Dagur - 08.06.1955, Síða 8

Dagur - 08.06.1955, Síða 8
8 Bagijk Miðvikudaginn 8. júní 1955 Fjölbreytt hátíðahöld sjó- mannadagsins á Akureyri Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Akureyrarbær var fánum skreytt ur á sjómannadaginn. Veður var ágætt og margháttuð skemmtiatr- iði fóru fram. Hófust þau með kappróðri. Streymdi fólkið þá niður að höfninni, þar sem skip lágu fánum skrýdd og fylgdust með hinni gömlu íþrótt af miklum á- huga. Eftir hádegi var gengið í kirkju og hlýtt á messu séra Péturs Sigurgeirssonar sóknarprests. Um klukkan 3 hófust svo hátíðahöld- in við sundlaug bæjarins þar hélt séra Kristján Róbertsson ræðu og að henni lokinni var stakkasund, boðsund og björgunarsund. Var þar mannmargt og góS skemmtun. íþróttir hófust á leikvellinum kl. 5 og var þar meðal annars reiptog kvenna og karla, tunnu- hlaup, pokahlaup og knattspyrna. Að síðustu var svo dansleikur í Varðborg og Alþýðuhúsinu. Sjó- mannadagsblaðið og merki dagsins voru seld allan daginn. Varð merkjasala meiri en nokkru sinni fyrr. Allur ágóði af Sjómannadeginum rennur til Björg unarskútu Norðurlands. Aðsókn var óvenjumikil og fóru hátíðahöldin vel fram. Keppni í einstökum greinum: Kappróður: 1. 2. sveit Æskulýðsfélags Ak- ureyrarkirkju. Tími 2 mín 11,8 sek. Stýrimaður, Gísli Lórensson. Kvennasveitir. 1. Sveit Útbæjarins. Tími 2 mín. 07,9 sek. Stýrimaður, Anna Kristjánsdóttir. Karlasveitir. 1. Sveit m. s. Snæ- fells. Tími 2 mín. 21,3 sek. Stýri- maður, Bjami Jóhannesson. Stakkasund. 35 metrar. 1. Tryggvi Valsteinsson, 44,5 sek. 2. Jónas Þorsteinsson, 45,8 sek. Annálar vorir segja, að klaustur hafi verið sett að Þverá í Eyjafirði, er siðan nefnist Munkaþverá, árið 1155. Mun það hafa gert verið að undirlagi og tilstuðlan Bjöms biskups Gilssonar á Hólum og ætt- manna hans, er munu verið hafa afkomendur landnámsmannsins fræga, Helga magra. Lagði biskup og frændur hans klaustrinu all mikið fé, enda gerðist það brátl auðugt og hið merkasta mennta- setur. Þessa gagnmerka afmælis var minnzt — sunnudaginn 5. júní — með hátíðarmessu í hinni fornu og virðulegu kirkju staðarins. sem er meira en 100 ára gömul. Messu- gerðina framkvæmdu héraðspró- fasturinn, séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum, og sónkarprestur- inn, séra Benjamín Kristjánsson á Boðsund. 8 manna sveitir. 1. Sveit b. v. Jörundar, 4 mín. 5.4 sek. 2. Sveit Kaldbaks, 4 mín. 8.4 sek. Björgunarsund. 25 metrar. 1. Tryggvi Valsteinsson, 33,5 sek. 2. Páll A. Pálsson, 36,0 sek. Reiptog kvenna. 1. Sveit Útbæjarins. 2. Sveit Inn- bæjarins. Reiptog karla. 1. Sveit b. v. Jörundar. 2 Sveit b. v. Sléttbaks. Tunnuhlaup og pokahlaup vann Óskar Hermannsson. Knattspyma. Hlutkesti, Jörundur vann, og þar með keppnina. Atla-stöngina hlaut Tryggvi Valsteinsson með 68 stigum. r Vestur-Islendingur í brúðkaupsferð Um þessar mundir er Vestur- íslendingurinn Earl Gunnar Jens- en lögfræðingur frá San Franscisco hér á ferð, ásamt konu sinni Mary Hunt. Gunnar er sonur Ingvars sál. Guðjónssonar en móðirin er dönsk. Var hún hér með soninn þar til hann var 3ja ára, að hún fluttist vestur um haf. Nú er sveininn orð- inn 25 ára og lögfræðingur að mennt. Hingað kom hann með unnustu sína og gekk í heilagt hjónaband í Kaupangi 6. þ. m. Vildi hann að sú athöfn færi fram á óðali föður síns. Brúðhjónin munu fara héðan til Danmerkur og síðar suður á bóginn, allt til Spánar. Frú Mary, sem er rithöf- undur og hefur þegar gefið út 2 bækur vestra, er að safna efni í þriðju bók sína. Laugalandi. Báðir þjónuðu þeir fyrir altari. Prófastur flutti ágæta prédikun, en séra Benjamín gagn- fróðlegt erindi um klaustrið og ábóta þess. En klaustrið stóð, eins og kunnugt er, um 4 aldir og ábót- ar þess voru a. m. k. 27. — Organ- slátt og söngstjóm annaðist Áskell Jónsson söngkennari á Akureyri, en kirkjukórar Munkaþverár- og Lögmannshlíðarsóknar sungu. Var bæði messuflutningurinn og söng- urinn hinn fegursti og mjög áhrifa- ríkur. Að lokinni messu buðu kirkju- bændurnir á Munkaþverá öllum kirkjugestunum upp á rausnarlegar veitingar, sem voru þakksamlega þegnar. Veður var fagurt og jók það mjög á ánægju manna. Særður blöðruselur á Grímseyjarsundi Hrisey. Fyrir nokkrum dögum fundu Hríseyingar skotsáran blöðrusel, 3ja vetra gamlan. Var hann út á Grímseyjarsundi og nærri dauður. Bar hann líka, þegar að var gáð, merki um að hafa komizt í kast við byssu, því hann var helsærður af skoti. Fisklaust er á línu en reitings- afli á handfæii. Kirkjukór endurvakinn Raufarhöfn. I vor voru fermingarkirtlai not- aðir í fyrsta sinn á Raufarhöfn. Kvenfélagið og kvenfélagskonur gáfu þá. Formaður þess er frú Hólmfríður Friðgeirsdóttir. Likar þessi nýbreytni mjög vel. Kirkju- kórinn við Raufarhafnarkirkju er nýlega endurvakinn fyrir forgöngu sóknarprestsins séra Ingimars Ingi- marssonar. Formaður kórsins er Snæbjörn Einarsson, en organisti frú Hólmfríður Ámadóttir. Kirkj- an hefur verið endurbætt og sveit- arfélagið hefur látið setja í hana rafmagnsupphitun. A Raufarhöfn er næg vinna eins og er. Hafinn er undirbúningur fyrir næstu síldarvertíð og nokkur íbúðarhús eru í smíðum. Gróðri fleygir fram. Sauðburður gekk ágætlega og margt var tví- lembt. Til dæmis fékk maður nokk ur, er átti rúmlega 30 ær, aðeins 2 einlembinga. ÖU lömbin lifa. 1. maí fannst lamb frá Sandvík á Leirhöfn, er gengið hafði af í vetur. Eigandi lambsins, Kristján Kristjánsson, vigtaði það í haust ásamt öðrum líflömbum og var það 37 kg. Slapp það síðan og fannst 1. maí. Þá var það aftur vigtað og reyndist 28 kg. Var það hið spræk- asta. Laugaskóla slitið í 30. sinn Laugar. Héraðsskólanum var slitið í þrítugasta sinn að kvöldi 31. maí. Skólastjóri, Sigurður Kristjánsson, ávarpaði nemendur gagnfræða- deildar, kennara og nokkra gesti, og minntist brautryðjendanna, sem barizt höfðu fyrir stofnun skólans á sínum tíma, og starf skólans í 30 ár. Gat hann þess, að alls hefðu stundað nám í skólanum 1617 nem endur og auk þess fjölmargir á styttri eða lengri námsskeiðum. Alls þreyttu 11 nemendur lands- próf og að dómi skólans (kennara og hins lögskipaða prófdómara) stóðust þeir allir prófið og náðu framahaldseinkunn. Hæsta meðal- einkunn í landsprófsgreinum hlaut Björn Dagbjartsson, Álftagerði, Mývatnssveit 8,64. í almennu gagnfræðaprófi hlaut hæsta eink- unn Anna Sæmundsdóttir frá Fagrabæ, 8,27. Miðvikudaginn 1. júní lögðu nemendur gagnfræðadeildar svo af stað í ferðalag til Suðurlands. Höfðu þeir áður haldið skemmtun til ágóða fyrir ferðasjóð. Með þeim fóru í ferðina Sigurður Kristjáns- son skólastjóri og Guðmundur Kr. Gunnarsson kennari. Sundnámskeið fyrir böm stend- ur yfir í skólanum. Söngmót kirkjukóranna fellur niður. Vegna mislingafaraldurs, sem breiðst hefur út um héraðið hefur verið ákveðið að hætta við fyrir- hugað söngmót kirkjukóranna í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi. Nýr vegur að Laugaskóla. Síðasta alþingi veitti nokkurt fé til nýs vegar af þjóðveginum gegnt Laugaskóla heim að skólanum. Vinna er nú hafin og er unnið með stórri jarðýtu að því að taka af og minnka krókana á veginum. Verður það væntanlega hin mesta vegarbót. Mjólkursamlag Skag- firðinga Sauðárkróki 30. maí. Aðalfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga var haldinn á Sauð- árkróki 28. maí. Fundinn sátu 42 fulltrúar, stjóm mjólkursamlagsins og deildarstjórar, samtals um 60 bændur. Innvegið mjólkurmagn var alls 2.151.878,5 lítrar og er það um 7% aukning frá árinu áður. Meðalfeiti % var 3,546. Seld neyzlumjólk á Siglufirði og Sauðárkróki nam um 458 þús. lítr- um. Seldir voru um 16 þús. lítrar af rjóma. Selt var og sent til fram- leiðenda um 50 tonn af skyri. Fram leidd voru 43 tonn af smjöri og um 70 tonn af ostum. Vörur samlagsins seldust sæmi- lega á árinu. Þó voru allmiklar ostabirgðir um áramót, nam verð- mæti birgða um 900 þús. kr. Brúttó vörusala samlagsins nam að meðtöldum niðurgreiðslum 5,7 millj. kr. og endanlegt verð til framleiðenda varð kr. 2,24 pr. liter af meðalfeitri mjólk. Allmiklar umræður urðu um verðjöfnun og verðlagsmál á mjólkurvörum og samþ. var svo- hljóðandi tillaga þar að lútandi: „Aðalfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga haldinn á Sauðár- króki 28. maí 1955 ályktar að velja 3ja manna nefnd, er í sam- ráði við stjórn Mjólkursamlagsins athugi vandlega mjólkursölumál landsins á breiðum grundvelli og skili áliti og tillögum til úrbóta fyrir næsta aðalfund samlagsins." Á þessu ári á Mjólkursamlag Skagfirðinga 20 ára starfsafmæli. í því tilefni hélt Stefán Vagnsson skrifstofum. ræðu um sögu og störf samlagsins á liðnum árum fyrir fulltrúa og gesti við sameigin- legt kaffiborð er aðilar þessir sátu. Karlakórinn Vísir frá Siglufirði hélt samsöng á Sauðárkróki í gær- kvöldi við ágæta aðsókn og beztu viðtökur áheyrenda, sem fögnuðu kórnum innilega. Varð kórinn að endurtaka mörg lög og syngja aukalög. Að undanförnu hefur verið hér ágætur afli, stundum á línu en annan tíma á handfæri. Dálítið hefur þetta þó verið óstöðugt og dagar komið sem lítinn afla hafa gefið. Skipbrotsmannaskýli í Þorgeirsfirði Lóinatjörn. Flokkur manna frá slysavarnar- deildinni á Grenivík, hefur undan- farið unnið að því að setja upp nýtt skipbrotsmannaskýli í Þor- geirsfirði, undir stjóm Þorbjörns Áskelssonar. Skýli þetta var smíð- að á Akureyri og flutt í pörtum úteftir. Var það sett upp nálægt sjónum og er með því bætt sú að- staða, er orðin var allsendir ófull- nægjandi. Vonandi leggst enginn svo lágt að fara ránshendi um þennan stað eða valda þar spjöll- um, svo sem við hefur borið í slík- um skýlum. Ættu allir að vera minnugir þess að skipbrotsmanna- skýli hafa bjargað mörgum manns- lífum og enginn veit hvenær þeirra er næst þörf. Norðlendingur landar í Húsavík Húsavík. Togarinn Norðlendingur land- aði í Húsavík á sunnudag, Hafði hann 250 lestir af fiski. Fór sumt í frystingu en hitt í salt. Þessa dag- ana er mikil atvinna á staðnum og nóg að gera fyrir alla sem unnið geta. Fisklaust er nú að kalla. Húsvíkingar hlýddu messu hjá prófastinum, séra Friðriki Friðriks- syni, á sjómannadaginn. Um kvöld- ið var afarfjölmenn samkoma í samkomuhúsinu og voru roenn glaðir. Nýja félagsheimilið í Mývatnssveit vígt 17. júní Reynihlíð. Þessa dagana er verið að múr- húða utan hið nýbyggða félags- heimili Mývetninga Eru þar marg ar hendur að verki enda hefur ver- ir ákveðið að vígja það 17. júní næstkomandi. Er þetta talin mikil og vönduð bygging og verður væntanlega síðar sagt frá henni hér í blaðinu. Sauðburður gekk ágætlega í sveitinni og var 60-90% af ánum tvílembt. Búið er að sleppa öllu fé og var margt af því flutt austur á afréttir Mývetninga fyrir nokkru. Kalskemmdir virðnst nokkrar í túnum. Ferðafólk er þegar farið að leggja leið sína til Mývatns- sveitar. Bráðlega mun opnaður vegurinn austur og mun þá ferða- mannastraumurinn hefjast fyrir alvöru. Áætlunarferðir Bárðardal 1. júní. Vegir eru að verða sæmilegir og verið er að flytja áburðinn og bera á tún. Mjólkur og rjómaflutningar hóf- ust í þessari viku til Húsavíkur og þar með fastar ferðir tvisvar í viku, þriðjudaga og föstudaga á leiðinni Stóratunga - Fosshól! - Húsavik. Útf ör Páls H. Jónssonar, Stóruvöllum I dag fer fram jarðarför Páls H. Jónssonar fyrrver. hreppstjóra að Stóruvöllum. Húskveðja var að Stóruvöllum, en veikindi þau er í dalnum eru, hindraði sókn fólks, sem annars hefði orðið. (Framhald á 7. síðu). Hátíðaguðsþjónusta í tilefni af 800 ára afmæli Munkaþverárklausturs

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.