Dagur - 14.04.1955, Blaðsíða 12

Dagur - 14.04.1955, Blaðsíða 12
12 Bagijm Fimmtudaginn 14. apríl 1955 Ýmis tíðindi úr nagrannabyggðum Skaut þriðju hrefnuna við Gjögra - hvalkjötið þykir góður matur minni í gær. Trillurnar eru ekki farnar að róa ennþá. Á laugar- daginn losaði Snæfellið 40 tonn af fiski á Dalvík. Hraðfrystihúsið tók á móti rúmlega helmingnum en hitt fór í herzlu. Sjómenn spá meiri fiskigengd en verið hefur undanfarin ár. Marka þeir það af ýmsu og meðal annars því að enginn teljandi gotufiskur er enn kominn á mið- in. — í fyrrinótt gránaði af snjó, en tók þegar í gærmorgun er sól kom upp. —o— Fjórir dekkbátar frá Hrísey róa til fiskjar og afla vel, 3—5 tonn í róðri. En hörgull er á sjómönn- um og gengur illa að manna bát- ana. Á annan páskadag fóru sjó- menn á handfæri á litlum trillu- bát austur fyrir eyna og fylltu skömmum tíma, svo að hann að- eins flaut með aflann í land. Enginn teljandi snjór er í Hrís- ey og aðeins byrjað að grænka. Um þessar mundir er verið að ljúka við að setja upp á Hjalteyri hjalla fyrir 500—600 lestir af skreið, og er ætlunin að togarar Kveldúlfs h.f. leggi þar upp fisk til skreiðarverkunar Togararnir Askur og Egill Skallagrímsson hafa þegar landað einu sinni hvor á Hjalteyri, snemma í bessum mánuði, en voru með saltfisk aðallega og að- eins lítið af skreið Ætlunin var síðan að skipin legðu upp fisk til skreiðarverkunar innan skamms, en nú horfir óvænlega með það vegna verkfallsins. Ekkert verk- fall er þó á Hjalteyri og ekki lík- legt að verkamenn þar hætti vinnu, en togararnir munu verða olíulausir innan skamms og hætta veiðum. Eru það mikil vonbrigði fyrir Hjalteyringa, að ekki skuli reynast unnt að nota hjallana, sem búið er að koma upp með ærnum kostnaði. Mikill afii. Mikil atvinna hefur verið á Hjalteyri að undanförnu. Auk hjallagerðarinnar hefur verið Páll A. Pálsson hrefnuskytta fékk þriðju hrefnuna á þessari vertíð vestur af Gjögrum síðastl. þriðjudag. Fór Páll með hrefnuna til Olafs- fjarðar og seldi þar nokkuð aí henni, en hitt er kdmið á markað- inn hér í bænum. „Mýs og menn“ iini helgina Sjónleikurinn ,,Mýs og menn“ verður sýndur í leikhúsi bæjarins næstk. laugardags- og sunnu- dagskvöld. — Aðgöngumiða má panta í síma 1639, en þeir eru seldir leikdagana. kl. 4.30—6 e. h. í afgr. Morgunblaðsins við Hafn- arstræti. unnið við saltlosun síðustu daga. Þá er ágætu rafli nú um sinn. Sækja bátar undir Látraströnd og fá afbragðs afla. Til dæmis fengu 2 menn á handfæri 2700 pund nú um helgina. Gáfu þeir sér ekki tíma til að draga línuna samdægurs. Fiskurinn er vænn. Hjalteyringar láta hann til herzlu að mestu leyti. Verkfallið stöðvar togarana Fyrsti Akureyrartogarinn er nú stöðvaður vegna verkfallsins. Fr það Kaldbakur, sem kom af veiðum í gaérmorgun með salt- fiskfarm. Liggur skipið hér við bryggju og fæst ekki losað. Nýj- um fiski af þilfari var þó skipað í land. Togarar munu síðan stöðv- ast hver af öðrum, eftir því sem þeir koma til heimahafnar. Ak- ureyrartogararnir, aðrir en Jör- undur, veiða nú í salt, en Jörund- ur hefur lagt upp nýjan fisk í Ól- afsfirði. Hrefna undan Hjalleyri. Þegar Páll var á ieiðinni inrt fjörðinn og var kominn á móts við Hjalteyri, sá hann stóra hrefnu. Sáu menn í landi, livar hrefnan byki sér í sjónum og hugðust fylgjast með veiðunum, er þeir sáu hvalbátinn. Urðu Jjeir heldur en ekki hissa, er báturinn renndi fram hjá svo lík- legrt veiði. En samkvæmt reynsl- unni er kjötið af stórum hrefnum miklum mun verra en af þeim minni að öllum jafnaði, og mun Páll ekki hafa viljað spilla góðum tnarkaði með þeirri vöru. Hrefna sú, er hann skaut vestur af Gjögrum, var 6 metra löng, og mun kjötið af hcnni hafa vegið um 700 kg. Mikið fer til spillis. Fáir Akurevringar kunna að meta spik og rengi svo sem Vert er. Mun nokkrum lnindruðum kg af hverri skepnu vera fleygt í sjóinn, og er jtað ekki vanzalaust, þar sem um ágætan mat er að ræða. Ivjötið mun einnig gott hráefni í iðnáð. Enn fremur er haus -óg beinum fleygt, og eru það líklega 2—3 tonn af verðmætri vöru til vinnslu. Hrefnukjötið er orðið vinsæll matur og eftirsóttur um land allt. En full þörf væri á að athuga um miiguleika á betri nýtingu þess hluta veiðinnar, sem nú er ekki hirtur. „Norðlendingur44 lagði upp í Ólafsfirði í fyrstu veiðiferð Ólafsfirðingar fögnuðu togar- anum Norðlendingi, er hann lagði að bryggju í fyrsta sinni með 117 tonn af fiski eftir viku veiðiferð. Fánar voru dregnir að hún og dagamunur gerður í tilefni af komu skipsins. í vikunni fyrir pálmasunnudag var afli ágætur í Ólafsfirði. Loðna veiddist í þeirri viku, á fimmtu- dag, og var henni beitt glænýrri. Síðastliðinn þriðjudag var afli tregur. Jörundur landaði fullfermi af fiski í Ólafsfirði í gær. Mikil at- vinna er og nóg að gera fyrir alla verkfæra menn. bátinn af mjög stórum þorski á ' Hjðllar íyrir 600 lestir af skreið settir upp á Hjalteyri Góður afli og milil atvinna að undanförnu 40 ára afmæli kvenfél. „Tilraun“ í Svarf- aðardal Kvenfélagið „Tilraun“ minntist 40 ára afmælis síns með samsæti í ungmennafélags- húsinu í Dalvík laugardagskveld- ið 2 apríl. — Samsætið var fjöl- mennt og boðsgestirnir margir. Forstöðukona félagsins, Soffía Gísladóttir á Hofi, stýrði samsæt- inu, ávarpaði gestina og bauð til kaffidrykkju og var allt með þökkum þegið. Ennfremur minnt ist hún félagsins og las m. a. fundargjörð stofnfundar þess, en hana hafði Ólöf Kr. Eldjárn frá Tjörn bókað. Fyrsta forstöðukona félagsins, frú SolveigPétursdóttir í Hrísey, sat hófið ásamt fleii-um stofnkonum félagsins. Þakkii og árnaðaróskir fluttu félaginu í ræðum undir borðum þeir Þórar- inn Kr. Eldjárn hreppstj., Jón Stefánsson, form. UMF Svarf- dæla, og séra Stefán Snævarr. Þá söng hinn vinsæli og hugljúfi söngvari, Jóhann Konráðsson á Akurevri, allmörg lög við undir- leik Jakobs Tryggvasonar organ- leikara frá Ytra-Hvarfi, við beztu undirtektir samsætisgestanna. — Sýnd var og stutt kvikmynd og leikinn þáttur úr sögunni „Maður og kona“. Sérstaka athygli vakti leikur Friðjóns Kristinssonar. — Almennum söng stýrði Gestur Hjörleifsson organleikari í Dal- vík. Að lokum var stiginn dans. — Samsætið fór hið bezta fram og var hinu merka og vinsæla fé- lagi til sæmdar, en vinsældir þess mátti vel sjá af hinum mörgu skeytum og bréfum, er fé- laginu höfðu borizt og lesin voru upp í samsætinu. Æskulýðsmessu flutti sóknarpresturinn, séra Stefán V. Snævarr, í Upsakirkju á Pálmasunnudag. Messuna sóttu m. a. nemendur og kennarar skólanna í kauptúninu. Gengu þeir í einni fylkingu undir fánum frá skólahúsinu til kirkjunnar, ásamt prestnum. Var það fögur sjón og áhrifarík. — Söng önnuð- ust nemendur sjálfir að mestu leyti. Afli er góður í Dalvík á nýja beitu. Umræður um búnaðar- þingsmál á bænda- klúbbsfundi Síðasti Bændaklúbbsfundur var haldinn að Hótel KEA 5. apríl sl. Umræðuefnið var um störf síð- asta Búnaðarþings. — Framsögu hafði Ketill Guðjónsson, Finna- stöðum,og flutti hann greinargott erindi um ýmis málefni þingsins. Ennfremur talaði Garðar Hall- dórsson, Rifkelsstöðum, um sama efni og svöruðu þeir síðar mörg- um fyrirspurnum, er til þeirra var beint. Tóku margir til máls og var fundurinn hinn fróðleg- asti, en ekki eins vel sóttur og vænta mátti, málefnisins vegna. Mun þar hafa ráðið hin mikla og góða fréttaþjónusta frá Búnaðar- þingi, sem birtist jafnharðan í dagblöðunum og útvarpi, er það stóð yfir. Iðnskóli Sauðárkróks hefur starfað 9 ár. - frá skólaslitum 5. þ.m. Sauðárkrókur. Iðnskóla Sauðárkróks var sagt upp 5. apríl Skólinn hafði að venju starfað í 12 vikur, eða frá 7. jan. sl. Nemendur voru að þessu sinni 29 í tveim bekkjum, I. og III. bekk, og burtskiáðust nú 14 þeirra. Hæstu einkunn á burtfararprófi hlaut Auðunn Blöndal, nem. í flugvélavirkjun, 8.93, en í I. bekk hlaut hæstu einkunni Friðrik Jónsson húsa- smíðanemi, 8.33. Auk skólastjórans, Friðriks Margeirssonar cand. mag., starfa fimm kennarar við skólann. Iðnskóli Sauðárkróks hefur nú starfað í níu ár sem dagskóli og starfstíminn ætíð verið frá byrjun janúar til marzloka ár hvert. — Þessi tími þykir mjög ákjósanleg- ur fyrír iðnnema,-enda Ijúka þeir þá iðnskólanámi á þrem árum og hafa þá frjálsari hendur fjórða iðnnámsár sitt, en flestír aðrir iðnskólar, sem eru þó dagskólar, munu starfa tvo mánuði ár hvert og tekur því fjögur ár að ljúka iðnskólanámi í þeim. Skólastjóri og kennarar telja og, að með þessu móti náist jafnvel betri námsárangur heldur en með því að hafa námstímann styttri hverju sinni og þar af leiðandi fleiri bekki í skólanum. Iðnskólinn hefur bætt mjög að- stöðu iðnnema hér í bæ og úr ná- grannabyggðum, auk þess sem margir hafa sótt hann lengra að og jafnvel úr fjarlægum héruð- um. Alls hefur skólinn nú burtskráð um 80 iðnnema. Nemendur skólans héldu skóla- stjóra og kennurum kveðjuhóf í lok skóla, og var þar glatt á hjalla. Þar var óspart látið fjúka í kviðlingum oghálfkveðnum vís- um kastað fram, enda hagyrð- ingaöldin í hágengni um þessar mundir og naumast sá talinn fullgildur iðnaðarmaður, sem ekki getur rekið saman eina stöku. Handavinnunámskeið í Mývatnssveit Reynihlíð. Kvenfélag Mývatnssveitar fékk Jón Bergsson frá Akureyri, 75 ára gamlan mann, til að kenna handavinnu, svokallaðan .skugga skurð“, á námskeiðum hér í sveit í marzmánuði. Námskeiðin voru tvö, annað að Hótel Reykjahlíð en hitt í kaffistofu félagsheimilis- ins nýja, sem enn er ekki tekið í almenna notkun. — Þátttakendur í námskeiðunum voru alls 33, þar af 8 skólabörn. Alls voru unnir 50 munir, aðallega vegghillur og borðplötur, skreyttar alls konar myndum. Allir þátttakendur voru mjög ánægðir og luku lofs- orði á leikni kennarans í íbrótt þessari og lofuðu þolinmæði hans við að leiðbeina sér. Betri aflabrögð hjá Dalvíkur- og Hríseyjar- bátum Dalvíkurbátamir fengu 5—-8 skippund í róðri í vikunni sem leið. Mestur afli var þó í fyrra- dag, 7—8 skippund, en heldur Séra Þormóður á Vatns- enda jarðsunginn í dag í dag fer fram jarðarför séra Þormóðs Sigurðssonar prests að Vatnsenda. Verður hann grafinn að Ljósavatni. Prófasturinn, séra Friðrik A. Friðriksson jarðsyng- ur, en viðstaddir verða margir prestar úr Þingeyjarþingi og Eyjafirði. Lík séra Þormóðs, sem andaðist í Kaupmannahöfn, kom til landsins með Gullfossi, og hingað norður með strandferða- skipi. Fjölmenntu sóknarbörn hans hingað að sækja líkið og fylgja því austur. Séra Þormóðs verður nánar minnst hér í blað- inu síðar. Ófærð á götum bæ jarins Vegna verkfallsins er ekkert unnið að gatnaviðviðhaldi, en vegna þíðviðranna er aurbleyta mikil í flestum bæjarhverfum og sumar götur þegar ófærar af þeim sökum, einkum sumar eldri götur bæjarins, sem árlega kosta stórfé í viðhaldi ,svo sem Munkaþver- árstræti, Oddeyrargata og Eyrar- landsvegur. * 10 LESTIR AF PÓSTI LIGGJA ÓAFGREIDDAR. Talið er að 10 lestir af pósti liggi nú óafgreiddar í skipum og annars staðar vegna verkfallsins. Gullfoss sigldi í fyrradag með ut- anlandspóstinn í annað sinn. — Hefur skipið um 250 póstpoka. Nýtt smásagnahefti eft- ir Einar Kristjánsson Út er komið hér á Akureyri kver með þremur nýjum smásög- um eftir Einar Kristjánsson. — Heitir bókin „Undir högg að sækja“, en útgefandi er blaðið Verkamaðurinn hér í bæ. Sög- urnar heita Umskiptingurinn, Andvaka og Helgidagur. Kverið er 52 bls., prentað í Prentverki Odds Björnssonar h.f. Áður héfur komið út eftir þennan sama höf- und, sem er búsettur hér í bæ, smásagnasafnið Septemberdagar, árið 1952. Tilbúið til prentunar er smásagnasafnið Gott fólk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.