Dagur - 12.01.1955, Síða 6
6
DAGUR
Miðvikudaginn 12. janúar 1955
í óttans dyrum
Saga eítir DIANA BOURBON
11. DAGUR.
(Framhald).
„Eg læt dyrnar í milli herbergj-
anna ólæstar," sagði Romney.
„Það er ágætt,“ svaraði eg
Hann gekk að rúmi konu sinn-
ar og stóð þar og horfði á hana.
„Eg ætti að hringja í sendiráðið
til þess að láta vita um mig,“ sagði
eg. „Það er ætlast til þess að æv-
inlega sé unnt að ná til okkar.“
„Að sjálfsögðu. Það er sími
hérna í herberginu, sem þér getið
notað, nema ef þér ætlið að tala
einkamál.“
Mér flaug í hug, að í þessu
húsi mundi enginn sími nógu
mikill einkasími til þess að halda
því, sem eg hafði í hyggju að
segja, en eg kaus samt að tala í
síma frammi á ganginum. Eg
hringdi enn til Mohr, og nú svar-
aði hann.
„Halló, er það í sendiráðinu,"
flýtti eg mér að segja. Maður veit
aldrei, hver hlustar á og allut var
varinn góður. Hann var fljótur að
átta sig. „Sendiráðið," át hann
upp eftir mér. ,.Jú, þetta er sendi-
i’áðið, hver er það, sem talar?“
Eg sagði nafn mitt og bætti við
að eg vildi aðeins láta vita, að eg
mundi gista í nótt í húsi Romneys
hershöfðingja á Belgravetorgi.
„Loftárásin stendur enn og eg
treysti mér ekki heim.
„Hjá Romney hershöfðingja?
Og hvað er símanúmerið þar?“
Eg gat ekki að mér gert að brosa
að heyra hversu vel Mohr féll inn
í hlutVerkið og eg þóttist sjá, að
hann skemmti sér sjálfur.
„Jæja,“ sagði hann, „er svo
nokkuð fleira?“
Eg hikaði. Með einhverjum
ráðum varð eg að segja honum
frá Jane. Með einhverju dulmáli
þó. ,Heyrðu, Bill,“ sagði eg, því
að Bill var eina karlmannsnafnið
sem mér kom í hug þá stundina.
„Eg þarf að koma skilaboðum til
Mohrs majórs.“
„Til majórsins?“ endurtók
hann.
„Já, eg hef reynt að ná til hans
í síma hvað eftir annað í kvöld, en
hann hefur ekki svarað. Gjörðu
svo vel að segja honum, að
skýrslan, sem eg hef verið að
gera — fylgistu með?“
„Já, eg held það,“ svaraði hann
efablandinn.
„Það voru tveir kaflar þessarar
skýrslu. Eg átti að taka til við
fyrsta kaflann strax, en svo kom
aðalefnið."
„Já, ungfrú, eg er með. Eg er
að skrifa þetta allt niður.“
„Það er allt í lagi með aðalefn-
ið sjálft. Segðu honum það. En
það er eitthvað ruglað og það
meira en lítið í upphafskaflanum.
Eg vildi gjarnan að hann liti á
hann og það án tafar. Og hann
finnur hann —“ eg þagnaði og
skimaði eftir ganginum en eg gat
ekki merkt að nokkur stæði á
hleri. „Hann finnur hann,“ hélt
eg áfram, „á sínum stað þar sem
hann á að vera að réttu lagi.“
„Já, ungfrú, eg hef skrifað
þetta allt hér niður og skal koma
boðunum án tafar,“ sagði Mohr.
Mohr lagði símann á, og eg
gerði það líka með eldsnöggri
hreyfingu, en lyfti honum svo
strax aftur að eyranu, Ef þetta er
gert hönduglega er með því hægt
að gabba mann, sem er á hleri í
öðrum síma, sem er tengdur inn
á 1 ínuna.. Og um leið og eg brá
símanum að eyranum á ný,
heyrði eg greinilega, að sími var
lagður á á þessari sömu línu.
Grunsemd mín hafði verið rétt.
Eg var hugsi um stund, en lagði
svo símann á endanlega. Það var
aukasími í herberginu, sem við
höfðum verið í um kvöldið, en
Anna og René höfðu komið þar
út rétt eftir að ég lauk símtalinu.
Erfitt var að hugsa sér að þau
gætu haft samvinnu um nokkurn
skapaðan hlut. Þjónninn hafði
gengið um meðan eg talaði, hald-
ið á bakka með glösum. Enginn
af þessum þremur gat hafa legið á
hleri í öðrum síma. Babs hafði
verið hjá manni sínum í svefn-
herberginu.
Hún heyrði nú til mín og kall-
aði. Eg hraðaði mér í gegnum litla
herbergið og inn til hennar.
„Eg hef látið einn af náttkjól-
unum mínum í rúmið þitt,“ sagði
hún. „En þú verður að notast við
sömu sápuna og kremið og eg
nota, en því miður fyrirfinnst
enginn nýr tannbursti hér.“
„Þetta bjargast ágætlega eina
nótt,“ sagði eg, en mér varð star-
sýnt á hana. Hún hafði þvegið af
sér andlitsfarða og sást nú,
hversu náhvít hún var og andlitið
tekið og þreytulegt
„Eg er þreytt,“ sagði hún, rétt
eins og hún hefði lesið hugsanir
mínar. „Eg er afskaplega þreytt."
Og hún greip hendinni fyrir and-
litið. „Eg hlýt að líta hræðilega
út,“ sagði hún.
„Nei,“ hrópaði eg, „þú gerir
það ekki, Babs. En þú lítur út
fyrir að vera áhyggjufull." Eg
hefði átt að segja hrædd eða
óttaslegin, en vildi ekki hætta
neinu eins og á stóð.
„Já, eg er áhyggjufull," sagði
hún. ,Get varla undir því risið.“
„Viltu segja mér frá því? Það
væri kannske léttir?“
„Það er bara . . .“ Hún komst
aldrei lengra á þessari braut, en
eg var sannfærð um að hún var
komin á fremsta hlunn með að
trúa mér fyrir einhverju, en átt-
aði sig og sneri við. Það tækifæri
var glatað. „Það er bara Gerald,“
sagði hún svo. „Drengurinn okk-
ar Nolls. Hann er með ömmu
sinni úti á landi, en eg óttast svo
um hann í þessum sífelldu loft-
árásum"
„En fyrst hann er úti á landi
er engin ástæða til þess að óttast
um hann, Babs,“ sagði eg.
„Eg veit það en . . .“ Hún sneri
við í annað sinn. „Eg geri sjálf-
sagt úlfalda úr mýflugu.“
(Framhald).
ÍBÚÐ
2 herbergi og eldhús óskast
til leigu.
Sími 2283
Karlmannsarmbandsúr
tapaðist 27. des. — Vinsarn-
lega skilist gegn fundarlaun-
um á B. S. A.
ÍBÚÐ
Barnlaus hjón óska eftir 1
til 2 herb. og eldhúsi til leigu
strax. — Húshjálp kemur til
greina. — Upplýsingar í
sívm 2186.
Barnavagn
( Silvercross)
til sölu. — Upplýsingar í
síma 1048.
Herbergi,
til leigu.
Afgr. vísar á.
Ford-junior A-781
í góðu lagi til sölu. — í
honum er gott útvarp.
Reginn Árnason
Strandgötu 9
TIL SÖLU:
trillubátur með 4 hest-
afla Sólóvél nýlegri. —
Hagkvæmir greiðsluskil-
málar geta komið til
greina. — Veiðafæri geta
fylgt. — Bátur og vél í
góðu lagi.
Uppl. t síma 1312
Herbergi
óskast til Ieigu. — Tilboðum
sé skilað á afgr. Dags, sem
fyrst, merkt „338“
Húsbyggendur
. ..Smíða. hurðir ,glugga ,eld^
húsinnréttingar o. m. fl.
á trésmíðaverkstæði mínu
á Gleráreyrum.
Böðvar Tómasson
Helgamagrastræti 49
Sími 1646
IBUÐ
2-3 herbergi og eldhús vant-
ar. — 3 í heimili.
A. v. á.
Sendiferðabíll
Fordson-sendiferðabíll til
sölu.
A. v. á.
Sá, sem hefði
í huga að selja á næsta vori
sæmilega húsaða jörð eða
jarðarpart, í nærsveitum
Akureyrar, er vinsamlega
beðinn að skrifa í pósthólf
105 Akureyri.
Austin 10 sendlabíll
til sölu nú þegar.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Múrhúðunarnet
Girðinganet
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Stúlka
óskast til heimilisstarfa. —
Sérherbcrgi. — Mikið frí
Uppl. í Löngumýri 13
eða síma 1649
Kuldaúlpur
ALLAR TEGUNDIR
V efnaðarvörudeild
APPELSÍNUR
EPLI
CÍTRÓNUR
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin og útibútn.
RÝMINGARSALA
Hin árlega vetrarútsala verzlunarinnar kefst mánudaginn 17.
þessa mánaðar. — Glæsilegt úrval af góðum vörum
fyrir ótrúlega lágt verð.
Kápur og dragtir........afsl. 15-70%
Fermingarkápur .......... ■
Kvenkjólar .............. ■
Kventöskur .............. ■
Kvenpeysur .............. -
Kvenhattar .............. -
Kvenpils ................ -
Skíðabuxur kvenna ........
Ivvensloppar ............ -
Ivjólaefni .............. ■
Kvenhanzkar ............. -
Kvenskraut............... -
Nælonsokkar ............. -
Nælonblússur ............ -
15-70% Barnahúfur 15%
20-70% Loðkragaefni 15%
20-40% Hvítt gerfiskinn 15%
15-60% Karlmannafrakkar .... .... — 20%
20% Plastregnkápur 20%
20-30% Karlmannaföt 20%
15% Karlmannasokkar 20%
20% Karlmannaskyrtur .... 20%
15% Hálsbindi 20%
15-25% Skjalamöppur 20%
15% Karlmannahanzkar .... 20%
25% Barnasokkar 15%
15% Slæður og treflar 20%
15% Alpahúfur 30%
Athugið að nú er tækifærið til þess að ná í góðar og ódýrar vör-
ur. — Komið meðan úrvalið er mest.
VERZLUN B. LAXDAL
• ■ . " .t 3tt íít9 •xix'íl ítnoaVieiaf