Dagur - 14.05.1955, Side 7
Laugardaginn 14. mai 1955
D AGUR
7
- 25 ára afmæli Skógrækfarfél.
(Framhald af 1. síðu).
Hvatti skipulag Kanadamanna á
þessum málum, og starf ræktunar-
stöðvarinnar Jón til þess að hefjast
handa hér. Boðaði hann til fundar
með auglýsingu í blöðum bæjarins
og gerðust 12 menn stofnendur,
eða þessir, auk hans: Jónas Þór
verksmiðjustjóri, sem varð fyrsti
ritari félagsins, Bergsteinn Kol-
beinsson bóndi i Kaupangi, sem
varð fyrsti gjaldkerinn, hjónin
Margrét og Axel Schiöth, frú Guð-
rún Björnsdóttir, þá í Knarrar-
bergi, Steingrímur Jónsson, þáv.
bæjarfógeti, Jón Steingrímsson,
núv. sýslumaður Borgfirðinga,
Vilhjálmur Þór, þáv. forstjóri
KEA, Svanbjörn Frímannsson
bankafulltrúi, Kristján Sigurðsson
kaupmaður og Kristján Rögnvalds-
son frá Fífilgerði.
Fyrsta starf.
Ármann Dalmannsson rakti störf
félagsins á aldarfjórðungsskeiði.
Fyrst var hafizt handa um að friða
skógarleifar, sem enn fundust í
héraðinu. Var fyrst girt svæði í
Garðsárgili. Þar lifðu hríslur í gil-
inu sjálfu, þar sem þær voru frið-
aðar af umhverfinu, en uppi á gil-
börmunum voru engin tré, en lík-
legt þótti, að þar mundi vaxa upp
birkiskógur,' er friðun kæmist á.
Landið var girt 1932, og félaginu
varð að von sinni. Þama reis brátt
upp fallegur birkiskógur, og er
hann nú í umsjá skógræktardeild-
arinnar í Ongulsstaðahreppi,
Næst var tekið fyrir landssváeði
á Vöglum á Þelamörk og girt. Var
það árið 1934. Þar leyndust trjá-
plöntur í lyngi og grasi, en teygðu
sig hærra, er friðunar naut við. Nú
er þarna faþegur skógarlundur,
sem blasir viíí vegfarendum. Þriðja
verkefni félagsins var Vaðlareitur-
inn gegnt Akureyri. Fyrir vinsam-
lega afstöðu landeigenda fékk fé-
lagið umráð yfir strandlengjunni
austan við Akureyrarpoll, og hóf
að gróðursetja þar plöntur. Er þar
að vaxa upp fallegur skógur, og eru
hæstu tré orðin um 4 metrar. Alls
er búið að gróðursetja þarna
123.300 plöntur, en mikið verk eft-
ir þar, og er plöntun skógar þarna
enn framtíðarverkefni félagsins.
AIls hefur verið gróðursett á veg-
um félagsins, deilda þess og félags-
manna, 361.726 trjáplöntur.
Helztu skógarleifarnar friðaðar.
Árið 1937 girti félagið mestu
skógarleifar í héraðinu, en þær
voru í Leyningshólum, og árið
1940 var girt svæði á Kóngsstaða-
hálsi í Svarfaðardal, og nú síðast
landssvæði á Miðhálsstöðum í
Oxnadal og er þar minningarlund-
ur Þorsteins Þorsteinssonar, er var
einn ötulasti skógræktarmaður Ey-
firðinga um langan aldur.
Einn merkasti áfanginn í sögu
félagsins er stofnun plöntuuppeld-
isstöðvarinnar í Kjarna við Akur-
eyri árið 1947. Fékk félagið þar
land hjá Akureyrarbæ, og hefur
rekið þar gróðrarstöð síðan. Eru
aldar upp plöntur til gróðursetn-
ingar í reitum félagsins, og fyrir
einstaklinga og aðra aðila á fé-
lagssvæðinu. Verður þeirri starf-
semi haldið áfram og reynt að
auka hana eftir föngum.
Arið 1949 var félaginu breytt í
sambandsfélag, og eru deildir þess
nú 10 alls, og félagsmenn alls um
600.
Verkefni framtíðarinnar.
Forstöðumenn skógræktarmála
hér horfa gjarna til baka, til þess
ágæta verks, sem unnið hefur ver-
ið, en þeir líta þó fremur fram á
veginn, til þeirra miklu verkefni,
sem við blasa. Fyrir starf skóg-
ræktarfélaganna og ágætra for-
ustumanna, er þjóðin nú að öðlast
trú á skógræktina. Það er sannað,
að trjátegundir þrífast hér ágæta
vel, og að hér mun vaxa upp nytja-
skógur í framtíðinni, til heilla og
hags fyrir landið sjálft og öll börn
þess. Stærsta verkefnið í dag er að
vekja alla þjóðina til meðvitundar
um gildi skógræktarinnar fyrir
framtíðina og efla skilning á
menningarlegu gildi hennar og
örva áhuga til raunhæfra starfa.
Skógræktinu byggir öðru fremur á
þegnskap og hollustu við land og
þjóð. Er ekki hvað minnst um vert,
að takast megi að vekja almennan
áhuga æskufólks á málefnum skóg-
ræktarinnar.
Núverandi stjórn Skógræktarfé-
lags Eyfirðinga skipa: Guðm. Karl
Pétursson yfirlæknir, form., Ár-
mann Dalmannsson framkvæmda-
stj., Þorsteinn Davíðsson verk-
smiðjustjóri, Björn Þórðarson
verzlunarmaður, séra Sigurður
Stefánsson á Möðruvöllum, séra
Benjamín Kristjánsson á Lauga-
landi og Helgi Eiríksson bóndi á
Þórustöðum.
Brezkur togari bað um
aðstoð við Hrísey
Hingað kom í fyrrinótt brezki
togarinn St. Necton frá Hull með
bilað rör að spili. Fékk hann við-
gerð hér og ætlaði að sigla í nótt.
í stórhríðinni í fyrradag lá togar-
inn austan við Hrísey, og kallaði
í hafnsögumann til að sigla skip-
inu hingað. Fór hafnsögumaður-
inn með togarann hingað og beið
hér eftir honum í gær, og ætlaði
að sigla honum út fjörð í nótt.
NÝTT! NÝTT!
BLÚSSUR,
margar gerðir og litir,
teknar upp í dag.
Verzlunin DRÍFA
Sími 1521.
Málningarrúllur
með framlengingarskafti.
Jírn- og glervörudeild.
Drðflarvélalryggingar
Margvísleg slys og óhöpp hafa komið fyrir
á dráttarvélum og í sambandi við þær, og
hafa eigendur vélanna oft orðið fyrir mjög
miklu tjóni, sem hinar ódýru dráttarvéla-
tryggingar hjá SAMVINNUTRYGG-
INGUM hefðu bætt þeim að fullu.
Bændur! Tryggið dráttarvélina strax!
Allar nánari upplýsingar um þessar trygg-
ingar gefa umboðsmenn okkar í öllum
kaupfélögum landsins og aðalskrifstofan í
Reykjavík.
SAMVINNUTRYGGINGAR
Umboð á Akureyri: Vátryggingardeild KEA.
Kirkjan. Messað á Akureyri á
morgun kl. 2. Hinn almenni
bænadagur. Sálmar: 374, 376, 378,
og þjóðsöngurinn. — P. S.
Fermingarmessa i Lögmanns-
hlíðarkirkju á morgun kl. 2 e. h.
Séra Kristján Róbertsson fermir
þessi börn: Amalía Ingvarsdóttir
Grænuhlið, Árný Björnsdóttir,
Brekku, Ásta H. Bergsdóttir, Sæ-
borg, Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Steinaflötum og Steingrímur I.
Björnsson, Lyngholti.
Næturvarzla. Um þessa helgi
er næturvarzla í Stjörnu-Apó-
teki.
Vegna þess að nú eru móar og
mýrar orðnar varpstöðvar fugl-
anna ætti hvergi á íslandi að
brenna sinu héðan í frá.
Sextug varð í gær frú Guðbjörg
Bjarman, prófasts Jónssonar á
Miklabæ í Skagafirði, ekkja
Sveins Bjarman aðalbókara KEA.
Minnast vinir heimilis þeirra
hjóna hinnar vinsælu og mikil-
hæfu konu með virðingu á þess-
um tímamótum.
Félagar Karlakórs Akurevrar
mæti til æfingar í Verkalýðshús-
inu mánudaginn 16. maí kl. 8.30 e.
h. Árlðandi. — Stjórnin.
Leiðrétting. f fregn hér í blað-
inu 27. apríl sl., þar sem sagt var
frá Rotaryklúbb Ólafsfjarðar, var
ekki rétt hermt frá stjórn klúbbs-
ins, en hún er þannig skipuð:
Forseti séra Ingólfur Þorvalds-
son, varaforseti Magnús Gamalí-
elsson útvegsmaður, ritari Jó-
hann J. Kristjánsson héraðs-
læknir, gjaldkeri Guðmundur
Kr. Jóhannsson bæjargjaldkeri,
og fyrrv. forseti Sigurður Guð-
jónsson bæjarfógeti.
Leiðrétting. Ekki var það rétt
hermt, í síðasta blaði, að leikför
Léikfélags Akureyrar til Húsa-
víkur nú um helgina, væn hin
fyrSta er félágið hefur þangað
farið. Félágið sýndi sjónleikinn
Þorlák þreytta í Húsavík í októ-
ber 1939 og var Ágúst Kvaran
leikstjóri.
Fánar voru við hún á opinber-
um byggingum og víðar hér í
bænum í gær í tilefni af 61. af-
mælisdegi forseta íslands, herra
Ásgeirs Ásgeirssonar. Forsetinn
dvaldi í gær á Þingvöllum.
Kvikmyndir. Blaðið sér ástæðu
til að vekja athygli á hinni frægu
mynd Erfðaskrá hershöfðingjans,
sem sennilega verður sýnd um
•þessa helgi í Skjaldborgai-bíói. —
Þetta er litmynd, byggð á sam-
nefndri sögu eftir Frank Slaught-
er og sagan hefur komið lit á ís-
lenzku. — Myndin hefur alls
staðar hlotið gífurlega aðsókn og
verið líkt við kvikmyndina „Á
hverfanda hveli“, enda gerist
hún á svipuðum slóðum. — Eftir
upplýsingum frá Skjaldborgar-
bíói eru allar Mkur til að mynd
þessi verði sýnd aðeins um þessa
helgi til að byrja með og þá í
Samkomuhúsinu, en Leikfélagið
mun hafa æfingar og sýningar í
húsinu mestalla næstu viku og
verða þá aðrar auglýstar myndir
sýndar í Skjaldborg.
— Æi það vildi tg að eg væri
orðin bók, Þorvaldur.
— Hvers vegna má eg spyrja?
— Þú mundir þá skipta þér
meira af mér. Þú ert þlltai að
lesa!
— En eg vildi að þú værir orð-
ip almanak, því að þá féngi mað-
ur nýtt á hverju ári!
Kolaketill
og tvær RAFTÚBUR, 15
og 3 kw. til sölu.
U.ppl. i Norðurgötu 44.
fi ÐJ U ambod
Alúm
Hrífur
Orf
Kjörviðarhrífur með
IÐJU-kló og alúmin-
tindum
^AMBOÐAVERKSTÆÐIÐ^
IÐJA
AKUREYRI
Garðáburður
og aðrar áburðartegundir í smásölu. Afhent
í herskálum á Gleráreyrum.
4---*
Ivaujifélag Eyfirðinga