Dagur - 26.03.1955, Blaðsíða 8
8
Bagub
Laugardagiim 28. marz 1955
Fmfarímðr í [ðndbúnsinum
hvíla á féfagsíegrí þróun
Fróðlegt framsöguerindi Ólafs Jónssonar á
síðasta Bændaklúbbsfundi
Eins og getið var í síðasta tölublaði, var bændaklúbbsfundurinn,
sem haldinn var að Hótel KEA síðastliðinn þriðjudag, helgaður
Ólafi Jónssyni að mestu leyti. Þar var minnst sextugsafmælis hans
og honum sýnd margskonar virðing. Sjálfnr var hann frummælandi
á fundinum og var ræða hans um 50 ára þróun landbúnaðarins, og
margháttaða reynslu hans, sem þátttakandi og áhorfandi, á þessu
Ungur Eyfirðingur kominn heim
að iokinni námsdvei í U.S.A.
tímabili.
Olafur sagði að nú væri svo
komið að unga fólkinu væri ekki
kunnugt um hvemig umhorfs var
fyrir nokkrum áratugum síðan og
þeim eldri vefðist líka tunga um
tönn, ef 'þeir ættu að gera grein
fyrir hinum margháttuðu breyt-
ingum. Oft væri erfitt að segja
um það, hverjum bæri að þakka
hinar einstöku framfarir. Frum-
kvæðið væri líka oftast það létt-
asta en framkvæmdin erfiðari.
Lét hann í ljósi ánægju sína
yfir því að hafa fengið tækifæri
til að starfa hér á þessu tímabili
og um áratugi, sem þátttakandi.
Síðan brá Ólafur upp nokkrum
svipmyndum frá fyrri árum
starfs síns, til fróðleiks og
skemmtunar, en kvað hins vegar
erfitt að spá miklu um ókominn
tíma, þótt reynt væri að skyggn-
ast undir fortjald framtíðarinnar.
Félagsleg þróun.
Þó sagði hann, að allar meiri
háttar framfarir hvíldu á félags-
legri þróun. Hún ein megnaði að
vinna stórvirki. Hann spáði því
að ráðunautum mundi fjölga á
næstu árum og væri það vel. —
Einnig þyrfti að auka vélfræði-
lega og hagfræðilega athugun í
landbúnaðarmálunum. Hann vék
og að því að húsnæðisskortur
Búnaðarfélags íslands og hinna
ýmsu deilda bændasamtakanna,
stæði menningarmálum félags-
skaparins mjög fyrir þrifum.
Tilraunastarfseniin.
Þá vék hann máli sínu að til-
raunum. Þær hófust hér á landi
árið 1899. Þótt tilraunastöðvunum
fjölgaði síðar, vantaði þó lengi
samstarf og samræmingu þeirra á
milli. Nú eru tilraunastöðvar á
Sámsstöðum, Reykhólum, Skriðu
klaustri og hér á Akureyri. ,.A11-
ar þær tilraunir er gerðar eru
fyrir íslenzkan land'búnað, þarf
Akureyri tapar máli við
Kífsárbóndann
Á miðvikudaginn féll dómur
hér á Akureyri í máli bæjarins
gegn Þorkeli Björnssyni frá Kífs-
á; út af vatnstöku í landi Kífsár.
Vildi bærinn fá hnekkt matsgerð
um greiðslu fyrir vatnstökuna. —
Dómur féll á þá lund, að mats-
gerðin skal standa óbreytt og ber
foænum að greiða fyrir vatnið
samkvæmt upphaflegu mati,
nema til komi yfirmat. En mats-
kostnaði var vísað frá dómi og
verður því úrskurðaður af yfir-
mati. Bæjarráð samþykkti á fundi
sl. fimmtudag að áfrýja dómi
þessum til Hæstaréttar.
að setja undir eina stjórn,“ sagði
hann.
Þá benti hann á fjölmargar
framfarir í landbúnaðinum er
mætti rekja beint til tilrauna-
stöðvanna. Nefndi hann í því
sambandi sáðsléttuna og þá
óhemju breytingu er hún hefur
valdið. Enn væru jafnvel til sáð-
sléttur frá fyrstu árunum, er
væru ágætar og vaxnar að mestu
hinum upphaflega gróðri er sáð
var til. Um tíma leit svo út að hún
ætlaði að bera lægri hlut fyrir
sjálfgræðslunni. Hinn fljótvirki,
tilbúni áburður varð sáðiéttunni
að ómetanlegu liði, og nú hefur
sáðsléttan langa sigursögu að
baki, þótt enn sé deilt um gras-
fræblandanir. Framþróun sáð-
sléttunnar byggist á vali grasteg-
unda. Væri það sérstaklega mikil
vægt að fá úrval innlendra stofna
og rækta þá í stórum stíl. Gat Ól-
afur þess að vel gæti farið saman
kornrækt og grasfrærækt. Enn-
fremur benti hann á ræktun
belgjurta, Hann sagði að smárinn
biði síns tíma. Mundi honum
verða vel fagnað þegar meira
væri farið að rækta jörð til beitar
en nú er.
Aukin áburðamotkun.
Frummælandi sagði, að kjörorð
yfirstandandi tíma væri: meiri
áburður. Fyrir 30 árum var tilbú-
inn áburður nær eingöngu not-
aður í nágrenni stærstu kaup-
staðanna. Starf tilraunastöðvanna
hefur lengi verið að fá skorið úr
um notagildi eínstakra áburðar-
tegunda og um áburðarþörf jarð-
vegsins. Áburðarnotkun fer enn
ört vaxandi og áhuginn fyrir til-
búnum áburði svo mikill, að
mörgum sést yfir að fullnýta
húsdýraáburðinn, svo sem þó
væri rétt og skylt.
Ræðumaðurinn sagði að fyrstu
4 tugi aldarinnar hefðu skurðir
einvörðungu verið handgrafnir.
Þá hefðu þeir verið miðaðir við
lokræslu. Nú væri þetta orðið
breytt s>íðan skui'ðgiöfurnar hófu
starf. Þær græfu svo djúpt, að
skurðirnir tækju bæði á móti yf-
irborðs- og grunnvatni. Sumum
þætti þó of seint ganga með
framræsluna og létu sig dreyma
um stórvirkar gröfur, er gætu
öslað gegnum landið, marga kíló-
metra á dag.
Framræsla — Vélanotkun
fyrr og nú.
Ólafur Jónsson benti einnig á
þörfina fyrir framræslu vegna
beitilandsins,' sem ekki nýttist
vegna bleytu. Þar byði mikið
verkefni óleyst ,bæði fram til dala
og upp til heiða. Samkvæmt
reynslu Svía hefði loftslagið, eftir
slíkar aðgerðir, hlýnað til muna
og gróður hins þurrkaða lands
orðið annar og betri.
Frummælandi sagði skemmti-
legan þátt frá Borgarfirði, en þar
(Framhald á 7, síSu)
Blöndalsmál rædd á
Álþingi
Mál fyrirtækisins Ragnar Blön-
dal h.f. voru rædd á Alþ. 22. þ. m.
var í tilefni af fyrirspurn. Skýrði
dómsmálaráðherra frá því, að
löghald hefði verið lagt á bók-
nald fyrirtækisins, því að það
upplýátist í rannsókn þeirri, sem
framkvæmd er að beiðni Her-
manns Jónassonar, að öll skjöl
fyrirtækisins höfðu ekki komið til
bókhalds. Alþingi kaus fyrir fá-
um dögum þingnefnd, sem á að
rannsaka okur. Mun sú nefndar-
skipun hafa komist á laggirnar
vegan orðróms um okur í sam-
bandi við Blöndalsmólin. f nefnd-
inni eru: Skúli Guðmun.dsson,
Gylfi Gíslason, Biöm Ólafsson,,
Einar Ingimundarson og Karl
Guðjónsson.
15 þúsund tumrar verða
smiðaðar á Akureyri
Fyrir nokkrum dögum er hafin
tunnusmíði í Tunnuverksmiðju
ríkisins hér á Akureyri og starfa
um 30 manns að smíðinni. Ætlun-
in mun vera að smíða 15 þúsund
tunnur og mun efni vera til þess.
Er áætlað að því verki verði lok-
ið í maí.
Minkur á hænsnaveið-
um í Skagafirði
Sauðárkróki 20. marz.
Minkur hefur gert vai't við sig
hér fram í héraðinu. Á Flugu-
mýri hefur hann drepið um 30
hænsni hjá Ingimar Jónssyni
bónda. Að lokum tókst þó að
skjóta hann. Þá hefur minkur
di'epið hænsni á Minni-Ökrum og
á Hofi við Varmahlíð. Er þetta
illur gestur í hænsnabúum og illt
að búa við ágengni hans. Það er
raunar ekki nýlunda, að dýr þessi
sjáist eða geri á annan hátt vart
við sig hér í Skagafirði og hefur
hans orðið vart öðru hvoru á
undanförnum árum hingað og
þangað um héraðið og unnið ým-
is spjöll.
Sæluvika Skagfirðinga.
Þessi vika er sæluvika Skag-
firðinga og hefur verið mikið um
dýrðir á Sauðárkróki. Gefin var
út prentuð dagskrá fyrir vikuna.
Leikfélagið á Sauðái-króki sýnir
Nýjái'snóttina eftir Indriða Ein-
ax-sson kvenfélagið sýnir sjón-
leikinn „Malai'akonan fagra“, en
það er fi-anskur gamanleikur,
gagnfræðaskólinn hefur haft
skemmtikvöld og leiksýningu,
erindi hafa verið flutt, Karlakór-
inn Heimir hafði söngskemmtun,
kvikmyndasýningar voru haldn-
ar. Að venju hefur verið gest-
kvæmt á Sauðárkróki á sæluvik-
unni.
4 kindur fórust í Aðal-
dal er fjárhúsþak féll
Aðfaranótt miðvikudags gerðist
sá atburður að Hrauni í Aðaldal,
að stoð bilaði í fjárhúsi og féll
þakið niður á parti. Urðu 10
kindur undir því, en alls voru 30
kindur í húsinu. Hús þetta er
hlaðið úr toi'fi og grjóti, en járn-
þak er á. Ekki varð vart við slys
þetta fyrr en um morguninn. —
Barst fljótlega hjálp af næstu
bæjum, og tókst brátt að ná
Nýlega er kominn hingað til
bæjarins, að Iokinni eins árs
námsdvöl í Bandaríkjunum, Sig-
urður Snæbjörnsson á Grund,
sonur Snæbjörns Sigurðssonar
bónda þar.
Fór hann vestur um haf fyrir
rösku ári, til starfs og náms, á
vegum ísl.-ameríska félagsins og
American-Scandinavian Found-
tion í New York. Annai' ungur
Eyfirðingur fór vestur um líkt
leyti, og er nú á heimleið. Er það
Kristján Hannesson bónda Krist-
jánssonar í Víðirgerði.
Á búgarði í New York fylki,
Sigurður dvaldi á stórum bú-
garði í New York fylki. Er þar
stunduð nautgriparækt og aðal-
lega uppaldir kynbótagripir. Er
búskapur þar með nýtízkusniði,
en svo er nu komið, að bónda-
sonur frá íslandi undrast ekki
lengur vélanotkun og tækni,
heldur tekur sem sjálfsagðan
hlut, enda vel heima á þeim vett-
vangi .Vii'tist Sigurði af þessum
kynnum, að tækni á sumum ís-
lenzkum jöi'ðum stæði ekki að
baki því, sem gerizt vestra.
kindunum úr brakinu. Voru 4
dauðar en 6 meiddai, en þó ekki
svo, að ástæða væri talin til að
lóga þeim. Nágrannar og heima-
menn hófu þegar að setja þakið á
húsið á ný og var því verki lokið
fyi'ir kvöldið. Bóndi i Hrauni er
Kjartan Sigtx-yggsson.
Ær drepasl af súrheys-
eitrun
Sigurður L. Vigfússon á Foss-
hóli hefur að undanfömu misst 4
ær af súi'heyseitrun. En ekki hef-
ur frétzt um fjái'dauða af þessum
sökum annars staðar. ■— Síðustu
dagana hefur ekki verið ekið yfir
Vaðlaheiði og Fljótsheiði nema á
snjóbíl. Sótti hann sjúkling í
Breiðamýri og flutti í sjúkrahús-
ið á Akureyri. — Námskeið í út-
skurði hefst á Fosshóli nú _um
helgina. Stendur KvenféL Ljós-
vetninga fyrir námskeiðinu, en
kennari er Jón Bergsson Þátt-
takendu.r verða um 10 talsir.s.
Ætlaði að skjóta kálf -
skotið hljóp í fótlrni
Það bar til á Haga í AðaJdal á
miðvikudaginn, að bóndinn þar,
Foi-ni Jakobsson,' ætlaði að skjóta
kálf með í'iffli, en svo slysalega
tókst til að skotið hljóp í lær hans
og særði hann þár og á hné. Var
hann fluttur tiþ'Húsavíkur til
læknis. — Sái'ið er ekki talið
hættulegt eða líklegt til að valda
örkumlum.
Vart við síli út af
Gjögmm
Hrísey.
Algert fiskleysi er ennþá. Bát-
ur sem reri sl. fimmtudag fékk
ekki neitt. Hins vegar hefur orðið
vart við síli út af Gjögrum og
þykir það benda til þess að fisks
1 sé von, senn hvað líður. Róið hef-
Mikil vinna — góð aðbúS.
Sigúrður kvaðst mjög ánægður
með þessa ferð, er blaðið ræddi
við hann nú í vikunni. Hefði hún
verið lærdómsrík og ánægjuleg.
Auk þess sem hann kynntist
vinnubrögðunum á búgai'ðinum
og ýmsu varðandi búrekstur
Bandaríkjamanna, fékk hann
tækifæri til að ferðast mikið. Fór
hann um 13 fylki Bandaríkjanna
og bar margt nýstáiiegt fyrir
augu. Mikillar vinnu er krafizt af
þeim, sem fara slíkar námsferðir
til læi'dóms í verklegum efnum,
en aðbúð er líka góð og tækifæri
til að kynnast störfum og skipu-
lagi. Að því blaðið hefur fregnað,
hafa báðir þeir ungu Ejiirðingar,
sem nú hafar lokið ái'sdvöl þar
vestra, getið sér hið bezta ox'ð í
hvívetna.
Olíuniálið
Olíumálið svonefnda er nú
komið fyrir Hæstarétt og hefur
munnlegur málflutningur staðið
yfir síðustu daga.
ur verið með fi-osna beitu og tek-
ur fiskurinn hana ekki.
Útigöngukindur í Brík-
artorfu
Ófeigsstöðum.
Tvær kindur sáust fyrir jólin í
vetur í svonefndri Ófæi'utorfu. —
Ekki þótti tiltök að ná þeim þá
og vissu menn lengi ekki hvernig
þeim mundi reiða af. Nú fyrir
stuttu sáust þær aftur, en voru
nú þrjár og höfðu fært sig í Brík-
artorfu, rétt við Hvanndali. Þar
sem kindurnar eru nú, er land
Fnjóskdæla stutt fi'á landamei'kj-
um þeirra og Kinnunga. Kindur
þessar sjást af sjó og þykir ekki
líklegt að þeim verði bjargað fyrr
en fönn blotar. — Klettar og
hengiflug er upp að fai'a að kind-
unum fi'á sjónum, en landleiðin
er löng, og ekki vitað hvað kind-
ur þessar eru spi'ækar og vel
fallnar til langs rekstui's.
Félagslíf er töluvert í Köldu-
kinn um þessar mundir Ung-
mennafélagið heldur öðru hvoru
kvöldvökur og skemmta menn.
sér þar við spil, kvæðalestur,
söng, ræðuhöld og dans. Kvenfé-
lagskonur halda líka samkomur
með svipuðu sniði. Bjóða þær
stur.dum bændum sínum til þessa
fagnaðar. en dansa þó oftast
meira við aðra! Eða svo sagði
Baldur Baldvinsson frá, er hlaðið
átti tal við hann í vikunni.
Rússneskar síldartimn-
ur rekur á Tjörnesi
Síðan laust eftir áramót hefur
rekið allmargar síldartunnur á
Tjörnesi og er helzt talið að þær
séu rússneskar. Taká tunnumar
um 120 lti'. og eru vaxbornar að
innan. Ennfremur hefur rekið
nokkuð af netum og belgjum. —
Líklegt er að þetta sé einnig frá
rússneska síldveiðiflotanum. sem
stundar veiðar hér noi'ður- og
austurundan landi.