Dagur


Dagur - 22.06.1955, Qupperneq 4

Dagur - 22.06.1955, Qupperneq 4
4 DAGUR Miðvikudaginnn 22. júní 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Argangur kostar kr. 60.00. Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. ÞANNIG mörkuðu Framsóknar- menn í upphafi stefnu sina í út- gerðarmálinu. Þeir lýstu andstöðu við bæjarútgerðarfyrirætlanir só- síalista, en hvöttu til framkvæmda á frjálsum grundvelli, og urðu fyrstir til að benda á raunhæfa leið í þvi efni, hlutafélag, sem hefði jöfnum höndum fjármagn frá bæjarfélaginu og stofnunum og einstaklingum í bænum. í framkvæmd málsins var þessi leið og valin. Bæjarútgerðarfyrir- komulaginu var hafnað, en útgerð- arfélag stofnað í samræmi við þessar tillögur. Sú leið leiddi til farsældar. Afstaða KEA til félags- ins þegar í upphafi, flýtti mjög framkvæmdum og tryggði félaginu nægilegt fjármagn án mikilla erf- iðleika. I 10 ára sögulegu yfirliti hefði mátt geta þessa alls að ein- hverju, um leið og ísl. prentar myndir og „rétt“ nöfn. Dýrð sjálf- stæðishetjanna góðu hefði ekki þurft að minnka neitt við það. Togaraútgerð og söguritun ! SjáJfstæðismanna í TILEFNI af 10 ára afmæli Útgerðarfélags Ak- ureyringa hefur flokksblað Sjálfstæðismanna hér birt sögulegt yfirlit. Tilgangurinn er vafalaust góð- ur, sem sé að heiðra félagið og vekja athygli á því, sem áunnizt hefur. En svo óhönduglega hefur tekizt til, að þessi góði tilgangur hverfur í skugga flokks- legs áróðurs. Verður naumast annað séð af skrifum þessum, en flokksmenn blaðsins hafi verið og séu enn allt í öllu, í málefnum félagsins. Aðrir hafi þar lítið við sögu komið. t ÝMSIR SJÁLFSTÆÐISMENN hafa að sjálf- sögðu unnið gott starf fyrir útgerðarmálin hér, og er sjálfsagt að viðurkenna það. Hitt er húsbóndaholl- usta um of, ef ísl. tekst að birta margra dálka „sögu- legt yfirlit“ um togaraútgerðina án þess að geta þar með einu orði um hlutdeild samvinnumanna í undir- búningi og stofnun félagsins. Stofnframlag Kaupfé- lags Eyfirðinga til hlutafélagsins var hin mikilvæg- asta stoð til að tryggja framgang málsins í upphafi. Alla tíð siðan hefur kaupfélagið stutt togaraútgerð- ina og framkvæmdastjóri kaupfélagsins, Jakob Frí- mannsson, jafnan verið einn hinn traustasti liðsmað- iir hennar. Má í því sambandi minna á kaupin'á Sléttbak og fjárútvegun til þess máls. I Léleg afgreiðsla. Á. M. R. skrifar blaðinu: „MIÐVIKUDAGINN 15. júní sl. fór eg flugleiðis frá Rvík til flug- vallarins við Akureyri. Veðui var bjart og flugferðin gekk eins og bezt var á kosið. Þegar lent var á flugvellinum eftir 75 mín. flug kl. 5 mín fyrir 9, var stór farþegabill frá Flugfél. á Akureyri til staðar að taka á móti farþegum. Okkur var sagt að það yrði einhver bið, meðan verið væri að taka farang- ur, en bið þessi dróst í 40 mín. Allmikið var af vörum norður með flugvélinni og einnig fór nokkuð af vörum suður og var farþegabill- inn notaður sem afgreiðslupallur við flugvélina. Þótti mörgum þetta fyrirkomulag næsta bágborið og óhentugt fyrir farþega. Hefði þeim verið tilkynnt strax í upphafi þessi langa bið, hefðu þeir sam- stundis fengið bifreið frá Akur- eyrí bg komizt leiðar sinnar. Eg veit ekki hvort Flugfél. ber að sjá um farþega frá flugvellinum til Akureyrar. Ef sv.o er verður þetta að teljast furðulegur silaháttur og ónærgætnisleg meðferð á farþeg- um, svó að ekfci sé meira sagt. En ef því ber ekki að sjá um farþeg- ana, hvers vegna er það þá ekki auglýst í flugskýli vallarins, svo að farþegar geti hagað sér eftir því? Bílstjóri frá Dalvík. hættu. Og bílstjóri, sem haga: sér þannig við akstur, að farþegar hafa ástæðu til að vantreysta hon- um og óttast hann, á ekki að vera bilstjóri og sízt á áætlunarleiðum. Lögin um akstur eiga að vera það ströng, að bílstjórar, sem leika sér að hættunum og viðhafa ónær- gætni og ábyrgðarleysi, sem crsak- að geta slys, eiga að sæta sektum og vera sviftir ökurétti, hvenær og hvar sem það sézt til þeirra. En því miður eru umferðareglur marg- brotnar og það látið afskiptalaust, þangað til slysin hafa gerzt. Bíl- stjóri í Rvík sagði mér, að laga- ákvæðið um aksturshraða um göt- ur þar í borg, mundi vera brotið af hverjum einasta bílstjóra. Það er ekki von að skapist virðing fyrir þeim lögum, sem daglega eru brotin og ekkert eftirlit haft með. En „það er seint að byrgja brunn- inn, þegar barnið er dottið í hann.“ Skrifað 18. júní 1955. Á. M. R. Þvottakörfur Járn og glervörudeild ¥. í ÍSLENDINGSSKRIFUM þessum er upphaf málsins rakið til funda í Sjálfstæðisfélaginu síðla vetrar 1945. En umræður í hinum pólitísku félögun- um eru eldri en þetta. I febrúar 1945 voru útgerðar- málin rædd í Framsóknarfélaginu, og að afloknum þeim fundi hvatti Dagur til þess að hafizt yrði handa um útgerð nýtízku fiskiskipa. í ritstjómargrein 8. febrúar 1945, alllöngu áður en Sjálfstæðismenn gerðu ályktun sína, segir á þessa leið hér í blaðinu: „. . . . Það er vonandi, að úr því fáist skor- ið. .. . hvort nægur áhugi er í þessu bæjar- félagi til þess að hefjast handa í þessum efnum (útgerð stórra, nýtizku fiskiskipa). Sá úrskurð- ur fæst aðeins með því móti, að bæjarstjórnin gangi til móts við bæjarmenn á þann hátt, að hún sé reiðubúin að leggja fram ákveðna upp- hæð, sem stofnfé eða hlutafé í væntanlegu samvinnu- eða hlutafélagi, gegn því, að stofn- anir og einstaklingar í bænum komi þar á móti að verulegu leytu. Þegar bæjarstjórnin hefur stigið þetta spor, er það komið undir áhuga bæjarmanna sjálfra, og trú þeirra á möguleik- um bæjarfélagsins, hvort til nýsköpunar í út- gerðarmálum kemur. Það er staðreynd, að áhugi Akureyringa fyr- ir útgerð og trú þeirra á möguleikum til slíks atvinnureksturs héðan hefur dofnað á seinni árum. Skipum hefur fækkað og sjómannastétt- in dregizt saman. Þetta er þó enginn endanleg- ur dómur um framtíðarmöguleika útgerðar héðan. Margt bendir til þess, að stór, nýtízku fiskiskip, gerð út héðan, eigi framtíð fyrir sér.... Það væri óskandi, að sjómenn og út- gerðarmenn, stofnanir og einstaklingar, hefðu svo mikla trú á samvinnu borgaranna og bæj- arfélagsins um þessi mál, að til raunhæfra framkvæmda komi________“ DAGINN EFTIR fór eg svo með áætlunarbílnum Dalvík— Akureyri. Bílnum stjórnaði ekki að þessu sinni Árni Arngrímsson, hinn öruggi og góðkunni bílstjóri á þeirri leið, heldur ungur maður, sjálfsagt ágætur bílstjóri, því að ólíklegt er að honum hefði annars verið trúað fyrir svo ábyrgðar- miklu starfi, sem því að stjórna 24 manna bifreið. Bíllinn var næstum því fullur af fólki og í fremstu sætunum voru piltsr, sem bílstjórinn auðsjáanlega þekkti vel. En svo skeði hið ólíklega, sem eg hef aldrei áður séð undir slík- um kringumstæðum og hef þó oft ferðast með bifreiðum. Þegar kom í hæðina fyrir utan og neðan Möðruvelli, sleppir bílstjórinn báðum höndum af stýrinu í ein- hverjum galsa við félaga sína. Bíllinn var á fullri ferð og vakti þetta strax umtal í bílnum meðal þeirra, er til sáu og mun bílstjór- inn eitthvað hafa af því heyrt. Einnig sleppti hann báðum hönd um af stýri á hæðinni neðan við Götu, en billinn fór þá hægt, og var það gert í sambandi við afhendingu á eldspýtnastokki. Stundum virtist bílstjórinn horfa meira á sessunaut sinn en veginn, sem fram undan lá. Eg er hissa á, að svo kærulausum bílstjóra er sýnir slíkt ábyrgðarleysi í starfi sínU, skuli vera trúað fyrir stórum farþegabil, því að eflaust hefur hann leikið þetta áður. Bílstjóri, sem sýnir þess háttar glannaskap, þó að ekki hljótist slys af, á hik- laust að svifta ökurétti. Nóg er af bílslysum samt, þótt ekki sé verið að leika sér að því að skapa slysa- Innkaupakörfur Járn og glervörudeild Ferðatöskur margar stærðir. Járn og glervörudeild Gólf mottur Járn og glervörudeild Silungastengur Stangahjól Járn og glervörudeild ERLEND TÍÐINDI Tíu ára saga Sameinuðu þjóðanna VISSULEGA mundi engin hátíð hafa verið haldin í San Francisco nú um þessa síðustu helgi, með þeim hætti, sem gert var, að viðstöddum utanríkisráðherrum stórveldanna og mörgu öðru stórmenni, ef sagan hefði ekki sýnt og sannað, að þrátt fyrir öll vanefni, eru Sameinuðu þjóðirnar ómissandi og ómetanleg stofnun í heimi mitímans. — Á þessa leið byrjar hinn kunni ög ágæti blaðamaður og rithöfundur Walter Lipp- mann aímælisgrein um Sameinuðu þjóðirnar, og held- ur síðan áfram í aðalatriðum á þessa leið: — Engin ræðuhöld í San Francisco, hversu háfleygir, sem menn nú gerast þar, geta skyggt á þá staðreynd, að þar eru saman konmir lulltrúar flestra })jóða heims, og engin ríkisstjórn mundi liafa þorað — hvað þá óskað — að hundsa þessi tímamót og sitja lieima. Staðreynd er líka, að margar þjóðir bíða við inngöngudyrnar og óska að íá að vera með í samtökunum. En engin þjóð hefur sagt sig úr þeim. Á MEÐAL þeirra, sem fylgjast með í lieimsstjórn- málunum, hvar sem er á hnettinum, munu fáir, sem ekki hafa — eða geta — gagnrýnt sitt af hverju í starfi og skipulagi þessarar alþjóðastofnunar. En eins eru þeir fáir, í hvaða lýðfrjálsu landi sem er, sem ekki gagnrýna athafnir sinnar eigin ríkisstjórnar. En þeir, sem í alvöru tala um að þjóðir þeirra segi sig úr lög- um við S. þ„ eru aðeins örfáir sérvitringar, sem engan ldjómgrunn fá fyrir kvak sitt. ENN HEFÚR engin þjóð hótað að ganga úr sam- tökunum, ef liennar mál næði ekki fram að ganga. Og engri _þjóð hefur verið liótað brottrekstri, ef hún vildi ekki.aðhyllast skoðanir annarra. Þetta er nýtt fyrirbæri í mannkynssögunni, og hið mikilvaégásta fyrirbæri að auki: Þeirri skoðun vex sem sé alls staðar fylgi, að löglegar ríkisstjórnir eigi að gæta alþjóðasamfélagsins. Þessi vilji milljónanna verður ekki véginri Ö-g métinn x dag, og hann er ekki fyrir hendi nú vegna einstakra afreka þeirrar stofnunar, sem við köllufri Sameinuðu þjóðirnar. Hann er til orðinn vegna þeirra skoðana eða tilfinninga meðal hins nafnlausa fjölda, að fyrir utan og ofan kalda stríðið, vígbútraðarkapphlaupið og byltingarnar, séu sameiginleg mannleg Yandainál ög viðfángselni. Meðal þeirra vandairfála er. að þess sé gætt, að deilur þjóða í milli komist aldrei á það stig að vera óleysanlegar með friðsamlegútlrtetti: ÞAÐ ER i rauninni merkileg saga, livernig S. þ. hafa komizt í gegnum tíu ár svo, að þátttaka í félags- skapnum er í dag meðal dýrmætustu réttinda þjóð- anna. Þessi 10 ár liafa verið hættutínri. Heimurinn hefur verið í greipum kalda stríðsins, sem gert heíur hyldýpi í milli lieimshelminga, svo mikið, að ekki hefur annað eins sézt siðan Múhammeðstrú og kristin trú skiptu þjóðum í fylkingar fyrr á öldum . Og með kalda stríðinu og í því, höfum við séð hina miklu þjóðlegu endurreisn Asiu- og Afríkuþjóða, og upphaf sjálfstæðistímabilsins í þessum álfum. í þessum hluta heims eru risin upp stórveldi. Sjaldan eða aldrei fyrr hafa eins margar þjóðir gengið í gegnum eins ört breyt- ingatímabil og á þessum tíu árum, eða átt að niæta jafn mörgum og flóknum deilumálum á alþjóðavett- vangi. Það má því kalla merkilegt og raunar dásam- legt, að alþjóðasamfélagið skuli hafa lifað allar þessar breytingar og komið sterkara en fyrr út úr þessari um- brotatíð. Það sannar, að rætur stofnunarinnar standa dýpra en Iiægt var að vona fyrir tíu árurn. Ekki svo að skilja, að nútímamenn einir þekki gjána í milli hugsjónastefna, sem er svo djúp, að menn eru þess albúnir að drepa eða vera drepnir i baráttu fyrir trú sína, og byltingar eru gönntl saga á jörðinni. En þetta er í fyrsta sinn, á miklum umbtotatímum, sem til hefur verið sannkölluð alþjóðastofnun, þar sém aðild hafa átt allir meiriháttar deiluaðilarnir, eða hafa að minnsta kosti óskað að eiga aðiíd. Þetta er nýtt fyrir- bæri. Þetta er íyrirbæri, sem ekki má taka sem sjálf- sagðan lilut, heldur ber að skoða það með undrun — og von. Eftir að Lippmann ritaði grein þessa, hafa hátíða- höldin í San Fransisco farið fram. Flutti Eisenhowcr Bandaríkjaforseti aðalræðuna við það tækifæri, og er haft á orði í blöðum víða um lieim, að hann hafi verið bjartsýnni á horfurnar í alþjóðamálum en oftast áður. Hvatti forsetinn mjög til þess að dregið yrði úr víg- búnaðarkápphlaupinu og þeim mikltt fjármunum, sem við það sparast, yrði varið til að hjálpa þjóðum, sem skammt eru á veg konmar efnaliagslega.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.