við kunnan Vestur-íslending, Soffónías Thorkelsson, á heimili hans í Victoria vestur á Kyrrahafsströnd Kanada Vancouver-cyja er fjöllótt land og gróðri vafið, um 80 kílómetra undan Kyrrahafsströnd Kanada og er suðurcddi eyjunnar á móts við landamerki Banda- ríkjanna. Kanada er norðlægt land, en þessi eyja minnir sterk- lega á suðrænar slóðir. Þróttmikill gróðurinn teygir sig sums staðar út yfir sléttan vatnsflötinn í vík og vogi, lofts- lag er hlýtt og hér ríkja mild veður og góð mestan hluta árs- ins. íslendingar hafa löngum unað sér vel þarna við Kyrrahafið. Allmargir fluttust þangað vestur þegar á öldinni sem leið og búa afkomendur þeirra enn þar, í sveit og bæ. Aðrir hafa komið á seinni árum og hefur virzt landið fagurt og gott eins og Stephani G. Stephanssyni, sem lengi ól þá ósk í brjósti að flytja „vestur á strönd", er aldur og þreyta færð ist yfir hann. Sú ósk hans rættist ekki, en bréf hans bera vott um að hann kunni vel við sig á þess- um vestrænu slóðum og gerði nokkrar ferðir þangeð er líða tók á ævina. Síðan Stephan velti fyrir sér hugmyndinni um kyrrláta daga vestur við Kyrrahaf hafa sprott- ið upp heilar borgir þar vestur frá og lífshættir allir eru brevttir. En marga fýsir enn vestur, er þreyta sækir á þá. Margir bæir á Kyrrahafsströnd eru eftirsóttur dvalarstaður og þar koma ekki aðeins Kanadamenh austan frá sléttum og hafi, heldur og Banda- ríkjamenn og Eyrópumenn, eink- um Bretar fyrr á árum er fjárráð lands og einstaklinga leyfðu frjálsara líf. Á leið vestur yfir George-sund, er skilur Vancouver-eyju frá meginlandinu, sagði brezkur ferðalangur mér, að mér mundi þykja Victoria brezkari bær en brezkir heimabæir og þótti mér það ekki mikið tilhlökkunarefni en þau áhrif fóru í reyndinni alveg fram hjá mér. Landslag virtist mér allt fegurra og loft mildara en eg hafði séð í Bret landi, en mestu mun þó hafa ráð. ið, að eg átti skemmtilegt kvöld á rammíslenzku heimili í borg- inni. Þótt útsýni um glugga væri framandi, var andinn innan veggja íslenzkur. Fallegt safn íslenzkra bóka, íslenzkar mvndir á veggjum, ýmsir íslenzkir hlutir aðrir til prýði og kjarnmikið íslenzkt mál talað og ekkert ann að þá stund, sem eg dvaldi þar. Þessi blær kom mér raunar ekki á óvart því að húsráðendur voru Soffónías Thorkelsson, verk- smiðjueigandi í Winnipeg, og kona hans, frú Sigrún Sigurgeirs- dóttir, en þau hafa dvalið þarna vestra í rösk 7 ár. Soffónías er í hópi þeirra Vest- ur-íslendinga, sem kunnastir eru hér um bygðir enda á hann hing- að að rekja ættir sínar og hefur viðhaldið tengslum við héraðið alla tíð, ýmist með því að heim- sækja okkur hér eða sýna sveit sinni, frændum og vinum ræktar- semi og höfðingslund við ýmis tækifæri. En fjölmargir aðrir íslendingar þekkja Soffónías fyrir afskipti hans af þjóðræknis- málum íslendinga og stuðningi við ýmis menningarmál íslend- inga. íslenzkur bóndi við Kyrrahaf. Soffónías Thorkelsson er nú 78 ára gamall, en ber aldurinn vel, er beinn í baki og víkingslundin enn hin sama, en starfsþrek hans nokkuð tekið að bila og mun það „Aldrei komið mér í koll að vera íslendingur“ Soffónías hefur nú dvalið hart- nær hálfa öld í Kanada og hefur séð þar tímana tvenna. Hann sagði mér, að er hann liti yfir farinn veg og hugleiddí störf íslendinga og framsókri heima og erlendis virtist sér alveg augljóst, að í íslenzku þjóðinni býr feiki- legur kraftur til athafna og fram- sóknar. Á fyrri tíð, meðan ófrels- ið grúfði eins og dimmur skuggi yfir þjóðinni, var þessi kraftur stunginn svefnþorni. Oll oikan fór þá til þess að viðhalda lífinu og má kalla að kraftaverki sé Ólafur Hvanndal látinn Síðastl. föstudag andaðist í Reykjavík Ólafur J. Hvanndal prentmyndagerðarmeistari og bx-autryðjandi í þeii'ri iðngi-ein á íslandi. Hann flutti og fyrstur manna prentmyndagerð til Akur- eyrar. Ólafur Hvanndal var val- menni, er öllum þótti vænt um. ORÐSENDING FIMMTUGUR: Sigurður L. Pálsson, - Tvö nýbýli Soffónías Thorkelsson úti fyrir dyrum heima hjá sér í Victoria á síðastliðnu sumri. engum undrunarefni, sem þekkir sögu hans. Soffónías býr nú í fallegu hvítu húsi, sem hann hef- ur sjálfur byggt, í útjaðri Vic- toi-ia-bæjar. Hefur hann valið sér mjög fallegan stað. Nemur garð- ur hans við lygna vík og þar hafði hann áður hraðbát sér til ánægju og hressingar, en hefur nú látið af þeirri sjósókn. í stað þess hefur hann snúið sér að landbúskap enda mundi möi’gum íslenzkum bónda þykja þar gott til stai’fa sakir gróðui’sældar og veðux’fars. Þessi búskapur hans gæti litið út sem lítið bi-ot af íslandi þótt ekki sé hann stór í sniðum. Hann dundar við það að gamni sínu að slá lendur sínar umhverfis húsið og þuri’ka og hii’ða heyið á gaml- an og góðan íslenzkan máta. í horninu hjá sér hefur hann geit, er hann hirðir og gefur heyið, en mjólkin úr henni er hin mesta heilsulind segir Soffónías. Soff- ónias brosir í kampinn er hann sýnir mér lönd sín og útihús, eins og hann vilji segja að munur sé nú oi’ðinn á umsvifunum síðan hann var athafnasamur iðjuhöld- ur í Winnipeg og stjói’naði stóru fyrirtæki með atorku og fram- sýni. En þó var ekki hér allt tal- ið. Seinna sá eg innan dyra mai’ga vel gei’ða ’og smekklega smíðis- gripi, er hann hefur gert til prýðis og gagns og er því augljóst, að þótt aldurinn sé hár, á iðjuleysið ekki upp á pallborðið nú frekar en fyrrum. næst, að það skyldi þó takast í gegnum þrengingar aldanna. En þeir, sem vestur fóru, fundu þar tækifæri, sem ekki voru til heima. Af þeim leystust viðjar og þeir hófust handa af djöi’fung og mikl- um dugnaði. Heildarútkoman á þeirri sókn íslendinga í Ameríku er sú, að kynstofninn nýtur álits og trausts, mjög margir hafa brotizt áfram til mikilla trúnað- arstarfa og efnahagslegrar vel- megunar, enda þótt samkeppni á þeim vettvangi sé hai’ðari þar en (Framhald á 7. síðu). memitaskólakennari Hinn 12. þ. m. vai’ð Sigui’ður L. Pálsson menntaskólakennari fimmtugur. Sigui’ður er ísfirðing- ur, lauk stúdentsprófi í Reykja- vík og síðan háskólanámi í Bret- landi í enskri tungu og vai’ð kennari í þeirri námsgi’ein við Menntaskólann hér 1932 og hefur gegnt því starfi síðan. Sigui’ður Pálsson er afbragðs tungumála- kennari og á hann nú orðið mik- inn fjölda nemenda um land allt, er votta hæfni hans og kunnáttu og minnast hans jafnframt með hlýhug sem manns og félaga. — Sigurður L. Pálsson er ágætur borgari hér í kaupstaðnum og hefur lagt mörgum góðum mál- efnum liðsinni af dugnaði. Hann hefur m. a. verið formaður Fegr- Að gefnu tilefni viljum vér |,unarfélagsins og þar tekizt að minna á eftirfarandi atriði úr lög- | koma mörgum. úrbótum til leiðar. reglusamþykktinni og reglugerð um bamavernd á Akureyri: ,í umdæmi barnavemdar- nefndar Akuréyrar er bannað að selja börnum og unglingum inn- an 16 ára aldurs tóbak, hverju nafni sem nefnist, gefa þeim það, eða stuðla að því að þau neyti þess, eða hafi það um hönd.“ „Unglingum innan 16 ára óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og ölstofum. Þeim er og óheimill að- gangur að almennum kaffistofum eftir kl. 20, nema í fylgd með full- orðnum vandamönnum, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og um- sjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að unglingar fái ekki þar aðgang né hafizt þar við. Böm yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vanda mönnum. Böm frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vanda mönnum.... Foreldrar og hús bændur barnanna skulu, að við- lögðum sektum, sjá um, að ákvæðum þessum sé framfylgt.“ Nauðsynlegt er, að unglingar innan 16 ára aldurs, geti sannað aldur sinn með skírteinum, þar sem aðgangur er bundinn við vissan aldur. F. h. barnaverndarnefndar Akureyrar. (Framhald af 8. síðu). Rauðsholti á Héraði austur. Eiga þau einn dreng, 3ja ára. Hafa þau hjónin búið í tjaldi í allt sumar og er haust, þar til Haraldur var búinn að gera húsið fokhellt, þá flutti hann tjaldið inn í húsið. Haraldur byggir hús sitt úr asbest, klætt á trégrind, tróðað með gosull. Standa vonir til að þetta geti orð- ið hlýtt hús. Hefur hann að lang- mestu leyti unnið þetta einn —• Þetta býli er byggt úr Fremsta- fellslandi, stendur við suðurenda Kinnarfells. Hafa þau Haraldur og Auður nefnt býlið Fellsenda. PúII Gftnnarsson. Konurnar láta ekki sitt etfir liggja. Hvorki Lækjamót né Fellsendi hafa fengið staðfestingu sem lög- heiti. Það er vitað mál, að það er mikið átak að byggja öll sín hús upp af grunni í einu taki. Og þessir landnemar, sem hér eru nefndir að framan, hafa líka þurft að etja við þá fádæma illviðratíð, að slíkt er fátítt, og þó finnst mér hugur þeirra og kjarkur sterkur. Og þráfaldlega hef eg séð í sumar og haust þær Þóru og Auði með skóflur í hönd, ýmist að moka möl eða grafa skurð. Þegar verkið er unnið af áhuga og fórnarlund, þá mega erfiðleikarnir láta í minnipokann." Þannig segir Sigurður á Landa- móti frá. Lesendur óska land- nemunum til hamingju með ár- angurinn um leið og þeir dá dugnað þeirra og harðfengi. Lítil, en falleg bók. Fyrir nokknim dögum barst mér í hendur lítil, en falleg bók. Hún nefnist Guð leiði þig, og er eftir Valdimar V. Snævarr, fyrr- um skólastjóri Undirtitill bókar- innar er: Kristin fræði handa ungum börnum, og er þá átt við börn 8 og 9 ára gömul. Kennarar hafa fundið til þess, að það vant- aði litla handbók í kristnum fræðum fyrir 9 ára börn, og nú er þessi bók komin á markaðinn og eg vona að hún verði notuð, því að mér lízt prýðilega á bókina, þótt eg hefði kannske kosið að hafa einhverjar greinar öðruvísi. Bókin skiptist í marga, stutta kafla, og mörgum þessum köflum fylgja heilræði, sálmavers og minnisgreinar úr biblíunni. Fvrsti hlutinn er sambland af kristnum fræðum í mjög léttu formi og sið- fræði, auðskilinni og við barna hæfi. Síðari hlutinn eru endur- sagðar sögur úr ritningunni, bæði úr Gamla-testamentinu (sögurn- ar um Jakob og Jósef) og úr Nýja-testamentinu (sögur um fæðingu Jesú, nokkrar krafta- verkasögur og dæmisögur) Þá er allmikið af barnasálmum í bók- inni, og síðast, en ekki sízt,' ér vert að geta þess, -að hún er prýdd mörgum fallegum myndum. Eg vildi óska, að við gætum komið þessari litlu bók inn í barnaskólana, og eg mæli með henni við kennara, en alveg sér- staklega vil eg vekja athygli ungra mæðra á þessari litlu bók. Hún getur orðið þeim mikil hjálp við að leggja grundvöll þess upp- eldis, sem allt annað uppeldi þarf að byggjast á, en það er trúar- og siðgæðisuppeldið, sem líklega er hvergi nærri nógu traust í okkar ágæta en órólega heimi. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur bókina út.af mikilli smekk- vísi, eins og vænta mátti. I H. J. M.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.