Dagur - 17.08.1955, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUl s DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 24. ágúst.
XXXVUI. árg.
Akureyri miðvikudaginn 17. ágúst 1955
40. tbl.
Vcrður íulltrúi íslands á alþjóða fegurðar-
samkeppni í Lontlon
í annað sinn í röð hefur ung
Akureyrarctúlka verið kjörin
fegurðardrottning íslands. í
fyrra var Ragna Ragnars kjörin,
en í ár var það Arna Hjörleifs-
dóttir, Hamarsstíg hér í bœ, dótt-
ir hjónanna Gróu Hertevig og
Iljörleifs Ámasonar.
Arna er 21 árs, fædd hér í bæ
26. ágúst 1933, og hefur dvalið
hér lengst af, nú síðustu mánuðina
í Reykjavík, þar ssm hún hefur
starfað á skrifstofu Loftleiða um
skeið. Arna gekk í Gagnfræðaskól-
fagnaði fólk þessum tíðindum, og
má bærinn vera stoltur af þessum
úrslitum og þeim fulltrúa, sem
héðan verður sendur á alþjóða
fegurðarsamkeppnina í London í
október n. k. Onnur og þriðju
verðlaun hlutu stúlkur úr Reykja-
vík, Anna Tryggvadóttir og Stein-
gerður Þórisdóttir.
Hin nýkjöma fegurðardrottning
kom hingað í gærkvöldi með flug-
vél frá Flugfélagi íslands, og var
henni vel fagnað hér.
knðflspymuliSs Akurnesinga
var uppörvun lyrir knalfspyrnusþrófl hér
Akureyringar sýndn góða knattspyrnu þótt JJeir yrðu
að láta í minni pokann fyrir íslandsmeisturunum
Hinir kunnu knattspyrnumenn frá Akranesi, heimsóttu Akureyri nú um
helgina og léku 2 leiki við úrvalslið Akureyringa. Fór sá fyrri fram á laug-
ardaginn og hófst kl. 4 og lauk með sigri Akurnesinga 1:0. Síðari leikur-
inn fór fram á sunnudaginn. Hófst hann kl. 2 og gengu Akurnesingar þá
einnig með sigur af hólmi, 3:1.
Tveir sækja um skóla-
stjórastöðu Gagnfræða-
skóla Akureyrar
Frestur til að sækja um aug-
lýsta skólastjórastöðu Gagnfræða-
skóla Akureyrar frá 1. sept. n. k.
var útrunninn 10. þ. m., og höfðu
þá tveir sótt um stöðuna: Axel
Benediktsson, skólastjóri Gagn-
fræðaskóla Húsavíkur, og Jóhann
Frímann, yfirkennari við Gagn-
fræðaskólann hér.
Kennslumálaráðherra, Bjarni
BenediktSson, veitir stöðuna.
Stórviðburður í íþróttal fi
'bæjarins.
Heimsókn hins fræga knatt-
spyrnuliðs frá Akranesi, var stór
viðburður í íþróttalífi bæjarins.
Fjöldi áhorfenda var báða dag-
ana, og er það nýlunda hér, að
knattspyrnukappleikur hafi slikt
aðdráttarafl. Meðal annarra gesta
voru Mývetningar og Húsvíkingar
liðið væri betra. Þó verður að
telja sigur Akurnesinga, með þeim
markamun, er varð, eftir atvikum
réttlátan.
Góðir leikir.
Leikur Akurnesinganna var oft
stórglæsilegur og knattmeðferð og
staðsetning með ágætum. Duldist
engum, að hér voru ekki neinir
Treg síldveiði í s.l. viku
- glæðist fyrir
Austurlandi
í s.l. viku var mjög treg síldveiði
og hættu mörg skip veiðum, einkum
sunnlcnzk skip. Alls komu á land
um 7 þús. tunnur. Er heildaraflinn
nú aðeins meiri en á sama tíma í
fyrra. Hæstu skip eru enn Snæfell,
með 4981 tunnu, og Jörundur, með
4677 tunnur.
I fyrrinótt var allveruleg síldveiði
fyrir Austurlandi og fengu miirg
skip góðan afla, þar á meðal mörg
norðlenzk skip, svo sem Snæfell,
Jörundur, Von, Vörður og Akra-
borg o.fl. Heildarafli var á laugar-
dagskviild 161.369 tunnur og 22.018
mál, auk þess 9.447 tunnur í fryst-
ingu.
Ríkharður Jónsson,
fyrirliði Akurnesinga.
og fólk úr nágrannasveitum bæjar-
ins. Veður var ágætt báða dagana.
Fyrri daginn sólskin og hæg haf-
gola, en siðari daginn rakt veður,
en kyrrt og hlýtt.
Báðir voru leikirnir mjög
skemmtilegir frá upphafi til enda,
og mátti oft ekki á milli sjá, hvort
Ragnar Sigtryggsson,
i'yrirliði Akureyringa.
viðvaningar á ferð. Kom það að
vísu engum á óvart, svo mikla
frægð og verðuga hefur þetta lið
hlotið á undanförnum árum. Var
líka margt hægt af því að læra,
bæði fyrir þá, er þreyttu við þá
leikina, og eins hina, er áhuga hafa
Framhald á 7. síðu).
ann hér, og síðan á Húsmæðra-
skólanh á Isafirði.
Fégurðardrcttningarkjörið fór
fram í Tivoli í Reykjavík á sunnu-
dagskvöldið, en úrslitin voru birt
í fyrrakvöld. Hlaut Ama yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða. Hér í bæ
Fyrsti farnnrfiim far-
inr! til Grænlands
Nýlega kom hér norska íshafs-
skipið Nordbjörn og lestaði uin
400 tonn af varningi til Meistara-
víkur á Austur-Grænlandi. Nú í
vikunni er von á hinu fræga ísliafs-
skipi Kista Dan, og man það lesta
um 1000 tonn af þeim'varningí,
sem hér bíður ílutnings. Alls munu
4-5 skip sigla héðan til Grænlands.
Talið frá vinslri: Lið Akurnesinga: Jón Leósson, Sveinn Bcnediktsson, Kristinn Gunnlaugsson, Ólafur Magnússon, Sveinn Teits-
son, Pétur Georgsson. Þórður Jónsson, Halldór Sigurbjörnsson, Þórður Þórðarson, Hilmar Hálfdánsscn og Ríkharður Jónsson. —
Lió Akureyringa: Ragnar Sigtryggsscn, Einar Helgason, Arngrímur Kristjánsson, Tryggvi Gestsson, Guðmundur Guðmundsson,
Tryggvi Geargsson, Haukur Jaltobsson, Hermann Sigtr.vggsson, Siguróli Sigurðsson, Baldur Árnason og Björn Ólsen.