Dagur - 14.05.1955, Qupperneq 2
2
D AGUR
Laugardaginn 14. maí 1955
LAUST OG FAST
Leiðbeiningar um varnir gegn
úfbreiðslu karlöfluhnúðorms
Þunnar þakkir.
í eldhúsinu á Alþingi á dögun-
um, ræddi einn ræðumaður krata
fjálglega um „fórnir“ verka-
manna í Reykjavík og Vest-
m@nnaeyjum, en aldrei hrutu
nein þakkarorð af vörum hans til
venkamanna hér á Akureyri. Er
engu líkara en að það álit sé ofar-
lega syðra, að mánaðarverkfall
hér hafi engu skipt um úrslit
verkfallsins í heild. Mun skoðun
þessi heldur ekki út í bláinn. En
heldur eru þetta þó þunnar
þakkir til verkamanna hér fyrir
mánaðaratvinnutekjur, sem þeir
misstu, og tekst ekki að vinna
upp í fyrirsjáanlegri framtíð.
Líklega eru forsprakkar komm-
únista öllu þakklátari. Þeim gafst
tækifæri til að æfa sig í komm-
únistiskri hernaðarlist við Lóns-
brú og víðar. í þeirra augum var
verkfallið fyrst og fremst póli-
tískar sviptingar. Mun þeim
þykja framlag verkamanna hér í
því efni þakkarvert, en um kjara-
bætur varðar þá ekki, frekar en
Þórodd um þjóðarhag.
Kommúriistar í íslenzku
menningarlífi.
Þreföld stórfyrirsögn í Morgun-
blaðinu: Heimdellingar ætla að
ræða um áróður kommúnista í
íslenzku menningarlifi. Segir
blaðið til skýringar, að áhrifa
kommúnista gæti allt of víða í
menningarlífi þjóðarinnar, og sé
það skaðsamlegt. Ætla Heimdell-
ingar að hengja bjölluna á kött-
inn. Væntanlega gleymist ekki
ein höfuðuppsprettan: Seta yfir-
kommúnistans á íslandi í emb-
ætti menntamálaráðherra þjóðar-
innar í mörg ár, fyrir atbeina og
með tilstyrk Sjálfstæðismanna.
Einhverjum fórst, en ekki þér,
Frakkur að gelta.
„Saga gekk. . .. sögð höfð ef<ir“.
Þekkja menn ■orðbragðið9 Ónei,
það er ekki beint úr munni Gróu
gömlu. Það er úr hinu orðvara
málgagni Atþýðuflokksins á Ak-
Viðureignin við
lömunarveikina.
Hinum stóra sigri læknavísind-
anna í baráttunni gegn lömunar-
veikinni hefur nýlega verið fagnað
um víða veröld. Bandarískum
lækni, dr. Salk, hefur tekizt að
framleiða bóluefni, sem gerir
menn ónæma fyrir þessum ótta-
lega sjúkdómi, sem hefur lagt svo
marga að velli fyrir aldur fram,
eða leikið þá svo grátt, að þeir
bera aldrei sitt barr framar á með-
an þeir lifa.
Barátta læknavísindanna gegn
lömunarveikinni hefur verið sein-
leg og ströng og ennþá er ekki full-
ur sigur sunninn. Sennilega líta
læknavisindin svo á, að bóluefni
dr. Salks sé aðeins einn áfangi, og
að halda beri áfram að lokatak-
markinu, að útrýma þessum sjúk-
dómi með öllu.
Það vildi svo til, að skömmu áð-
ur en fregnin um bóluefni dr.
Salks var birt, hafði Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin (WHO) gefið út
ýtarlega bók urn. lömunarveikina.
ureyri. En þar hefst ein ritsmíð
þannig sl. þriðjudag: „Meðan
verkfallið stóð, gekk sú saga staf-
laust um bæ og byggð, og var
sögð höfð eftir forráðamönnum
KEA, að hráefni til smjörlíkis-
gerðar sæti í Gullfossi. ..." (Let-
urbr. hér.) Hefði efnið mátt
hrekjast margar ferðir í milli
landa „sökum óbilgirni verkfails-
manna,“ stendur þar, og skal
fram tekið, að gæsalappirnar eru
úr Alþýðumanninum. Þegar rit-
stj. er kominn þetta langt áleiðis
með sögu sína, „sem sagt er“
að gengið hafi um bæinn og
„sögð var höfð eftir“ vissum
mönnum, þykir honum tími til
kominn að hafa eftir bcina ræðu
viðkomandi forráðamanna, og
skellir á gæsalöppunum til
áherzlu að þar séu þeirra eigin
orð! Og svo heldur hinn grand-
vari sögumaður áfram: „Nú er
komið upp úr dúrnum að saga
þessi var tilhæfulaus með
öllu... . “ o. s frv. Er þetta ekki
alveg prýðilega að verið? Þegar
búið er að rekja söguna sem
,.sögð er“ ganga húsa í mil’i, og
„sögð höfð eftir“ (mikið Ijómandi
er þetta annars ráðvendnislegt
orðalag), upplýsir sögumaður, að
sagan sé tilhæfulaus. Og svo
kemur vandlætingin, og ríður
ekki við einteyming1 Þarf að taka
það fram að „sagan“ er uppspuni
frá rótum?
Heilbrigðismál úr hreinsunareldi.
Bæjaryfirvöldunum á Akureyri
hefur borizt tilkynning um að
heilbrigðisreglugerð bæjarihs
hafi öðlast staðfestingu löglegra
stjórnarvalda. Fylgdi ekki um-
sögn landlæknis í þetta sinn,
hvernig honum hafi líkað breyt-
ingar þær, sem gerðar voru. Er
þyí, ,óljóst, hverja einkunu. harin
hefur gefið að lokum fyrir reglu-
gerðina í núverandi mynd. Má
þó ætla að af henni séu „álappa-
legustu" skankarnir, og plaggið í
heild sé sæmilega „smiðslegur"
gripur.
Bókin, sem er rituð af 17 sérfræð-
ingum frá 7 löndum, er 400 blaðsíð
ur að stærð og gefur yfirlit um allt
er læknavísindin vita um sjúkdóm-
inn.
Tiltolulega nýr sjúkdómur.
í bókinni er skýrt frá því, að
lömunarveikin sé tiltölulega nýr
sjúkdómur. Það eru ekki nema um
200 ár síðan læknar fóru að gefa
þessari veiki sérstakan gaum. í
fyrstu lagðist veikin eingöngu á
mjög ung börn, og frá því stafar hið
gamla nafn „barna-lömun“ —
infantile paralysis. — Auk þess
virtist svo, sem veikin kæmi ekki
upp nema í einstökum löndum.
Aukin þekking lækna á veikinni og
hæfni til að greina hana hefur fært
mönnum heim sanninn um, að löm-
unarveiki kemur fyrir svo að segja
um allan heim. Og ennfremur er nú
svo komið að lömunarveikin leggst
á fólk á öllum aldri, fyrst fór henn-
ar að verða vart í unglingum og
síðar í fullorðnu fólki, og virðist
hár aldur engin vörn lengur.
Söguþjóð í fortíð og
nútíð
íslendingar geta verðskuldað
med fullum rétti heiðursheitið ,sögu
þjóð'j ef miðað er við fortíðina og
áhuga almennings á þjóðlegum
frœðum. En rithöfundarnir verða
að leggja sinn skerf fra?n með þvi
ao heita orku sinni til að hafa
jafnan á boðstólum lasefni, sem er
samhcerilegt við afrek forfeðranna.
En þegar áratugir líða þannig, að
hinn mikli fjöldi manna, sem fcesl
við bókleg störf og ritmennsku og
hefur lil þess góða aðstöðu, leetur
hjá líða að rita svo mikið sem
barnabcckur um sögu islenzkra bók-
mennta, er augljósl, hvar meinsernd-
in er fólgin. Ahugi þjóðarinnar
fyrir sagnfrarði er óbreyttur og
löngun til ritstarfa ekki minni en
fyrr. En aðferðir við sagnaritun
hafa breytzt og ekki til bóta. Vram-
arídi kenningar um, hversu rita
skuli sögu, hafa borizt til landsins
og haft miður heþþileg áhrif á sögu-
ritun þjóðarinnar. í þessu mun vera
fólgin sú meinsemd, sem úr þarf að
bœta, ef íslendingar eiga ekki að
verða bókmenntalaus og sviþlaus
fðjumúgur i þjóðafiafinu-----“
Jónas Jónsson, i formála fyrir
hinu nýja bindi af Sögu Islend-
inga, er hann hefur ritað (fyrri
hl. 8. bindis.)
Þetta hefur verið skýrt á þann
hátt, að með auknum heilbrigðis-
ráðstöfunum og betri aðbúnaði
minnki líkurnar fyrir því, að ungt
fólk taki veikina, eða smitist, en af
því leiðir, að ungt fólk verður ekki
ónæmt fyrir sjúkdómnum með því
að fá hann á lágu stigi. Þetta þýðir
aftur, að eldra fólk er hætt, ef það
kemst í tæri við smitbera.
Lömunartilfelli fá.
Tiltölulega mjög fáir sjúklingar,
sem taka lömunarveiki, lamast eða
deyja. Það má segja, að það sé
frekar undantekning en regla að
lömun eigi sér stað. Ennfremur má
geta þess, að læknavisindin telja,
að meiri hluti íbúa heimsins verði
ónæmir fyrir lömunarveiki á
„eðlilegan hátt“, það er án þess
að nokkrar sérstakar ráðstafanir
séu gerðar og í langflestum tilfell-
um án þess að vita af að þeir hafa
tekið veikina.
Eins og er geta menn ekki vitað,
hvort þeir eru ónæmir fyrir löm-
unarveiki eða ekki, en með aukn-
um rannsóknum standa vonir til
þess, að maðurinn leggi þtíddári
óvin að velli.
Útbrciðsla.
Kartöfluhnúðormur hefur fund-
izt á þessum stöðum hér á landi:
Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi,
Keflavík Grindavík, Eyrarbakka,
Stokkseyri, Vestmannaevjum og
Hrafnagili í Eyjafirði.
Leiðbeiningar.
Kartöfluhnúðormurinn lifir á
rótum kartöflugrasa utan á kar-
töflum og í moldinni umhverfis,
sumar og vetur. Þegar ormurinn
er kominn í garðinn á annað borð
lifir hann þar og eykur kyn sitt
ár frá ári, ef kartöflur eru stöð-
ugt ræktaðar og ekki höfð sáð-
skipti.
Helztu varnarráðin gegn hnúð-
ormum eru þess vegna þau að
hætta kartöflurækt í ormasýktu
görðunum a. m. k. 4—5 næstu ár-
in'eftir að hnúðormsins varð vart.
Oruggast er að breyta ormasýktu
görðunum í tún.
Glíma Péturs á Gaut-
löndum og Jóhannesar
Jósefssonar 1908
Pétur Jónsson bóndi á Gaut-
löndum fótbrotnaði ekki í glím-
unni við Jóhannes Jósefsson
sumarið 1908 eins og sagt er í
„Degi“ 27. f. m., heldur gekk
vinstri handleggur hans úi liði
um olnboga.
Pétur glímdi árið eftir urri ís1
landsbeltið og hlaut þá vinninga
næst Sigurjóni Péturssyni. en
Guðmurvdur Stefánsson hreppti
beltið og síðan hefur það aldrei
verið eign Norðlendihga.
30. aprfl 1955.
Jón Jónsson, Skjaldarstöðum.
Símablaðið 40 ára
Málgagn símamanna, Símablað-
ið, er orðið 40 ára gamalt, og er
þess minnst í síðasta hefti þess,
sem nýlega er komið út. Félag ísl.
símamanna hefur gefið blaðið út
alla tíð. Sxmablaðið er elzta stétt-
arblaðið hpr á landi og á sér merka
sögu. I afmælisheftinu eru margar
fróðlegar greinar, m. a. annáll frá
liðnum dögum, upp úr gömlum
simablöðum. Meðal ritstjóra tíma-
ritsins má nefna Gunnar Schram
simastjóra hér á Akureyri, er
stýrði ritinu frá 1917 til 1924, eða
þangað til hann flutti hingað til
Akureyrar.
Taða og úthey
TIL SÖLU.
Sigurður G. Jóhannesson
Þinguallastrceti 6
A kureyri.
Línustúlka
óskast nú þegar til júníloka
Kaup 1000-1200 kr. og allt
frítt.
Afgr. vísar á.
Taka ber upp kartöflur, sem
lifa veturinn í sýktum görðum.
Garðyrkjuverkfæri eni hættu-
legir smitberar. Ef þau hafa verið
notuð í sýktum görðum verður
að þvo þau vandlega og sótt-
hreinsa í sjóðandi vatni eða
formalími. Sömuleiðis kai'töflu-
borð (hörpur), sem notuð eru til
að flokka kartöflur o. s. frv.
Hnúðormarnir geta borizt með
fótum manna og dýra. Varast
skal að rækta kartöflur í plöntu-
uppeldisstöðvum á hnúðorma-
svæðunum, því að hnúðormarnir
geta borizt með mold og alis kon-
ar plöntum úr smituðum görðum.
Kartöfluhnúðormar geta smit-
að tómatjurtir. Ber þess vegna að
varast að láta mold úr kartöflu-
görðum lenda í tómatahúsin. Með
sáðskiptum og heilbrigðu útsæði
er hægt að svelta hnúðormana til
útrýmingar.
Látið Atvinnudeild Háskólans
vita, éf vart verður við hnúðorma
í görðum. Ef senda skal kartöflu-
jurtir til skoðunar, ber að grafa
grösin upp og senda ræturnar
með moldinni, sem þeim fylgir.
Þarflaust er að senda sýnishorn
fyrr en í ágúst.
Alvinnudeild Háskólans,
3. maí sl. átti Hermóður Guð-
r* f ¥..
nfundsson, bóndi í Árnesi í Aðal-
dal, fertugsafmæli. Við það tæki-
færi flutti Amór Sigmundsson,
bóndi í Árbót, honum eftirfarandi
vísur. Hermóður hefur verið for-
maður Búnaðarfélags Aðaldæla í
11 ár og formaður ræktunarsam-
bands sveitarinnar frá stofnun
þess.
Það var yndi æskumanns
að iðka leik á bala.
Seinna líí og löngun hans
að láta verkin tala.
Stórum hug cg styrkri hönd,
stæltum viljaþrótti
unnt er að nema óyrkt lönd.
Ekki hentar ílóiti.
Hermóður ai hendi leyst
hefur landnémsverkin.
Djörf var sigling, sóknin geyst. *
Sjáið verksummerkin!
Maðurinn á eríitt einn
— oft var sýnt með rökum.
Hérna unnu svanni’ og sveinri
samanstilltum tökum.
Þannig skyldi’ um sveitar svið
samstillt aflið manna.
Formanninum fylgi lið
tram til átakanna.
Eggjaði hann til orrustu
við erfiðleika kalda.
Félagsmálaforustu
mig fýsir þökk að gjalda.
Aireksverkin allir dá.
Ei mun stefnt til náða.
'-U . J. x -
Fertugum er fært að na
fram til meiri déða.
Barátta vísindanna gegn lömunarveik-
inni - Ytarleg bók eftir 17 sérfræðinga