Dagur - 26.03.1955, Blaðsíða 6
6
D AGUR
Laugardaginn 26. marz 1955
í óttans dyrum
Saga eftir DIANA BOURBON
23. DAGUR.
(FrSmhald).
Það, sem hún hafði sagt um
hjúkrunarkonuna, reyndist á
fyllstu rökum reist. Þetta var
eldri kona, heldur gustmikil, ekki
of hreinleg. Hún opnaði dyrnar
aðeins til hálfs og neitaði harð-
lega að þiggja þá aðstoð, sem eg
bauð fram. Það gerði ekki betur
en að hún væri kurteis.
Eg heyrði karlmannsrödd inni
í herberginu: „Hver þeirra er það
nú?“
Hjúkrunarkonan svaraði engu,
en opnaði dyrnar upp á gátt, svo
að hann gæti sjálfur séð það.
Læknirinn sat við rúmstokk
Onnu og virtist vera að grand-
skoða náhvítt andlit hennar. —•
Hann leit snöggvast upp og til
mín, en sagði síðan: „Bíðið
augnablik.“ Því næst stóð hann á
fætur, greip tösku sína, skundaði
yfir herbergið og fram á ganginn
og lokaði hurðinni á eftir sér. Við
fylgdumst að niður stigann. Hann
benti mér að koma með sér inn í
borðstofuna.
, „Viljið þér segja mér,“ sagði
hann, er þangað var komið,
„hvað þér vitið í raun og veru um
það, sem hér hefur gerzt?“
„Eg sagði yður allt af létta í
morgun. Við Babs vorum staddar
úti á ganginum, er við heyrðum
hljóðin í henni... .“
„Hvað voruð þið að gera fram
á gangi?“
„Babs var að leita að mér. Mér
hafði heyrzt eg heyra umgang
um miðja nótt, og fór að athuga
málið. En eg fann ekkert athuga-
vert. Er eg var á leið til baka til
herbergis míns, mætti eg Babs,
sem hafði farið að leita að mér.
Við stóðum þar saman, er við
heyrðum Önnu hljóða.“
Læknirinn yppti öxlum. Hann
virtist ekki ánægður.
„Segið mér, læknir,“ sagði eg,
„hvað er það sem þér eruð að
reyna að grafast fyrir?“
„Eg vildi að eg gæti sagt yður
það, stúlka mín. Eg fór upp á loft
og leit á hliðgrindina .Lásinn er
enn á og læstur. En hann er hálf-
laus, rifinn frá. Eg geri ráð fyrir
að bað sé möguleiki að hún hafi í
raun og veru dottið? Annars
mundi eg- segja, að áverkarnir
væru skýranlegri, ef henni hefði
verið hrint.“
„Mér hefur virzt það sama,“
sagði eg. „Spurningin er þá, hver
gerði það, og hvers vegna gerði
hann það? Því skyldi nckkur
vilja vinna Önnu mein?“
„Já, eg segi það líka. Hvers
vegna? Og þér haldið yður epn
við sögu yðar? Viljið engu breyta
í framburði yðar?“
„Eg er hræddur um að eg verði
að halda mér við hana, hvort sem
yður þykir betur eða verr. Eg
segi yður nefnilega sannleikann.
En segið mér, læknir, er þetta
hættulegt? Mun henni batna?“
„Eg vildi eg gæti svarað því
með vissu,“ sagði hann, beið ekki
eftir frekari spurningum frá mér,
snerist á hæli og hvarf út úr stof-
unni.
Nú var þó komin gerjun í sög-
una. Eitthvað hlaut að gerast á
næstunni. Hjá því gat ekki farið.
—o—
Vissan um það, að eitthvað
hlyti að gerast, rak mig til þess
þetta sama síðdegi, að fara að
leita að leynidyrum þeim, péíri eg
þóttist viss um að tengdu íbúð
Romney-hjónanna og hermanna-
klúbbinn hinum megin í húrinu.
En ókunni maðurinn, sem eg
hafði heyrt Babs tala við um
nóttina, hafði óbeint gefið í skyn,
að leynilegur samgangur væri
þar í milli. Þetta gat hafa verið
René Milhaud eftir málfarinu að
dæma ,en það gat líka hafa verið
einhver annar.
—0—
Eg hóf leitina sem fyrrum uppi
á efsta lofti, og fikaði mig niður
stigana, aðallega þjónustustigana.
Eg grandskoðaði í hvern krók og
kirna alla leið niður í kjallara, en
þar voru eldhúsin og íbúðir
þjónustufólksins og þar var ekki
hægt að leita eins og á stóð. Ekk-
ert hafði enn bent til þess, að eg
væri komin á sporið. Og þó
fannst mér, að þessi samgangur
hlyti að vera til, nema ef eg hefði
algerlega misskilið það, sern eg
heyrði um nóttina, en það fannst
mér þó ólíklegt.
Eg gaf leitina frá mér í bili og
hélt á fund þeirra Babs og Mil-
hauds í dagstofunni. Þau voru að
leika sér með spil nokkurt sem
dægradvöl, en virtust ekki hafa
hugann við það.
„Þú ert búin að vera lengi í
burtu,“ sögðu þau bæði, er eg
kom inn.
„Eg talaði við hjúkrunarkon-
una,“ sagði eg. „Og þú hafðir rétt
fyrir þér, Babs. Eg fékk ekki að
koma nálægt Önnu “
„Nú, fékkstu að tala við hjúkr-
unarkonuna. Það kalla eg fréttir.
Það hefur enginn annar fengið til
þessa.“
„Og læknirinn var þar líka. En
allt er víst óbreytt. Hann sagðist
mundi koma aftur seinna.“
Eg gat ekki betur séð en Babs
væri enn ákaflega taugaóstyrk og
vissulega voru þessi orð mín ekki
til að styrkja hana. Var engu lik—
ara en að henni væri mjög á móti
skapi að eg talaði við læknirinn
og hjúkrunarkonuna, þótt mér
væri hulin ráðgáta, hvað hún gat
haft að athuga við það.
Eg sneri sér nú að René. „Þurf-
ið þér aldrei að starfa neitt?“
spurði eg.
„Þér munduð undrast, ef þér
yissuð hversu eg er í rauninni
önnum kafinn," sagði hann, „en
sem stendur er eg í fríi,“
„Fai-ið þið nú ekki að stæla,“
sagði Babs. „Eg hef svei mér ekki
taugar til að hlusta á slíkt nú.“
Þjónninn kom nú inn og fór að
draga loftvarnagluggatjöldin fyr-
ir gluggana svo að engin ljps-
glæta sæist að utan. Það dimmdi
snemma á þessari árstíð og það
var þegar rokkið.
Mér flaug nú í hug að reyna
nýja leið.
„Það hefur ekki verið kastað
höndum að byggingu þessara
gömlu húsa,“ sagði eg í léttum
samtalstón, „maður veit ekki einu
sinni af því, að hávær hermanna-
klúbbur sé hér í húsinu. Hvernig
farið þið að því? Er klúbburinn
alveg afþiljaður, eða er hægt að
komast í milli íbúðarinnar og
klúbbsins?"
Eg sá svip yfirþjonsins speglast
í glerskilrúminu og hann virtist
ætla að fara að svara mér, en átt-
aði sig. Enginn brezkur húsþjónn,
sem kann sig, tekur upp hjá sjálf-
um sér að leggja orð í belg í sam-
tali húsráðenda eða gesta. Til
þess að fá svar, vei'ður maður að
ávarpa þá sjálfa.
„Hvað segir yfirþjónninn um
þetta? Er klúbburinn þiljaður af,
eða eru kannske leynidyr í
milli?“
Eg sá enn í glerinu að hann leit
á húsmóðui' sína. Hann var að því
kominn að svara mér, en einhver
bending frá henni varð til þess,
að hann lét sér nægja að segja:
„Því miður er mér alveg ókunn-
ugt um það, ungfrú." Og svo
flýtti hann sér út.
(Framhald).
EIN ÞYKKT,
ER KEMUR í STAÐ
SAE 10-30
OLÍUFÉLAGIÐ H.F.
Söliiumboð í
Olíusöludeild KEA
Sími 1860 og 1100.
Grasf ræ
Sáðhafrar
Kaupfélög og Búnaðarfélög, sem ætla að kaupa sáð-
vörur hjá oss fyrir vorið, eru vinsamlegast beðin að
senda pantanir sínar sem fyrst.
Samband ísl. samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Auglýsið i Degi
BlLASALAN H.F.
Geislagötu 5. — Símil649. ru;1 \ j * /»•■it
Með því að nota aluminium á þökin, er
hægt að spara sér málninguna.
Aluminium er ódýrt, fallegt, sterkt.
Athugið verð á aluminium.
Þakplötur af ýmsum lengdum fyrirliggj-
andi, einnig sléttar plötur.