Dagur - 17.11.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 17.11.1954, Blaðsíða 8
Bagur Miðvikudaginn 17. nóvember 1954 Hið nýia byggðahverfi í Ljósavatnshreppi Þessi mynd frá landnáminu í Ljósavatnshr. var tekii sl. haust. — Býlið Lækjamót sést á myndinni. Tvö nýbýli af fimm eru þegar byggð á landnámi ríkisins í Ljósavafnshreppi Mikið átak að gerast landnemi á íslandi í dag - en allt fer vel ef „hugur og kjarkur er sterkur“ Akureyri sigraði í skákkeppni við vinabæi á Norðurlöndum f sumar er leið bjuggu tvær fjölskyldur á nýbýlum, sem eru að rísa í landnámi því, er ríkið hefur stofnað í Ljósavatns- hreppi, úr landi jarðanna Fremstafells og Landamóts. En ráðgert er að þrjú nýbýli komi þar til viðbótar. komið gott gras á þetta tún — Sumarið 1954 eru brotnir til tún- myndunar rúmlega 8 ha. Af því landi var sáð í tæpa 3 ha., sem var orðið með nokkru grasi um göng- ur sl. haust. í rúma 5 ha. er ætl- unin að sá í á næsta ári. í ! ! I í'i . ; I ...: H ' I „Undir Svörtuloftum“ Ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson Nýlega er komin á mai-kaðinn ný ljóðabók eftir kunnan borgara á Akureyri, Braga Sigurjónsson. Er það þriðja Ijóðabók höfundar- ins og verður hennar nánar getið síðar. Nýlega hafa verið tilkynnt úr- slit í skákkeppni þeirri er hófst í des. 1951 milli Akureyrar og vinabæjanna á Norðurlöndum, Álasunds, Lahti, Randers og Vasterás. Urslitin urðu þau, að Akureyri vann keppnina með 5 vinningum af 8 mögulegum. Næst urðu: Ála- sund, Lahti og Váesterás með 4 vinn. hver, 5. Randers með 3 vinn. Fyrir Akureyri tefldu við Ála- sund: Jóhann Snorrason (hvítt) vann. — Guðbrandur Hlíðar (svart) jafntefli. Friðrik Hjartar látinn Friðrik Hjartar, fyrrum skóla- stjóri, var jarðsunginn á Akranesi sl. laugardag að viðstöddu fjöl- menni. Með honum er genginn ágætur skólamaður, merkur kennari og kennslubókahöfundur. Friðrik gegndi um langan aldur skólastjórastörfum í Súganda- firði, í Siglufirði og á Akranesi. Hans hefur verið minnzt ýtarlega og að verðleikum í sunnanblöð- unum. Prófasturinn, séra Sig. Stefáns- son, setti séra Kristján Róberts- son inn í prestsembætti hér með hátíðlegri athöfn í Akureyrar- kirkju sl. sunnudag Akureyri — Vásterás: Júlíus Bogason (hvítt) tapaði. — Jón- Ingimai'sson (svart) jafntefli. Akureyri — Lahti: Jón Þor- steinsson (hvítt) jafntefli. — Björn Halldórsson (svart) vann. Akureyri — Randers: Steinþór Helgason (hvítt) vann. — Guð- mundur Eiðsson (svart) jafntefli. Hanna Bjarnadóttir. syngur í kvöld Frú Hanna Bjarnadóttir söng- kona heldur söngskemmtun í Nýja-Bíó hér í kvöld kl. 9 e. h. Við hljóðfærið er frú Margrét Ei- ríksdóttir. Frú Hanna hefur lyr- iska sópranrödd og hefur hlotið ágæta dóma fyrir söng sinn sunn- anlands og vestatn. Frúin er Ak- ureyringur og mætti því vænta þess að bæjarmenn hér fögnuðu henni sérstaklega. Á söngskránni eru 14 lög, m. a. eftir Schubert, Schumann og Reger, aríur eftir Puccini og Verdi og 4 íslenzk lög. Frumsýning á Meyja- skemmunni annað kvöld Leikfélag Akureyrar hefur frumsýningu á söng- og gleði- leiknum Meyjaskemman annað kvöld, sbr. auglýsingu annars staðar í þessu blaði. Fyrsti bærinn á Ár- skógsstr. fær rafmagn Fyrir fáum dögum fékk fyrsti bærinn í Árskógshreppi rafmagn Var það Litlu-Hámundarstaðir. Á i morgun var ráðgert að iileyp; straum til Hauganess og Litla- Árskógssands. Búið er að leggje raflögn í öll hús á Hauganesi, er ekki fulllokið á Litla-Árskógs- sandi. — Þessar framkvæmdii marka mikil tímambót í sögu þessarar byggðar Héraðsþing U.M.S.E. háð að Sólgarði Ársþingi Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið að hinu nýja félagsheimili, Sólgarði í Saurbæjarhreppi, síðastl. laugar- dag og sunnudag. Fréttir af þing- inu verða birtar í næsta blaði, á iUiing! a 100 ára afmæli Jóns Sveinssonar Dagur hefur komið að máli við Sigurð Geirfinnsson hreppstjóra Ljósavatnshrepps og bónda á Landamóti, og beðið hann að segja lesendum frá framkvæmd- um og starfi landnemanna. Sig- urður skýrir svo frá: „Árið 1951 kaupir ríkið land til nýbýlastofnunar af jörðunum Fremstafelli og Landamóti í Ljósavatnshreppi. — Fremstafell selur 230 ha. Af því var talið 65 ha. mýrlendi (túnland). Hitt beitiland, sem má þó allt gera að túni. — Landamót' seldi 65 ha,, allt mýrlendi. Á þessu landi er áformað að reisa 5 nýbýli. Landnám ríkisins. Sumarið 1951 og 1952 lætur „Landnám ríkisins“ vinna með skurðgröfu í landi sínu, og þurrk- ar upp land til túnræktar, allt ao 120 ha. 1953 vinnur jarðýta að því að ýta út skurðgröfuruðning- um og byggja brú og veg heim að væntanlegum býlum Vorið 1953 eru fullherfaðii' rúmlega 5 ha. lands, og settur í það útlendur áburður, og sáð grasfræi. Um mánaðam. ágúst og sept. var Fyrsti bændaklúbbs- fundurinn Fyrsti fundur Bændaklúbbsins, var haldinn að Hótel KEA fyrra þriðjudag. Ekkert sérstakt mál- efni lá fyrir fundinum en vitað var að allmargir bændur óskuðu eftir því að klúbburinn hæfi stai'f með vetrarkomunni. Olafur Jónsson sýndi 3 stuttar kvik- myndir og á eftir voru ræðu- höld. Rúmlega 50 manns sóttu þennan fyrsta fund. Með honum er hið vinsæla starf hafið að nýju. Fyrsti landneminn. 1953 sækir fyrsti maðurinn um að fá land til nýbýlisstofnunar. Þessi maður er Sigurður Jó- hannsson, Arnstapa, Ljósavatns- hreppi. Sigurður er kvæntur Þóru Kristinsdóttur. Eiga þau 4 börn, einn dreng og þrjár stúlkur. Elzta barn þeirra er 15 ára. I fyrrasumar byrjaði Sigurður á að byggja fjós. — í þessu fjósi hefur svo fjölskyldan búið í sumar og haust, og unnið að sinni íbúðarhússbýggingu. íbúðarhúsið er byggt úr stein- steypu. Þetta býli er byggt úr Landamótslandi, og hafa hjónin nefnt það Lækjamót Hefur Sig- urður Jóhannsson haft afnot af því túni er 'landnámið er búið að rækta Bugnaðarmenn. Síðastl. vor sækir annar maður um land til að reisa nýbýli á, Haraldur Sigurðsson, kvæntur Auði Sigurbjörnsdóttur frá Það er álit gamalla og glöggra manna, að meira sé nú af rjúp- um en dæmi eru til. Storka og harðfenni liggur yfir landinu. Rjúpurnar halda sig því mjög í í*að er algengt að rjúpnahópar eru heima við bæi og cru gæfar. — Rjúpnaskyttur létu ekki á sér standa, þegar veiðitíminn hófst. Hafa þær víða gcrt sig heimakomnur og heldur nærgöngular og skotið rjúpurnar heima á túnum og nærri bæjum. Stundum er veiðiáhuginn svo mikill, að al- veg gleymist sú sjálfsagðða laugardaginn kemur. skylda að fá leyfi hlutaðeig- enda. Sú framkoma er auðvitað ekki afsakanlcg og verður eng- in bót mælt. — Svo fast hafa rjúpnaskyttur gengið að veiði- skapnum, að beitarfé og hross hafa engan frið haft í högum. Berast hvaðanæfa fregnir af slíku cg umkvartanir. — Full þörf sýnist vera að minna rjúpnaskyttur á, að engum er heimilt rjúpnadráp í annars manns landi, nema að fengnu leyfi. Gildir þetta alveg jafnt þó „bann“ sé ekki auglýst. Zontaklúbbur Akureyrar vinn- ur nú að því að Nonnahúsið. sem Jón Sveinsson, rithöfundurinn heimsfrægi og heiðursborgari Akureyrar, bjó í á hérnskuáium, verði opnað almenningi scm safn- liús á 100 ára afmæli skáldsins, 16. nóvember 1957. Hús þetta. sem er með elztu húsum bæjarins, stendur á bak- lóð við Aðalstræti 54 og gáfu hjónin Sigríður Davíðsdóttir og Zóphonías Árnason klúbbnum húsið til varðveizlu fyrir fáum árum. Ætlun félagsins er að safna til hússins ýmsum minjagi'ipum, húsgögnum frá þeim tíma, er Jón Sveinsson var hér barn, ýmsum útgáfum verka hans o. s. frv. Til þess að hrinda þessu máli áleiðis hafa konurnar í Zontaklúbbnum hafizt handa um fjársöfnun og í gær — á afmælisdegi Nonna — komu út hér póstkort með mynd af Nonnahúsinu og eru þau til sölu. Fást þessi kort í ýmsum verzlunum bæjarins. Seinni hluta vetrar ætlar klúbburinn síðan að hafa skemmtisamkomu og kaffi- sölu til styrktar þessu málefni. Er ætlunin að hafa slíka skemmtun á hverju ári til þess að minnast Nonna og til styrktar Nonnasafni á Akui'eyri. Hér er merkilegt menningarmál á ferð, sem ætti skikð stuðning sem flestra, ekki aðeins hér í bæ heldur og um land allt. Jón Sveinsson er ein- hver frægasti íslendingur sem uppi hefur verið. Minningu hans ber að sýna ræktársemi hér heima. (Framhald á 5. síðu). Seltaríé og hross ílýja skofhríð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.