Dagur - 26.03.1955, Blaðsíða 5
Laugardaginn 28. marz 1955
D AGUR
5
r
Eftir Jóií Oiafsspn framkvæmdastjóra
Þá er nú frumvarpið um Brunabótafélag íslands orðið að lögum
frá Alþingi og væntanlega hætta þá dylgjur í garð Samvinnutrygg-
inga í söíum Alþingis, hvort sem málgögn skjaldborgarinnar lialda
áfram cSa ekki, en út af innmælum ýmissa þingmanna og skrifum
blaða þykir mér hlýða að ræða þetta mál liér nokkuð.
Samvinnutryggingar og þjóðin.
Starfsemi Samvinnutrygginga
er þjónusta við' þjóðina. Þessa
þjónustu kappkosta Samvinnu-
tryggingar að gera sem full-
komnasta og bezta, meðal annars
með því:
að gefa viðskiptavinum sínum
kost á sem lægstum iðgjöld-
um,
að greiða tekjuafgang til binna
tryggðu eftir því sem afkoma
trygginganna leyfir,
að leitast við á ýmsan hátt að
efla ráðstafanir til að draga úr
tjónum, hvort heldur þau
stafa af eldi eða ökutækjum,
að leggja áherzlu á hagsýni í
rekstri félagsins í hvívetna,
að kappkosta að hafa í þjónustu
sinni valið starfslið.
Samvinnutryggingar hafa ein-
ungis starfað £ 8—9 ár og á þeim
tíma hafa þær greitt viðskipta-
vinum sínum tekjuafgang til árs-
loka 1953 að upphæð kr.
5.600.000.00. Auk þessa hafa
Samvinnutryggingar lagt í vara-
sjóð svo sem æskilegt og öiuggt
var talið.
Lækkun iðgjalda.
Á sama tíma hafa Samvinnu-
tryggingar ýmist haft forgöngu
um lækkun iögjalda eða spornað
á móti hækkun iðjgjalda í lengstu
lög. — Það virðist ótrúlegt, að
mögulegt sé að framfylgja til
hlýtar þessum tveimur mikil-
vægu, og að bví er virðist mót-
stæðu atriðum, en þetta hefur þó
tekizt mjög giftusamlega.
Ut af dylgjum þeim og óvin-
samlegum ummælum, sem birzt
hafa í blcðum undanfarið um
Samvinnutryggingar og eg gat
um í upphafi greinarinnar, vil eg
í fáum orðum gera grein fyrir að-
draganda að afskiptum Sam-
vinnutrygginga af brunatrygg-
ingum húsa utan Reykjavíkur og
gera samanburð á þeim afskipt-
um í samfcandi við starfrækslu
Brunabótafélags íslands.
Brunabéiafélag íslands og þjóðin.
Frá árinu 1917 hafði Bruna-
bótafélag íslands að nokkru
einkarétt á brunatryggingum
húsa utan Reykjavíkui' og að öllu
leyti frá árinu 1932, eða allt þar
til, að sá einkaréttur var afnum-
inn með lcgum nr. 59 frá 12. apríl
1954. — Framan af átti þessi
skipan málsins rétt á sér, en eftir
því sem tryggingarmálin komust
á öruggari og skipulagðari
grundvöll í landinu, eftir því varð
áðurnefndur einkaréttur óeðli-
legri og óréttmætai'i.
Ohæfilega há iðgjöld.
Þeir, sem kunnir voru trygg-
ingamálum landsins, sáu brátt að
Brunabótafélag íslands hélt sömu
iðgjöldum óbreyttum ár eftir ár,
þrátt fyrir miklar breytingar
annars staðar. — Svo virtist sem
félaginu hefði vei'ið stur.gið
svefnþorn, og það gæti ekki
vaknað aí sínum sæta Þyrnirósu
svefni. — Það virtist fullkomlega
Ijóst, að sveitir landsins yrðu að
greiða óbæfilega há iðgjöld af
skyldutryggingunum og að þjón-
usta Brunsbótafélags íslands við
þjóðina væri orðin mjög óhag-
stæð fyrir hana. — Áhugamenn í
þessum efnum hófu þess vegna
baráttu fyrir því að fá einkarétt
Brunabótafélags fslands afnum-
inn, svo að..unnt væri að bæta úr
ríkjandi ástandi í þessum málum
og afleiðing þeirrar baráttu urðu
svo lög nr. 59 frá 12. apríl 1954,
þar sem tryggingar þessar voru
gefnar frjálsar frá 15 október
1955. Á nokkum hátt varð svo
afturhvarf til fyrri tíma með lög-
um þeim um Brunabótafélag ís-
lands, sem nýlega voru samþykkt
á Alþingi og áðui' gétur, en
einkarétturinn er þó að forir.inu
til afnummn.
Harðnandi samkeppni.
• ti " ...
Það var ekki fyrr en að skriður
var kominn á þetta mál eins og að
ofan er lýst og augljóst var, að
Samvinnutryggingar gátu látið til
sín taka og áð Brunabótaíélag
íslands af þe'ím sökum mátti bh
ast við samkeppni, að það ákvað
fyrri hluta árs,1954 að greiða hin
um tryggðu arð af viðskiptunum.
— Þetta mega hinir trvggðu
þakka Sárrtvinnutryggingum
Þáttur Samvinnutrygginga í
lækkun jðgjalda.
Brunabótaféiag íslands lagði
kapp á að fá samninga við kaup-
staði landsins i haust og náði það
samningum við nokkra kaupstaði
á mun hðerfi iðgjöld, en síðar var
samið utn við þá, sem eftir voru,
eingöngu -.vegna þess, að Sam-
vinnuti-yggingar gátu boðið lægri
iðgjöld. Það kom og fljótt í Ijós,
að iðgjöld Samvinnutrygginga
sveitum vo'ru miklu lægri en
Bi'unabótáfélags íslands, og varð
það til þess að Brunabótafélagið
hefur lækkað sig þar á líkan hátt
og í fyrra fallinu. Samvinnu
tryggingai' hafa hins vegar tekið
þá ákvörðun að lækka eigi ið-
gjöld þaú- sém tilgreind eru á yf-
ii'liti hér á éftir, frekar en orðið
er og vilja .heldur láta reynsluna
skera úr um það, hvort trygging-
arnar kynnu að þola lægri iðgjöld
og ef svo væri, að greiða hinum
tryggðu þáð, sem þeim ber með
úthlutun arðs:
Eftirfarandi töflur sýna lækkun
þá á iðgjöldum, sem Samvinnu
tryggingai’ hafa komið til leiðar.
Hin fyrri fjallar um iðgjöld í
kaupstöðum og hin síðari um ið-
gjöld í sveitum:
brunabótamati kr. 300.000 00, þá
verður lækkunin kr. 168.00 árlega
og sé miðað við járnvarið timb-
urhús (3. fl.) þá verður læklcunin
kr. 636.00. — Þessi dæmi ættu
að vera nægileg til að sýna
hversu gífurlega lækkun í raun
og veru er um að ræða.
Á það skal bent, að Brunabóta-
félagið samdi við allmarga kaup-
staði áður en það lækkaði iðgjöld
sín í samkeppni við Samvinnu-
tryggingar, eins og áður er á
drepið, og er ólíklegt að þeir
kaupstaðir uni því að láta binda
sig á klafa í mörg ár með greiðslu
miklu hærri iðgjalda en nágrann-
ar þeirra hafa samið um, einungis
fyrir það, að þeir sömdu við
Brunabótafélagið áður en Sam-
vinnutryggingar komu til skjal-
anna.
Síðari taflan ber hinu
vott. Iðgjáldalækkunin nemur
33% í 1. fl., 28% í 2. fl. og 24%
í 3. og 4. fl.
Iðgjöld af húseign í sveit, sem
er brunavirt fyrir kr. 300.000.00,
lækka um kr. 120.00 á ári í 1. fl.
og kr. 150.00 í 2. fl.
Stórfelld lækkun.
Ungmennaféiögin vinna merkilegt
slarf í sveiium iandsins
Sagt frá starfi U. M. F. Svarfdæla á s.l. ári
Ungmennafélögin eiga merka
sögu að baki og hafa hlotið verð-
uga viðurkenningu alþjóðar. Úr
röðum þeirra hafa komið margir
landskunnir menn, sem eiga ung-
mennafélögunum að þakka bæði
ritsnilld og mælsku.
Ungmennafélögin voru hinn
bezti skóli fyrir þá, er öðlast vildu
félagslegan þroska, og blómaár-
um þeirra er viðbrugðið, þegar
litið er um öxl, og rifjuð er upp
þróunar- og framfarasaga þjóð-
arinnar síðustu áratugina.
En saga ungmennafélaganna er
enn ekki öll. Þau starfa víða enn
með miklum blóma, þótt þau láti
ekki mi'kið yfir sér eða auglýsi
störf sín að jafnaði. í Svarfaðar-
sama ]engj starfað þróttmikil
ungmennafélög og svo er enr>. —
Það er fróðlegt að kynnast starfi
eins þeirra, Ungmennafélagi
Svarfdæla, og bregða upp mynd
af þeim viðfangsefnum, er það
hefur haft til meðferðar síðasta
ár. Hvort það stendur framarlega
í röðinni skal ósagt látið, en svip-
uð áhugamál og verkefni hafa
iau flest.
Með ofangreindum dæmum hef
eg svo greinilega sem verða má,
sýnt fram á hve stórfelldar ið-
gjaldalækkanir Samvinnutrygg-
ingar hafa fært káupstöðum og
sveitum landsins og hver og einn
getur gert sér það til gagns og
gamans að reikna út hversu
miklu sá vinningur nemur fyrir
hann sjálfan, sem hér er um að
ræða, eftir iðgjaldatöxtum þeim,
sem eg hef tilgreint hér að ofan.
Eg er þess fullviss, að fólkið úti
á landinu þekkar Samvinnu-
tryggingum af heilum hug þá
baráttu sem þær hafa lagt út í
og háð, fyrir hag þess og rétti og
því munu mega í léttu rúmi
liggja dylgjur og óhróður þeirra
manna og blaða, sem hafa reynt
af fremsta megni að gera baráttu
Samvinnutrygginga tortryggi-
lega.
Áður en skilið er við þetta mál,
skal vakin eftirtekt á því, að ná-
kvæmlega á sama hátt og Sam-
vinnutryggingar hafa lækkað ið-
gjöld utan Reykjavíkur og bai'ist
þar fyrir bættum kjörum al
mennings, eins höfðu Samvinnu-
tryggingar gert tilraun til að láta
Reykvíkinga njóta beztu kjara,
sem hugsanleg voi'u á iðgjöldum
af skyldutryggðum fasteignum í
Rvík. Svo sem kunnugt er voru
iðgjöld þau, sem Samvinnutrygg
i
Iðgjöld af skyldutryggðum fasteignum í kaupstöðum.
Brunabótafélag íslands
Iðgjöld 1953—1954
1. 'fL 'kr. 1.20%,:
2. fl. — 1.80%o
3. fÚ 4.00%e
4. fl. — 4.80%o
Samvinnutryggingar
Iðgjöld í jan. 1955
kr. 0.64:4
— 1.04%
— 1.88%
— 2.80%
Iðgjöld af skyldutryggðum fasteignum í sveitum.
Bmnabótafélag íslands
Iðgjöld 1953—1954
1. fl. kr. 1.20%
2. fl. — 1.80%
3. fl. — 2.50%
4. fl. — 2.50%
Lækkun sú sem Samvinnu-
tryggingar hafa komið á í kaup-
stöð'um nema: í 1. fl. 47*%, í 2. fl.
42%, í 3. fí. 53% og í 4. fl. 42%. —
Sé miðað við steinhús í 1. fl. með
Samvinnutryggingar
Iðgjöld í jan. 1955
kr. 0.80%
— 1.30%
— 1.90%
— 1.90%
ingar buðu í Reykjavík 47%
lægri en þau iðgjöld, sem áður
giltu, en íbúar Reykjavíkur hafa
ekki enn fengið að njóta þeirra
vildarkjara.
Starf U. M. F. Svarfdæla.
Ungmennafélag Svarfdæla hélt
aðalfund sinn 13. og 18. marz sl.
og fiutti þar Jón Stefánsson árs-
skýrslu yfir starfsemi félagsins,
svo sem formanna er siður við
slík tækifæri. — Meðal annars,
sem félagið starfaði að, var und-
irbúníngur og framkvæmd hér-
aðsmóts Ungmennasambands
Eyjafjarðar. Það hafði þrjár
kvöldvökur, er voru vel sóttar, og
sýndi sjónleikinn ,.Litla dóttirin“
og margar aðrar samkomur hélt
það, t. d. mjög fjölmennan ára
mótadansleik; 45 ára afmæli fé
lagsins var minnst með hófi. Þá sá
félagið um rekstur bíósins og
hafði yfir 80 sýningar. — íþrótta
námskeið var laust eftir áramótin
og sóttu það 135 manns. Kennari
var Kristján Jóhannsson frá Hlíð,
og voru samkomur að námskeið
inu loknu og sýndir fimleikar og
þjóðdansar. Erla Einarsdóttir
íþróttakennari kenndi fimleika á
öðru námskeiði, er hófst 12. fe-
brúar.. Það námskeið sóttu 28
stúlkur, 13—18 ára. Og enn var
námskeið haldið í knattleik og
leikfimi, og var Halldór Jóhann-
esson kennari. Axel Andrésson,
sendikennari, þjálfaði fjölmarga
efnilega menn í október á nám-
skeiði.
inn Þá er fundarstjóm og ritun
fundargerða girnileg til fróðleiks,
og lcemur flestum vel síðar á æf-
inni, að hafa fengið nokkra æf-
ingu í starfinu.
\
Æfing í meðferð félagsmála.
Með einlægu starfi í ung-
mennafélögunum öðlast menn
undirstöðuþekkingu og nokkra
æfingu í meðferð félagslegra
mála. — Hér hefur verið drepið á
nokkur störf eins ungmennafé-
lags. Ekki eru þau hvert um sig
svo umfangsmikil, að stórvið-
burður teljist. En ef hugleiddur
er allur sá undirbúningur og
vinna, sem þessu er óumflýjan-
lega samfara, getur engum dulizt,
að vel er að verki verið. Og meira
er um vert, að þessi störf eru
mannbætandi og jafn aðkallandi
nú og þau voru þegar hugsjónir
ungmennafélaganna fóru eldi um
landið fyrir nálega hálfri öld.
Sjálfboðaliðsstarf.
Félagar spara félagssjóði stór-
fé árlega méð alls konar sjálf-
boðavinnu. Þannig sjá þeir um
hirðingu samkomuhússins og
þvotta, og að nokkru um viðgerð-
ir á því. Ennfremur sjá þeii: um
hirðingu gróðurreitsins og fjöl-
margt fleira mætti telja. Enn má
nefna mikið starf er félagar unnu
fyrir Samnorrænu sundkeppnina.
Víða gefa ungmennafélögin út
handskrifuð blöð, sem lesin eru
upp á félagsfundum. Ritnefndirn-
ar fá að spreyta sig á að setja í
frambærilegan búning það, sem
þeim liggur á hjarta. Málfundirn-
ir eru ekki síður hinn bezti skóli.
Þar eiga félagsmenn þess ekki
aðeins kost að taka til máls, held-
ur eru þeir hvatt.ir til þess, og
stundum skyldaðir. Eru það
byrjendum oftast erfið spor, er
þeir stíga í fyrsta sinn í ræðustól
Unnið að liafnabótum á
Hauganesi - tveir bátar
bætast í flota Árskógs-
strendinga
Almennur hreppsfundur var
haldinn að Árskógsskóla: á Ár-
skógsströnd sl. miðvikudag og
ýmis mál tekin til meðferðar.
Aðalmál fundarins var um
lendingarbætur á Hauganesi.
Sumarið 1947 skoðaði sérfræð-
ingur frá Vitamálaskrifstofunni
aðstöðu þar, með fyrirhugaðar
lendingarbætur fyrir augum. —
Síðan hefur mál þetta legið niðri.
En nú er svo komið, vegna vax-
andi útgerðar, að hafnarbæt-
ur eru lífsnauðsyn fyrir útgerð-
ina. Hafa hreppsbúar mikinn
áhuga fyrir því að hrinda málinu
áleiðis eins fljótt og verða má. —
Kusu þeir á fundinum tvo menn
til að vinna að undirbúningi og
framkvæmd með hreppsnefnd-
inni.
Skipasmíðastöð KEA hesfur nú
að mestu lokið smíði tveggja báta
fyrir útgerðarmenn á Árskógs-
strönd. Ei'u þeir 7—8 lestir að
stærð. Vélar í báta þessa áttu að
koma hingað með Reykjafossi nú
í vikunni.
Inflúenza hefur verið mjög út-
breidd á Ströndinni að undan-
förnu, en virðist í rénun. Barna-
skólanum var lokað í gær og dag
vegna veikinda skólabarnanna.
Fyrsta loðnan veiðist
Húsavík.
í fyrrakvöld veiddist mikið af
loðnu í Húsavík. Er það fyrsta
loðnan, er þar veiðist í ár. Var þá
stiax farið að beita og voru menn
vongóðir um afla.
Slóu köttinn úr tuniuuini.
Hestamannafélagið Leiftur á
Húsavík sló köttinn úr tunnunni
sl. laugardag. Fjöldi manns dreif
að, þótt vont væri veður, -enda er
þetta áður óþekkt íþrótt þar
austur frá. Kattavkóngui' varð
Guðmundur Jónasson bílstjóri.
Um bann var þá sungið:
Guðmundur er kóngur klár
kattarbani þetta ár o. s. frv.