Dagur - 16.02.1955, Blaðsíða 8

Dagur - 16.02.1955, Blaðsíða 8
8 Bagum Miðvikudagimi 16. febrúar 1955 Verkfallið á kaupskipunum veldur ein- Ýtur ryðja bílum veg angrun og erfiðleikum Verkfallið á kaupskipaflotanum hefur þegar valdið margvíslegum erfiðleikum fyrir fólkið í strjál- býlinu, cg eru horfur versnandi ef lengur dregst að siglingar komist í eðlilegt horf. Verzlunarstaðirnir á norðaust- urfiorni landsins hafa tekið það ráð, að leigja smáskip til að flytja nauðsynjavarning frá Keykjavík. Vélskipið Helgi Helgason flutti nýlega fóðurvörur og fleiri nauðsynjar til Vopnafjarðar, Raufarhafnar og Borgarfjarðar, og er um þessar mundir að flytja annan farm til Húsavíkur. Þá hefur Snæfell ,skip Útgerðarfé- lags KEA, flutt vörur hingað, og fer vöruflutningaferð til Austur- landshafna á morgun, og bætir það allmjög úr vandræðum manna þar. Prestshúsið að Mæli- felli skemmdist af eldi Um hádegi sl. mánudag kom upp eldur í prestsbústaðnum að Mælifelli í Skagafii-ði. Er þetta tveggja hæða steinhús með tímb- urinnréttingu. Eldurinn kviknaði í miðstöðvarherbei'gi í kjallara. Presturinn, séra Bjartmar Krist- jánsson.frá Tjörnum í Eyjafirði, gat náð til Sauðárkróks í síma. og beðið um aðstoð. Fór slökkviliðið á vettvang og tó'kst því að slökkva eldinn eftir nokkra við- ureign. Slökkviliðið var ekki nema tæpa klst. að aka 4Q, km. leið til Mælifells, og er vel af sér vikið, því að hálka var og færi erfitt. Er talið að húsið hefði brunnið ef slökkviliðið hefði ekki náð svo skjótt fram. Heimamenn báru innbú út úr húsinu og höfðu bjargað því verðmætasta, er slökkviliðsmenn bar að. Húsið skeanmdist talsvert af eldi og vatni, og er ekki íbúðarfært fyrr en viðgerð hefur farið fram. Hús- munir skemmdust og nokkuð. Einangrunin. Þótt þannig hafi tekizt að forða skorti á helztu nauðsynjum til þessa, veldur verkfallið margvís- legum erfiðleikum fyrir þessar byggðir. Þær eru einangraðri en nokkru sinni fyrr á seinni árum. Póstur berst ekki langtímum saman. Vekur það furðu manna og gremju á þessum slóðum, að svo er að sjá, sem póststjórnin haldi að sér höndum og geri eng- ar sérstakar ráðstafanir til að koma pósti áleiðis, þegar reglu- legar strandferðir bregðast. Virð- ast þó möguleikar að koma pósti með sjóbílum og smáflugvélum til sumra þessara staða a. m. k. Þetta sinnuleysi veldur von- brigðum. Verkfall enn. Matsveinaverkfallið heldu; enn áfram. Geta 20—30 menn því haldið miklum hluta landsbyggð- arinnar í úlfakreppu með kjara- bótakröfum sínum. Vígahnöttur yfir bæn- um s. 1. miðvikudag? Kona hér í bænum hefur skýrt blaðinu svo frá, að hún og vinkona hennar hafi séð vígahuött eða annað sérkenni- legt Ijósfyrirbæri þeytast hér yfir bæinn kl. 6,10 e. h. síðastl. miðvikudag. Konurnar voru staddar í miðbænum, sáu Ijós- hnött, sem dró ljósrák á eftir sér, þeytast yfir bæiim. Virtist koma úsr norðvestri og fara suður og austur yfir bæinn, yfir suðurbrekkur og 'hverfa sýn- um þar. Þetta viriist ekki stór hlutur, og ekki fara ákaflega hart. Ekki hefur blaðið frétt um að fleiri hafi séð fyrirbæri þetta en konumar, sem fyrr getur, en þær eru: Steinunn Jóhannesdóttir og Pála Bjöms- dóttir, og vinna á saumastofu B. Laxdals. Björn BaSdursson varð íslands- meistari í skautahlaupi Björn Baldursson frá Skauta- félagi Akureyrar varð íslands- meistari í skautahaupi á íslands- mótinu, sem fram fór í Reykjavík um sl.'helgi. En áður hafði Björn unnið titilinn skautameistari Ak- ureyrar. Héðan frá Akureyri fór fjögra manna sveit til keppninn- ar, undir fararstjórn Jóns D. Ár- mannssonar, og stóðu Akureyr- ingar sig vel og Björn þó bezt, sem fyrr segir og kom heim með meistaratignina og er vel að henni kominn. Úrslitin urðu þessi í einsíök- um greinum: - skemmdir á húsi og tæ 500 metrar: 1. Björn Baldursson A. 50.2 sek. 2. Hjalti Þorsteinsson A. 52.0 sek. 3. Jón R. Einarsson R. 53.6 sek. 4. Guðl. Baldursson A. 53.7 sek. 1500 metrar: 1. Þorst. Steingr.s. R. 2.53.7 mín. 2. Björn Baldursson A. 2.55.4 mín. 3. Jón R. Einarsson R. 3.06.6 mín. 4. Ing. Ármannsson A. 3.03.8 mín. 3000 metrar: 1. Björn Baldursson A. 5.49.2 mín. (Nýtt íslenzkt’met). 2. Þorst. Steingr.s. R. 5 50 1 mín. 3. Jón R. Einarsson R. 6.18.5 mín. 4. Ing. Ármannsson A. 6 19.7 mín. 5000 metrar: 1. Björn Baldurss. A. 10.30.4 mín. 2. Þorst. Steingr.s. R. 10.35.1 mín. 3. Jón R. Einarss. R. 10.59.1 mín. 4. Ing. Ármannss. A. 11.02.7 mín. Stig fjögurra efstu manna móts- ins urðu sem hér segir: 1. Björn Baldursson 229.906 2. Þorst. Steingrímsson 236.601 3. Jón R. Einarsson 243.793 4. Ingólfur Ármannsson 246.719 í 5. sæti var Guðlaugur Bald- ursson og Kristján Árnason í 7. Skautafélag Reykjavíkur sá um mótið og var Aikureyringunum vel fagr.að syðra og kvaddir í hófi, sem haldið var að loknu mótinu. Búið er að ryðja snjó af vcginum til Dalvíkur og er akfæri gott síð- an. Á sunnudaginn voru 3 ýtur að verki á veginum hér vestan við fjörðinn og er myndin hér að ofan tekin á Moldhaugnahálsi, er ýta var að brjóta bílum léið, er þar voru fastir. Voru þarna m. a. á ferð bílar, sem fluttu karfa úr togurunum til fiskimjölsverksm. í Dalvílt. Axel Schiöth 85 ára Sl. mánudag varð Axel Schiöth bakarameistari hér í bæ 85 ára. Hann hefur dvalið hér nær alla sína löngu ævi, því að hann kom hér barn að aldri með foreldrum sinum og bjó hér alla tíð síðan. Schiöth hefur löngum verið í hópi kunnustú athafnamanna liér um slóðir, auk reksturs brauð- gerðar og verzlunarstarfa, var hann mikill ræktunarmaður og framarlega í samtökum. iðnaðar- manna. Hann hefur átt við mikla vanheilsu að stríða hin seinni ár, en áhuginn og kappið er enn hið sama og fyrr og hefur hann borið veikindi sín af rnikilli karl- mennsku. Axel Schiöth er giftur Margréti Schiöth, sem Akureyri kaus heiðursborgara fyrir nokkr- um árum fyrir umönnun I.ysti- garðsins. Næsti Bændaklúbbs- fmiíkir Næsti fundur Bændaklúbbs- ins verður þriðjd. 22. febrúar Þórir Baldvinss., Teiknistofu Iandbúnaðaríns, mun mæta á fundinum, ef flugveður leyf- ir, og hafa framsögu mn byggingamál í sveitum. Giiðrún Kristins- Sanikomulag om nefiid- irkosningar í gær var kosið í nefndir og embætti 'í bæjarstjórn og var samkom.ulag um kosninguna, þannig .að skipun nefnda er að mestu óbreytt. Þó skiptu ÞjóS- vamarmenn og Alþýðufi. um sæti í s-umuiri nefndum, og var það samkomulag. Foraeti fcæjar- stjórnar var endurkjörinn Þorst. M. Jónss.on, og hlaut hann atkv. allra bæjarfulltrúa, 11. Varafor- seti var kosinn Jón G. Sólnes. og 2. varaforseti Steindór Steindórs- son, Marteinn Sigui'ðsson tekur sæti í bæjarráði í stað Steindórs Steindórssonar, og Kristjörg Dúadóttir í framfærslunefnd í stað Svövu Skaptadóttu.r. Aðrar tilfærslur voru minniháttar. -— píanotóiileika á Sóknarnefnd Akure tnr sera Frk. Guðrún Kristinsdóttir pí- ar.óleikari heldur hljómleika hér á morgun á vegum Tónlistarfél. Akureyrar. Að undánförnu hefur hún haldið hljómleika í Reykja- vík og Hafnarfiroi og hlotið þar mjög lofsanilega dóma tónlistai'- gagnrýnenda Reykjavíkuvblað- anna. Áður er getið hér í blaðinu ummæla Kaupmannahafnarblaða um leik hennar, en þeir voru sér- lega lofsamlegir. Slökkviliðið með nýja háþrýstislökkvibílinn við málningaverkstæði BSA-verkstæðis síðastliðinn mánudag. Laust fyrir kl. 1 sl. mánudag varð eldur laus á málningarverk- ' stæði BSA-verkstæðis hér í ' bænum, en það er til húsa í timb- ' urhúsi með járnþaki við Strand- götu neðanverða. Eldurinn kom upp í afþiljuðum kompum yfir verkstæðinu, og er talið. að kviknað hafi frá rafmagni. — Komst eldur í þakið og í veggi. Slökkvilið bæjarins kom á vett- vang og slökkti eldinn. Urðu skernmdir á húsi og tækjum, að- allega af vatni. Þá skemmdist bíll, sem var á verkstæðinu, en öorum tókst að forða óskemmd- um að kalla. í gærmorgun varð enn vart við eld í tróði í þaki hússins, og kom slökkviliðið og slökkti á ný. Friðrik J. Á 64. afmælisdegi séra Friðriks J. Rafnars vígslubiskups og fyrrv. sóknarprests hér sl. mánu- dag, gekk Sóknamefnd Akureyr- ar og sóknarprestamir á fund hans í hinu nýja húsi hans í Glerárþorpi, færði honum fjár- upphæð frá sóknarbörnum hans í prestakallinu, og skrautritað ávarp, skinnbundið, þar sem hon- um « þökkuð dyggilega ur;nin og blessunarrík þjónusta hér um langan aldur. Formaður sóknarnefndar. Jón Þorsteinsson kennari, afb.enti gjöfina og flutti vígslubiskups- hjónunum ávarp við þetta tæki- færi, en séra Friðrik þakkaði heiður og vinsemd Akureyi'ingar munu samfagna listakonunni með bessa sigra á listabrautmni og bíða með eftir- væntingu að hlýða á leik hannar á morgun. Á hljómleikunum á morgun mun Guðrún leika þessi -verk: Fantasíu í c-moll og fantasíu og fúgu í a-moll eftir Bach. sónötu í D-dúr eftir Mozart, sónötu í f- moll eftir Bartok, BaPade í f- moll eftir Chopin og tvö " ítil verk eftir Debussy.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.