Dagur - 22.06.1955, Blaðsíða 5

Dagur - 22.06.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. júní 1955 DAGUR S Ameríkubréf frá Snorra Sigfússyni: Mikil náftúrufegurð í Josemite-þjóðgarðinum - Fiskiræktarstarfsemi Kaliforníumanna - Einnig hér vestur frá eru kaupfélögin merkar menn- ingaslofnanir - Athyglisverð sýning um holl- ustuhætti - Með íslendingum í Kaliforníu Hér austur og suður í Sierra- Nevadaíjölliuium, 320 kro. frá Berkeley, er eitt hið mesta nátt- úruundur. Þar skerst þröngur dal ur inn í granitfjöllin og eftir hon- um beljar allstór á. Allur er dal- urinn viði vaxinn og sums staðar stórvöxnum skógi. En sjálfur dal- botninn er þó það sem dregur þang að þúsundir manna víðsvegar að, þetta nefndur þjóðgarður, Jose- mite, þjóðgarðurinn, og er þar stöð ugt mannaös. Um sumar helgar eru þar um 40 þús. manns. Þessi dalur liggur á mikilli hásléttu og er dalbotninn um 4000 fet yfir sjó. — Þar er nokkurt sléttlendi, þar sem hótel og svefnskálar standa á og innst inni er stöðu- vatn, ekki stórt en fallegt, svipað og í Ásbvrgi, og við það er bundin mikil fiskirækt. — En það sem þarna vekur alla eftirtekt og und- ur eru hinar þverhnýptu granít- blokkir, sem rísa svo að segja lóð- rétt og sumar alveg lóðrétt frá botni dalsins og eru geysiháar, Þetta gráhvíta granitberg er sums staðar um 4800 feta hátt yfir dal- botninum. Og þarna fram af á ein- um stað steypist all vatnsmikill foss í 2 föllum, og er efra fallið yfir'f1000 feta hátt, en bæði föllin með millibili, þar sem vatnið llæð- jr í strangri. bunu, munu vera um 4000 feta há. Eru þá sjálfir Nigara- fossarnir ekki nema brot af þeirri hæð, en auðv. vatnsmeiri. Þessi foss þarna er talin þriðji hæsti foss í heimi — vel fann maður fossúð- an í 5-600 m. fjarlægð frá fossin- um. 1 Josemitegarði. En það sem ekki sízt vekur furðu Islendinga er að sjá þetta mikla granitberg viði vaxið hér og þar. Hvar sem einhver skáhalli var á berginu, hvar sem lítil sylla myndaðist eða hola fannst, þar hafði gróðurinn slegið rótum. Því var bergið víða grænflekkótt. og sums staðar há tré, sem eins og hanga fiaman í fluginu. — Þarna á sléttunni í dalbotnin- um er allstórt hótel, og mun vera þar dýr vistin. En þar eru líka mikill fjöldi tjaldhúsa, ágætai vist- arverur með góðum rúmum, og er gisting þar ódýr flesta mánuði árs- ins. Og svo er hægt að fá fremur ódýran mat á matsölustað, sem þarna er líka. Uppúr dalnum ei farið í nokkr- um krókum, ekki kröppum, og þarf ekki að taka fram að allir vegir eru þarna líka malbikaðir og ágætir. Kemst maður þannig í 8000 feta hæð fram á bergbrúnina á einum stað, og ætla ég að það muni flest- um ógleymanleg sjón að sjá niður af þessu hengiflugi, þar sem bíl- arnir sýnast eins og smá mýs á yeginum, Þarna uppi var snjór í 30 stiga hita og höfðu vegir \erið nýmokaðir. En lengra inn til lands- ins gnæfa við fannkrýnd fjöll miklu stærri en þessi dalur, sem ég var að lýsa, eða eins og stór sýsla heima um 75-80 km. frá au. til v. En í þessu dalverpi fengum við að líta eitt stærsta tré í heimi. Þarna er að vísu allstaðar stór- vaxinn rauðviðarskógur og trén feikna stór, sum svipuð á stærð eins og þau, sem ég sá í Muir garð- inum urc daginn. En þarna ber þó eitt tré af öllum, sem nefnt er al- mennt ,,risinn“ og sagt mesta tré í heimi. Það er ekki mjög hátt, ekki nema 209 fet, en í þvermál er stofninn 37,7 fet, og hugsa ég að 15-20 menn þurfi til að faðma hann! Og neðsta greinin er 6 fet í þvermál. Aldur risans er víst um 4000 ár, ef menn þá geta reiknað það út En sagt er mér að af slíku tré, væri hægt að reisa um 40 hús allstór, en ekki veit ég nema það kunni að vera ágizkun. Klak vatnafiska. En þegar maður horfir á bílana aka í gegnum þesi tré þarna. þá stendur maður steinilostinn yfir þessum ósköpum. Og þegar við ók- um frá þessum' undrum náttúrunn- ar, kom mér í hug crð skáldsins, eins og þegar ég hefi staðið frammi fyrir ægifegurð ýmissa staða heima á Islandi, þótt öðruvísi sé — „Þú ert mikill hrópa ég hátt himna guð, ég sé þinn mátt. Fyrir þinni hægri hönd hnigur auðmjúk í duftið mín önd.“ Eg minntist áðán á silungaklak- ið við vatnið í botni dalsins. Það er mikil klakstöð, sem Califoiníu- ríkið rekur þár. Þar synda billjónir seyða í kerum, allt frá agnarögn- inni upp í silunga um 2 fet á lengd. 900 þús smáseyða og 50 þús. stórum silungum er sleppt í ár og vötn á hverju ári frá þess- ari stöð. I 5000 vötn og ár, sem eru samt. 25 þús. mílur á lengd, þ. e. Californíuámar, er sleppt 18 millj. fiska árlega. Allan, eða a. m. k. mestan kostnað við þetta upp- eldi allt, bera þeir sem fá leyfi til að veiða, fara með stöng í árnar, en þeir verða að greiða 3 dali á ári, hver og einn. Þannig em þeir, sem fiskinn veiða, látnir borga þennan brúsa. 1 kaupfélagsbúð. — Hérna í Berkeley er kaupfél- ag, stærsta matvælabúðin, stofnuð af Finnum, var sinátt fyrst sem líklegt má þykja, en stækk ar óð- fluga. Þangað hefi ég haft ánægju af að koma. Búðin er geysistór sjálfsafgreiðsla, og gengur allt fljótt og vel og finnst mér ótrú- lega fátt fólk vinna að afgreiðsl- unni, sem er að vísu aðeins að pakka vöruna þegar kaupandinn kemur með sinn vagn, og leikna út verðið. Ég sagði matvælabúð, en þar er líka selt margt annað, t. d. pappírsvörur og bækur. I einu horninu er smá kaffisala, og geta menn fengið sér þar kaffisopa eða mjólk. Og í öðru homi er leik- stofa fyrir böm, sem húsfreyjurn- ar verða að hafa með sér. Er þar sérstök gæzlukona sem leikur við börnin. svo að mæðurnar geta verzlað áhyggjulausar þess vegna Áhrifarík og frumleg sýning, Og kaupfél. vill vinna menningar- starf hér se mannars staðar og kenna fólkinu að lifa heilbrigðu lífi og borða holla fæðu. Þarna eru að vísu margar auglýsingar og ábendingar í orðum, en áhrifa- mest mun þó ein þeirra, enda er það sú merkilegasta auglýsing. sem ég hefi séð í verzlunarbúð á æf- inn. Hún er fólgin í því að sýna fólkinu Tottur, sem þarna eru í búrum og til sýnis. Þær eru 2 sinar í hverju búri og eru teknar úr sömu fjölskyldunni, svo að kost- ir eða ókostir erfða skyldu vera hinir sömu. En þær eru aldar á ólíkri fæðu. Þær sem eru í öðru búrinu fá eingöngu að eta brauð úr hvitu hveiti, ýmiskonar sælgæt- ismuðling, mayónes, pikles o s. frv. og svo fá þær að drekka coca- cola, og ennfr. fá þær talsvert af gulrótum. I hinu búrinu fá þær brauð úr heilhveiti, harðsoðin egg, græn salatblöð og gulrætur, og að drekka mjólk. Og bæði búrin fá svipað magn af þessu (þyngd). En hér verður mikill munur á þroska- ferli. Blasa þarna við allra augum þau sannindi, sem ekki geta orðið rengd, að þær sem átu hvíta hv. sælgætið og drukku coka-cola, eru horaðar, smáar og ótútlegar á all an hátt en hinar búsrnar og sælleg- ar. Ég gæti trúað því að þessi auglýsing þarna væri áhrifameiri en margar bækur og mikið lesmál um þessa hluti. Þarna er ljóslif- andi sönnun þess hvers virði það er fyrir ungviði allt, ekki síður ménn en dýr, og raunar alla menn á öllum aldri, að lifa á hollri fæðu. Og ég verð að segja það, að mér flaug í hug sumt skólafólkið okkar, sem í stundarfríunum hangir við sælgætisbúðirnar drekkandi coca- cola og etandi sætabrauð. Ungur Islendingur býr hér að heimavistarskólanum. A ferð minni til Los Angeles og borganna þar í kring kom ég til Long Beach, þar sem oliubrunn' amir setja svip sinn á stórsvæði og olíudælurnar stansa aldrei nótt og dag. — Þar í Long Beach, sem er rúmar 100 mílur frá landamær- um Mexico hitti ég ungan Reykvík ing, sem kom heim í fyrra og söng fyrir fólkið, og konu hans amer- íska, sem er ágætur píanisti og spilaði einnig heima. — Sverrir heitir hann og cr Runólfsson kaup- manns í Rvik og Láru Guðmunds- dóttur frá Lómatjörn. — Er hann þarna með sjálfstætt fyrirtæki, sem er í blóma og mun bráðdug- legur athafnamaður. Eiga þau hjón mjög fallegt heimili og 3 böni. — Mér þótti að ýmsu leyti gaman að tala við þennan unga mann. Hann unir hag sínum vel, en er þó mjög með hugan heima, og sagði mér það að þegar hann býggði sér nýtt hús, sein ekki yrði langt að bíða, ætlaði hann a ðhafa eina stofu alíslenzka, safna í hana öllu íslenzku, sem hann gæti náð til, Honum fannst athafnafrelsið hér hið mesta hnoss, og bar það saman við viðjarnar heima. Hér tgæi hver Framhald á 7. síðu). Héraðsmót Ungmennasambands Eyjaf jarðar Héraðsmót Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið að Sól- garði í Saurbæjarhreppi dagana 18. og 19. júní sl. Hófst það með undanrásum í frjálsum íþróttum á leikvellinum á Melgerðismelum laugardaginn 18. júní. Mótið var sett af héraðsstjóran- um, Valdemar Óskarssyni, kl 2 e. h. á sunnudag. Var þá orðið fjöl- menni að Sólgarði og veður hið ánægjulegasta. Síðan fór fram guðsþjónusta. Séra Benjamín Kristjánsson pré- dikaði. Þá flutti Gísli Jónsson menntaskólakennari ræðu og Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Askels Jónssonar. Hófust þá íþróttirnar aftur á Melgerðismelum. Þeim stjórnuðu íþróttakennarar U. M. S. E. þeir Höskuldur Goði Karlsson og Björn Daníelsson. Fóru þær vel og skipu- lega fram. Veitingar voru allan daginn að Sólgarði og sáu konur úr U. M. F. Saurbæjarhrepps um þær. Voru jær bæði miklar og góðar. Að síðustu var dansað til kl. 1 um nóttina. Segja má að mót þetta færi yfirleitt vel fram. Það var mjög fjölmennt og aðstaða á hinu nýja félagsheimili í Sólgarði, gerði sitt til að skapa þá aðstöðu, sem nauðsynleg er héraðsmótum þess- ara félagssamtaka. Úrslit í frjálsum íþróttum, urðu sem hér segir: 80 m. hlaup kvennai Helga Þórsdóttir U.M.F. Þorst. Svarf. 12,1 sek. LarigstÖkk kvenná: Helga Þórsdóttir U M. F. Þorst. Svarf.. 3,91 m. 100 m. hlaup karla:" íngólfur Jónssori Ú. M. F. Svarf. 12.1 sek. 400 m. hlaup karla: Stefán Árnason U. M. F. Svarfd. 58.2 sek. 1500 m. hlaup: Stefán Árnason U. M. F. Svarfd. 4,30,0 mín. 3000 metra hlaup: Stefán Árnason U. M. F. Svarfd. 9,56,8 mín. Kúluvarp: Gestur Guðmundsson U. M. F. Þorst. Svarf. 13,10 m. Kringlukast: Gestur Guðmundsson U. M. F. Þorst. Svarf. 39,34 m. Spjótkast: Ingimar Skjóldal U.M.F. Framt. 44.90 m. Langstökk: Arni Magnússon U. M. F. Saur- bæjarhr. 6,05 m. Hástökk: Helgi Valdimarsson U. M. F. Þorst. Svarf. 1,68 m. Þrístökk: Árni Magnússon U. M. F. Saur- bæjarhr. 13,15 m. Stangarstökk: Stefán Árnason U, M. F, Svarf- dæla 2,75 m. 4x100 m. boðhlaup: Það vann sveit U. M. F. Möðru- vallasóknar á 52,1 sek. Handknattleikur kvenna: Stúlkur frá Dalvík og Svarfaðar- dal kepptu við stúlkur úr U. M. F. Árroðinn. afntefli varð 2 : 2. Stighæsta félagið á héraðsmót- inu var U. M. F. Svarfdæls og hlaut 47 stig og hlaut þar með farandbikar U. M. S. E. í 4. sinn Stighæsti einstaklingurinn var Stefán Árnason U. M. F. Svarfdæla og hlaut hann 23 stig. Keppendurnir voru frá 7 ung- mennafélögum. Skólaslit Húsmæðra- skólans á Laugalandi Húsmæðraskólanum á Lauga- landi var sagt upp miðvikudaginn 15. júní síðastliðinn að aflokinni guðsþjónustugerð, er sóknarprest- urinn, séra Benjamín Kristjánsson að Laugalandi, flutti. Nokkrir gest- ir voru viðstaddir. Sýning var á handavinnu náms- meyja sunnudaginn 12. júní og sótti hana að venju mikill fjöldi manna af Akureyrii og úr ná- grenni. Var þar margt faguna og vel gerðra muna. Á þriðjudaginn fóru námsmeyjar og kennslukonur skemmtiferð að Hólum í Hjaltadal og hlutu þar hinar alúðlegust a við- tökur á heimili skólastjórahjón- anna. Síðan var staðurinn skoðað- ur. Á heimleiðinni var skoðað byggðasafnið í Glaumbæ og komið við í Húsmæðraskólanum á Löngu- mýri. Við skólaslitin gerði forstöðu- konan, frk. Lena Hallgrímsdóttir, grein fyrir skólastarfinu á síðast- liðnum vetri. Alls höfðu 33 náms- meyjar stundað nám í skólanum í vetur, en af þeim luku 30 burtfar- arprófi. Hæsta einkunn hlaut Guð- rún Elín Klemensdóttir frá Brekku í Svarfaðardal, 9,09. Fæðiskostn- áður var tæ'par 15 .krónur ,.á.'da|. Ennfremur gat forstöðukonan þess, að enda þótt verið hefði nokkru kvillasamara í skólanum í vetur en stundum áður, hefðu riámsmeyj- arnar stuðlað að því með iðni sinni og ástundun, prúðmennsku og glaðværð, að gera skólalífið einkar ánægjulegt. Verkin sýndu merkin um það, að þær hefðu ekki setið auðum höndum. Væri það og enn brýnni nauðsyn meðal fámennrar þjóðar, að hver einstaklingur væri dugandi og gerði skyldu sina, enda kostaði þjóðin miklu fé til skóla- bygginga í þeirri von, að svo roætti verða. Að lokum þakkaði hún nemendum og kennurum góða samvinnu og árnaði hinum ungu húsmæðraefnum allra heilla. Húsmæðraskólinn var á síðast- liðnu hausti allur múrhúðaður ut- an með hvítum marmara og silfur- bergi og verður væntanlega á þessu sumri að fullu lokið endurbygg- ingu hans. Húsfyllir á leik- sýiiingum Þjóð- leikhússflokksins Leikflokki Þjóðleikhússins, sem sýnir sjónleikinn „Fædd í gær“ eft- ir Kanin hér norðanlands um þess- ar mundir, er hvarvetna ágætlega fagnað. Hér á Akureyri hefur flokkurinn haft þrjár sýningar og hafa öll sæti verið fullskipuð og sýningunni mjög vel tekið. Aðal- hlutverk leika: Þóra Friðriksdótt- ir, Valur Gíslason, Benedikt Árna- son, Rúrik Haraldsson, Gestur Pálsson, Regína Þórðardóttir og Klemenz Jónsson. Leikstjóri er Indriði Waage.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.