Dagur - 16.02.1955, Blaðsíða 2
2
D AGUR
Miðvikudaginn 16. febrúar 1955
Viðla! við prófessorsson frá Kiel, sem
ætlar sð gerasl bóndi á Islandi
Um jólin dvakli hér á Akureyri
þýzk-íslenzkur piltur, að nafni
Dietrich Kuhn frá Kiel í Norður-
Þýzkalandi. Faðir hans er Hans
Kuhn, prófessor í norrænum
fræðum við háskólann í Kiel, en
hafði áður verið við háskólann í
Leipzig, sem nú er á hernáms-
svæði Rússa, og lýtur stjóm
kommúnista. Þaðan flýði hann í
stríðslokin ásamt hinni íslenzk-
ættuðu konu sinni til íslands og
hjó hér í grennd við Akureyri
um tíma.
Þegar ró komst aftur á í
Þýzkalandi fór prófessor Hans
Kuhn aftur til síns heimalands,
en einn sonur hans tók slíku ást-
fóstri við landið, að hann kom
upp aftdr, situr nú að bænda-
skólanum á Hólum, og hyggst
gerast bóndi á íslandi.
Síðan hefur Dagur notað tæki-
færið og átt stutt samtal við Die-
trich, eða Diðrik, eins og hann
var kallaður hér í barnaskólanum
þann tíma, sem hann var hér á
Akureyri. Fer samtal þetta hér á
eftir.
— Jæja, Diðrik, hver var nú
helzta ástæðan fyrir því, að þið
komuð upp til íslands í stiíðs-
lokin?
Við flýðum Rússa — komumst
rétt undan með allra síðustu lest
— um leið og/ Bandaríkjaitienn
yfirgáfu borgina. — samkvæmt
samningum við Rússa — en eftir
þeim samningum áttu Rússar að
fá allt Saxland, þó að Banda-
ríkjamenn hefðu lagt það undir
sig.
— En hver var ástæðan fyrir
því, að þið vilduð heldur láta
Bandaríkjamenn hernema borg-
ina heldur en Rússa?
Fyrst og frernst vegna slæmrar
meðferðar Rússa.
— En hvað vilt þú segja okkur
um hag almennings í Þýzkalandi?
Hagurinn má kallast góður í
Vestur-Þýzkalandi, þegar frá er
skilið nokkuð atvinnuleysi, sem
komið er af utanaðkomandi
áhrifum, þ. e. a. s. hinum mikla
flóttamannastraum frá Austur-
Evrópuríkjunum.
Hagur almennings í Austur-
Þýzkalandi er aftur á móti mun
verri — fyrst og fremst vegna
lágra launa. Sums staðar hrökkva
launin varla til þess að kaupa
skömmtunarseðla og er þar einn-
ig mjög mikill skortur á venju-
legum nauðsynjavörum.
— Hvað vcldur þá þessum
ósköpum?
Til dæmis má nefna, að Rússar
hafa rifið niður þeirra fáu verk-
smiðjur og flutt þær heim til
Rússlands sem stríðsskaðabætur.
— Heldurðu, að stjórn komm-
únista sé vinsæl af öllum al-
menningi?
Nei, segir Diðrik, áreiðanlega
ekki. Mönnum er bannað að
gagnrýna stjórnina, og þar er
fylgst vel með „óstýrilátum þegn-
um“ eins og nazistatímabilinu.
Allir eru látnir hvcrfa, sem gagn-
rýna kommúnista.
Þetta er nokkuð, sem hallelúja-
samkundur kommúnista hér á
landi mættu taka til athugunar,
þegar hæst er talað um frelsi og
mannréttindi.
— Hvað segir þú um 99% fylgi
kommúnista austan línunnar. en
tæplega 1% vestan?
Það hlýtur að liggja í augum
uppi, hvað hér er á ferðum. Þar
er aðeins einn flokkur leyfður og
allir skyldugir til að kjósa.
Grotewohl og Pieck eru ekki
annað en verkfæri valdhafanna í
Diðrik Kuhn.
Moskvu og framkvæma skipanir
þeirrar
— En hvað vildir þú. sfigia tnn
Saarmálið og hina margumtöluðu
Parísarsamninga?
X Saarmálinu fer það líka þann-
ig ,að báðir aðiljar verða að gefa'
eitthvað 'eftir, -fil’þéssf að feam-
komulag náist.
Um Parísarsamningana er það
að segja, að nú eru.Þjóðverjar og
Frákkár koiúnir Téitt hernaðar-
bandalag —nú vígbúast þeir ekki
hypr jgeg’n öðrum, heldur standa
saman, og er það mikilvægast. —
Annars hefur verið talað svo
mikið um þessa samninga nú
undanfarið, að þar er litlu við að
bæta.
— Heldur þú, að einhver sann-
leikur sé falinn í þeim fullyrðing-
um kommúnista, að Konrad
Adenauer sé gamall nazisti eða
hlynntur þeim?
Eg hef sjálfur heyrt og séð
Adenauer tala og mér er vel
kunnugt um stefnu hans. Hann
hefur alla tíð barizt gegn nazist-
um: Hann var settur frá öllum
völdum, þegar nazistar komu til
valda — hann er einn hatramm-
asti andstæðingur kommúnista í
Þýzkalandi og velur sér sam-
starfsmenn sína í Bonn eftir þvi.
— Jæja, Diðrik, hvað er það,
sem þú telur landbúnaði á fslandi
til gildis, svo að við förum út í
aðra sálma?
Þar má minnast á frjálsræðið,
sem kemur fram í því, að þar er
bóndinn konungur í sínu ríki —
getur verið sjálfstæður í orði og
verki.
— Þú myndir þá ekki vera
hrifinn af svokölluðum sam-
yrkjubúum?
Nei, eg myndi ekki kjósa slíkt
— annað er það, að hér eru mikl-
ir ræktunarmöguleikar — marg-
fait meiri en í Þýzkalandi, þar
sem svo að segja hver skiki er
ræktaður og þaulsetinn.
— Hvar vildirðu helzt búa?
Eg held í Eyjafirði. þar er mjög
fallegt og gott að eiga heima. Eg
hef verið nokkurn tíma suður í
Biskupstungum og þar er ágætt
að vera, en hér fyrir norðan er
fallegra.
Einnig held eg, að það sé létt-
ara að búa hér en í Þýzkalandi.
— Og hvers vegna þá helzt?
Þar er tvímælalaust minna
frelsi til að vinna að eigin fram-
kvæmdum heldur en hér á landi.
— En hvað um, að íslenzkur
landbúnaður geti orðið sam-
keppnisfær við erlendan land-
búnað?
Líklega er hann heldur ein-
hæfur enn, til þess að til slíks
geti komið, en það getur komið
til mála í framtíðinni, svo að til
útflutnings geti komið á land-
búnaðarafurðum. Til dæmis er
kornrækt undirstaðá fyrir rækt-
un góðra alisv-ína, en hvort
tveggja er enn á byrjunarstigi
hér á landi.
— Hvernig líkar þér námið á
Hólum.
Ágætlega, félagarnir eru ágæt-
ir og við fáum þar, að mínu áliti,
mjög góða undirstöðu með nám-
inu þar, enda skilyrðin ágæt og
námið má þar að auki kallast
ódýrt. Hér er hægt að ná prófi úr
bændaskóla allmikið fyrr en í
Þýzkalandi.
— Hvernig lízt þér á stúlkum-
ar okkar?
Ágætlega.
— Hvernig kantu við þig hér
á Akureyri?
Hér líkar mér svo vel, að mér
finnst eg vera heima, þegar eg
!kem híþga^i' j/,’y j • j y
— Er það þá nokkuð sérstakt,
sem þií vildir taká' fi'am um Iand-
búnáð á íslandi — framtíð þíns
ágæta lands, sem þú ætlar nú að
yfirgefa — eða þá eitthvað ann-
að?
Nei, eg held ekki. Eg sendi öll-
um landsmönnum niínar beztu
óskir um „Prosit Neujahr“.
Þá ljúkum við þessu samtali
við hinn tvítuga pilt, sem kominn
er frá Þýzkalandi til að rækta ís-
lenzka jörð. Ætlar að gerast ís-
lendingur og búa hér til æviloka.
Við óskum honum góðrar ferð-
ar „Heim að Hólum“ og þökkum
honum fyrir komuna.
H.
Sjúkraflugvélasjóði
berst gjöf
Kvenfélag Alþýðuflokksins á
Akureyri hefur nýlega gefið í
Sjúkraflugvélasjóð Rauðakross
ins kr. 2000.00.
Höfum núna
meðal annars:
Pottaplöntur
Árakaríur
Áralíur
Rússneskan vínvið
Stjörnu vínvið
ásamt afskornum blóm-
um, sem við fáum
daglega.
Blómabúð KEA.
NÁMSKEIÐ í VARÐBORG
/ flugniodelsiníði fyrir 12 ára og eldri. Hefst mánu-
daginn 21. þ. m. kl. 8 e. h. ef næg þátttaka fæst.
/ hjálp í viðlögum og hrunavörnum. Væntanlegir
nemendur komi til viðtals mánudaginn 21. þ. nx. ld. 6
e. h. Námskeiðið er ókeypis fyrir alla.
Framhaldsnámskeið í útvarpsvirkjun hefst föstudag-
inn 18. þ. m. kl. 8 e. h. í samráði við væntanlega nem-
endur verða ath. möguleikar á að koma á radio arnotör
prófi.
Framhaldsnámskeið í leirmótun hefst fimmtudaginn
17. þ. m. ld. 8 e. h. Enn þá geta nokkrir nemendur
komizt þar að.
Væntanlegir nemendur geta látið skrifa sig í síma
1481 milli kl. 5 og 7 síðdegis og þar eru einnig gefnar
allar upplýsingar um námskeiðin.
Æskulý ðsheimilið í Varðborg.
Bolludagurinn
er næstkonxandi mánudag. Þá fáið þér beztar bollur í
Brauðbúð K.E.A. og útibúunum, sem verða opin frá kl.
7 f. h. — Sunnudaginn fyrir bolludaginn verður brauð-
búð vor í Elafnarstræti 95 opin frá kl. 10 f. h. til kl. 4
eftir hádegi.
U tsalan
■ •• » p', m
heldur.áfra’m í nokkra daga enn þá. Nýjar vörur daglega.
Kjólaefni frá kr. 29.00 pr m. — Barnafatnaður í mildu
úrvali. — Undirkjólar — Náttkjólar — Taft og Tyll í
mörgum litum. — Mjög ódýrar snyrtivörur nýkomnar.
"í M ARK AÐURINN
Geislagötu 5. — Sími 1261.
RAFVIRKJAR!
Aðalfundur Rafvirkjafélags Akureyrar verður haldinn
sunnudaginn 20. þ. m. að Hótel KEA (Rotarysal) og
hefst kl. 1.30 e. h.
STJÓRNIN.
BIFREIÐASTJÓRAR
IIÖFUAI ÁGÆT SÆNSK UMFERÐAR-
og SNJÓBIRTUGLERAUGU.
Véla- og búsáhaldadeild
JÖRÐIN MEÐALHEIMUR
á Svalbarðsströnd
er til sölu. Fylgt geta 18 kýr, vélar og verkfæri til
búreksturs. Upplýsingar gefur cigandi jarðarinnar
JÓN LAXDAL.