Dagur - 22.12.1954, Page 10

Dagur - 22.12.1954, Page 10
 10 DAGUR Miðvikudaginn 22. desember 1954 LANDNAM NUTIMANS v\|4. Gleðileg jól! a ST Gleðileg «! íslenzka þjóðin hefur á siðustu áratugum verið að nema land sitt að nýju. Hún hefur eignazt kaupskip og verksmiðjur, gerbreytt verzlunarkerf i sínu, eignazt fullkominn húsakost og breytt órækt í græn tún. Árangurinn er betri lífskjör en nokkru sinni fyrr, - betri lífskjör en flestar þjóðir heims njóta. Samvinnufélögin hafa verið virkur þátttakandi í þessu landnámi nútímans. Þau hafa tryggt lands- fólkinu hagkvæma verzlun og ýmist skilað tekjuafganginum aftur eða notað hann með samþykki fé- lagsfólksins til að byggja ný atvinnutæki, ný mannvirki, nýjar stoðir undir hin bættu lífskjör. Víðs vegar um landið er leitað til kaupfélaganna, þegar þörf er nýrra framkvæmda, nýrra verk- smiðja til að auka atvinnu og framleiðslu þjóðarinnar. Þannig hefur þúsundum landsmanna verið tryggð lífvænleg atvinna og þjóðinni hafa bætzt dýrmæt tæki, sem eru eign fólksins sjálfs. f samvinnufélögunum er það MAÐURINN, sem ræður, en EKKI fjármagnið. Þau eru byggð upp af fólkinu sjálfu, eru undir þess stjórn og starfa fyrir það. Þróttur, stórhugur og vilji fólksins speglast í starfi samvinnufélaganna - og þess vegna eru þau stór þátttakandi, oft brautryðjandi, í hinu nýja landnámi. Árangurinn er fullkomnari og hagkvæmari vörudreifing, meiri og betri framleiðsla úr ís- lenzkum afurðum, meiri atvinna. Með öðrum orðum: Arangur samvinnustarfsins er meiri þjóðartekjur, meiri velmegun. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.