Dagur - 16.02.1955, Blaðsíða 6

Dagur - 16.02.1955, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 1G. febrúar 1955 í óttans dyrum f Saga eftir DIANA BOURBON [ ) 't w 15.DAGUR. (Framhald). „Eg er óvön því að vera kölluð lygari,“ sagði eg og byrsti mig. „Hverju ertu yfirleitt vcn?“ spurði hún háðslega. Hún ætlaði að segja eitt.hvað meira, en eg greip fram í fyrir henni. .Eg er til dæmis vön því, að mér sé sýnd kurteisi" sagði eg, „og þú ert ruddalegur og mjög ógeðfelldur telpukrakki." Þarna hitti eg í mark. „Eg er ekkert barn,“ flýtti hún sér að segja. ,„Hvernig dirfistu að tala svona við mig?“ ,Þú hagar þér sannarlega eins og vanþroska krakki. Og má eg spyrja: Hvað ei-t þú að gera hér á þessum tíma sólarhringsins? Og alklædd!“ .Eg þarf ekki að standa þér reikningsskil á neinu.“ ,Nei, en þú þarft kannske að gera það gagnvart foreldrum þín- um.“ ,Þú skalt ekki dirfast að kalla þessa kvensnipt móður mína,“ sagði hún. En eg lét sem ekkert hefði í skorizt. „Faðir þinn mundi gjama vilja vita, hvers vegna þú lokaðir þig hér inni í þessu herbergi um hánótt.“ Andlitssvipur hennar breyttist. Nú mátti lesa þar undrun og spurningu. „Varst það þú, sem tókst í hurðarhandfangið íyrir dálítilli stundu?“ „Já, auðvitað. Við hverju bjóst þú?“ „Eg hélt bafa . . .“ Hún starði á mig. „Eg hélt að það væri ein- hver annar.“ Allt í einu snaraðist hún fram og ætlaði að komast fram hjá mér. Eg stöðvaði hana. Það var eitt- hvert vonleysi í svip hennar, sem rann mér til rifja. , Anna,“ sagði eg blíðlega. „Hlustaðu á mig Þú átt í erfiðleikum — ef eitthvað er að þá bið eg þig að gleyma því, sem eg sagði áðan og leyfa mér að hjálpa þér.“ Hún sleit sig lausa. „Lofaðu mér að fara,“ sagði hún. „Nei. Hlustaðu á það seni eg segi. Hvers vegna fórstu hingað upp? Hvað varstu að gera í þessu herbergi?" „Lofaðu mér að fara! Ætlarðu að vekja alla í húsinu?“ „Mér er sama um það. Það skiptir mig engu máli. En kann- ske þér sé ekki sama, ef allir vakna?“ Við stóðum þarna and- spænis hvor annarri og horfð- umst í augu. „Eg er hrædd um að þú komist ekki hjá að gefa ein- hverja skýringu,“ sagði eg, „því að eg verð auðvitað að segia frá því sem gerzt hefur. Og heldurðu ekki að það sé auðveldast að út- skýra málð fyrir mér?“ „Hvers vegna spyrðu ekki kon- una þarna niðri? Hvers vegna biðurðu hana ekki um skýringu? Er það kannske af því að þú þarft þess ekki, vegna þess að þú veizt allt nú þegar? Já, auðvitað. Þess vegna er það, þú veizt allt saman. Þú ert sjálf á kafi í þessu ógeðs- lega tilstandi. Þess vegna hefur hún fengið þig hingað, til að hjálpa sér.“ „Anna,“ hrópaði eg. En hún sleit sig lausa og hljóp í hendings kasti að stigaganginum. „Bíddu,“ hrópaði eg, en hún sinnti því engu. Hve mikið vissi hún? Mundi hún geta hjálpað mér? Mundi hún vilja það ef hún gæti gert það? Eg varð að tala betur við hana. En það var of seint í þetta sinn. Þegar eg kom að stigaganginum, var hún horfin. Hafði hún farið upp eða niður? Mér virtist lík- legast að hún hefði hörfað til her- bergis síns niðri, og eg flýtti mér á 'leið þangað. Þrátt fyrir stór orð við Önnu, hafði eg í rauninni alls ekki vilj- að vekja Babs og eg gekk því of- urhljóðlega um, og fór því gæti- legar, sem eg nálgaðist meira herbergi okkar. En svo stanzaði eg á auga- bragði. Eg gat ekki betur séð en að dyrnar væru að opnast. eg skauzt sem elding inn í kústaskáp á gang inum og lagði hurðina að stöfum. Eins og ástatt var gat eg með engu móti séð, hvað gerðizt á ganginum. „. . . . sért viti þínu fjær,“ heyrði eg að hvíslað var hásri kvenröddu. Það var ekki um að villast. Þetta var Babs. Karlmaður hló við. Lágt, hæðn- islega. „Hættu að hlæja,“ sagði hún, og hvíslaði enn. En auðheyrt var að rödd hennar var að bresta, „Hvernig komstu hingað nið- ur?“ „Hvernig eg komst, kæra mín?“ sagði maðurinn í stríðnis- tón. Var það sem mér heyrðist, að maðurinn talaði með útlenzkum hreim? Skyldi það vera René? Eg gat ómögulega vitað það með vissu. „Klúbburinn er einkar þægileg og nytsamleg stofnun,“ hélt maðurinn áfram, og þú gazt aldrei búizt við því að eg sætti mig við að vera lokaður inni uppi á hanabjálkalofti til eilífðar.“ „Nei, en það var umsamið að þú yrðir kyrr. Það var skilyrði." „Þú hefur enga aðstöðu til að setja skilyrði, kæra mín,“ sagði maðurinn. „En setjum svo að einhver hefði séð þig! Þú hlýtur að sjá, að þetta er allt of áhættusamt, þú verður að bíða þangað til óhætt er, og eg lofa að gera þér aðvart.“ „Óhætt,“ endurtók maðurinn háðslega. Babs stundi. „Hvað viltu? Hvað ætlarðu? Er ætlunin að eyði- leggja framtíð mína? Geturðu ekki skilið . . .“ „Jú, eg skil allt mæta vel, kannske betur en þú heldur.“ „Hættu að hlæja, Það ert þú, sem ert í hættu.“ „Þú ert líka í hættu, góða mín, þótt með öðrum hætti sé.“ „Já, eg veit það. En þú verður að treysta mér, því að enginn annar getur hjálpað þér. Og hvernig á að gera það þegar þú hagar þér svona, kemur beint inn í svefnherbergið, einmitt þegar hann hafði fengið stúlku sérstak- lega til að vera hjá mér.“ „Eg var þeirrar skoðunar, að þú hefðir átt eins mikinn þátt í því og hann ,Og eg hélt, að þú værir ekkert áköf að sjá mig í kvöld, — og mér fór að detta í hug, hvort þú ætlaðir þér yfir- leitt að sjá mig aftur.“ Rödd hennar breyttist. Varð ákveðnari. „Þú skalt gæta þín,“ sagði hún. ,,Þú getur vissulega gengið of langt.“ K.A. K.A. Dansnámskeiðið hefst n. k. miðvikudag í Varð- borg kl. 8 e. h. Nefndin. - Karlmannaföt nýkomin. V efnaðarvörudeild. Kjólföt á grannan mann til sölu. Sauvwstoja Gefjunar FATALÍM Járn- og glervörudeild. Sjónleikurinn Spretthlauparinn eftir Agnar Þórðarson verður sýndur að Hrafnagili 19. og 20. þ. m. og hefst kl. 9 e. h. Dans á eftir, Haukur og Kalli spila. — Veitingar. Nefndrn. TILKYNNING Fólksbifreiðastöðvum bæjarins verður lokað frá kl. 6 e. h. laugardaginn 19. þ. m. til kl. 1 e. h. á sunnudag vegna árshátíðar Bílstjórafélagsins. BÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ. Hover-þvottavél sem ný til sölu. — Sími 1549 Húsið Sólgarður á Hjalteyri er til sölu. Skipti á einbýlishúsi á Akureyri eða í Glerárþorpi geta komið til greina. Allar nánari upplýs- ingar gefur eigandi hússins Jóhannes Björnsson Bjarma- landi Glerárþorpi cða Vé- steinn Guðmundsson Hjalt- eyri. PÍANÓ Get útvegað hin þekktu HORNUNG og MÖLLER PÍANÓ. — Verð frá kr. 20.000.00. Ath. Þér gerið beztu kaupin með því að kaupa NÝTT píanó. Guðbjörg Bjarman, Hamarstíg 2. Sími 1369. fbúð óskast til leigu 2—3 stofur og eldhús 14. maí eða fyrr, fullorðið í heimili, reglusemi. Skil- vís greiðsla, upplýsingar í síma 1825. ÁRSHÁTÍÐ BÍLSTJÓRAFÉLAGS AKUREYRAR verður n. k. laugardag 19. þ. m. kl. 8 e. h. í Alþýðuhús- inu. — Góð skemmtiatriði. Aðgöngumiðasala á BSA á miðvikudag og fimmtudag kl. 8—10 e. h. — Dökk föt, síðir kjólar. Karlm.armbandsúr tapaðist s.l. fimmtudag. Skil- ist gegn fundarlaunum á afgr. Dags. Unga fólk, karlar og konur! Æfingatímar í dægurlagasöng eru að hefjast. Ekkert æfingagjald. Sigurður Jóhanneson og hljómsveit hans annast æfingar. Hringið í síma 1880 og látið skrá ykkur fyrir n. k. föstudag. Knattspy rnufélag A kurey rar. Skagfirðingafélagið heldur kvöldvölcu í Varðborg fimmtudaginn 17. febr. kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði: Spurmngaþáttur Félagsvist Dans Mætið stundvíslega og fjöl- mcnnið. — Aðgangseyrir 10.00 kr. við innganginn. Skemmtinefndin. EIN GANGASTÚLKA helzt vön, óskast nú þegar eða síðar í Kristneshæli. — Mánaðarlaun sem hér segir: Eftir eins árs starfstíma í sjúkrahúsi kr. 2082,90, eftir 5 ára starfstíma í sjúkra- húsi kr. 2186.25. Frá dregst fæði húsnæði og þvottur. Tveir frídagar í viku og langt sumarfrí. Nánari uppl. gefur yfirhjúkrunarkonan og skrifstofan sími 1292. Sá sem tók skíðasleðann upp við kirkj- una s.l. sunnudag kl. 2—5 e. h. gjöri svo vel að skila honum þangað aftur strax. Húseigendur! Ný sending af TÆKNI-KÖTLUM er kominn. Þeir, sem eiga hjá okkur óafgreiddar pantanir eru vinsam- lega beðnir að vitja þeirra sem fyrst. Olíusöludeild KEA. Símar 1860 og 1700. AKUREYRINGAR! Munið ódýra skófatnaðinn í Hafnarstræti 93 (áður brauð- búð IŒA). Skódeild KEA. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.