Dagur - 12.01.1955, Blaðsíða 8

Dagur - 12.01.1955, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 12. janúar 1955 Hulunni lyft af leyndardómi blaðgrænunnar Milli jóla og nýjárs skýrði bandaríski prófessorinn Daniel I. Arnon frá því í vísindafélaginu í Berkeley í Kaliforníu, að honum og samstarfsmönnum hans hefði, eftir 6 ára rannsókn, tekizt að mynda kolvetnissambönd (sykur) úr koltvísýringi loftsins og vatni með orku sólarbirtunnar. Ýmsir aðrir hafa fengist við þetta stórmerka rannsóknarefni og lagt til undir- stöðuþekkingu, þótt ekki tækist þeim að leysa málið. Einnig er vitað að geislavirkt kolvetni og fosfór hafa átt mikinn þátt í ráðningu gátunnar, því að með geislavirku efnunum var hægt að fylgjast með atferli frumeindanna í efnabreytingun- mn, miklu betur en áður var fært. Grænn gróður var áður talinn einn um hituna, að geta unnið koltvísýring úr loftinu og breyta ólífrænmn efnum í lífræn. Nú virðist vísindamönn- unmn hafa tekizt þetta, a. m. k. að nokkru leyti. Þeim hefur lánast að tillífa koltvísýring loftsins með blaðgrænukornun- um, alveg einangruðum frá frumum og vefjum. Ýmis fjörefni, virðast eiga þátt í tillífuninni. Hin mikla uppgötvun Daniels Arnons og félaga hans, er fyrsta skrefið til að vinna kolvetnis- sambönd úr loftinu á cfnafræðilegan hátt, án milligöngu gróð- ursins. Það þýðir að takast megi einhvern tíma að vinna mat beinlínis úr loftinu. Draumurinn um „himnabrauð“, að vísu á jarðneskan hátt, getur orðið að veruleika í framtíðinni. Kann- ske eigum við eftir að lifa þau undur? Ingólfur Davíðsson. . Líkara því að leika fyrir suðræna áheyreiiíiiir en norræna Ungversk-ameríski píanó snillingurinn Ervin Laszlo ánægður með móttökurnar hér UngV'ersk-aineríski píanósnill- urinn Ervin Laszlo hafði tónleika í Nýja-Bíó hér í bæ sl. miðviku- dagskvöld við ágæta aðsókn og mikla hrifningu áheyrenda. Var hann óspart klappaður fram á sviðið að tónleikunum löknum, og lauk hann hljómleik- unum með því að leika La Camp- anella eftir Liszt-Paganini af furðulegri tækni. Björgvin Guð- mundsson tónskáld skrifar um hljómleikana annai-s staðar í þessu blaði. Suðrænt „temperament“. Þetta voru einu hljómleikar Laszlo hér á landi, en hann er nú horfinn til Evi-ópu til hljómleika- halds í mörgum stórborgum þar. Laszlo var mjög ánægður með þær móttökur, er hann fékk hjá áheyrendum hér. Hann sagði, í stuttu viðtali við blaðið, að efnis- skrá sú, er hann lék hér, hefði verið ætluð fólki með mikinn músíkþroska og sumt þar væri ekki til þess fallið að vekja al- Kvikmynd um Hitler og Evu Braun Skjaldborgarbíó sýnir um þess- ar mundir merkilega kvikmynd, sem heitir Hitler og Eva. Og leik- arar í myndinni eru Adolf Hitler, Eva Braun, Hermann Göring, Jósef Göbbels, Heinrich Himmler og fleiri dándismenn af því tagi, -þ e. a. s. það eru engir leikarar sem eru í hlutverkunum heldur þessir menn sjálfir. Myndin er gerð úr einkamyndum Hitlers og Evu Braun og systur hennar og úr fréttamyndum frá Hitlerstím- anum. Er mynd þessi sögð lær- dómsrík. menna hrifningu ,t. d. verk Pro- kofiefs, en hér hefðu áheyrendur komið sér þægiiega á óvart og tekið leik sínum með nær því suðrænu „temperamenti“, sem menn ættu naumast von á að fyrirhitta á íslandi. Kemur e. t. v. til íslands í apríl. Ferðin til íslands, en hann kom hér með fiðluleikaranum Isaac Stern, sem hélt hljómleika í Reykjavík, sagði Laszlo að hefði orðið sér til ánægju og taldi hann ekki ósennilegt að hann kæmi hér við á vesturleið í apríl, og héldi þá e. t. v. hljómleika í Reykjavík, en því varð ekki kom- ið við nú, að þeir héldu báðir tón- leika þar að þessu sinni, Laszlo og Stern. Lögreglan segir hér- aðsbannið til bóta Hinn 9. þ. m. var ár liðið síðan lokað var útfengisútsölu hér á Akureyri, er héraðsbannið gekk í gildi. Lögreglan hefur skýrt blaðinu svo frá, að hún telji bannið hafa gefið góða raun og hafi spár um hið gagnstæða ekki rætzt. Telur yfirlögregluþjónn- inn áfengisneyzlu hafa minnkað í bænum og bæjarbrag nú allan annan og betri en meðan áfer.gis- búðin var opin hér daglega. Nú um áramót fjölgar íbúum kaup- staðarins um a. m. k. 600 vegna sameiningar Glerárþorps og bæj- arins, en ekki er talin þörf á að fjölga lögreglumönnum og telur yfirlögregluþjónninn það að þakka bættu ástandi í áfengis- málum, er rekja má til héraðs- bannsins. Sauðárkróksflugvöllur inikil samgöngumiðstöð Sauðárkróki 2. jan. Mikil umferð var um flugvöll- inn hér í dag. Flugvélar komu og fóru. Um 140 farþegar lögðu leið sína um völlinn. Hin nýja milli- landaflugvél Flugfélags íslands lenti hér og flutti 116 manns til Reykjavíkur í tveim ferðum. Voru farþegar þessir sumii úr héraðinu en aðrir fluttir hingað á minni vélum frá Akureyri, Siglufirði og Hólmavík í veg fyr- ir þessa stóru flugvél. Flugvöllurinn hér er um 1500 m. að lengd og breidd flugbrautar er um 55 m. Hann er upplýstur með fullkomnum rafljósum og sá eini utan Reykjavíkur og Kefla- víkur, sem stórar flugvélar geta lent á, enda hefur hann komið að góðum notum þegar þeir vellir hafa verið lokaðir vegna veðurs eða af öðrum ástæðum. Má i því sambandi minna á stóra milli- landaflugvél er lenti hér að nóttu til á sl. vetri, en báðir vellirnir syðra voru þá lokaðir vegna ó- veðurs og vélin að verða benzín- laus, svo að ekki er gott að segja hvernig til hefði tekizt, ef völlur- inn á Sauðárkróki hefði ekki ver- ið fyrir hendi. Þrír flugvitar eru í nágrenni vallarins og auðvelda mjög allt aðflug. Þá eru og tal- stöðvar bæði á afgreiðslu Flug- félagsins inni í bænum og í flug- skýlinu á flugvellinum, svo að tæki til flugþjónustu og flugör- yggis virðast vera í góðu lagi. Á árinu 1954 voru 254 lendingar á vellinum. Farþegar héðan voi’u um 940 og eru þá ótaldir allir þeir, er hingað komu með flugvélum og aðrir, er lögðu leið sína um flugvöllinn. Frá Sparisjóði Svarf- dæla Úr Svarfðarda! 10. jan. Aðalfundur Sparisjóðs Svarf- dæla var nýlega haldinn í Dalvík. Rekstrarafkoma sjóðsins á árinu var góð og er nú varasjóðseign hans orðin rösklega 100 þús. kr. Sparisjóðurinn var stofnaður 1884. Stjórnina skipa nú: Baldvin Jóhansson, útibússtjóri, formað- ur, Stefán Jónsson í Brimnesi, gjaldkeri (framkværndastjóri), og Þórarinn Kr. Eldjárn, hreppstj. að Tjörn, meðstjórnandi. — Stef- án á Brimnesi hefur verið í stjórn sjóðsins samfleytt meira en 30 ár. Af ábyrgðórmönnum sjóðs- ins, sem eru tólf að tölu, má nefna Gísla Jónsson á Hofi, sem var endurskoðandi sjóðsins frá 1906—1951. — Sjóðurinn er gagn- leg stofnun fyrir byggðarlagið. Laugaskólamenn héldu brennu - Jókann Kon- ráðsson skemmti nieð söng Laugum 10. jan. Að gamalli venju minntust nemendur og kennarar Héraðs- skólans að Laugum þrettánda- kvölds jóla með sameiginlegu kaffisamsæti í hátíðasal skólans. Þá var og um leið minnzt þess, að nemendur voru allir farsællega komnir úr jólaleyfi sínu. Undir borðum var skemmt með upp- lestri og sameiginlegum söng. Þá var sú nýbreytni á höfð, að Jó- hann Konráðsson söngmaður frá Akureyri var fenginn til þess að koma í skólann. Söng hann fyrir samsætið við mikinn fögnuð áheyrenda. Þóroddur Jónsson, læknir á Bi’eiðumýri, lék undir. Að samsæti loknu hófst brenna mikil og fögur, sem nemendur efndu til og höfðu undirbúið. Veður var hið fegursta, en þó lágskýjað, svo að flugeldar, sem skotið var, nutu sín ekki sem skyldi. Að söngnum loknum í Héraðs- skólanum gengu þeir Jóhann og Þóroddur suður í Húsmæðraskól- ann og söng Jóhann nokkur lög fyrir skólastjóra, kennslukonur og nemendur. Var honum þar forkunnar vel fagnað. Var söng- maðurinn síðan kvaddur með miklu þakklæti fyrir ógleyman- lega skemmtun í báðum skólum. Vegur milli Lauga og Akureyrar var sem um sumardag að lokn- um hlákum eftir áramótin. Beituskortur í Húsavík - góður afli þegar á sjó er farið Húsavík 11. janúar. Ágætur afli hefur verið á mið- en sjór lítt stundaður vegna beituleysis. Eru horfur á að róðr- um Húsvíkinga að undanförnu, ar leggist niður af þessum sökum innan skamms, verði ekki úr bætt. — Nýlegar kaus bæjar- stjórn kaupstaðarins þriggja manna nefnd til þess að taka þátt í samningum, ásamt öðrum bæj- arfélögum, um félagsskap um togaraútgerð. í nefndinni eiga sæti: Karl Kristjánsson alþm., Ari Kristinsson sýsluskrifari og Jóhann Hermannsson bæjarfull- trúi. —o— Um áramóíin lét Bjarni Bene- diktsson póstafgreiðslumaður í Húsavík af því embætti eftir ára- tuga langa þjónustu. Bjarni hef- ur starfað í hálfa öld að póstaf- gi-eiðslu, því að hann hóf að starfa við bréfhirðingu hjá föður sínum á Grenjaðarstað árið 1896, en lengst af hefur hann verið póstafgreiðslumaður í Húsavík. Við starfinu tók Friðþjófur Páls- son símstjóri og jafnframt flutti póstafgreiðslan í hið nýja póst- og símahús, sem í smíðum er gegnt samkomuhúsi bæjarins. En byggingunni er hvergi nærri lok- ið enn og er síminn enn til húsa á gömlu símstöðinni. Karlakórinn Þrymur hélt söng- skemmtun 7. þ .m., söngstj. Sig- urður Sigurjónsson. Húsið var i fullskipað og var kór og söng- stjóra óspart klappað lof í lófa. Finnst mörgum Húsvíkingum að þessi ágæti karlakór mætti oftar láta til sín heyra. Snoddas í f jár Sænski vísnasöngvarinn Snoddas (Gustaf Nordgren) — frægur á fslandi og í Svíþjóð — er orðinn átakanlega blankur, segja nýkomin Norðurlanda- blöð, og getur ekki borgað skattinn sinn. Til þess að full- nægja kröfum skattayfirvalda var annar bíllinn hans — en slíltir snillingar eiga tvo bíla — seldur á nauoungaruppboði. Og svo rignir skuldakröfum yfir Snoddas. m. a. frá umboðs- manni hans fyrrv., — fræg- um hér af tilraun til að koma Snoddas á svíð Þjóðleikhússins — sem íelur vangoldin um- boðslaun tugi þúsunda króna. Annars er upplýst, að þótt Snoddas skorti kontanfa um áramóíin eins og fleiri, sé hann enginn hreppsómagi. Hann á bíl, sem fyrr segir, og húseign nolckra, og svo hafði karl forsjá til að tryggja sig þannig, að hann fær 509 sv. kr. á mánuði cftir að hann er orðinn 55 ára, og er begar búinn að borga 4500Ö sv. kr. í þú tryggingu. Annars segja sænsk blöð að Snoddas hafi ekkcrt vit á pen- ingum, og ausi þeim út á báða bóga Það fylgir sögrnn þessum, að sænskum almenningi þyki enn gaman að hlusta á Snoddas. Nú er ijósadýrðin dofnuð Á föstudagsmorgun var hafizt handa um að taka niður Ijósaskreyt- mgarnar í bænum og öll jólatrén. Hurfu þá norska tréð á Ráðhús- torgi, fallegt jólatré, sem KEA lét setja upp á Kaupvangstorgi og jólastjömur í götum, svo og öll jólatrén, er Fegrunarfélagið lét setja upp víðs vegar um bæinn, þ. á. m. þessi fallegu tré tvö við kirkjuna, en þannig leit kirkjan út á jólum, og var bjart og fallegt að horfa upp til hennar úr miðbæmnn. — (Ljósmynd: Gísli Ólafsson).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.