Dagur - 14.04.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 14.04.1955, Blaðsíða 1
I Fylgist með því, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu 12 SÍÐUR DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 20. apríl. XXXVffl. árg. Akureyri, fimmtudaginn 14. apríl 1955 21. tbL Verkakvennaíé Gluggasýning KEA á „gömlu húðinni" frá 1855 % Miðlunartillaga héraðssáttasemjara var sam- þvkkt af báðum deiluaðiluni I»að hefur helzt borið tii tíðinda í, vcrkfallsmálunum síðustu viku, að hirm 6. þ. m. voru undirritaðir samningar hér á Akureyri milli V erkakvennafélagsins Einingar og atvinnurekenda, og var þar með aflétt verkfalli verkakvenna, er hófst 1. april. Sátafundur var haldinn að til— hlutan héraðssáttasemjara, Þor- steins M. Jónssonar, og náðist samkomulag um miðlunartillögu frá honum, sem er efnislega á þessa leið: 1. Grunnkaup verkakvenna í al- mennri dag'vinnu verði kr. 7.20. (Til skýringar skal þess getið, að samkvæmt samningi frá því 1949 var verkakvennakaup hér kr. 6.90, en hjá verkakonum í Reykjavík kr. 7.00, en bar er hærri taxti á nokkrum öðrum liðum en hér hefur gilt.) 2. Ákvæði núgildandi samninga í milli atvinnurekenda í Reykja- vík og Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík, þeir liðír, er ákveða að konur hafi sömu laun og karlar, verði tek- in inn í samninga verkakvenna- félagsins hér og atvinnurek- enda. 3. Nýjir samningar, er kunna að verða gerðir ímilli atvinnurek- enda og verkakvenna í Rvík, gangi jafnskjótt í gildi hér. Þó má kaup ekki lækka né kjör versna. 4. Að öðru leyti verði samningar frá 1. júní 1954 milli aðilja óbreyttir þar til nýr samnir.gur milli atvinnurekenda ogverka- kvenna í Reykjavík tekur gildi. Kauphækkun sú, sem hér hef- ur nú tekið gildi samkvæmt framanskráðu nemur því 4,3%. Engar viðræður hafa farið'fram hér í milli atvinnurekenda og | verkamanna síðan verkfall hófst. Hefur héraðssáttasemjari tjáð blaðinu, að hann telji tilgangs- laust að stofna til viðræðna að sinni, því að báðir aðilar telji sig bundna af félögum sínum í Rvík. Farfuglar komnir sunnan um höf í vorblíðunni að imdanförnu hafa fyrstu farfuglamir verið að koma hingað og eru aufúsu- gestir. Fyrstar voru grágæs- imar að vanda. Flugu þær fyrstu hér yfir 1. apríl og sett- ust að á Þveráreyrum. Sama dag sást tjaldurinn hér út með sjó, en hann er orðinn talsvert algengur varpfugl hér nyrðra á seinni árum. Á skírdag kom svo lóan, og sást þá á Skipalóni. Sama dag komu skógarþrestir, og bættust í hóp þeirra harð- gerðu þrasta. sem hér hafa vet- ursetu í görðum. Daginn eftir kom fjöldi þrasta. Er nú mikill þrastakliður í görðum og land- nám og hreiðurgerð undirbúið af kappi. í dag eða á morgun er von á stelknum. Rauðhöfða- endur hafa sést hér suður með á, en óljóst, livort þær eru ætt- aðar af andapolli eða suðlæg- ari slóðimi. Fundahöld í Reykjavík í gær í gær höfðu verkfallsmenn í Reykiavík útifund á Lækjar- torgi, og héldu forsprakkar verkfallsins, 3 kommúnista- Ieiðtogar, og Hannbal Valdi- marsson og Eggert Þorsteins- son af Alþ.fl., ræður. — Mikill mannfjöldi hlýddi á mál þeirra, en er blaðið talaði við Reykja- vík á áttunda tímanum í gær- kvöld, var allt með friði og spekt og ekki búizt við því að til neinna tíðinda mundi draga á fundi þessum. Mun tilgang- urinn einkuin hafa verið að telja kjark í verkfallsmenn að halda út nú er fimmta vika verkfallsins fer i hönd. Þá hófst síðdegis í gær fttnd- ur deiluaðila að tilhlutan sátta- nefndar ríkisstjórnarinnar. Var hálft í hvoru búizt við því í Reykjavík í gær, að miðlunar- tillaga kæmi frá sáttasemjara, og verður þá um hana at- kvæðagreiðsla í félögununi. En ekki var vitað, er blaðið fór í pressuna, hvort slík tillaga kæmi fram á fttndinum. En vafalítið er talið, að hún sé á næstu grösutn. Eftir páskana var tekin niður gluggasýning KEA á gömlu búðinni frá 1855, en hún var uppsett í tilefni 100 ára afmælis frjálsrar verzlunar. Vakti sýningin mikla athygli, enda var hún mjög haglega gerð. — Mun þessi gluggasýning hafa verið einna eftirtektaverðust af þeitn, sem gerðar voru hér á landi í til- efni verzlunarafmælisins. Myndin sýnir búðina, séð frá götunni inn í gluggann. Ákveðið er ð$ bólusetja um 20 búsund íslenzk börn gegn mænusótt á þessu vori Skýrsla um tilraunir Bandaríkjamaima með bóluefni það, sem kennt er við ameríska vísinda- manninn dr. Salk, vekur heimsathygli Nú í vikimni var birt í Banda- ríkjunum skýrsla um árangur af notkun bóluefnis gegn mænusótt, sem amerísk vísndamaðurnn, dr. Jonas Salk, hefur fundð upp. Minkur drepinn »*> A> I r vio annao dyr Carlson, hinn kunni minka- bani að sunnan, kom til Mý- vatnssveitar fyrir skömmu eft- ir ósk bænda þar. Eins og fyrr var frá sagt, varð vart við minkaslóðir ofan til í Laxárdal I vetur og við Mývatn, en ekk- ert dýr hafði þó sést. En óhug sló á bændur, er þeir urðu var- ir við þessi ummerki hins óvel- komna gests. — Talið er að óvíða á landinu séu betri skil- yrði fyrir minka en í Mývatns- sveit og hvergi verra að út- rýma þeim en þar. Mývetning- um ig öllum þeim, sem unna hinu dásamlega og óvenjulega fjölbreytta fuglalífi þar, mundi í Laxárdal - varf við Árnarvafn þykja skarð fyrir skildi ef minkurinn eyddi því og spillti auk þess veiði í vatninu. — Carlson hafði með sér 4 hunda, og hóf þegar leitina. Náði hann bráðlega mink við Brettings- staði í Laxárdal og lenti í höggi við annan við Arnarvatn. Var skotið á hann, en náðist ekki. Það er algeng aðferð Carlsons að sprengja minkaholumar og koma dýrin þá oftast út og verða hinum grimmu og veiði- vönu hundum að bráð. — Carlson er farinn suður, en mun koma aftur innan skamms og halda áfram veiðum. Vekur skýrsla bessi mikla at- hygli víða um heim, því að hún gefur til kynna, að bóluefnið sé mikilvægt varnarmeðal gegn mænuveiki, sem hefur herjað með vaxandi þunga á mörg menningarlönd síðustu áratugina. Að vísu hefur enginn fullnaðarúr skurður um þetta verið kveðinn upp, en mörg hundruð þúsund börn hafa verið bólusett og síðan hafa þau verið undir stöðugu lækniseftií-liti, og eins börn á sama aldursskeiði, sem ekki hafa verið bólusett. Þykir reynslan sýna, að bóluefnið sé hin mikil- vægasta vörn. Efnið er unnið úr mænusótt- arvírusum, sem ræktaðir eru í apanýrum, og síðan drepnir. Bóluefnið á að gera börnin ónæm fyrir sjúkdóminum. Bóluefnið kemur til íslands. Þegar kunnugt varð um niðurstöður rannsókna þessara í Bandaríkjunum, var brugðið við í mörgum löndum um að fá bólu- efnið og hefja bólusetningu. — Verður það nú tekið í notkun víða um heim. Meðal þessara landa er ísland. Samvinna heilbrigðisstjómar og Félags fatlaðra og lamaðra. Hafa heilbrigðisstjóm landsins og Félag fatlaðra og lam&ðra bundist samtökum um að stofna til bólusetningar hér á landi. — Greiða þessir aðilar í félagi 2/3 kostnaðar, en 1/3 er ætlunin að aðstandendur barnanna, sem bólusett verða, greiði. Er talið að sá kostnaður verði alls ca. 45 kr. á bam fyrir bóluefni og vinnu. Bólefnið kemur hingað norður. •K. Bóluefriið er væntanlegt til ís- lands frá Bretlandi n.k. sunnu- dag, og mun bólusetning í Rvík hefjast í næstu viku. Efnið verð- ur sent út um land til þeirra hér- aðslækna, sem þess óska. Héraðslæknirinn á Akureyri hefur tjáð blaðinu, að bólu- setning hér muni hefjast eins fljótt og við verður komið. — Mun hingað koma nokkurt bóluefni, en vafasamt að það nægi að sinni fyrir öll börn. En reynt verður að verða við ósk- mn foreldra um bólusetningu eftir því sem unnt er. Bjóst héraðslæknirinn við að geta birt almenningi auglýsingu um fyrirkomulag bólusetningar í bæjarblöðunum í næstu viku. DAGUR Blaðið kemur nú degi seinna en venjulega vegna þess að frí- dagur var á mánudaginn. Ann- að blað kemur ckki í þessari viku. Næsta blað kemur út miðvikudaginn 20. apríl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.