Dagur


Dagur - 17.08.1955, Qupperneq 7

Dagur - 17.08.1955, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 17. ágúst 1955 D A G U R 7 Knattspyrnukeppni Akureyringa og Akurnesinga (Framhald af 1. síðu). á þessari íþrótt. Það sem ein- kenndi mest leik Akurnesinganna var kunnáttan. Akureyringar stóðu sig vel. Akureyringar stóðu sig miklu betur en margir þorðu að vona. Sýndu þeir einnig snjallan leik, og sem einstaklingar voru þeir fylli- lega sambærilegir hinum góðu gestum en voru ekki eins sterkir sem heild. Vantar þá sýnilega keppnisþjálfun, en efniviðurinn er ágætur. Því miður hefur æfing verið x molum, meira en skyldi, á undanförnum árum. En í vetur æfðu margir knattspyrnumenn af kappi og að staðaldri, og er frammistaða Akureyringanna sjálf- sagt að nokkru leyti þeirri þjálfun að þakka. Eftir þessa tvo leiki hafa Akureyringar sýnt, að þá vantar aðeins herzlumuninn til að standast samanburð við glæsi- legasta knattspyrnulið landsins. Báðir leikirnir fóru vel og prúð- mannlega fram, en þó var meiri harka í síðari leiknum, og dómar- inn þurfti oftar að grípa til flaut- unnar. Dómari í fyrri leiknum var Rafn Hjaltalin, Akureyri. Dómari i síðari leiknum var Guðjón Einarsson, Reykjavík. Góð aðstaða — skemmtilegir andstæðingar. Dagur hitti að máli fararstjóra Akurnesinganna Guðmuixd Svein- björnsson. Kvað hann þá félaga mjög ánægða með komuna hingað. Móttökur hefðu verið frábærar, og keppnin skémmtifeg og sigur- inn raunar harðsóttari en menn hefðu ætlað. Sannleikurinn væri sá, sagði Guðmundur, að úrvalslið Akureyringa væri ágætt knatt- spyrnulið, og í því ágætir leik- menn. Það sem hér skortir að hans áliti er góður þjálfari, sem gæti verið með liðinu nokkuð langan tíma. Guðmundur taldi að úrvals- lið Akureyrar hefði mikla mögu- leika á að keppa við sunnlenzku félögin yfirleitt, með líkindum fyr- ir sigri. Hefði orðið mikil framför í knattspyrnu hér síðan Akurnes- ingar komu hér síðast, fyrir ein- um 2 árum. Þá þótti komumönn- um grasvöllurinn nýji mjög góð- ur og aðstaðan þar í alla staði ánægjuleg. Akureyringar í „pressuliði“. Dagur hitti og að máli Guðjón Einarsson knattspyrnudómara úr Reykjavík, er dæmdi seinni leik- inn. Fór hann mjög lofsamlegum orðum um knattspyrnulið Akur- eyringa og taldi líklegt að það næði ágætum árangri í keppni út á við, ef það mætti njóta leiðsögu góðs þjálfara um sinn. Einstak- lingarnir væru góðir, sumir af- bragðs góðir, en heildarmyndin væri síður samræmd, einkum sóknarlínan. Guðjón taldi líklegt, að þrír Akureyringar yrðu valdir í „pressuliðið“ svonefnda, en það er úrvalslið, sem blaðamenn velja til að keppa við landsliðið. Eru það þeir Haukur Jakobsson, Arn- grímur Kristjánsson og Ragnar Sigtryggsson. Hefur þessi tillaga nú verið samþykkt, og keppa þeir með pressuliðinu annað kvöld. Uppörvun tyfir knattspyrnu- íþróttina. ::£& Koma Akúrnesinga hefur orðið til þess að ;Vekja athygli bæjar- manna og aiinarra á því, að hér er til knattspýfriulið, sem mikils má af vænta efc því er sómi sýndur. Frammistaðá" Akureyrarpiltanna í keppninni við hið þjóðkunna lið Akurnesinga, var þeim til sóma. Ljóst er, að-fái þeir þá leiðsögu, er þeir þurfa, og hæfilega reynslu i keppni, má-triikils af þeim vænta. Næsta eldraun Akureyringa verður úrslitaleikur í II. deild landskeppninnar. Leika þeir þá við Suðurnesjamenn. Sigri Akur- eyringar .í ‘ þeim leik, flyzt liðið upp í I. deild og tekur þátt í næsta íslandsmótil ÞtffeRKAÐIR: '■■-ijXtt*'' £3» Rúsínur með Ateinum og án Sveskjur nteð steinum og án Epli ,, . A p'<. og 1. vigt Aprikósur Döðlur með syieinmn og án Blandaðir í lausri vigt 'Í3SÍ7 Kúrenur-Succot ■ NIBLiRSOÐNIR: . Perur Ferskjur Aprikosur * -'JSifcÚSísrt Jarðaber Kirsuber Appelsínur væntanlAgar á næstunni Vöroliúsið h.f. Tapað * Hvítur poki með óhreinum þvotti hcftir tapnzt, merktur H, frá Ðagheimilinu Pálm- holti. Poki þessi var skilinn eftir yzt við. Hclgamagrastræti en hvarf þaðan aðfaranótt s.l. laugardagsf. Sá, scm pokann tók, skili htmum til Elinborg- ar Jónsdómir, Munkaþverár- stræti 3 8'f eða geri henni að- vart í símaiíí932. Gregory heitir á Degi barct nú í vikunni bréf úr pósti, er hafði að geyma 200 kr. áheit á Strandarkirkju. Aurun- um fylgdi svohljóðandi bréf: „Blaðið er vinsamlega beðið að koma hjálögðum kr. 200.00 til skila, sem eru göiuul og ný áheit á Strandarkirkju. Með kveðju frá Gregory.“ SAE 10-30 EIN ÞYKKT, ER KEMUR í STAÐ OLÍUFÉLAGIÐ H.F. Söluumboð í Olíusöludeild KEA Sími 1860 og 1100. Góður jeppi vel með farinn til sölu. Afgr. vísar á. Ferðamenn athugið! Laus sæti verða í nýjum bíl til Austurlands n.k. fimmtu dag. — Upplýsingar í Sima 15S9 Gæsadúnn (1. fl. yfirsængurdúnn) Hálfdúnn Fiður Dúnhelt léreft Fiðurhelt léreft Lakaléreft, damask * Vatterað fóður í úlp- ur, saumið sjálf # Storez-efni, margar breiddir Sendum gegn póst- kröíu um land allt. Verzl. Eyjafjörður h.f. Messað í Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn kemur. Sálmarnir eru sem hér segir: Nr. 14, 384, 139, 314 og 131. — P. S. Guðsþjónustur í Grundarþinga prestakalli. Kaupangi, sunnudag- inn 21. ágúst kl. 2 e. h. Hjúskapur. S.I. föstudag voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju, ungfrú Margrét Guðrún Lútersdóttir og Hörður Magnússon, iðnaðarm. Heimili þeirra er að Laugarnesvegi 41 Reykjavík. Fanney Friðriksdóttir fj'rrum húsfreyja á Ytri-Tjörnum í Öngulsstaðahreppi andaðist. á Sjúkrahxisinu á Akureyri 13. þ. m. eftir stutta legu, 74 ára að aldri. Fanney var kona Kristjáns Benjam'nssonar fyrrum hrepp- stj. og bónda á Ytri-Tjörnum og móðir þeirra prestanna Benja- míns og Bjartmars Kristjánssona og þeirra mörgu systkina; merk kona og mikilhæf. Kvenfélagið Hl.'f hefur hugsað sér að fara í skemmtiferð 28 þ. m. vestur í Fljót, ef veður leyfir og nægileg þátttaka fæst. Gjörið svo vel og hringið í s'ma 1532 og 2174. — Fei’ðanefndin. Hallgrímur Jónsson, járnsmið- ur biður þess getið að hann treysti sér ekki að svíða svið fyrir Pétur og Pál í haust. Þakk- ar hann ennfremur fyrir gömul viðskipti. Hjúskapur. 17. fyrra mánaðar voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju af séra Krist- jáni Róbertssyni, ungfrú Agnes Guðný Haraldsdóttr, Sigurgeirs- sonar og Ólafur Bjarki, Ragnar-s- son, verzlunarmaður, Reykjavik. Heimili þeirra er. að Háteigsveg 46, Reykjavík. Á s.l. ári lánaði ísl.-ameríska félagið straumbreyti og skugga- myndavél út í héx-aðið, og hefur hvoi-ugu veiúð skilað. Eru það eindi’egin tilmæli, að þeir, sem hafa þessa hluti með höndum, skili þeim tafarlaust. Enn er klukkan í kirkjxmni í ólagi. Er hvort tveggja, að hljóma vantar í lagið (ein klukkan er ekki með) og stundarfjórðungslagið er vit- laust. Hvimleitt er, þegar klukkan er í ólagi og þyrfti að fylgjast með því að hún sé ckki vitlaus marga daga í senn. Þeg- ar þetta er ritað hefur hún ver- ið með því lagi vikut.’ma og er það óviðunandi. Samkvæmt auglýsingu í blað- inu í dag hefur Járn og gler- vörudeild KEA umboð fyrir Skiltagei-ðina í Reykjavík og ■geta bændur og aðrir snúið sér þangað með pantanir sínar. Nýlega var úthlutað 25.000 kr. styrktarfé úr Menningar- og minn- ingarsjóði kvenna. Hlutu 39 konur styrki, þar á meðal þessar úr Norð- lendingafjórðungi: Arnheiður Sig- urðardóttir, S.-Þing., til náms í ísl. fræðum kr. 1 þús., Guðrún A. Kristinsdóttir, Akureyri, píanó- leikur, 1500 kr., Kristín Jónsdótt- ir, Eyjafjarðars., listiðnaður 1 þús., Sigrún Brynjólfsdóttir, Akureyri, sálar- og uppeldisfræði, kr. 1500. Er kaupandi að íbúð 2—3 herbergja, helzt í nýju eða nýlegu húsi, einbýlishús kemur einn- io til greina. Afgr. vísar á. Kaupið minningarspjöld Elli- heimilissjóðs Akureyrar. Fást í Verzl. Skemman, Akureyri. Kvöldferð í kvöld írá Ferða skrifstofunni austur að Reykjum. Farið vex-ður kl. 6. í gær bárust ljósmyndasafni eyfirzkra sveita, sem KEA safn- ar til, ágætar gjafir frá Jónasi Rafnar yfirlækni. Voru það 4 ljós- myndir af gömlum eyfirzkum sveitabæjum: Tjömum, Villingadal Saurbæ í Saurbæjarhreppi og Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi. Enn fremur af Hálsi x Fnjóskadal. Þrjár myndanna tók þýzki fræði- maðurinn Erkes árið 1913, er hann var hér á ferð. Munu þær hvergi til nxx annars staðar. A þeim tíma voru torfbæir á öllum þessum stöðum, og eru þeir rxú allir horfn- ir fyrir löngu. Væntanlega feta Eyfirðingar í spor yfirlæknisins, og aðgæta, hvort þeir eiga ekki gamlar myndir, sem bezt eru komnar á safni vegna framtíðar- innar. Bæjarstjórn hafnaði tillögu bygginganefndar, er frá var sagt í síðasta tbl., um að leyfa Bifreiða- stöð Oddeyrar að byggja stöðvar- hús á uppfyllingu sunnan Strand- götu. Var till. felld með 6 atkv. gegn 5. Eru húsnæðismál stöðvar- innar því enn óleyst. Nýja-Bíó hefur að undanförnu sýnt hina frægu mynd Chaplins: Modern Times. A næstunni sýnir Nýja-Bíó fræga ítalska kvikmynd: Róm kl. 11. Eru þar að verki ágætur kvikmyndastjóri, de Santis, og afbragðshöfundur, Zavattini, sá hinn sami, er gerði kvikmynda- handritið að myndinni „Reiðhjóla- þjófurinn", sem pijög er fræg. Nýja-Bíó sýnir og um þessar mundir amerísku myndina Niagara og leikur Marilyn Monroe aðal- hlutverkið. Skjaldborgarb.'ó hefur haft nokkrar sýningar á hinni ágætu mynd „The Importance of being Earnest“, en aðsókn hefur verið mjög lítil. Er illt til þess að vita, að úrvalsmyndir eru svo illa sóttar. íþróttabandalag Akureyrar og. Ungmennasamb. Kjalarness keppa í frjálsíþróttum og handknattleik kvenna um næstu helgi. Iþrótta- fólkið héðan heldur suður á laug- ardagsmorguninn kemur. Keppnin fer fram við Hlégarð á sunnudag. Héðan mun fara 20—25 manna hópur. 80 ára í gær í gær varð 80 ára Kristján Krist- jánsson, fyrrum bóndi á Kambs- stöðum og Birningsstöðum og s ðar símavcrkstjóri, faðir Krist- jáns förstjóra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.