Dagur - 14.04.1955, Blaðsíða 7
Flmmlxidaginn 14. apríl 1955
DAGUR
7
Jörgen Bukdahl:
Utsýn frá Akureyri
För mína úl íslands bar svo
brátt að höndum, að mér vannst
hvorki tími til umhugsunar né
sæmilegs undirbúnings. Og lang-
að hefði mig til að standa við á
mörgum þcim stöðum, seni eg
gisti, og þá ekki sízt í Eyjafirði og
á Akureyri. í hugarórum mínum
hafði bærinn birzt mér sem
blómabær, ekki aðeins sökum
garðs frúarinnar, landa míns,
heldur einnig sökum hlýlegrar
legu bæjarins, sem á heitum
sumardögum getur jafnvel orðið
suðrænn að svip og viðmóti.
En annars minnti Akureyri
mig á þrennt: Bólu-Hjálmar, séra
Matthías og samvinnubæinn Og
í suðurátt sögusveitin gamla méð
Grund og Möðx-uvelli.... Víga-
Glúm, Ljósvetninga, Einar Þver-
æing, Guðmund í'íka, Loft ríka,
Jón Arason og dóttur hans....
Stui’lunga....
Degi var tekið að halla, er f!ug-
vélin lækkaði sig í lofti og lenti
inni í Eyj afj arðardalnum. Grár
októbei’dagur og tekið að verða
skuggsýnt með fjöllum fram yfir
Munkaþverá og Möðruvöllum.
Síðan ókum við um söguríka
sveit út til Akureyi’ar.
Frá hótelsvölunuxn leit eg út
yfir fjörðinn til Svalbarðsstrand-
ar, og þarna hinum megin lá
Halland.... Ég minntist áþekks
haustdags 1796: Þi-eytt förúkona,
komin á steypirinn, mjakaðist
áfi-am -eftir götuslóðanum og
baðst gisfingar á Hallandi. Þar
ól hún son um nóttina. Þetta var
Marsibil Semingsdóttir frá Hól-
koti í Reykjadal. Og sonurinn
var Hjálmar Jónsson, Bólu-
Hjálmar. — Það liggur við, að
helgiblæ bregði á útsýnina yfir
að Hallandi.
Þriggja daga gamall er dreng-
■ vkiririn.'eehdur^ betlistig. . .. Og í
;fyrsta giqn..(en ekki síðastaj hittir
Hjálmar hreppstjóra fyrir. En þá
tekur Sigríður Jónsdóttir á
Dálksstöðum bamið að sér til
fósturs.
Þetta er það fyrsta ,sem eg
minnist, þegar eg er kominn til
Akureyrar. Talað er um fræga
sögustaði.... Halland er einnig
einn þeirra. Þar fædddist mesta
skáld íslands, næst eftir Egil
Skallagrímsson. Hann vai’ð
ímynd neyðar þjóðar sinnar og
snilli, fátæktar hennar og auðæfa.
Blágrár er fjörðurinn út til
Svalbarðsstrandar. Mér rennur í
hug vísa, sem sagt er að Bólu-
Hjálmar hafi ort sjö ára að aldri
um för sína út að Dálksstöðum:
Lét mig hanga Hallands-Manga
herðadi-angann viður sinn.
Fold réð banga flegðan langa
fram á stranga húsganginn.
Jörgen Bukdahl.
Bólu-Hjálmar — og Vestfirð-
ingurinn Sigurður Breiðfjörð —
hafa hrifið mig um margra ára
skeið sem ímynd þess íslands,
sem lá að baki þjóðemisróman-
tísku-íslands þeirra Bjarna og
Jónasar, — þegar ríman bar uppi
andlegt líf þjóðarinnar, auðvitað
einnig Hallgrímur, Vídalín og
sagan. En þar .sem þetta nægði
ekki né náði til, yar ríman burð.-,
arásinn. Blaktandi týra oft og tíð-
um, sótugt skar, sem stundum
gat þó blossað upp og brugðið
glóbirtu um baðstofuna og hug
bóndans. Andríki, hugsýn. . Fá-
tæklingamir á hungurslóðum
verzlunareinokunarinnar.... Þá
var það hún, ríman, sem barg ís
landi, varðveitti samhengið milli
AÐ PÁSKUM.
Alrauðir páskar, veður vott.
vorsólar-bráð á fönnum.
Öllum bykir það ærið gott,
öðrum en skíðamönnum.
Oft ég um páska óð f hné
ófærð, í hríðannekki.
Nú virðist sem karlinn, Vctur, sé
í verkfalli, og semjist ekki.
Þar sem vor er í vændum senn,
verkfalli hans ég uni,
og seint hygg ég við hann sáttamenn
samninga gera muni.
Páskaveðráttan gæðagóð
getzt mönnum þeim mun betur,
er verkfallið leggst á land og þjóð
líkt eins og snjóavetur.
En verst er bó eitt — ef sagt skal satt —
og sárt til þess margir finna:
Að innheimtumenn á skuld og skatt
skuli ckki neita að vinna.
DVERGUR.
hinnar fornu ritaldar fram til
hinnar nýju á dögum Bjarna og
Jónasar. Synir þjóðernisróman-
tískunnar, sem stundað höfðu
nám í Kaupinhöfn, áttuðu sig
ekki alltaf á hinu fólgna
(gleymda) íslandi. Aðeins einu
sinni hitti Bólu-Hjálmar Bjai-na
Thorarensen — en þá var hann
sakaður um þjófnað og íkveikju.
Hvílíkur fundur! Amtmaðurinn,
þjóðskáldið, — og Hjálmat frá
Brekku við Víðimýri. Þar mætt-
ust tvennar hliðar íslands, sem
fella varð saman, ætti framtíð að
rísa.... Jónasi skildist þetta
ekki heldui’, er hann í „Fjölni“
réðst á Sigui’ð Breiðfjörð fyrir
í’ímnaskáldskap hans. Auðv'itað
hafði Jónas um max-gt rétt að
mæla frá fagurfræðilegu sjónar-
miði. En honum skildist ekki, að
i’íman hafði verið síðasti brúar-
ásinn frá landi alþýðunnar vfir á
hið nýja skáldaland Þannig einn-
ig á vettvangi tungunnar Það var
ríman, sem gætt hafði tunguna
hreimþýðum hljómi, hreinum og
samræmum fornskálda rómi. Auð
þann og þi-oska, sem Vidalín
veitti hinu óbundna máli, veitti
ríman skáldlistinni. — Dásamlega
næmstillt hljóðfæri var nú rétt
að þeim, sem fyllilega kunnu á
xað að leika. Alþýðan hafði
varðveitt það og stillt hái-fínt í
nauðum sínum á þeim árum, er
Árni Magnússon safnaði saman
hinum gömlu skinnbókum og
flutti þær úr landi.. .. Það er
þessi gamli skáldskapai’arfur al-
þýðunnar, sem Bólu-Hjálmar hóf
hátt, og síðan gætir svo mjög
fram gegnum hina dansk-þýzk-
snortnu íslenzku rómantízku.
—o—
Loksins er eg þá kominn til
Akureyi-ar, — loksins horfi eg
yfir fjöi’ðinn að Hallandi. — En
nú sé eg, að Steindór yfirkennari
er fyrir utan með jeppann sinn.
Hann hefur heitið að aka mér
upp að gröf séra Matthíasar. Þar
er annar sá staður, sem mig fýsti
að sjá hér á Akui’eyri, sem varð
bær séra Matthíasar. Þessi víð-
feðma, ói’ólega sál var — að
ógleymdum Einari Benediktssyni
— síðasta stórskáldið, sem spann-
ar hinar íslenzku andstæður og
veitir þeim útrás í skáldsnilli.
Hann reisti byggingu sína á hin-
um tveimur hornsteinum ís-
lenzki’ar menningar, er Saga og
Biblíasnefnist. Og yfir þá hvelfdi
hann þjóðsöng íslendinga.
Hátt ber kirkjugarðinn, Að
baki rísa Súlur — hinum megin
Vaðlaheiði. Með útsýn yfir frjó-
sama sveit, fjörðinn og fjöllin,
fann hin órólega sál hér að lokum
síðasta hvílustað sinn. Kvöld-
blærinn hi-eyfir visin haustblóm á
gröfinni — eitt eilífðar smáblóm
sem deyr....
Séra Matthías.... Alkunnugt
er nafn hans um Danmöi’k. Eins
og Jón Sigurðsson fylgdi hann
með áhuga þjóðernisbaráttu vorri
í Slésvík. Vér minnumst kvæðis
hans við endursameininguna
1920, sama árið sem hann andað-
ist. Hér við gröf hans rennur mér
í hug öll þau skipti á fyrirlestrum
í dönskum samkomúhúsum, um
Norðurlönd og ísland, er eg hef
heyrt þjóðsöng hans sunginn,
meðan fáni íslands var borinn inn
í salinn, og allir áheyrendur risu
úr sætum sínum....
Frá gröf þessari, sem hátt er
hafin yfir bæinn, sér maður
huga um allt ísland á sama hátt,
og ljóð síx-a Matthíasar veita út
sýn um allt ísland, andstæður
(Fi’amhald á 11. síðu).
Orrustan við Lónsbrú
á föstudaginn langa
Eins og bæjarbúum er kunnugt,
hafa verkfallsmenn hér á Akureyri
tekið upp þá vinsælu starfshætti
kollega sinna í Reykjavík, að
stöðva bifreiðir á þjóðvegum úti
og gera síðan leit í þeim að ýmsum
varningi, sem þeir hafa sett á svart-
an lista. Eitt þessara hervirkja var
sett á veginn hér skammt fyrir utan
Lónsbrú í sl. viku. Hafa margir bif-
reiðarstjórar kvartað yfir áreytni
og yfirgangi hinna svökölluðu verk-
fallsvarða, því að eins og allir vita
er athæfi þetta hin mesta lögleysa.
Menntaskólanemendur
í könnunarleiðangri.
Þessar hernaðaraðgerðir verkfalls-
manna hafa vakið undrun og for-
vitni í bænum, og ]xví var það, að
nokkrir Menntskælingar óku sl.
fiistudag í tveim bílum út eltir, til
þess að kanna víglínuna. Þegar á
staðinn kom, blasti við komumönn-
um á miðjum veginum fyrirferðar-
mikill steinvaltari, en ofan á hon-
um lá heljarmikið krosstré ásamt
fleira drasli. — Við hrúgald þetta
stóðu þrir sjállskipaðir fulltrúar
framkvæmdavalds íslenzka Iýðveld-
isins. Virtust þeir hafa til umráða
bifreið, cr stóð þar við vegbrúnina,
ekki langt frá. Er það haft fyrir satt,
a<) þegar draslið á veginum nægir
ekki til þess að stöðva vegfarendur,
setji þeir bifreiðina þversum á veg-
inn. Menntskælingar stigu nú út úr
bifreiðunum. Spurðu þeir þremenn-
ingana um tilgang alls þessa um-
stangs, en fengu kaldar kveðjur —
og var sagt að „halda kjafti og
snauta í burt“ — „þeinr kæmi þetta
ekki við". — „Hver í djöflinum hef-
ur sent ykkur?" spurði einn, og
fannst skólapiltum þetta óvirðu-
legar móttökur, svo að ekki leið á
gu, þar til „heimamönnum"
þótti heryirkið rýrria iskyggiléga
íjiikið,. þyí að eftir nokkur augna-
bljk stóð steinValtarinn berskjald-
aður á vegi.iium, en piltarnir
Ileygðu Iiinu ruslinu niður íyrir.
Ekki batnaði skap „löggæzlumárin-
anna" við þetta.og þegar piltarnir
gerðu sig líklega til að velta valtar-
anum sömu leið, sauð alveg upp úr.
Þeir hrintu piltunum frá með ó-
kvæðisorðum, og tók einn þeirra
sér stijðu fyrir framan valtarann,
barði til piltanna og sparkaði. Ann-
ar téik sér það fyrir hendur að kasta
og maka aur I föt þeirra, en sá
þriðji ók í snatri inn í bæ eftir
liðsauka. Þar-sem piltarnir forðuð-
ust að leggja út í slagsmál og áttu
fullt í farigi með að verjast aurkasti
„embættismannsins", var valtarinn
enn á veginum, þegar íyrsta hjálp-
arsveitín kom á vettvang. í lienni
var öll kommúnistaakademía bæjar-
ins, og skyldi nú ganga milli bols og
höfuðs á Menntskælingunum. Mar-
skálkurinn gaf stuttar fyrirskipanir
og byrjað var að tína draslið upp á
veginn — aurkástið liélt álram.
PiLtarnir köstuðu því, sem upp á
vegiiin ,var, borið, jafnóðum niður
fyrir. Það yar háspenna í loftinu
og útlit fyrir, að kommúnistarnir
myndu þá og þegar ráðast á Mennt
skælingana.
Steintunnan tekin ófrjáísri hendi!
En nú bar að kunnan borgara
þessa bæjar öllum að óvörum. Kom
upp úr kaíinu, að hann var eigandi
hins mikla steinvaltara eða tunnu
hins eina, sem eftir var af hinu
makalausa virki kommúnistaliðsins.
Kvað hann þá hafa stolið valtaran-
um, líklega með þeirri sannfæringu
að tilgangurinn helgi meðalið.
Fengu þessar upplýsingar mjög á
kommúnistaforingjana, sem héldu
í skyndi sellufund til að bera sam-
an ráð sín. Höfðu skólapiltarnir
hina mestu skemmtun af óhug
þeim, sem greip kempurnar.
Tunnan keypt o£ greidd út í hönd!
En nú datt einum þeirra gott ráð
í hug. Sem sé að kaupa gripinn á
staðnum. Voru samningar undirrit-
aðir í skyndi í votta viðurvist, og
var allt skjalfest. Kaupverðið var
90 krónur. Var þá virkið ómótmæl-
atilega orðið eign Menntaskólapilt-
anna. Hiilðu nú málin snúizt illi-
lega við til óhags fyrir hina sjálf-
skipuðu vegamálastjóra, sem urðu
nú heldur lúpulegir, þrátt fyrir sí-
aukinn liðsafla frá aðalstöðvununt.
Formaður kemur á vettvang.
Með fyrsta h jálparleiðangrinum
úr bænum eftir að menntaskólapilt-
arnir létu sjá sig, var sjálfur for-
maður verkamannafélagsins, einn
af aðalritstjórum Kominiormblaðs-
ins. Reyndi hann að telja kjark i
sína menn og hvetja þá lil dáða og
drengskapar til baráttu fyrir hug-
sjónum flokksins og „alþýðutinar".
Skyklu þeir nú fylgja stefnu sinni
vel eftir þegar á staðnum og stöðva
með ofbeldi aðgerðir þeirra, sem
vildu halda vegunrim hréinum og
kunnu ekki við að láta kommúnista
taka sér neitt vald á þjóðvegum
landsins eða halda löglegum eign-
um manna fyrir þeim.
Virkið utan Iögsagnar Akureyrar.
Eitt má telja þessum mönnum
til slóttugheita, sem sé að virkið var
staðsett nokkra metra íyrir utan
Hin sögufræga tunna og krosstré
á miðjum þjóðveginum við
Lónsbrú.
landamerki Akureyrar og því lík-
lega ekki í beinum verkahring lög-
reglunnar að hreinsa draslið al veg-
inum, að minnsta kosti ekki, ef eng-
in kæra berst.
Á bak við brezka heimsveldið.
Eftir að fyrri eigandi valtarans
var farinn af staðnum, var skotið á
skyndifundi I innstu kommúnista-
sellunni og var þá tekin sú ákvörð-
un að lýsa hann lygara. Nú var það
brezka heimsveldið, sem var hinn
viðurkenndi eigandi, því að gripur-
inn var ómótmælanlega frá stríðs-
árunum.
Var nú varpað fram þeirri spurn-
ingu, hvort þetta gæti ekki eins ver-
ið bandarískur steypuvaltari og hér
væri um að ræða bráðhættulega
auðvaldstunnu, seni komin væri f
kommúnistaþjónustu.
Leitað til lögreglunnar.
Tók mi að volgna í glóðunum,
því menntaskólapiltarnir voru á-
kveðnir í því að liopa hvergi. Fór
einn þeirra inn á Akureyri til að fá
úrskurð lögreglunnar í málinu. Lög-
reglan fékkst ekki af stað, en viður-
kenndi þó, að virkjagerð þessi væri
fullkomin lögleysa, sem vítaverð
væri. Sat hún því hið fastasta og fór
hvergi, en lofaði þó að hringja í
sýslumanninn, ef óskað væri eftir
því.
(Framhald á 11. síðu).