Dagur

Dato
  • forrige månedmarts 1955næste måned
    mationtofr
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagur - 12.03.1955, Side 2

Dagur - 12.03.1955, Side 2
2 D AGUR Langardaginn 12. marz 1955 Góð skemmfun af spurningakeppni og hugdetfum hagyrðinga Um sl. helgi efndi Sveinn Ás- | á sunnudaginn hlaut Pála geirsson, er stjórnar þæítinum I Björnsdóttir verðlaunin, kulda- „Já og nei“ fyrir Rðdsiitvarpið, til tveggja skemmtana hér í sam- vinnu við Kvenfól. Framtíðin, sem jafnframt safnaði fé í elli- heimilissjóð sinn. Félagið fékk að hafa dans- skemmtun í húsinu að aflokinni upptöku þáttarins á laugardags- kvöldið, og veitingasölu á sunnu- daginn, og naut í bæði skiptin komu Sveins og hans manna, bæði um aðsókn og afnot af hús- inu. Þá höfðu kvenfélagskonur fengið að gjöf verðlaun góð, frá iðnfyrirtækjum í bænum, og keypti þátturinn bau af þeim og afhenti síðan sigurvegurunum. Með þessari verkaskiptingu hlaut félagið verulegan stuðning fyrir elliheimilissjóð sinn, en Svæinn og hans menn fengu nokkuð fyrir sinn snúð, norðurför og erfiði hér. — Hagyrðingar, sem fram komu voru Karl ísfeld, Helgi Sæmundsson og Guðmundur Sigurðsson og vakti frammistaða beirra oft góða skemmtur. og stundum var klappað duglega fyrir þeim fyrir smellna vísu- botna. Á laugardagskvöldið hlaut verðlaun í spurningakeppninni Ásta Ferdínantsdóttir, og var það kommóða vönduð frá húsgagna- verkstæðinu Eini s.f. hér í bæ„ en úlpu frá Heklu. Fyrir bezta vísubotna af hálfu áheyrcnda fékk Páll Helgason frá Þórustöð- um verðlaun á laugardagskvöldið, Gefjunarteppi, en á sunnudaginn Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari, skíðaskó frá Ið- unni. Utvarpið hefur þegar flutt fyrri þáttinn, og mun væntanlega út- varpa seinni þættinum á mið- vikudagskvöldið kemur. 10 krónu veltan Jón Benediktsson, prentari, skorar á: Unni Ebenharðsdóttur og Kristbjöru Ásbjarnardóitur. Valborg Svavarsdóttir: Birnu Björnsdóttur og Ingu Svavars- dóttur. Baldur Árnason: Svein- björn Jónsson, Gefjun, og Adam Ingólfsson, Iðunn. Kristín Egg- ertsdóttir: Ingibjörgu Halldórsd., Strandg. 17, og Ástu Jónsson, Hamarstíg 18. Tómas Jónsson: Jón Tómasson og Skjöld Tómas- son. Snorri Guðmundss.: Snorra Sigfússon og Snorra Kristjánss. Kári Johansen: Snæbjörn Þor- leifsson og Björn Baldursson. Anná .Björnsdóttir:: Au$i BjQrns- dóttur, c/o Hótel KEA," og Gárð- ar Björnsson, c/o Hótel Goðafoss. Lífsspeki liðins tíma — Dagar manns'vns eru sem gras- ið, hann blúmgast sem blómið á mörk'mni. Þegar vindurinn blæs á batm, er hann horfinn og staður hans þekkist ekki framar. — (Sálniarnir, gl. testainenti, 103, 15 og 16). —o— — Hvilíkt er líf yðar? Því að þér eruð gufa, sem sést wn stutta stund, en hverfur síðan. — (Jakob, 4, 14). Stefán Stefánsson: Valdimar Pálsson og Svein Þorsteinsson, c/o Landsbankanum. Svanlaugur Olafsson: Sigurð Stefánsson og Guðrúnu Kristjánsdóttur: Svan- laugur Olafsson: Freyju Antons- dóttur og Önnu Laxdal. Egill Eð- vardsson: Hallgrím Jónsson, Klapparstíg 1, og Ragnh. Guð- mundsdóttur, Eyrarlandsv. 22. Jón Hallur: Kristján Jónsson, c/o Kjöt og fiskur, og Skarphéð- inn Ásgeirsson, c/o Amaro. Þór- arinn Guðmundss.: Georg Jóns- son, BSA, og Ásgeir Guðmunds- son ,Hafnarstræti 19. Frægur blaðamaður liefur ritað bók um hnignun og etdurreisn Jyð-? stjórnarskipulags á Vesturlöndum Of sjaldan er það, sem höfund- ur, er ritar um daglega viðburði og metur viðhorfin á líðandi stund, geymir hæfileikann til að sjá atburðina úr fjarlægð tímans. Þó er sumum þetta gefið. Einn þeirra er hinn heimskunni stjórnmálaritari og blaðamaður Walter Lippmann. Hann hefur aldrei drepið heimspekinginn í sjálfum sér, þótt atburðirnir hafi liðið ört yfir tjald sögunnar, og hann hafi um áratugi verið til staðar til að segja frá þeim. Nú hefur Lippmann gefið út bók, þar sem hann gerir upp reikninga hinna vestrænu lýð- ræðisríkja og metur, hvar hið vestræna menningarþjóðfélag stendur í rauninni í dag. Bók hans heitir „The Public Philo- sophy“. Hann lýsir í henni hnign- un hins vestræna skipulags, en jafnframt möguleikunum til end- urreisnar —o— Kjamann í vandræðum þeim, sem steðja að hinum vestræna heimi, telur hann vera, að lýð- ræðið er aðeins þess umkomið að leysa vel af hendi þau verkefni, sem fólkið þekkir og skilur Þeg- ar lýðræðisríkin fara að fást við verkefni, sem almenningur skil- ur ekki og þekkir ekki, þá er hættunni boðið heim. í þes.sum flokki mála telur Lippmann hin mikilvægu utanríkis- og sam- skiptamál ríkjanna. Hann bendir á tvær heimsstyrjaldir á þessari öld, og hina órólegu friðartíð, er Walter Lippmann. aðskildi þær. — Sú tíð var prófraun lýðstjórnarfyrirkomu- lagsins á þessu sviði, og þjóðirnar féllu á prófinu að hans áliti. Almenningur var þá ýmist of friðarsinnaður eða of stríðsæstur, og hvort um sig á röngum tíma. Almenningsálitið gerir þessi við- fangsefni of einföld og óbrotin og styðst við tilfinningasemi fremur en skynsamlegt mat í dómum. En í lýðræðisríki hlýtur almennings álitið að ráða, og ekkert hefur heldur náð að stöðva það á þess um áratugum, sem Lippmann ræðir hér um. —o— í þcssum vanda lýðræðisins sér höfundurinn lækningu eftir tveimur leiðum. í fyrsta lagi verður að treysta vald þeirra, sem falið er að stjórna, og skapa skilning á því, að það er nauðsyn að valdið sé svo bundið, að það geti haldið fram mestu hags- munamálum heildarinnar miðað við langan tíma, hvað sem á dynur, og þar með forðaðst að gera það, sem er aúðvelt og vin- sælt en skammvinnt, en það er oft mikil freisting — og stundum ómótstæðileg — í harðri flokka- baráttu samtímans. í öðru lagi verður að endur- vekja í brjósti fólksins það, sem Lippmann kallar „public philo- sophy“ og e. t. v. mætti nefna heimspeki almannavaldsins. En þessi heimspeki eða skoðun var sterkust á þeim tíma, er lýðræð- isríkin voru að rísa á legg í heimi nútímans. Þessi heimspeki eða skoðun felur í sér að menn hlýta lögum skynseminnar, hugmynd- unum um siðferðileg rök í mannlegum samskiptum og setja leit að sönnum vísdómi ofar eft irlæti við óskir fjöldans og hróp um um leiki og bráuð. Vissulega munu margir verða Lippmann ósammála, og telja að hann vanmeti það, sem áunnist hefur með lýðstjórnarfyrirkomu lagi nútímans, og geri of mikið úr gildi hinna gömlu dyggða. En þessar skoðanir ættu eigi að síður að verða umhugsunarefni fyrir alla, sem um stjórnmál og mann leg samskiptamál hugsa og rita. Þau mál er Lippmann ræðir, snerta alla, sem við lýðræði búa og vilja treysta það sem bezt og fullkomna.'Bók þessi mun vænt anlega koma í ísl. bókaverzlanir, og er því á hana bent hér. Það hefur sína galia, aS byggja úfihús úr mjög varanlegu efni Enn frá fundi Bændaklúbbsins mn bygginga- málin o^frásögn Þóris Baldvinssonar Nýlega var hér í hlaðinu greint frá ræðum manna um byggingamál í sveiium á fundi Bændaklúbbsins þar sem Þórir Baldvinsson, forstöðumað- ur Teiknistofu iandbúnaðarins, kom og ræddi við bændur — Verður hér á eftir cnn sagt frá svörum Þóris við fyrirspurnum bænda um ýmis atriði. Loftræsting. í sambandi við umræður um loftræstingu fjósa, sagði ræðu- maðurinn að Svíar teldu beztu strompaformin hliðstæð þeim, er voru hér í gamla daga. En það voru tunnustrompar., Mælti hann með einum strompi á hverju fjósi. — í sambandi við innstreymi lofts í fjós, benti hann á völtugluggana, sem opnast inn að ofan. Einnig op undir glugg- um, er loka mætti auðveldlega þegar kalt væri eða hvasst. Einangrunarefni. Vegna fyrirspumar um ein- angrunarefni í byggingaj*' gel'ði hann nokkurn samanburð á kork, vikri, mó, reiðingi, gosull o. fl. Engar tölur væru til um ein- angrunarhæfni reiðings, enda væri hann svo misjiifn að hann ætti ekki saman nema nafnið. Eins væri ástatt með lausa hraunmöl og lausan vikur. Segja mætti þó með vissu, að því léttari sem þessi efni væru, því betri væru þau Hann sagði, að þar sem reiðingur væri beztur, væri hann líkur kork að einangrunarhæfni. En korkur væri nú orðinn svo dýr, að hann kæmi varla til greina sem byggingarefni af þeim sökum. Kostaði hann um 75 kr. fermetrinn, 2 tommu þykkur. Gosullin kostar 30 kr. ferm., 10 sm. þykk. Öll þessi ágætu einangrunar efni missa einangrunarhæfileika sinn við raka. Þess vegna bæri að forðast eftir fremsta megni að láta þau blotna í byggingunum. Þá taldi hann 10 sm. vikurplötur góða einangrun. Hraungjallið taldi hann eins og reiðinginn, mjög misjafna vöru og yrði því að nota það með gát. Asbestþök. Þórir Baldvinsson sagði að as- bestþökin hefðu reynzt misjafn- lega. Vildu plöturnar brotna í flutningi og líka eftir að þær væru komnar á húsþökin. Ein- angrunarhæfni þeirra væri nokkur. Plaströr. Húsámeistárinn gat um nýja tegund vatnsleiðsluröra. Væru 3au úr plastefni og springa ekki við frost. Kæmi til athugunar að nota þau í kcld hús, þar sem hætt væri við frosti. Votheysturnar. Þá svaraði hann fyrirspurn um aluminium-turna fyrir vothey. — Samkvæmt reynslu Svía entust reir illa, sökum þess að sýran í heyinu æti sundur veggina. En rað aluminium, sem þyldi þessar sýrur, væri of dýrt. Margs þarf að gæta. Þórir benti mönnum á að stundum væri það galli að byggja varanlega. Hefði oft sýnt sig að breytinga væri þörf á húsum eftir tiltölulega skamman tíma. Væri þá erfiðara um.vik,;ef rámmlega væri byggt. Að þessu leyti væri asbest á ýmsan hátt hentugt. — Hann hélt því fram, að hentugra væri að ?byggjal einangrunarlítil fjárhús, en væri þó ekki að fullu rannsakað.- ■?-, pá talaði húsa„ meistarinn ^um að skipuleggjá fiýrfti byggingár- á hverjum bæ, því að vegna -mismunandi stað- hátta og aðstöðú allri, væri ekki hægt að gefa út neina allsherjar skipulagningu. Slíkt gæti hentað vel á einum bæ sem væri fjarri öllu lagi á þeim næsta. Hvatti hann bændur til að athuga vel staðsetningu og útlit allra þeirra bygginga, sem gera ætti og alveg sérstaklega þegar byggt væri úr vönduðu byggingarefni. — Óráð- legt væri að byggja R-steins veggi hærri en sem svaraði einni hæð. Sums staðar væri þessi regla brotin, en þeim húsum yrði mjög hætt í jarðskjálftum. Torfvcggir. Um torfveggi og járnþök í fjár- hús, sagði ræðumaður, að væri érfitt að dæma. En svo virtist að menn hefðu týnt niður þeirri byggingalist að hlaða góða veggi úr torfi. Til dæmis um það gat hann þess, að margir álitu ekki þörf á að grafa fyrir slíkum veggjum. Finnar græfu 1 meters djúpa rásir undir veggina og fylltu með mcl. Að fylgjast með byggingar- kostnaðinum. Þá bað hann bændui- að fylgj- ast betur með byggingarkostnaði þeirra húsa er þeir reistu. Fæstir bændur gerðu þetta og væri það mjög bagalegt, bæði fyrir þá sjálfa og einnig fyrir Teiknistof- una. Hún þyrfti sannarlega á því aðí,halda að fá glögggr upplýsing- ar um kostnaðarhlið húsbygg- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar: 13. tölublað (12.03.1955)
https://timarit.is/issue/204761

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

13. tölublað (12.03.1955)

Handlinger: