Dagur - 06.04.1955, Síða 2

Dagur - 06.04.1955, Síða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 6. apríl 1955 Tilboð Brunabófafélagsins um lækkun iðgjalda komu þá fyrst fram, er hrikfa tók í sioðum Flutningsmenn nýja frumvarpsins áttu ekki hug myndina að „dúsunni“ - Stefán Jóhann segist vera upphafsmaðurinn BRÉF TIL BLAÐSINS: Karföfluverzlun Garðar Halldórsson bóndi á Rifkclsstöðum skrifar landbún- aðarþátt í blað yðai 19. þ. m. M. a. greinir hann frá samþykkt Búnaðarþings á tillögum að breyttu skipulagi á verzlun með garðávexti og uppl að á liðnum árum hafi ekki minna en 3 nefnd- ir unnið að þessum málum. En umbætur á söluskipulaginu hafi strandað á Grænmetisverzlun ríkisins og íulltrúum hennar í nefndunum. Að þessu tilefni vil eg biðja yð- ur, hr. ritstjóri, að birta eftirfar- andi til athugunar, i blaði yðar. Undirrituðum er ekki vel kunnugt hve margar nefndir hafa starfað að þessum málum, en fulltrúi frá Grænmetisverzlun- inni hefur aðeins átt sæti í einni nefnd, þar til 26. jan. þ. á. Var rað snemma á árinu 1952. Þá starfaði 5 manna nefnd að þess- um málum fyrir atbeina land- búnaðarráðherra, undir forsæti Pálma Einarssonar landnámsstj, Fulltrúar Sambands ísl. sam- vinnufélaga og Grænmetisverzl- unarinnar voru á mjög líkri skoð un og sáu ekki miklar umbætur í skipun nýrra nefnda eða ráða til að fara með þessa grein af framleiðsluvörum bændanna. Síðan hefur verið að mestu hljótt um málið, þar til leið að Búnaðarþingi í vetur. Starfaði þá nefnd í nokkra daga og gerði uppkast að breytingum á fram- leiðsluráðslögunum. Mun hún hafa notið l'eiðbeininga og til- lagna Jóhannesar G. Helgasonar M. B. A. En hann hefur lagt á sig allmikið erfiði til að kynnast þessu máli og samið stóra, vélrit- aða bók, sem er á fjórða hundrað ■blöð í Alþingistíðindabi'qti. ; Fulltrúi Grænmetisverzlunar- innar í nefndinni var dr. Björn , Jóhannesson, verkfræðingur, sem sem nokkuð hefur kynnt sér þessi mál og er maður mjög vel- viljaður bændum, áhugasamur um ræktun landsins og gerat- hugull um þau mál ,sem hann lætur sig skipta. Garðar Halldórsson segir, að umbætur á sölu garðávaxta hafi strandað á Grænmetisverzlun- inni. Þetta er varla rétt hjá hin- um áhugasama bónda. „Umbæt- urnar“ sem hann talar um, hafa strandað á heilbrigðri skynsemi. Þær hafa strandað á því að tals- menn breytinganna hafa ekki getað bent á annað skipulag, sem líkur bentu til, að yrði framleið- ondum og neytendum til meiri hagsbóta, en það sem nú er. Og enn í dag er þetta skoðun ýmsra, sem gerzt þekkja verzlun með kartöflur, og þeirra á meðal eru kaupfélagsstjórar, sem mest kynni hafa af þessum málum. Og einn mesti kartöfluframleiðand- inn, sem sæti átti á síðasta Bún- aðarþingi, er sömu skoðunar, þótt hann sæti hjá við atkvæða- greiðsluna. —o— Vandamál kartöfluframleiðenda eru fleiri, en verzlun með upp- skeruna. Uppskerubrestur eitt árið og offramleiðsla annað, valda miklum erfiðleikum og öryggis- leysi. Eftirfarandi tölur um sölukar- töflur á verzlunarsvæði Kaupfél. Eyfirðinga, Akureyi'i, um fjög- urra ára bil varpa skýru ljósi á alvöru málsins: Árið 1950 var uppskeran 6853 tunnur. : ' J. * Árið 1651 erhún 2268 tunnur. 1952 er hún 1222 tunnur. 1953 er hún 12000 ln.' eða miklu meiri en samanlögð uppskera 3ja næstu ára á undan. Þessar stökkbrevtingar á upp- skerurihi valda 'framleiðendum miklu öryggisleysi, gera geymslu' spursmálið mjög vandasamt og skapa um leið ýmsa erfiðleika og óvissu í verzlun með kartöflurn- ar. Björn Guðmundsson. Færri norsk síldveiðiskip en áður verða á íslandsmiðum í sumar Sölusamningar við Svía hafa enn ekki tekizt Umboðsmaður Brunabótafélags fslands, hr. Viggó Ólafsson, hefur birt greinarkorn í tilefni af upp- lýsingum Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Samvinnutvygg- inga um tryggingakjör úti á landi. En grein framkvæmdastjórans um þetta efni hefur verið birt í Tímanum og Degi. Sakar um- boðsmaðurinn Jón Ólafsson um „rangfærslur" og reiknar út í prósentum, hve miklu þær nemi. Akureyrartryggingar ckki meginmálið. Athugun á grein hans sýnir, að hann byggir þessa málafærslu einvörðungu á tryggingakjörum á Akureyri og gerir enga tilraun til að hrekja upplýsingar Jóns Ólafssonar um tryggingakjör annars staðar á landinu, enda játar hann, að hann hafi ekki í höndum iðgjaldataxta frá öðrum kaupstöðum. • Grein Jóns Ólafs- sonar fjallaði um tryggingakjörin úti á landi almennt, en hann gat ekki um sérsamning Akuveyrar og Brunabótafélagsins. Enda er sá samningur engan veginn neitt meginpál,: ér nitett er uití tiý.gg- ingakjöi' alls staðar annars sílaðar á landinu. Að þessu athuguðu, virðist grein umboðsmannsins rituð af litlu tilefni. Hlífðarlaus skattheimta. Hitt er skiljanlegt, að starfs- menn Brunabótafélagsins vilji reyna að fegra hlut félagsins og draga úr þeirri réttmætu ó- ánægju, sem ríkjandi er um land allt með skattheimtu félagsins, sem var hlífðar- og tillitslaus gagnvart landsfólkinu unz Ijóst varð, að menn mundu ekki leng- ur una einokuninni heldur bind- ast samtökum um að hrinda henni af sér. Eftir það varð fé- lagið ljúfara í umgengni. En ekki var mikið undan slegið meðan einokunarböndin héldu. Um það vitnar samningurinn við Akur- eyri, sem umboðsmanninum verður tíðræddast um. Slæm kjör skv. samningi. Samningur þessi var gerður fyrir nokkrum árum. Almenn ó- ánægja var ríkjandi með trygg- ingakjör félagsins. Bæjarstjórnin hafði gert ítrekaðar tilraunir til að leysa klafaband einokunar- innar af bæjarbúum. Þegar þannig var byrjað að hrikta í máttarviðum einokunarinnar, lét félagið undan síga og fékk bæj- arstjórnina til að ganga inn á 5 ára samning um lækkun iðgjalda. En í móti krafðist félagið stór- aukinna brunavama, m a. fastr- ar brunavörzlu o. fl atriða, sem kalla má góð í sjálfu sér, en kosta bæjarfélagið mikið fé. Tók fé- lagið því að nokkru leyti með annarri hendinni það, sem það rétti með hinni. Og hvernig voru svo þessi kjör? Samkvæmt þeim upplýsingum, sem umboðsmaður Brunabótafélagsins birtir nú, hafa þau allt fram á þennan dag verið miklu verri en Brunabóta- félagið er nú að bjóða ýmsum öðrum stöðum án kröfu um stór- aukinn kostnað vegna bruna- varna. Húseigendur borga brúsann. Samkvæmt upplýsingum hans nema brúttóiðgjöld af 2. fl. hús- um t. d. 1,50%0 hér á Akureyri nú í dag, en félagið býður þessa tryggingu fyrir 1%C annars staðar. Fyrirheit er þó um að Akureyri fái að njóta þessara kjara 15. október í haust. í 3. fl. er brúttó- iðgjaldið hér, sem húseigendur verða að borga, 2,70%c, en þessa tryggingu er félagið nú að bjóða annars staðar fyrir 1,80',/,„, og í 4. flokki er brúttóiðgjaldið hór A%0 en þessa tryggingu býður félagið fyrir 2,50%c. Þessi kjör hér á Ak- ureyri eru miklu verri eri boðin eru annars staðar þótt tillit sé tekið til afsláttar þess, sem fé- lagið veitir bæjarsjóði og nemur 19,5%. Verður nettóiðgjald í 4. fl. t.d. 2,22%c hér, en félagiS býður ann- ars staðár' 2,50%,. »: (UÁboðshiaðurimi 'tiþjllýák' að» þessi bættu tryggingakjör muni koma til framkvæmda hér á Ak- ureyri í haust En þá verða Akur- eyringar búnir að greiða félaginu sannkallað okurgjald samkvæmt samningnum við bæjarstjórnina í full 3 ár. , ' ;■ ,, Sjóðuin safnað í Reykjavík. Hvers vegna voru ekki hin lægri kjör boðin strax? Svarið er augljóst. Meðan einokunarkerfið var bundið í lögum, gat félagið skammtað þau iðgjöld, sem því sýndist. Engin samkeppni var á ferðinni. Þess vegna gat það þröngvað upp á Akureyrarbæ óhagstæðum samningi. Með slíkri starfsaðferð er auðvelt að safna digrum sjóðum í Reykjavík, enda hefur félag þetta dyggilega gætt þeirra hagsmuna sinna. Hafa þessir sjóðir og reynst haldgóðir í baráttunni fyrir því nú um sinn, að halda í tryggingarnar úti á landi eftir að losnaði um einok- unina. Stefnubreyting á einni viku. Hvernig stendur þá á því, að félagið gefur fyrirheit um lækk- un iðgjalda á Akureyri 1955 eftir að hafa reiknað miklu hærri ið- gjöld undanfarin 3 ár? Ekki eru brunavarnir hér traustari að neinu verulegu ráði í ár en var í fyrra. Ástæðuna er að finna í laga- setningu frá 12. april 1954, er Al- þingi gaf fyrirheit um að losa bæi og sveitarfélög af einokunar- klafanum frá 15. október 1955. Þegar þessi lög voru sett, hófst samkeppnin um tryggingakjörin og riðu Samvinnutryggingar þar á vaðið og sýndu fram á, að unnt var að stórbæta kjörin. Þá var brugðið skjótt við af Brunabótafélagi íslands. Þá var hægt að ræða um lægri trygg- Stemning á Akureyri „----Það var komið undir mið- ncelti--* Húsin í Akureyrarfjöru sýndust í sumarnœtur hálfrökkrinu eins og þyrping af svörtum, ferkiint- uðum skuggum. Til beggja hliða eygðist kolbrýndir, samfelldir vegg- ir. Það voru fjöllin og heiðarnar við Eyjafjörð. Hafþokan var að Ircðast inn á Pollinn, en gegnum hana glytti í sjóinn, logagylltan af vor- sólinni langt norður eftir, eitts og kveldroðatungu intt á milli skýja- bakka. Nóttin var steinþögul og stóð á öndinni; hún var vist að srckja i sig vcðrið, eða bara að hlusta á mennina, áraglamrið og hlátrana. A seinasta bátlnum var 19 vetra unglingur, setn ekki hafði hraðað sér fyrr fram en i seinuslu lög-----Honum hefur lengi verið það atvik minnisstatt, að þegar menn liöfðu allir kvaðzt, og seinatti báturinn ýtti frá gufuskiþinu, Itóf einhver af róðrarmönnunum að syngja „Eldgamla Isafold", og svo var tekið undir á fleiri bátum-- Hvort setn þctta var tilviljun cða tileetlun, var þelta þó seinasla kveðja fóslurjarðarinnar til vestur- faranna, þvi eftir það heyrðu þeir ekki né sáu neitt af Islandi fratnar." (Steþhan G. Steþhansson lýsir svo siðasta kvötdi sinu á íslandi 1673 i islándsminni fluttu 1S97). ingakjör. Hinn 23. apríl — viku eftir lagasetninguna — gaf félagið út reglugerð um 10% arð til tryggingalaka sinna. Var þarna viðleitni, þótt seint kæmi, að framkvæma ákvæði í lögum fé- lagsins um arð til þeirra, sem skiptu við félagið. í áratúgi h’afði félagið safnað milljónum í Rvík og aldrei munað eftir þessu á- kvæði. En viku eftir að Alþingi samþykkir að leysa klafabandið, rankar félagið við sér. Hefur ekki fyrr orðið meiri stefnubreyting hjá því félagi á svo skömmum tíma Síðan hafa líka séð dagsins ljós þessi lágu iðgjaldatilboð, sem nú er flaggað með. Þau voru aldrei á ferðinni fyrr á tímum. Hverju nemur lækkunin? Síðan í apríl 1954 hafa þau tíð- indi svo gerzt, að félaginu hefur tekizt að koma einokunarbandinu aftur um háls kaupstaðanna og sveitarfélaganna, þótt ekki sé eins traustlega um búið og áður var. En frelsisfyrirheitið eitt, þótt svikið væri af þingmönnum nú í ár, varð til þess að Bruna- bótafélagið neyddist til að lækka iðgjöld sín um land allt. Og líka hér á Akureyri að því nú er upp- lýst. Væri nú fróðlegt að htyra einhverja aðra skýringu á því fyrirbæri, að félagið getur frá 15. okt. 1955 reiknað lægra ið- gjald hér en 15. október 1954. Fróðlegt væri líka að fá upplýst frá umboðsmanni félagsins hér, hve mikla fjárhæð er hér um að ræða. Hverju munar, hr. umboðs- máður, miðað við sömu tölu húsa og sama matsverð þeirra hér á Akureyri, á heildariðgjöldum skv. taxta félagsins 1953—1954 og nýja taxtann 1955—1956? Röddin var Jónasar en höndin Stefáns Jóhanns. En fleiri hafa skrifað um tryggingamálin nú uþp á síð- (Framhald á 7. bls.). Formaður Sölusamlags-fslands- síldar (í Álasundi) er nýlega heimkominn frá Stokkhólmi, þar sem hann hafði setið á nefndar- fundi og rætt um fyrirframsölu íslands-síldar til Svíþjóðar, ems og undanfarið. í samtali við „Sunnmörspost- en“, er hann kom heim aftur, sagðist honum svo frá: Strandar á verðinu. — Eins og við var búizt varð enginn árangur af umræðum vorum að þessu sinni. Svíar vilja gjarnan kaupa sildina, engu síður en áður. En það stendur á verð- inu. Sökum stóraukinna útgialda fyrir þá, sem síldveiðar stunda á íslandsmiðum, verður að krefjast hærra verðs en í fyrra. Og auk þess verður að gæta, að veiðarnar í fyrra fóru fram langt út á hafi, og af þeim ástæðum munu það verða færri og færri skip, sem og mun verða þannig framvegis, geta farið tvær ferðir. Mun brátt verða að réikna með aðeins einni ferð hvers skips. Veiðin minnkar þá auðvitað að sama skapi, og það veldur auðvitað hærra síld- arverði. Fáist það ekki borgar sig ekki lengur að stunda síldveiðar við ísland. Minni þátttaka. I fyrra var samið við Svía um fyrirframsölu á 112.000 tunnum norskveiddrar íslandssíldar. en víð náðum ekki því marki sökum lélegra veiða. Verðið var þá 137,5 aurar (norskir) kílóið. Svíar vilja gjarnan.fá jafnmikið síldarmagn í sumar, en það verður ekki ákveðið fyrr en á næsta fundi, í lok aprílmánaðar. — Hvað verður um þátttöku í síldveiðum við ísland í sumar? — Það verður minna um það en í fyrra. Valda því vonbrigðin með veiðarnar í fyrra, og nú er áhugi manna meiri fyrir þorsk- veiðum á Vestur-Grænlandsmið- um. f fyrra voru um 200 norsk skip á síldveiðum við ísland, en 256 árið áður. í sumar þarf ekki að búast við fleirum en 175, og er það hámarkið. — Annars veltur þetta allt á síldarverðinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.