Dagur - 17.08.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 17.08.1955, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 17. ágúst 1955 Litið yfir farinn veg í dýrtíðarmálum STJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS hef- ur nýlega birt boSskap um dýrtíðar- og kaupgjalds- mál. I erindi þessu er beinlínis um það rætt, að vinnufriði í landi hér sé hætt, og kjaradeilur lik- lega í uppsiglingu. Menn minnast þess, er þeir lesa þetta, að enn eru aðeins fáir mánuðir liðnir frá stóra verkfallinu í vor, sem átti að rétta hlut launa- stéttanna. Forustumenn Alþýðusambandsins, og þó einkum pólitískir forsvarsmenn nokkurs hluta launa- stéttanna, fögnuðu þá sigri. Áhorfendur, og raunar margir þátttakendur líka, óttuðust að fagnað væri Pyrrhosarsigri, og mundi eftirleikurinn verða erfið- ur. Tilkynning Alþýðusambandsins, sem birt var nú i vikunni sýnir, að ekki var þessi ótti ástæðulaus. Er svo að sjá, sem ýmsum þyki nú fremur hafa miðað aftur á bak heldur en nokkuð á leið í bar- áttunni fyrir betri lífskjörum. Og vist mun launa- mönnum þykja uppskeran frá í vor fremur létt í lófa nú, er haustdagar nálgast. Forustumenn Al- þýðusambandsins kenna um ríkisstjórn og fyrir- tækjum, sem hækkað hafa verð á vörum. Og það var svo sem auðvitað, að öll ógæfa mundi þeim að kenna, er að því kæmi að skýra það fyrirbæri, að einhliða kauphækkun án samræmis við fram- leiðslumagn og markaðsverð, er engan veginn trygging fyrir raunverulegum kjarabótum. Á þetta var marg sinnis bent í vor, en viðvörunarorðin drukkuðu í gný sigurfagnaðar og áróðurs. Nú er hljóðnað á því sviði, og staðreyndirnar sem óðast að stíga fram. HÉR ER EKKI VERIÐ að halda því fram, að launahækanir standi undir öllum verðhækkunum. Vafalaust hafa ýmsir aðilar stigið feti framar í því efni en réttlátt er. En hitt er fjarstæðukennt skraf, sem segir í tilkynningu Alþýðusambandsins, að „vinnulaun flestra fyrirtækja“ séu aðeins „lítill hluti af sameiginlegum reksturskostnaði þeirra“. I okkar þjóðfélagi eru vinnulaun mikill hluti af reksturskostnaði og við þeim verður ekki hróflað án þess að það hafi veruleg áhrif á allt verðlag í landinu. Það er illt verk, að villa almenningi sýn í þessum efnum, eins og Alþýðusambandsstjórnin . gerir í tilkynningu sinni, er hún fullyrðir að kaup- ■ hækkunin í vor þurfi ekki að hafa nema mjög smávægileg áhrif á verðlagið. Sannleikurinn er, að I. úrslit verkfallsins, sem voru fengin með valdbeit- ■ ingu en ekki skynsamlegum samningum, urðu til þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum og hleypa af stað þeiri dýrtíðarskriðu, sem við sjáum enn ekki fyrir endann á. Og þegar losnaði um verð- lagsmálin fór auðvitað svo, að ýmsum aðilum tókst að gera hin nýju viðhorf að féþúfu og fleyta hærri verðhækkunum sér til handa ofan á ólgusjóum þverrandi verðgildis krónunnar, en réttlátt var og skynsamlegt fyrir þjóðfélagið. Við slíku mátti alltaf , búast í þjóðfélagi, sem ekki getur státað af meiri hollustu stéttanna við heildina en okkur er fært. E. t. v. hefði verið hægt að halda jafnvægi með kauphækkun til handa verkamönnum. En af póli- tískum ástæðum var eitt látið yfir alla ganga. Há- launaðar stéttir fengu fleiri krónur í hendur. Út- koman varð allsherjar kauphækkun um land allt. Af því súpum við seyðið nú, og er þó hvergi nærri séð fyrir endann á þeim málum enn. Er og vísast, að þeir aðilar, sem frakkast töluðu um hærra kaup, láti sem þeim komi það allsendis á óvart nú í haust, er bændur samræma verð- lag landbúnaðarafurða þeim tíð- indum, sem þegar eru orðin fyrir löngu í verðlagsmálum þjóðfélags- ins í heild. ÁSTANDIÐ í EFNAHAGS- MALUM íslendinga nú, mó vera áhyggjuefni öllum þjóðhollum mönnum. En hvemig er hægt að búast við góðu, þegar kommúnist- ar móta stefnuna í kaupgjaldsmál- um og knýja fram einhliða krónu- hækkun kaupgjalds í pólitiskum sviftingum, en brasksjónarmið Sjálfstæðisflokksins eru áhrifa- mest á hinu leitinu. Ástandið i dag ber svipmót þessara tveggja aðila. Því er haldið að landsfólk- inu að kaupgjald sé aðeins smá- vægilegur þáttur framleiðslukostn- aðar, og þetta viðhorf mótar kaup- gjaldsbaráttuna. Hins vegar fá gróðabrallsmenn að leika lausum hala undir verndarhendi Sjálf- stæðisflokksins. Árangurinn er líka hin mesta óvissa í efnahags- málunum, fyrirsjáanleg vandræði í rikisbúskapnum, og hótun um nýtt verkfall innan tiðar. Og sjón- armiðin til hægri og vinstri teygja þjóðfélagið út á yztu brún gjald- þrots. Viðreisnar er ekki að vænta, fyrr en þriðja aflið — frjálslynt og ábyrgt lýðræðissinnað fólk, — tekur í taumana. Vegvísar og nafnspjöld. Jóhannes Oli Sænnmdsson skrifar blaðinu: í BORGUM og kaupstöðum eru hús yfirleitt tölusett, torgum og strætttni gefin ákveðin nöfn og hvort tveggja fest upp á húsin á áberandi stöðum. Munu allir kann- ast við, hve þetta er nauðsynleg fyr- irgreiðsla. Eftir að uppliléyptir vegir fóru að teygja sig út um dali og strend- nr, voru reistir vegvísar á mótum aðalleiða. H'elZt sá liáttur nokkuð, einkum við þjóðvegi, og er hin þarfasta sjálfs-afgreiðsla á leiðbein- ingum, vegfarendum til handa. Einstakir bændur og húsráðcnd- ur hafa lagt svo hárréttan skilning. í þessa nýbreytni, að þeir hafa látið gjiira nafnspjöld og fest upp við túnhliðiþ. Aðrir hafa letrað bæja- uöfnin á framhlið húsa sintia og fá- einir látið gjöra sér vegvísa og kom- i'ð þeim lyrir við enda lieimveg- anna. Márgir'líafa þó annað hvort ekki komið auka á gilcli þessara hluta eða látið framkvæmdir drag- ast, því að enn er algengast, að ekk- ert sé gjört í þessa átt — því miður. Þégar menn ferðast um byggðir landsins, mega því hinir fróðleiks- fúsu vera sí-spyrjandi samferða- menn og ökustjóra, einkum um nöfn á þeim bæjum, sem fram hjá er farið. Er það — eins og gengur — misvel séð, og svo stundum allir ó- kunnugir á staðnum. HÉR ER EKKI um stórt átak að ræða, þó að annað livort yrði fram- kvæmt, nafnsetning á þau liús og bæi, sem standa nærri vegum, eða vegvísir við heimvegi þeirra heiin- ila, sem lengra eru frá. Eins og sjá má annars staðar í þessu blaði, er mjög auðvelt að fá þetta gjört, og kostar ekki mikið. Kaupfélag Ey- firðinga (Járn- og glervörudeildin) býður upp á ágæta fyrirgreiðslu um þetta mál. Þar liggja frammi sýnis- horn nafnskjalda, og verzlunin mun gera sér iar um að afgreiðslan taki stuttan tíma. Nú þætti mér ekki ó- líklegt, að margir yrðu skjótir til framkvæmda, þegar bent hefur ver- ið léttfæra leið og vakin athygli á málefninu. Ættu menn nú hreint og beint að kepjiast um þetta. Slíkt væri myndarskapur, samboðinn ís- lenzku sveitafólki og framkvæmd- um þess, sem yfirleitt eru ekki að verða neitt við neglur skornar. Það, sent hér um ræðir, nálgast líka :tð vera gestrisni gagnvart ferðamönn-, um, og vissulega hefur ekki þurft að áminna íslendinga um það, því að orð fer af henni, svo sem kunnugt er. HVERNIG væri svo að fara í sveitakeppni um vegvísana og nafn- sjjjöldin? Ég vildi gjarnan mega leggja til, að það yrði reynt, t. d. hér á félagssvæði KEA. Dagur er vafalaust fús til að birta ujijrlýsing- ar um slíkt, og ég er reiðubúinn að safna þeim. Til að byrja mcð mætti birta tölur uni ástandið, cins og það er, skijit eftir sveitum cða hrejjputn. Enn fremur væru þeir, sem þegar hafa komið ujij) hjá sér vegvísi eða sett upj) nafnspjald, vel j)ess verðir að birt væri skrá yfir ])á hér í blað- inu, og fyrirhafnarlítið er að fá fram heildartölur hreppanna og birta þær. Skal ekki standa á því, ef kej)j)nin fer af stað. Ég vil svo að lokum minna aftur á auglýsingu IvEA hér í blaðinu og skora á menn að bregðast vel við. - Félag presta (Framliald af 8. siðu). bandi við hann Sr. Benjamín Kristjánsson, er talaði um lífið i göinlu latinuskólunum, sérstaklega, um lifið i Skúlliollsskóla. Var ])að gagnfróðlegt. — Séra Páll Þorleils- son fluttu erindi urn fermingar- undirbúningimi. — Kl. 2 var messað i dómkirkjunni. Fyrir altari þjón- aði séra Sigurður Stefánsson j)ró- fastur á Möðruvöllum, j)rédikun flutti jrrófastur séra Þorsteinn B. Gíslason í Steinnesi. Var guðsj)jón- ustan íögur og áhrifarík og fjöl- sótt. Enn sannaðist það, sem Matt- liías kvað: „Fólkið jiusti heim að Hólum“. — Eftir messu hlýddu kirkjugestir á erindi séra Páls Þor- leifssonar um fermingarundirbún- inginn, sem var bráðsnjallt. Enn- fremur las Vald. V. Snævarr fyrrum skólastjóri, er sat fundinn í boði félagsins, sálma eftir sig, þýdda og frumorta. — Fyrir gistingu og beina sáu skólastjórahjónin á Hólum með sérstökum myndarskap og alúð, enda leið mönnum hið bezta á allan hátt. — Að kveldi lyrra fundardags- ins (13.) þágu fundarmenn kaffiboð prestshjónanna á Hólum, séra Björns Björnssonar og frúar hans Emmu Hansen. Sátu menn þar lengi i góðum fagnaði og við rausnarlegar veitingar. — Fullyrða má, að fundurinn hafi tekizt með ágætum. Málin voru rædd af áhuga og í bróðurlegum einingaranda. Biskupsstóll að nýju á Hólum? Allir vildu veg Hóla sem mestao. Norðlendingar vilja mjög ógjarnan láta sinn gamla biskuþsstól standa auðan lengur en til 1963. Það mun almennur áhugi íyrir því, að fá biskuj) í Norðle.ndingafjórðung, með fullu biskupsvaldi, sem allra fyrst. — Þess skal að lokum getið, að fundur j)essi konfst á fyrir mjög ötula forgöngu jtrófastanna séra Helga Konráðssonar og séra Sig- urðar Stefánssonar. Ber þeim mik- ið jrakklæti fyrir forgönguna. Sambúðin við tengdamömmu VARLA getur j)að verið ástæðulaust með öllu, live margar meira og minna hlægilegar og háðskar sögur eru jafnan á gangi j)ar sem „tengdamamma" er aðal- persónan. Enda jafnan fyæir hendi einhver skilnings- og samúðarskortur í milli eldii og ýngri kvnslóðar. Þetta kcniur þó l'rekast í Ijós, er báðar eiga að búa undir sama jiaki. í luisnæðisvandræðunum, sem herjað hala flest lönd Vestur-Evrópu eltir styrjiildina, og þar á meðal okkar land, — liefur þetta komið greinilega í ljós. Það er j)ví engan veginn út í hött, að nett sé um möguleika á betri sambúð eldri og yngri kynslóðar, þegar atvikin haga því svo, að báðar þurfa að búa í sama húsi eða jafnvel sömu íbúð. Algengast mun vera, að móðir ílytur tií sonar og tengdadótlur. Það er nú einu sinni sv.o, að konur virðast vera langlífari en karlmenn, og algengara niun \era, að móðir en faðir búi hjá syni og tengdadóttur. Til j)ess að tilveran verði nokkurh "veglfltr bærilég, ])arf sambúin að ganga árekstralítið eða árekstralaust. Og hvernig á að fara að j)ví? . . Frumskilyrði er, að báðir aðilar ’fái notið einkalífs í sem ríkustum mæli. Sé þess kostur, Jrarf tengdamamma að liafa sitt eigið herbergi, helzt mcð s/num eigin hús- gögnum og eigin hlutum. Herbergið þarf að vera svo ])ægilcgt og aðlaðandi, að hún uni sér þar, og hlakki í rauninni til þess að draga sig í hlé Jiangað frá erli heimilisins, bæði j>egar hana sjálla langar til og Jregar gesti ber að garði. Ef unga konan sér um matargerð alla, ler vel á j>ví, að hún leiti ráða hjá eldri konunni og þó einkum, að hún grennslist eítir uppáhaldsréttum hennar og veiti lienni þá ánægju að hafa þá á borðum cndrum og eins. Að spyrja el'dri konu ráða er nærgætn- islegt og líklegt til að skajia vin'samlegt andrúmsloft, jafnvel þótt unga konan þurli í raun og veru ekki á ráðleggingum að halda. EI móðirin hefur lítil sem engin fjárráð og þarf að lá nauðsynlega peninga hjá syni sínum, er nauðsyn- legt, til }>ess að viðhalda hinum góða anda, að hún fái J)á mánaðarlega, og ekki má gleyma henni á hátíðis- dögum, er fjölskyldumeðlimum eru gefnar gjafir. Það er auðmýkjandi að jturfa að biðja um sérhverja smá- uppliæð, og ætti að forða eldri konunni frá því. Þó er ef til vill mest áríðandi, að koma á hentugri verkaskiptingu milli eldri konunnar og þeirrar yngri. Sú eldri má ekki líta svo á, að henni sé algerlega of- aukið. Hins vegar verður hún að skilja, að unga konan vill sjálf stjórna sínu heimili, og ekki þiggja „góð ráð“ nema í hófi. Oft er barnauj)peldi ástæða ósamkomulags. í ]>ví efni gildir j>að' lyrir eldri konuna, að blanda sér ekki í þau mál nema með aðgát og hófsemi. Ilún heftir þegar lokið sínu barnauppeldi. Hlutverk dagsins er í höndum yngri kynslóðarinnar. Lykillinn að góðri sambúð' og friðsamlegu og vin- samlegu andrúmslofti er tijlitssemi, skilningur á mann- legu eSIi. gagnkýæm virðing fyrir einstaklingnum og skoðun hans og lífsvenjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.