Dagur - 22.06.1955, Blaðsíða 8

Dagur - 22.06.1955, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginnn 22. júní 1955 Fjölbreytt listsýning Magnúsar og Barböru í gagnfræðaskólahúsinu Veggteppi frú Barböru, sem athygli hafa vakið á Norðurlöndum, eru á sýningunni Eyfirðingum boðið að sjá styttu Jóns Arasonar, er sett verður upp í minningarlundinum í Grýtu Guðmundur Einarsson frá Miðdal færði Akur- eyrarbæ málverk að gjöf Það eru sjö ár liðin síðan Bar- bara og Maguús Árnason sýndu hér síðast en þá voru þau nýkoin- in utan úr Grímsey. Um þá sýningu sagði eitt af hinum verðandi þjóðskáldum, að það væri óþarfi að fara út í Gríms- ey til að sjá Grímsey, það þyrfti ekki annað en fara upp í Gagn- fraeðaskóla! En síðan hafa þau hjón víða farið, enda ber sýningin þess vott. Að vísu er meirihluti myndanna, og þar á meðal öll stærstu málverkin, landslag frá ís- landi, svo sem frá Papey, Vest- mannaeyjum, Fljótshlíð, Rangár- völlum, Flóa, Reykjavík, Trölla- fossgljúfri og Hítardal. En auk þess sjáum vér landslag frá Eng- landi, Frakklandi, Sviss, Belgíu og Noregi ber þar mest á skógar- mynd; en meðal teikninganna eru einnig myndir frá Hollandi og Sví- þjóð. Myndir frá París. Þau hjónin voru heilt ár í París, 1952—53, til að kynna sér nýjar stefnur í listinni frá fyrstu hendi og til að sjá sig um í heiminum. Ekki getum vér orðið þess varir, að listamennirnir hafi orðið fyrir miklum áhrifum af hinum nýju listastefnum, ef undanskildar eru tvær „abstrakt“-tilraunir, eins og Magnús kallar þær, og ein af högg- myndunum. Skeggið horfið. Auk landslagsmyndanna eru hér nokkrar blómamyndir og bar á meðal ein frá hinum fræga blóma- markaði í París. Ekki sjáum vér nema eina andlitsmynd að þessu sinni: „Sjálfsmynd 1950“ af lista- manninum með sitt fræga skegg, sem þótti bæjarprýði í Reykjavík á sínum tíma og myndast hafa þjóðsögur um. Vér veitum því at- hygli að núna er listamaðurinn vel rakaður. Frá Papey. Mörgum mun verða starsýnt á „Papamessu undir Hellisbjargi". Myndin er máluð úti í Papey, á þeim stað, sem málarinn taldi lík- legast að paparnir hefðu haldið messur sínar. Meðal höggmynda er minnis- merki yfir Sigurbjörn Sveinsson, höfund „Bernskunnar“. Af þessari mynd hefur þegar verið gerð af- steypa í eir og var hún reist á leiði skáldsins í Vestmannaeyjum á síð- astliðnu hausti. Myndin sýnir Skrifstofa Framsóknarflokksins hér á Akureyri hefur ekki verið starfrækt að staðaldri að undan- förnu, en nú hefur skrifstofan ver- ið opnuð á ný, í nýju húsnæði. —- Jafnframt hefur Bjöin Hermanns- son lögfræðingur trá Yzta-Mói verið ráðinn erindreki flokksins norðanlands og er hann þegar tek- inn til starfa. dreng sem situr með krosslagða fætur, niðursokkinn í að lesa í bók. Listamaðurin nmun hafa haft §on sinn til fyrirmyndar. Höggmyndir úr móbergi. Þrjár af höggmyndunum eru gerðar úr íslenzku móbergi, hinar úr gibsi. Þar sjáum vér Salóme tak- andi dansspor með höfuð Jóhann- esar á lofti, „Blygðun" og „Salt- stólpann", sem mun eiga að tákna konu Lots, „Abstrakt-form“ og „Steinblóm“. Og loks er brjóstlíkan af syni listahjónanna, Vífli, þegar •hann var ársgamall. Teikningarnar eru flestar gerðar með skóáburðarvökva, eftir því sem listamaðurinn tjáir oss, en aðr- ar með blýanti. Veggteppi frú Barböru. Frú Barbara sýnir að þessu sinni aðeins fimm af veggteppum sínum. Teppi þessi hafði hún á sýningu í Þjóðminjasafninu í vor, eins og kunnugt er,.og vöktu þau talsverða athygli í Reykjavík, En á Norðurlöndum hafa þau vakið miklu meiri athygli — frúin er sem stendur á skemmtiferð með föður sínum meðfram Noregsströndum — því að blaðamenn hafa setið um hana í Kaupmannahöfn, Osló og Bergen til að ná tali af henni og birta myndir af henni og því eina teppi, sem hún hefur meðferðis. Hugmynd hennar þykir þar bæði frumleg og falleg, eins og vér höf- um haft tækifæri til að sjá af blaða úrklippum. Notið tækifærið, Akureyringar. Sýning þessi mun vera stærsta og fjölbreyttasta listsýning, sem nokkurn tíma hefur verið haldin á Akureyri. Listsýningar eru fátíð fyrirbæri hér hjá okkur. Notið því þetta tækifæri, Akureyringar og aðrir Eyfirðingar, að sjá verk ágætra listamanna á sýningunni í Gagnfræðaskólanum. —- Sýningin verður enn opin í nokkra daga. Sláttur er ekki almennt hafinn í Eyjafirði. Fyrstir byrjuðu þeir bændurnir Eiður Jónsson, Grýtu, og Vilhjálmur Jóhannesson, Litla- Hóli. Slóu þeir 14. júní allvel sprottin tún. Nakkrir bændur aðrir hafa nú slegið nýlegar sléttur, sem fyrst spretta. Góð sprettutíð hefur verið síðustu daga og fleygir öllum gróðri fram. Skrifstofan er til húsa í HAFN- ARSTRÆTI 95, þar sem áður var Hótel Goðafoss, og er þar á aðal- hæð hússins. Símanúmer er 1443. Skrifstofan er opin daglega kl 10 —12 og 1,30 til 5. Þess er vænst, að sem flestir Framsóknarflokks- menn líti inn á skrifstofuna og hafi samvinnu við Björn Hermannsson um útbreiðslumál flokksins. Veiddi 33 punda lax í Laxá í Aðaldal y " --------------------- Ásgeir með laxitm. Laxveiðin í Laxá í Aðaldal hófst að vanda 1. júní sl. og hafa til þessa veiðst um 60 laxar. Laxinn hefur yfirleitt verið fremur vænn. Stærsti laxinn til þessa, er 33 punda fiskur, sem Asgeir Krist- jánsson bifvélavirki á Akureyri fékk í Kistufíyl í Laxamýrailandi sl. föstudag. Náði hann laxinum á land eftir rösklega 5 klst. viður- eign. Annar stærsti laxinn fékkst á sunnudaginn, 24 pund, og nokkrri laxar hafa vegið 16—19 pund. Tvö knattspyrnulið keppa hér um helgina Tvö lið, Víkingur frá Reykjavík og lið frá Austfjörðum, keppu hér á laugardag og sunnudag, Víkingur við A-lið Akureyringa en Austfirð- ingar við B-lið. Fjölsóttur fundur í Húsavík Húsavík. Fundur sá í Húsavík, er Her- mann Jónasson, formaður Fram- sóknarflokksins, hafði boðað til fyrra þriðjudag, var fjölsóttur. — Flutti Hermann snjalla ræðu, er var ágætlega tekið. Urðu fjörugar umræður á eftir. Akfært kringum Mývatn í sumar mun verða akfært kringum Mý.vatn. Veiður unnið að vegagerð þeirri er á vantar og mun það gleðja margan ferða- manninn, sem fram að þessu hefur orðið að láta sér nægja að leggja land undir fót til að komast hring- inn eða bíða betri tíma, sem rnun nú véra skammt undan í þessu efni. Völsungar keppa á Akureyri Þriðji flokkur knattspyrnumanna úr Völsung í Húsavík kom hingað um síðustu helgi og keppti við 3. Þessa dagana stendur yfir lista- verkasýning í Gildaskálanum á Hótel KEA. Þar sýnir listamað- urinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, 16 olíumálverk, 20 vatns- litamyndir og að auki st.yttu þá, sem hann hefur gert af Jóni bisk- upi Arasyni. Er þetta frummyndin úr gibsi, og verður hún send héðan til Dan- merkur og steypt í málm. Síðan sett upp í ' minningarlundinum í Grýtu. Biskup er í fullum skrúða, með krossmark í hægri hendi, en bagal í vinstri hendi og mítur á höfði. Er myndin mikilúðleg. ■ uj:’ "♦ '**■ •: *i | *Wi Akureyri fær frunnuyndina. Er sýningin var opnuð, tilkynnti Guðmundur Jónsson garðyrkju- maður, form. minningarlunds- nefndar, að listamaðurinn hefði heimilað nefndinni að ráðstafa frummyndinni, og væri nú ákveðið að gefa Akureyrarbæ hana. En staðsett skyldi hún í háskóla Norð- urlands, ef einhvern tíman yrði stofnaður. Guðmundur frá Miðdal tilkynnti og, að harm gæfi Akur- eyrarbæ málverk af Grímsvatna- gosi 1934, og afhenti hann gjöfina. Forseti bæjarstjórnar, Þorst. M. Jónsson, þakkaði gjafimar hlvjum orðum. Nokkrar myndir þegar seldar. Myndirnar, sem Guðmundur frá Miðdal sýnir að þessu sinni eru flestar íslenzkar landslagsmynd- ir, en auk þess nokkrar athyglis- verðar myndir frá Grænlandi og frá Lapplandi. En Guðmundur er ferðagarpur mikill og hefur víða flokk Þórs og K. A. Fór fyrri leik- urinn fram á laugardaginn og kepptu þeir þá við Þór og sigruðu með 3:2. Síðari leikurinn fór fram á sunnudaginn. Þá sigruðu Húsvíkingar K. A. með 1 : 0. Far- arstjórar austanmanna voru þeir Freyr Bjarnason og Halldór Ing- ólfsson. Brúargerð í S.-Þing. Lokið er við upppsetningu brú- ar á Laxá við Núpafossa. Brú þessi. er ein af þremur brúm er losnuðu er nýju brýrnar voru gerðar á Laxá neðar og Mýrarkvísl. Hin nýupp- setta brú er ekki akfær ennþá, vegna þess að uppfyllingu vantar að henni. Onnur gamla brúin var sett á Reykjadalsá við Akra og sú þriðja verður sett yfir Flalldórs- staðaá í Bárðardal. Nú er farið að vinna við Skjálf- andafljótsbrúna nýju hjá Stóru- völlum. Verður þeirri framkvæmd væntanlega lokið í sumar. Vegur milli Mánár og Auðbjargarstaða Hafin er vinna við vegagerðina á Tjömesi. Er þar 16 1?m. lcafli veglaus á milli byggða, Mánár á Tjörnesi og Auðbjargarstaða í farið og málað. Nokkrar myndanna eru þegar seldar. Sýningin verður opin a. m. k. þessa viku. Er ástæða til þess fyrir alla, sem þess eiga kost, að líta inn á Gildaskálann og sjá málverk Guðmundar og hina miklu styttu hans af Jóni Arasyni. r Lesstofa IsL-ame- rískafélagsins opnuð í nýju hús- næði Ísl.-ameríska félagið hér á Akur- eyri hefur starfrækt bókasafn og lesstofu undanfarin 2 ár. Var starfsemi þessi til húsa á Hótel Goðafossi. Nú hefur hún verið flutt í rýmra og betra húsnæði í Geisla- götu 5, efstu hæð (hús Kr. Krist- jánssonar)). Verður lesstofan opn- uð þar við hátíðlega athöfn á föstu- dagskvöldið kemur að viðstöddum félagsmönnum og nokkrum gest- um, m. a. verður sendiherra Banda- ríkjanna hér, Mr. John J. Muccio, viðstaddur. Auk bókalánastarfsemi verða kvikmyndasýningar í hinni nýju lesstofu, sem er mjög rúmgóð og vistleg. MISLINGAB hei-ja á margar sveitir Suður-Þingeyjarsýslu um þessar mundir, svo sem Bárðard., Aðaldal og Mývatnssveit. og valda miklum erfðlekum. Hefur margt fullorðið fólk tekið veikina. Kelduhverfi. Verðui í sumar unn- ið fyrir a. m. k. 300 þús. kr„ sem veittar voru til þessa verks. Miklar refaveiðar Reynihlíð. Fyrstu túnin í Mývatnssveit voru slegin í gær, 16 júní. Var það í Vogum, tún sem liggja í skjóli innan um hraunin. Yfirleitt eru þó tún heldur illa sprottin enn sökum langvarandi þurrka og kulda í vor. Búið er að liggja á fimm tófu- grenjum hér og hafa unnist yfir 30 dýr fullorðin og hvolpar. Grenja leitað Nöýlega fannst greni rétt utan við Húsá, lítinn spöl oían við Bægisá á Þelamörk. Grenjaskyttan Jóhannes Jóhannesson bóndi á Vindheimum kom þegar á vett- vang og skaut læðuna og náði hvolpunum, en rebbi slapp. Annað greni fannst á Þverárdal, um 2ja klukkustunda gang frá Þverá í Öxnadal. Fór þar eins að læðan náðist og hvolparnir, en karldýrið kom aldrei í skotmál. Leitað hefur verið grenja í ná- grenni Akureyrar og nú síðast á Glerárdal, en ekkert fundist. Skrifsiofa Franrasóknarflokksins á Ákureyri fekin iil sfarfa á ný Björn Hemannsson lögfræðingur ráðinn erindreki flokksins norðanlands Ýmis tíðindi úr nágrannabyggSum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.