Dagur - 16.02.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 16. febrúar 1955
D AGUR
- Frá Félagsráðsfundi KEA s.l. mánudag
(Framhald af 1. síðu).
þvottur fer fram á ullarþvotta-
stöð SÍS hér á Akureyri.
Aukin nijólkurframleiðsla.
Jakob Frímannsson upplýsti í
ræðu sinni, að mjólkurfram-
leiðslan í héraðinu á sl. ári hefði
enn aukizt um 10V2% og hefði
innvegin mjólk til Mjólkursam-
lagsins orðið 9.572.796 Itr. í árs-
lok höfðu mjólkurframleiðendur
fengið útborgað fyrir mjólk inn-
lagða á árinu um kr 16(4 milljón
króna og er það 172 aurar á
hvern lítra að meðaltali. Meðal-
fita mjólkurinn var 3.601%. Af
móttekinni mjólk fór 75.34% til
vinnslu.
Framleiðsla sjávarafurða.
Hraðfrystihús félagsins í Dal-
vík og Hrísey framleiddu til út-
flutnings 1.3 millj. lbs. af fiski, en
saltfiskframleiðsla á vegum fé
lagsins varð 470 lestir, skreið 40
lestir og fiskimjöl 300 lestir. Síld
arsöltun varð lítil vegna veiði-
brests. Á árinu kom félagið upp
fiskmóttöku og verkunarstöð fyr
ir fisksölu til bæjarins, er kjöt
búðin annast.
Verklegar framkvæmdir.
Af verklegum framkvæmdum
á sl. ári, taldi fórstjórinn þessar
helztar: Reist var íbúðarhú&fyr-
ir starfsfólk við gi'óííuí-hús fé-
lágsins að Brúnalaug og bætt við
einu gróðurhúsi þar. Lokið var
byggíngu '' ‘ verzlúnarhúss að
Hauganesi og opnað útibú þar
september. Lokið var byggingu
útibús í Grænumýri á Akureyri
Hafin var bygging fjárskýlis við
sláturhúsið á Oddeyri og unnið
að innréttingu á búðum nýja
verzlunarhússins í Dalvík og
verður flutt í búðirnar í sumar.
Næstu verkefni.
í ræðu sinni benti Jakob Frí-
mannsson á, að fyrirtæki eins og
KEA væri nauðsyn að hafa með
höndum margvíslegar fram-
kvæmdir á ári hverju og festa í
þeim verulegt fé, ef ekki ætti að
vera um afturför að ræða hjá fé-
laginu. Taldi hann óhjákvæmi-
legt að félagið réðist í ýmsar slík-
ar framkvæmdir á þessu ári og
nefndi m. a. þessar: Stækkim
írystihússins á Akureyri. Hin
stóraukna sláturfjártala hefur
það í för með sér að skortur er á
geymslurúmi fyrir kjötið. Verð-
ur óhjákvæmilegt að stækka
kjötgeymslurnar á þessu ári. Þá
er nauðsynlegt fyrir félagið að
óyggja beinamjölsverksiniðju í
Hrísey í sambandi við hrað-
frystihússreksturinn þar. Hefur
fiskúrgangur verið fluttur til
verksmiðjunnar í Dalvík, en það
er of kostnaðarsamt og erfitt. Þá
er eigi unnt að draga lengur að
hefja byggingu verzlunarhúss í
Glerárþorpi. Ýmislegt fleira hef-
ur félagið til athugunar af fram-
kvæmdamálum.
Aukin viðskipti.
Forstjórinn sagði, að félagið
hefði átt því láni að fagna, að
verzlun þess og viðskipti hefði
farið vaxandi á undanförnum ár-
um. Skuldir hafa ekki myndast,
en innstæður hafa farið minnk-
andi vegna aukinna framkvæmda
og mikillar fjárfestingar, einkum
meðal bænda. Eigi að síður taldi
hann ástæðu til að vona, að fé-
lagsmenn gætu á næstu árum
lagt til fé til verklegra framkv.
Minnti hann á, að það fé, sem
menn ávaxta hjá félaginu, í
reikningum, innlánsdeild og
stofnsjóði, er notað til þess að
byggja upp og efla starfsemi fé-
lagsins og atvinnurekstur, en sú
starfsemi öll er héraðsbúum og
bæjarmönnum hin mikilvægasta
stoð til efnalegs sjálfstæðis og
undirstaða velmegunar byggðar-
innar í framtíðirini.
Onnur mál.
Meðal annarra málefna, sem
rædd voru á fundinum, var til-
laga sú, er fram kom á síðasta
Mjólkursamlagsfundi um breytt
stjórnarfyrirkomulag samlagsins
— Flutningsmaður tillögunnar,
Hólmgeir Þorsteinsson frá
Hrafnagili, taldi megintilgang
breytingarinnar að skipa nefnd,
er fylgdist með rekstri samlagsins
og miðlaði framleiðendum sem
gleggstum upplýsingum um rekst
urinn á hyerjym tímg. Stjórn
KEA og mjólkursamlagsstjóri
tö|dyt‘ stjórnarfyrirkomu-
íag ekki ti/bóta. Tillagan verður
•ráedd' á déildafundúm og síðan
tekin fyrir á aðalfundi. Félags-
ráðsfundur gerði ekki ályktun í
málinu.
Ýmis önritir mál bar á góma á
fundinum. M. a. kom fram, að
Glerárþorpsdeild óskar ekki að
sameinast Akureyrardeild, þótt
þorpið sé nú hluti kaupstaðarins
heldur vill starfa áfram sem
sjálfstæð deild og nefnast Glerár
deild.
Fundinn sóttu fulltrúar frá öll-
um félagsdeildum nema Mý-
vatnsdeild, Grímseyjardeild og
Akradeild í Skagafirði.
Fundarstjóri var Marinó Þor
steinsson bóndi í Engihlíð, vara
fundarstj. Kristján E. Kristjáns
son á Hellu, en fundarritarar þeir
Gestur Vilhjálmsson á Bakka og
Ármann Dalmannsson, Akureyri
(Framhald af 4. síðu).
inn frammi á ísnum. Það kemur í
Ijós á svona dögum, að hér eru
margir góðir á skautum. Virðu-
legir borgarar, sem sýnast vera
jungir á sér á hálkunni á götun-
um, svífa léttilega á skautum
fram hjá Torfunefi og skeiða
langt austur Poll. Menn geta
komið hver öðrum á óvart þar
frammi, er þeir taka léttilega
kúnstspor og dansa hringi í svell-
inu. Svoleiðis fimleika gera góð-
borgararnir á Akureyri ekki að
jafnaði. En tíðarfarið og skauta-
svellið rifjar upp bernskuminn-
ingar þeirra, sem hér eru upp-
aldir. Og það kemur í Ijós, að
margir luma á skautum og skóm,
iótt þeir leggi lítið fyrir sig
íþróttir að jafnaði. Unga fólkið
er þó að sjálfsögðu í meirihluta.
Meðal þess eru líka afbragðs
skautamenn. Sumir þessara ungu
manna hafa hrifið skautaíbrótt-
ina á ný upp úr doða og deyfð.
Þeir hafa sýnt og sannað, að hér
eru skilyrði til að þjálfa skauta-
meistara betri en víðast annaars
staðar. Þeir hafa svo lagt land
undir fót, háð keppni í öðrum
landshluta og borið sigur af
hólmi. Heill sé þeim og heiður!
SKAUTASVELLIN í kyrrviðr-
um vetrarins eru sérkenni okkar
byggðar. Það er vel ,að fólkið
kann enn að meta þau. Og von
andi verður jafnan margt af glað-
væru fólki á skautum hér á Poll-
inum meðan norðurljós og tungl-
bjarmi leika á glitrandi fjalla-
hringnum umhverfis okkur.
SAPA HINNA VANDLATU
v FOKDREIFAR
□ Rún 59552167 — 1.: Atg.:
I. O. O. F. 2 — 1342188(4 —
Mcssað í Akureyrarkirkju n.k.
sunnudag kl. 2 e. h. Sunnudagur
í föstuinngangi Sálmar: 106. 274,
142, 203 og 330. — K. R.
Möðruvallakl.prestakall. Mess-
að á Bægisá sunnud. 20. febrúar
og á Möðruvöllum sunnud 27.
febrúar kl. 2 e. h.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband að Möðru-
völlum í Hörgárdal ungfrú Val
gerður Árnadóttr húsmæðra-
kennari og Vésteinn Guðmunds-
son framkvæmdastj. á Hjalteyri.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju er á sunnudaginn kemur
kl. 10.30 e. h. — 5—6 ára bcrn í
kapellunni, 7—13 ára börn í
kirkjunni. — Æskulýðsblaðið
kemur út. Mætið stundvíslega.
Fundur hjá drengja-
deildinni á sunnu-
daginn í kapellunni.
(Akurfaxasveit og
Birkibeinasveit).
Á mánudaginn fengust fyrstu
rauðmagarnir á þcssu ári í net
út með fjörunum hjá Hauga-
nesi. Munu menn almennt
hefja rauðmagaveiði á næst-
unni. Verður vonandi ckki
langt að bíða að rauðmaginn
komi á markað hér.
Spurningasamkoma verður að
Sjónarhæð sunriudaginn 20. þ. m.
kl. 5 e. h. Kíönrium ér boðið helzt
að senda skriflegar spurningar að
Sjónarhæð fyrirfram eða að bera
þær upp á samkomunni. Þær
mega vera um allt, sem við kem-
ur biblíunni, andlegum málum
eða siðferðislegum. — Arthur
Gook. .
Aðalfundur Rafvirkjafélagsins
er áð'Hótél KEA á surinudaginn
kl. 1.30 e. h.
Fimmtug varð frú Karólína
Jósefsdóttir, Holtagötu 2 hér í
bæ, 5. febrúar síðastl.
Vantar íbúð nú þegar eða þá í vor. A. v. á. Til nýja sjúkrahússins. Áheit frá Gísla Steingrímssyni kr. 1000.00. — Áheit frá H. S. kr. 100.0.. — Áheit frá Soffíu Þórð- ardóttur kr. 500.00. — Gjöf frá N. N. kr. 500.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson.
Nýkomin: Hin marg eftirspurðu SLÖNGU-ARMBÖND ásamt fjölmörgu nýju í skartgripum. Minningargjöf. Til minningar um Jón Hermannsson, sem dukknaði 11. febrúar 1954, hafa foreldrar og systkini gefið Björg- unarskútu Norðurlands kr. 1000. — Ennfremur frá kvenfélaginu Baldursbrá í Glerárþorpi kr. 1100 í Björgunarskútusjóð Nor,ðurl. — Beztu þakkir. Sesselja Eldjárn.
Blómabúð KEA. Aðalfundur Akureyrardeildar KEA er á föstudaginn kemur.
Verðlækkun! Verðlækkun!
Seljurn i dag og nœstu daga með 15—60% ajslcetti:
Kvenkápur Herrafrakkar Jakkar Peysur Skyrtur, hvítar Pils Náttkjólar verða frá kr. 300.00 - - - 600.00 - - - 175.00 - - - 25.00 - - - 55.00 - - - 60.00 - - - 40.00
Einnig jjöldamargt fleira!
A Öfji Ásbyrpi h.f. i t.Si-Auitíti ■) •lutö.'í Yr 5 TJÚIÍ -■
í frostunum að undanförnu
hafa rjúpur víða lcitað heim að
bæjum. Það bar til tíðinda á
Grund í Eyjafirði nýlega, að 6
rjúpur komu þar heim undir
bæjarhiis. Þá hafa rjúpur kom-
ið að húsum vestast hér í bæn-
um og leitað í trjágarða þar.
Filmía ■— filmuklúbburinn —
sýnir ýmsar skemmtilegar smá-
myndir frá fyrri tíð á sunnudag-
inn kemur kl. 1 í Nýja-Bíó.
Athygli skal vakin á auglýs-
ingu frá KA, sem birt er á öðrum
stað í blaðinu í dag, um dans-
kennslu og dægurlagasöng.
Guðrún Kristinsdóttir píanó-
leikari hefur hljómleika á morg-
un (fimmtud.) kl. 9 e. h. í Nýja-
Bíó fyrir styrktarfélaga Tónlist-
arfélags Akureyrar og gesti. —
Aðgöngumiðar verða sendir heim
til félagsmanna í dag og á rnorg-
un, en fái einhver ekki miða í
tæka tíð, getur hann vitjað þeirra
við innganginn, eða til Haraldar
Sigurgeirssonar, Braunsverzlun.
Leiðrétting. í grein Vignis Guð-
mundssonar í siðasta tbl. varð
prentvilla í fyrirsögn. Hafði höf.
skrifað að fullyrðingar væri
órökstuddar og ósannaðar, en
ekki ósannar, eins og stóð í blað
inu. Leiðréttist þetta hérmeð.
10 krónu vcltan. Vinsamlega
takið áskorunum. Afgreiðslan í
bókaverzl. Áxels Kristjánss. h.f.
Athugasemd. Jón Þorvaldsson
bæjarfulltrúi hefur neitað því, að
hafa greitt atkv. gegn tillögunni
um að fella niður laun til bæjar-
fulltrúa. Segist hafa fylgt tillög-
unni um að spara bæjarsjóði 70
þús. kr, ,ptgjpl/i í launujrj^ljl þgej-
’arstjórnar og nefnda. Er upplýs-
ingum hans rim betta .efni hér
með komið á framfæri. Virðist af
þessu að Marteiiri þjóðvarnar-
kappa hafi verið eignaður sparn-
aðarvilji hér í blaðinu að óverð-
skulduðu, því að tillagan um
sparnaðinn var felld, að því skráð
er í fundargerð bæjarstjórr.ar.
Áheit á Grenjaðárstaðakirkju.
Frá J. S. kr. 50. — Frá ónefndum
kr. 100. — Frá konu, tvö áheit,
kr. 100. — Frá ónefndri konu kr.
100. — Frá N. kr. 20. — Beztu
þakkir. Ásm. Kristjánsson.
Hjónaefni. Ungfrú Fríður Jó-
hannesdóttir frá Haga í Aðaldal
og Gunnar Brynjar Jóhannsson
Ögmundssonar Akureyri.
Námskeið í Varðborg. Fjögur
námskeið eru nú að hefjast í
Varðborg. Eru þau auglýst í
blaðinu í dag. Er full ástæða að
vekja athygli á námskeiðum
þessum og hvetja fólk til þátt-
töku. — Mörg af fyrri námskeið-
um að Varðborg hafa verið hin
ágætustu og mjög vel sótt. Nám-
skeiðin sem nú eru framundan
eru: I flugmodelsmíði, í hjálp í
viðlögum, framhaldsnámskeið í
útvarpsvirkjun og framhalds-
námskeið í leirmótun.
Æskulýðsheimili templara í
Varðborg verður opið fimmtu-
daginn 17. þ. m. kl 5—7 fyrir
unglinga 11—15 ára og 8—10 fyr-
ir 16 ára og eldri. Allar leikstof-
urnar opnar. Kvikmyndii. —•
Æskulýðsheimilið.
St. ísafold Fjallkonan nr. 1
heldur fund í Skjaldborg þriðju-
daginn 22. febr. kl. 8.30 síðd. —•
Fundarefni: Vígsla nýliða, hag-
nefndaratriði, bollukaffi. Fundur
verður ekki á mánudag, vegna
■fyrirþygaðs útbreiðslufunþar
U m dæm i sstú k u n n 3 r. — Æ.t.