Dagur


Dagur - 20.11.1954, Qupperneq 4

Dagur - 20.11.1954, Qupperneq 4
A D A G U R Laugardaginn 20. ncvember 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Eriingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn. kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Nýsköpun í iðnaði og efnahagslíf Akureyrar HÉR VORU Á FERÐ fyrir nokkru 30 kaup- félagsstjórar og aðrir trúnaðaiTnenn kaupfélag- anna víðs vegar um landið. Erindi þeirra var að kynnast nýjungum í iðnaði samvinnufélaganna og efla samtök um að auka sölu á íslenzkum iðnaðar- varningi. Þessi gestakoma var þýðingarmikil fyrir þetta byggðarlag. Aukin sala iðnaðarvarnings, sem hér er framleiddur, skapar aukna atvinnu og bætta afkomu iðnfyrirtækja og bæjarfélagsins í heild. Af tilefni þessarar heimsóknar voru birtar athyglisverðar tölur um hlutdeild samvinnu-iðn- aðarins í atvinnulífi bæjarfélagsins. Rösklega 400 manns hafa fasta atvinnu í 14 verksmiðjum KEA og SÍS og •vinnulaun f iðngreinunum eru um 12 milljónir, en allar vinnulaunagreiðslur samvinnu- félaganna eru miklu hærri, eða 22—23 milljónir króna á ári. Aukin sala á iðnaðarvörum, sem hér eru framleiddar, mundi jafngilda fjölgun starfs- fólks og hækkun vinnulaunagreiðslna. Og þessi atvinnuaukning er framkvæmanleg nú þegar af því að samvinnufclögin hafa búið svo í haginn, að afkastageta verksmiðjanna er ] mun meiri en framleiðslan í dag scgir til um. Sannkölluð „nýsköpun" hefur farið fram í iðn- rekstri samvinnufélaganna hér á Akureyri á síð- ustu árum. Stærsta átakið er endurbygging Gefjunar, en aðrar verksmiðjur hafa verið búnar nýjum vélum og endurbættar á annan hátt. Allar þessar framkvæmdir, sem gerðar eru fyrir sameig- inlegt fé samvinnumanna um land allt, hafa fært hingað mikið fjánnagn og skapað fjölda manns framtíðaratvinnu. Það ætti því að vera kappsmál bæjarmanna, að vinna að eflingu þessa iðnaðar og stuðla að því á allan hátt, að sala iðnaðarvarnna gangi sem greiðast. Af þessum ástæðum var heim- sókn kaupfélagsstjóranna athyglisverð fyrir þetta bæjarfélag. Raunar ættu Akureyringar sérstak- lega að gegna því hlutverki, að greiða fyrir sölu á öllum iðnaðarvarningi, sem hér er framleiddur. Þannig mundi hver og einn styðja efnahagslíf byggðarlagsins. ] f Á KAUPFÉLAGSSTJÓRAFUNDINUM kom í ljós, að í iðnaði samvinnumanna er sífellt verið að brjóta upp á nýjungum. Annars staðar í þessu blaði er greint frá merkum nýjungum í fram- leiðslu dúka og bands frá Gefjuni. Hefur svo full- kominn vefnaðar- og ullariðnaður, sem þar er nú rekinn, aldrei þekkzt á landi hér fyrr og munu fá- ar vefnaðarverksmiðjur á Norðurlöndum a. m. k. nú orðið standa Gefjuni jafnfætis. En í öðrum verksmiðjum eru líka nýjungar á ferð. Það eru t. d. tíðindi, að héðan er nú hafinn útflutningur á prjónavörum. Nýjung í íslenzkum iðnaði er og framleiðsla gúmmísóla, en áður hafði skinnaverk- smiðja samvinnumanna hafið framleiðslu á sóla- leðri úr íslenzku hráefni og er eina íslenzka verk- smiðja, sem það gerir. Þessa upptalningu mætti hafa miklu lengri. Þetta sýnir, að mikil grózka er í iðnrekstri samvinnufélaganna. Ágætir kunnáttu- menn, er veita iðnaðinum forstöðu, hafa trú á framtíðarmöguleikum hans og leggja sig fram að vanda vöruna og vinna henni markað. ÞEGAR ÞESSI saga öll er höfð í huga, er furðulegt, svo að ekki sé fastara að orði kveðið, að lesa það hér í bæjarblaði að þessi stórkostlega fjárfesting í iðnað- inum hér nú á seinni árum og þrotlaus viðleitni til þess að víkka markaði fyrir iðnaðarvörur, sem unnar eru hér, sé efnahagslífi bæjarmanna fjötu rum fót. í grein í síðasta tbl. íslendings — sem nánar er svarað annars staðar í þessu tbl. — er af pólitísku of- stæki reynt að skapa tortryggni gagnvart þessum miklu fram- kvæmdum, og þar sem sú við- leitni hrekkur ekki til, er bein- línis farið með rangar, tölulegar upplýsingar til þess að sverta framtak samvinnufélagsskapar- ins. Með slíku atferli er ekki að- eins reynt að vega að þýðingar- mestu atvinnufyrirtækjunum í bænum. Slík skrif eru beint til- ræði við efnahagslíf bæjarfélags- Veiðinienn og bændur. Landeigandi sendir Fokdreifum eftirfarandi bréf og fer það hér á eftir: „ÞAÐ ER EKKI ofsögum sagt af veiðiáhuga okkar íslendinga, svo eg nú ekki noti sterkari orð. Okkur hefur löngum komið það vel af því að við lifum að miklu leyti á veiðum — fiskveiðum. En það væri synd að segja að áhug- inn takmarkist eingöngu við fisk. Til dæmis um það, verður annar hvor unglingur alveg óður og uppvægur, þegar nálgast veiði- tíma rjúpunnar. Og það má mik- ið vera ef einhverjir ruglast ekki í dagatalinu, þegar svo stendur á. Því er ekki að léyna, að svona hefur þetta alltaf verið, eða var það að minnsta kosti í mínu ung- dæmi. Og enn fer einhver nota- legur fiðringur um mig, er eg sé rjúpnaskyttu leggja á brattann með byssu um öxl. Það er alltaf eitthvað við það að fara upp um fjöll og firríihdi á björtUm vetfar- degi og það er vissulega karl- mannsverk. En það, sem kemur mér til að rita línur þessar er það, að nú er verið að skjóta blessaðar rjúp- urnar heima við bæi. Það hefði okkur ekki þótt mikið varið í hér á árum áður.: Þótt rjúpan sé hér árið um kring og við ættum því að þekkja hana vel, þekkjum við þó líklega engan fugl eins lítið. Undanfarin ár hefur henni fjölgað mjög ört, þrátt fyrir það að hún hefur verið felld í tugþúsundatali með skot- um. Virðist manni skrítið að hugsa um allt það moldviðri og ósköp, sem á gengu í blöðum og á Alþingi, þegar um það var rætt, hvort ætti að friða hana með öllu eða ekki. Fuglafræðingar lögðu þar til málanna það álit sitt, að litlu máli skipti, hvort hún væri friðuð eða ekki og spáðu því að innan fárra ára mundi hún vera orðin geysi útbreidd, hvort sem hún yrði friðuð eða ekki. Aðrir töldu þetta einkennilega, og svo fjarstæða kenningu, að stórt efa- mál væri, að hægt væri að taka hana alvarlega. Reynsla síðustu ára hefur reynzt þessum fugla- fræðingum hliðholl. Rjúpurnar hafa verið skotnar miskunnar- laust síðustu árin, en aldrei hefur verið önnur eins ósköp af þeim og nú. EN NÚ ÆTLA EG að snúa máli mínu til þeirra, er rjúpna- veiðar stunda. Fjöldi bænda hef- ur séð sig tilneyddan að auglýsa bann við rjúpnaveiði í landi jarða sinna. Hefur þetta sína sögu að segja. Óboðnir gestir vaða yfir landið og skjóta rjúpur. Það er engu líkara en að fjölmargir ung- lingar og jafnvel fullorðnir menn verði algerri blindu slegnir um það, hvað leyfilegt er í þessu efni. Og svo ósvífnir hafa þeir jafnvel verið að koma heim að bæjum, já jafnvel heim á tún í leyfisleysi og skjóta rjúpur. Sumir reka upp stór augu og skilja naumast hvað við er átt, ef að þessu er fundið. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að fé og hross eira ekki í haga fyrir skothríðinni, og er þá skörin farin að færast upp í bekkinn. Mætti þessu til skýring- ar minnast á laxveiðar. Hvernig mundu laxveiðimenn taka því ef aðvífandi menn kæmu í veiði- svæði þeirra og tækju óumbeðið og í fullkomnu leyfisleysi þátt í veiðiskapnum? Mér er sem eg sæi öll þau ósköp, sem þá dyndu yfir. Því er ekki að neita, að kur- teisir menn biðja jafnan um leyfi, ef þeir vilja skjóta í annars manns landi, og er það eins sjálf- sagður hlutur og verða má. Við hina má segja það, að þeir eiga enn mikið ólært í mannasið- um og veit eg ekki hvað veldur því. Þá vildi eg biðja þá að hug- leiða þetta: Víða í sveitum eiga rjúpurnar vini, sem ekki vilja til þess vita a& þær séu drepnar. Þær verpa sums staðar heima við tún og erú mjög gæfar. Þær verpa ár eftir ár á sama' stað og heimilisfólkið fylgist með stóra ungahópnum, þangað til hann er orðinn fleygur og leitar til fjalla. Þessar rjúpur munu fyrstar af öllum leyta æskustöðvanna, þegar harðnar í ári á hálendinu. Það eru þessar rjúpur, sem fyrstar falla fyrir byssuskotum, þegar rjúpnaskyttur leggja leið sína að bæjum “ Er þá lokið bréfi „Iandeiganda“. Rithöfundar víta út- gáfu glæparita Rithöfundafélag íslands gerði nýlega eftirfarandi samþykkt: „Fundur haldinn í Rithöfunda- félagi íslands 31. október 1954 vítir harðlega útgáfu blaða þeirra og tímarita, sem nær einvörð- ungu birta sakamálasögur og aðrar hryllingsfrásagnir þýddar úr erlendum sorpritum. Fundur- inn lítur svo á, að hér sé um stór- kostlega ómenningarstarfsemi að ræða, sem hljóti óhjákvæmilega að grafa undan smekk og virð- ingu íslenzku þjóðarinnar fyrir góðum bókmenntum og íslenzkri tungu. Heitir fundurinn á ís- lenzku þjóðina að fordæma slíkt siðleysi og skorar á stjórnarvöld landsins að reisa rammar skorður við útgáfustarfsemi af þessu tagi.“ Frú Svava Jónsdóttir leikkona er nýlega komin í bæinn og dvel- ur hjá dóttur sinni, Maju, og tengdasyni, Sig. L. Pálssyni menntaskólakennara. Frú Svava dvaldi í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og kom til íslands í sept. VALD. V. SNÆVARlí: Þegar {ivsinn hljoðnar. „Líkt er himnaríki mustarðskorni, sem maður tók og sáði í akur sinn. Vissulega er það hverju sáðkorni smærra, en þegar það er sprottið, er það stærra en jurtirnar og verður að tré, svo að fuglar hiiriinsins koma og hreiðra sig í greinum þess.“ - Matlh. 13, 31-32. t ? t 9 4 t t f I f t f t f „H v a ð ce t l i a ð m u n i u m m i g ?“ En hvað maður heyrir þetta oft! Eru þessi orð ekki oft afsökun letinnar, hlédrcegninnar og trúleys- isins á mátt samtakanna og samvinnu? Hvern- igskyldi málum háttað hér'á landi, ef eftir þess- um orðurn hefði verið farið i einu og öllu? Skyldi ehki hafa orðið fremur lilið lir samvinnu- félagsskaþnum, cf allir hefðu hugsað á þessa leið? — Niu voru uö bisa við að lyfta þungum steini, en gátu það eklti. Þeir kvöddu tiunda manninn til hjálpar, óg þá tókst þeim að lyfta bjarginu. Var þósá,sem til hjálpar var kvaddur, þeirra kraftaminnstur. ,,H v a ð s k y l d i s v o s e m m u n a u m þ e 11 a 11' t ilr œ ð i, s e rn e g g e t l a g t a f m ö rli u rn ?“ sþyrja n\enn oft, þegar til þeirra er leitað um styrk til fratn- kvœrnda. Menn eru ekki œtíð minnugir þess, að „m a r gt sm á t t gjörir e i t t s t ó r t“. — jjF „E k k i h e l d e g, a ð þ r e s tur i n n p r é- ^jj d i k i m i k i ð b e t u r, þ ó e g s é í k i r k j u, e ð a s ö n g u r i n n g r œ ð i rn i k i ð á þv i, <a að e g rauli s á l rn a n a m e ð s ö n g - i f l o li k n u m.“ Svona tala rn'enn oft og álykta, X en kann ekki sú ályktun að vera hcepin? Sann-- 4 leikurinn er nefnilega sá, að hið stcersta 4- sprettur o f t uþ p af hin u srhce st a. ? Texlinn minnir á þann sannleik og hvað segir ^ reynslan? Meðal annars þetta: Vestur i Cali- ^ forniu kváðu vera 3000 ára görnul tré, — tré, sem eflir því hafa verið 1000 ára gömul á 9 Krisls clögum. En það er ekki aldurinn einn, k sem þau gatu slœrt sig af, helur lika stœrðin. q ý- Eitl þeirra kvað vera 82 metra hátl og 30,.metr- t £ ar i ummál niður við rótina. Sagt er og, að und- ® ir þeim greinum þess, sem neðslar etu á stofn- ¥ inum, geti 8—10 hceða hús'staðið, En—r svo. kem- e> ur jrað, sem mesta undrun og aðdáun veliur: S Þrátt fyrir alla þessa risastœrð, £ e r u f r ce þ e s s ar a trjáa ekkislcerri i e n sv o, að í e itt gr amm þ ur f a 100 f § frce! Hvilikt undrunarefni, að .upp,aj.svona ^ T litilli frceögn skuli geta sprollið ,100. metra hátt © tré! Er þe t t a e k k i evan ge-lí-u m san œ ð- íS « arinnar? Er þetla eliki fagnuðarboðskapur <a ö lil þeirra, sem vel vilja, en eiga.Htinn niátt til þ. framkvcemda? Og er það ehki sterk ■ hvöt til |j || allra, að leggja fram skerf sinn; þótt'litill kunni ^ að vera, lil styrktar góðum málefnum? — Hugs- ± ^ urn oss, að liílu pundin, sem vér höfum ráð á, skuli geta orðið að miklum hlutum, að sinu a leyti eins og smáfrce gela orðið að risatrjám! § HVynar þér ekki i huga, bróðir? — Horfðu á T litið barn, sem á svo undur bágt með að skilja, © hvernig 2 og 2 sliuli geta orðið 4. — Minnztu •S þess um leið, að svona andlega smáir voru þeir jí> einnig á sinum tima, mennirnir, sem nú reikna ^ út lögmál atóms og vatnsefnis! Ætla það sé nú alveg vist, að það muni ekki neitt um þig og J þin litlu þund? Gceti eltki hugsazt, að þau vœru •S vísar til annars rneira? — Þú œttir að endur- v * slioða afstöðu þina i þessu sambandi. Hcctta að ö> draga þig i hlé, þegar samfélagið þarfnast manna. Ganga helclur djarfmannlega fram, er til þin er kallað, eða þegar þú sérð að þörf cr •t. fyrir krafta þitia, og segja: „H é r e r e g. S e n d é þú m i g.“ — Mörgum finnst kirkjulifið daufl f i sinu umhverfi, og sannarlega getur það satt £ verið. En — liggurþá n o kku ð n œ r, e n ® a ð g j ö r a s il t t i l að glæð a þ a ð ? Má- ¥ slte vér getum með Guðs hjálp orðið einhverj- © um til blessunar. „Sigursœll er góður % vilj i.“ En látum bccn fylgja starfi og starf g> fylgja bcen: ^ G e f að b l ó m gi s l, Guð, þ i n ki r It j a. G u ð, o s s a 11 a l e i ð o g s t y ð. t (Sálmab. nr. 680, 1). 9 t Það tilkynnist vinum og vandamönnum að SIGURÐUR INGÓLFSSON frá Víðirhóli andaðist í Sjúkrahúsi Akureyr- ar að morgni 19. þ. m. Aðstandendur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.