Dagur - 17.11.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 17.11.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 17. nóvember 1954 DAGUE 7 Soffónías Ihorkelsson (Framhald a£ 5. síðu). annars staðar og í rauninni nái fáir langt á opinberum vettvangi, sem ekki eru af brezku eða frönsku bergi brotnir. Soffóníasi sýnist sama sagan hafa verið að gerast heima á ís- landi síðan frelsið kom. Það fór eins og vorþeyr um landið og hvar vetna brustu bönd minni- máttarkenndar og athafnaleysis. Hinn sami kraftur fékk útrár og þessi kraftur er í íslendingseðl- inu, segir Soffónías, á því er ekki nokkur vafi. Þið eruð búnir að skila Dönum minnimáttarkennd- inni og vonandi fær hún aldrei friðland á íslandi. Og mér hefur aldrei komið í koll að vera ís- lendingur, þvert á móti hefi eg fengið að njóta þess, að íslenzkt ætterni vekur traust innlendra manna hér. Þetta eru ummæli, sem gott er að heyra, því að hér talar enginn flysjungur heldur maður, sem má trútt um tala og er einn af þeim, sem hafa barizt áfram með fádæma dugnaði og þreki. Frá tóvélum til kassagerðar., Soffónías kom ungur maður hingað til Akureyrar úr Svarfað- ardal og var hér árin 1905—1908 og vann með Aðalsteini Hall- dórssyni við að koma upp tó- vélunum á Gefjuni. Um svipað leyti hóf hann að læra járnsiníði, en hvarf frá þessu hvort tveggja og fór vestur um haf. Hann fór með tvær hendur tómar eins og ílestir Vesturfarar, en kom brátt fótum fyrir sig vesti'a, stofnsetti kassaverksmiðju í Winnipeg og stýrði henni um marga áratugi og gerði að stóru fyrirtæki og traustu. Það fyrirtæki hefur hann nu fengið í hendur sonum sínum, og nýtur þeirrar hvíldar, sem hann hefur vel til unnið, í þessu kyri'láta og fallega umhverfi við Kyx-rahaf. Fylgist mcð málum hejma. Þegar talið bei'st frá baxátíu Vestur-ísiendinga að starfinu heima, er ekki komið að tómum kofanum hjá Soffóníasi. Hann er vel heima í öllu, sem gerist á íslandi og í frásögur er fært. Hann 'heldur og les mörg íslenzk blöð og ef út kemur góð bók um íslenzka sögu og menningu eða athafnir samtímans, þá er eins * Fjárveitiíiganefnd Alþingis (Framhald af 1. síðu). reyni að kynna sér sem bezt þá mannvii'kjagei'ð, sem nýtur op- inbers stuðnings, jafnframt því sem þeir hlýða á röksemdir ti'ún- aðarmanna byggðarlaganna fyrir nauðsyn fjárveitinga. Hefur nefndax-mönnum væntanlega orð- ið það ljóst, að þótt ýmsum fram- kvæmdum hafi hér mioað allvel áfram, hafa flestar verið of lengi í smíðum vegna fjárskorts, og er þó hin mesta þörf að hefja nú jafnframt nýjar framkvæmdir til eflingar atvinnulífi og mótvægis gegn aðdráttarafli Faxaflóahafn- anna. líklegt að hún lendi innan tíðar í bókaskápnum hans í Victoria. Soffónías kom fyi'st heim 1913, eftir fárra ára dvöl í Kanada. Þá fannst honum lítið hafa rofað til. Aftur á móti voru mikil um- skipti 1930, en þó enn miklu nieiri 1940. Síðan virðist honum fram- sókn íslendinga á öllum sviðum ævintýri líkust og þó skiljanieg og skýranleg. Þetta gat aldrei öðruvísi farið. Krafturinn var til, andlegur styi’kur var alltaf til. Hin ytri aðstaða þurfti að breyt- ast og það gerðist með komu stjórnarfai’slegs frelsis. Þessum aldurhnigna víkingi verður tíð- ræddast um ísland, er gest að heiman ber að gax’ði, en vissulega er hann góður sonur fóstru sinn- ar og er bjartsýnn á framtíð Kanada og kanadísku þjóðarinn- ar. Menning Vestmanna er ung og ótamjn á ýmsan hátt, en þjóðin er full af kappi unglingsins og at- oi’kan við framkvæmdirnar í þessu stói-a og auðuga landi er mikil. Kvöldstund á þessu íslenzka heimili á Kyrrahafsstx'önd er eft- irminnileg og eldlegur áhugi húsráðandans fyrir íslenzkum efnum slyi'kir þá skoðun, að í ís- lendingseðlinu sé fólginn þi'óttur og dugur, sem duga mun ein- staklingum og þjóð til farsældar á ókomnum árum. — H. Sn. - Flugfélag Íslands (Framhald af 1. síðu). ara og kom til Jandsins 3. júní sl. og svo Skymasterflugvél, sem keypt var í Noregi fyrir 435,000 dollara, en hún mun vera vænt- anleg hingað til lands í næsta mánuðj. Jafnframt tók fram- kvæmdastjórinn það fram, að for- ráðamenn félagsins myndu stefna áfram að þyí marki, að athuga möguleika fyrir kaupum á milli- landaflugvéi af nýjustu gerð, enda þ.ótt að því ráði hefði verið horfið nú að festa kaup á a.nnarri Skymasterflugvél. Stjórn Flugfélags íslands var öll endurkjörin, en hana skipa: Guðmundur Vilhjálmsson foi'm., Bei'gur G. Gíslason, v.ai'form., Jakob Fríxnannsson, ritari, Frið- þjófur Ó. Johnson og Richai'd Thors. Varamenn í stjórn voru einnig endurkosnir, en þeir eru Jón Ái'nason og Svanbjöi'n Fi'í- mar.nsson. Endurskoðendur fé- lagsins, Eggert P. Bi’iem og Magnús Andi’ésson, hlutu sömu- leiðis einróma endui’kosningu. Fundizt lxefur karlmanns- .armbandsúr. Eigandi vitji þess í Ásabyggð 4. BÓKMENNTAVIÐBURÐUR ÁRSINS! eftir ERNEST HEMINGWAY Kemur í bókverzlanir í dag. Verð kr. 58.00 í bandi. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Akureyri. □ Eún 595411177 = 2.: I. O. O. F. 2 — 13611198y2 — Messur í Akureyrarprestakalli á sunnudaginn kemur, 21, nóv., í! Akureyi'arkii’kju kl. 2 e. h. K. R. Og í Lögmannshlíðai'kirkju á sama tím.a. P. S. — (En þar verð- ur almennur saínaðarfundur eftir rnessu). — í báðum kirkjunum vei'ður dagurinn helgaður al- mennri fjársöfnun innan íslenzku þjóðkii'kjunnar fyrir nauðstadda flóttamenn. Fjái'söfnunin fer fram á vegum Lútherska heimssam- bandsms, og vei'ður því sem safnast vai’jð til kaupa á meðala- lýsi. Sunnudagaskóli Akureyrar- khkju n.k. sunnud. á venjul.tíma. Séra Kristján Róbertsson verð- ur fyrst um sinn til viðtals hvern vii’kan dag í kii’kjunni (skrúð- húsinu) kl. 6—7 e. h Möðruvellir, Hörgárdal. Messað sunnudaginn 21. nóv. kl. 2 e. h. — Jón Kristjánsson fi'á Bragholti lætur af organistastarfi. Guðsþjónustur í Grundar- þingaprestakalli. — Kaupangi, sunnudaginn 21. nóv. kl. 2 e. h. Munkaþvei'á, sunnudaginn 5. desember kl. 1.30 e. h. Drengjadeildin. — Fundur kl. 5 e. h. á sunnud. og stúlkna- deildin, fundur kl. 8 e. h. í kapellunni. Fíladelfía Lundargötu 12. — Opinberar samkomur eru á: Sunnudögum og fimmtudögum kl. 8.30 s. d. — Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. — Oll börn eru velkomin. — Hvern miðvikudag eru saumafundir fyrir ungar stúlkur ki. 5.30 s. d. Vei'ið velkomin á þessar sam- komui'. Leiðrétting. í 47. tölubl. Dags, þar sem getið er gjafa til Nýja sjúkrahússins. misritaðist minn- ingargjöf um Guðrúnu Jónsdótt- ui'. Á að vera Guðrún Jónas- dóttur. Hjúskapur. Sunnudaginn 7. nóv. voru gefin saman í hjónaband að Möðruvöllum í Hörgái'dal ungfrú Málmfríður Jónsd. Tréstöðum og Reginn Árnason, verzlunar- maður, Akureyi'i. Leiðréíting. Missögn var það í síðasta tbl., að börn Sigurgeirs Jónssonar söngkennara hefðu verið 8. Þau hjónin, Sigurgeir og Friðrika, eignuðust 9 börn, en eitt dó í æsku. Bændaklúbburinn heldur fund næstk. þriðjudag. Fundarefni verður tilkynnt í næsta blaði, á laugardaginn kemur Útför Sigugcirs lónssonar Útför Sigurgeirs Jónssonar söngkennai-a og fyrrv. kii'kju- organista fór fram frá Akureyr arkii'kju síðastliðinn föstudag að viðstöddu fjölmenni. Auk Kirkju kórsins, söng Karlakór Akureyr- ar og einnig tvöfaldur kvartett, við jai'ðai'förina. Séra Pétur Sig urgeii'sson jai'ðsöng. Athöfnin öll var hátíðleg og virðuleg. Nokkrir raflínu- eða síma- s,taurar, er Jokið hafa hlutyerki sínu, hafa að undaníörnu legið meðfram veginum á Vtribrckk- unni. Ungmenni, sem þarna eru á ferð á síðkvöldmn og ekki ráða við krafta sína, hafa dreg- ið þessa staura um þvera götu. Það er að vísu allrar virðingar- vert að menn reyni krafta sína og er það gamall og góður sið- ur, Hins vegar geíur þetta til- tæki valdið umferðasJysum. Ættu því ungmennin að velja sér annað viðfangsefni og hlut- aðeigendur að fjarlægja þessa staura hið fyrsta. Lesstofa ísl.-amei ískafélagsins hér hefur nýlega verið opnuð á ný. Lesstofan er í Hótel Goðafoss og er opin á þriðjud. og fimmtud. kl. 8,15—9,45 e. h. og á laugardaga kl. 4,30—6. Nýjar bækur hafa borizt, svo og ný tímarit. Áheit á æskulýsstarfið. — Kr. 1000.00 frá ónefndum. — Kærar þakkir. P. S. Húnyetningar! Munið spila- kvöldið í Ásgai'ði n.k. laugar- dagskvöld. Sjá auglýsingu í blað- inu í dag. Samsæti fyrir Árna Guðmunds- son lækni og frú verður að Hótel KEA föstudaginn 19. nóv. kl. 7,30. Ekki samkvæmisklæðnaður, Ef einhverjir eiga eftir að skrifa sig á þátttökulista eru þeir góðfúsl. beðnir að gera það strax í Verzl. Eyjafj., hjá Bei-nhai’ð Laxdal eða Bókabúð Axels. — Aðgöngumiðar afgr. á sömu stöðum. Hjúskapur. Síðastl. laugax'dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyi'ai'kirkju ungfrú Viktox'ía Særún Gestsdóttir og Friðjón Heiðar Eyþórsson, sjómaður. — Heimili þeirra er að Eyrailands- vegi 19. — Á sunnudaginn ungfrú Guðrún Guðmundsdóttir og Snori'i Arinbjarnai'son, iðnverka- maður. Heimil.i þeirra er að Norðurgötu 6, Akui'eyri. — Séra Pétur Sigui'geirsson gaf brúðhjónin saman. Árshátíð Sangveiðifélagsins Sti'auma er að Hótel KEA næstk. laugardagskvöld. Þar verður borðhald, leikþáttur, kvikmynda- sýning o. flv Félagsmenn eru áminntir að tilkynna þátttöku sína til Þórðar Gunnarssonar, péstostofunni, sem allra fyrst og taka aðgöngumiða fyrir föstu- dagskvöld. Sundmerki. Þeir, sem þátt tóku í samnorrænu keppninni í sumar og vilja eignast mei'ki til minn- ingar um þátttöku sína í keppn- inni, geta fengið þsu keypt í Bókaverzlun Axels. Merkin kosta 10 krónur. Dánarfregn. Bjöm Guðmunds- son, fyrrum hreppstjóri frá Lóni í Kelduhverfi, andaðist aðfara- nótt 8. nóv. sl. Vinsamlega vitjið eftirtalinna vinninga í mei'kjahappdiætti SÍBS á skrifstofu Fataverksmiðj- unnar Ileklu i Skipagötu 18' No. 190, 186, 60, 11, 92, 215 og 234. Munið spilakvöld Hestamanna- félagsins ,,Léttis“ i Alþýðuhúsinu næstk. laugardagskvöld kl. 8.30. Mætið stundvíslegða með spil og blýant. I. O. G. T. Fundur í stúkunni Brynju mánudaginn 22. nóv. kl. 8.30 e. h. Inntaka nýiiða. Tilkynn- ing frá afmælisnefnd. Upplestur o. fl. Guðspekistúkan Systkinaband- ið. Fundur verður haldinn á venjulegum stað næstk. þriðjud., 23. þ. m., kl. 8;30 é: 'h. Erindx. í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.