Dagur - 28.09.1955, Side 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 28. sept. 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
og á laugardögum þegar ástæða þykir til.
Gjalddagi er 1. júli.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Með asklok fyrir himin
og pening fyrir augum
BLÖÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, sem við
hátíðleg tækifæri segjast vera fylgjandi „réttri
kaupfélagsstefnu", gera um þessar mundir saman-
burð á skattgreiðslum samvinnufélaga og opinber-
um gjöldum gróðafélaga einstaklinga, alveg eins og
um væri að ræða sams konar og sambærileg fyrir-
tæki. Eðlismunur frjáls og opins samvinnufélags al-
mennings, og lokaðs hlutafélags gróðamanna, er
þurrkaður út með einum pennadrætti, og síðan
sungið hástemmt um skattfríðindi samvinnufélaga,
rétt eins og það sé einsdæmi á jarðkúlunni, að sér-
ákvæði gildi um opinbera skattheimtu af sam-
vinnurekstri, sniðin eftir eðli hans og starfsháttum.
Þessi vininubrögð lýsa því raunar fullvel, hvert er
raunverulegt viðhorf málsvara Sjálfstæðisflokksins
til samvinnustefnunnar. Væri það líka með ólíkind-
um, ef þjóðfélagsstefna samvinnumanna ætti fylgi
að fagna meðal auðstéttarinnar í þjóðfélaginu, sem
í öllu markar hina raunverulegu stjórnmálastefnu
Sjálfstæðisflokksins. En til glöggvunar skal á það
minnt, að um allan hinn menntaða heim gilda sér-
ákvæði um skattgreiðslur samvinnufélaga, og í sum-
um löndum mun mildari gagnvart samvinnufélögun-
um en er hér á landi. í höfuðvígi einstaklingshyggj-
unnar, Bandaríkjunum, er sérstaða samvinnufélaga
fullkomlega viðurkennd og félögin með öllu undan-
þegin skatti.
BLÖÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS gera þó
betur en draga í sama dilk samvinnufélög og hluta-
félög einstaklinga. Upp á síðkastið er markvisst
reynt að koma „auðhrings“-nafni á allsherjarsam-
tök samvinnufélaganna í landinu. Þessi fjarstæðu-
kennda nafngift mun eiga að þjóna sama tilgangi
og blekkingaskrifin um skattamálin: Rugla skilning
manna á hugtökum og orðum, blekkja vitund al-
mennings um þann höfuðmismun, sem er á eðli og
starfsháttum samvinnufélaga og gróðafélaga. Þarna
hafa menn sýnishorn af því, hvað er „rétt kaupfé-
lagsstefna“ í augum forkólfa fésýsluflokksins, sem
kennir sig við sjálfstæði.
LÖGGJAFARÞING allra menningarþjóða hafa
viðurkennt að markmið samvinnufélaga er allt ann-
að en venjulegra gróðafélaga einstaklinga. Hluta-
félag er lokað félag, stofnað til þess að ávaxta og
auka það fé, sem í það er lagt. Gróðanum er skipt
í milli hluthafa í hlutfalli við það fjármagn, er þeir
iiafa lagt fram. Samvinnufélög eru hins vegar al-
menn og opin félög. Markmið þeirra er ekki fjár-
söfnun heldur sparnaður fyrir félagsmennina. Að
sjálfsögðu þurfa samvinnufélög fjármagn til rekst-
urs og framkvæmda. Stofnsjóðir og óskiptilegir
sameignarsjóðir eru rekstrarfé samvinnufélaga.
Stofnsjóðir eru séreign félagsmanna, alveg eins og
sparisjóðisinnstæður eru séreign sparifjáreigenda,
en ekki eigið fé sparisjóðs. Sameignarsjóðir eru
óskiptilegir, og því ólíkir varasjóðum hlutafélaga,
sem falla til útborgunar við félagsslit. Sameignar-
sjóðir kaupfélaga eru opinberir sjóðir sem falla
undir umsjá héraðsstjórna, ef félagsslit verða. Þeir
geta aldrei orðið til að auðga einstaklinga eins og
varasjóðir hlutafélaga. Þeir eru í rauninni almanna-
eign. Til þessara staðreynda er
nokkurt tillit tekið í skattaálögum,
enda væri annað ósamrýmanlegt
réttarvitund siðmenntaðra manna.
Ef löggj'afinn tæki upp háttu Sjálf-
stæðitsflokksblaðanna og gerði
engan mun á samvinnufélagi og
gróðafélagi, væri þar með gerð
raunveruleg skerðing á félagsfrels-
inu í landinu og á tækifærum ein-
staklinganna til þess að taka
höndum saman um velferðarmál
sin og leysa þau í samvinnu. Árás-
ir íhaldsblaðanna á samvinnufé-
lögin vegna skattamála eru því
um leið árás á félagsfrelsi og raun-
verulegt lýðræði í landinu.
í UMRÆÐUM þeim, sem fram
hafa farið að undanförnu um út-
svarsmál Sambands ísl. samvinnu-
félaga, hefur komið skýrt fram, að
Sjálfstæðisflokkurinn vill engan
veginn afnema skattfríðindi þótt
hann vilji láta skattleggja sam-
vinnufélög almennings til jafns við
gróðafyrirtæki máttarstólpanna. í
síðasta „ísl.“ er t. d. hneykslunar-
pistill út af því, að skipadeild SÍS
skuli ekki greiða há útsvör og aðra
skatta til heimahafna skipanna, en
ekkert minnst á þá staðreynd, að
stærsta skipafélag landsins og
auðugasta fyrirtæki er algerlega
skattfrjálst fyrir atbeina Sjálfstæð-
isflokksins, og er þó um hlutafélag
að ræða. Þá hefur komið í ljós, að
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki
skattleggja innkaupasamband
heildsalanna, sem veltir milljón-
um. Ekki heldur milljónafyrirtæk-
ið Sameinaða verktaka, né heldur
fisksölusambandið SÍF,- Þessi fyr-
irtæki hafa ekki aðra sérstöðu en
þá, að njóta verndar Sjálfstæðis-
flokksins, sem mun ætla sér ríf-
legan stuðning af þeirra hendi í
staðinn.
ÞESSI AFSTAÐA Sjálfstæðis-
flokksins sýnir, að það er ekki
nein réttlætiskennd, sem hvetur
til skattamálakrossferðar Sjálf-
stæðisblaðanna. Ef svo væri,
mundu þessi milljónafyrirtæki ein-
staklinga vissulega ekki sleppa.
Hvatningin er óvild auðstéttarinn-
ar i garð samvinnusamtakanna, og
óttinn við að samvinnumenn muni,
þá tímar Iíða, rjúfa einokunarað-
stöðu Sjálfstæðisforkólfanna á enn
fleiri sviðum, en enn er orðið.
Fyrir aðgerðir samvinnumanna er
einokunaraðstaðan á sviði vá-
trygginga, siglinga og olíusölu rof-
in, og hefur orðið þjóðinni til stór-
felldra hagsbóta, en gróðamenn
þykjast hafa misst spón úr aski
sínum. Krossfarar Sjálfstæðis-
flokksins hafa því asklok fyrir
himin, og gróðamöguleika fyrir
augum. Sú skýring endist til að
skilgreina öll skrifin um skatta-
mál, sem þeir hafa látið frá sér
fara að undanförnu.
Lögin og eftirlitið.
BLÖÐIN hér hafa birt þær
fregnir frá Svíþjóð, að þar sé mik-
ill undirbúningur til að fyrir-
byggja misnqtkun ófengis, er nýj-
ar reglur taka gildi í næsta mán-
uði. En þá lýkur áfengisskömmt-
unartímabilinu í Svíþjóð, sem
lengi hefur staðið. Verða teknir
upp frjálsari hættir, en eftirlit
jafnframt stóraukið. Þessar fregnir
vekja til umhugsunar um ástandið
í áfengismálum hér á landi. Við
búum hér við ýmiss konar lög og
reglur í þessum efnum, en
hvernig er háttað eftirlitinu með
því, að þeim sé hlýtt?
Héraðsbann og leynivínWa.
MÖRGUM mun virðast, að það
eftirlit sé slappt. Hér ríkir t. d.
héraðsbann. Áfengisútsölu ríkisins
var lokað. En er þá víst, að engar
áfengisbúðir af neinu tagi finnist
í bænum? Lög, sem ekki eru hald-
in, eru yfirleitt slæm lög. Og þeg-
ar menn taka upp á því að loka
augunum fyrir hinu raunverulega
ástandi og láta, sem það sé ekki
til, er vandræðunum boðið heim.
BLÖÐIN birtu í vetur myndir
af stórum hlaða af áfengiskössum,
sem biðu afhendingar hér á flug-
vélaafgreiðslunni. Skyldu öll yfir-
völd sannfærð um, að allt það
áfengi — og það, sem síðan hefur
komið — sé ætlað til eigin nota
hjá móttakendum? Og hvernig
skyldi vera samræmið í tekju-
framtali og eyðslu þeirra manna,
sem hafa efni á að panta sér
áfengi í kassavís vikulega að
kalla? Gott væri, ef héraðsbannið
hefði raunverulega bættt ástandið
í áfengismálum hér um slóðir. Og
víst má segja, að það hafi bætt úr
á ýmsa lund, en hefur það þá ekki
fætt af sér aðra ómenningu, leyni-
sölu og lögbrot? Um þau mál er
ekki rætt opinberlega. Á því væri
þörf. Ef við eigum að búa við hér-
aðsbann áfram, þarf að vera
tryggt, eftir því sem föng
eru á, að spilling af því tagi nái
ekki að festa rætur. Til þess þarf
stóraukið eftirlit og til þess þurfa
menn að hætta að loka augunum
fyrir raunveruleikanum og láta,
sem hann sé ekki til.
|
Saga bílstjórans fyrir sunnan.
SPILLING leynivínsölunnar og
lögbrotanna er yfirleitt ekki á
dagskrá í opinberum blöðum. Það
er eins og menn hliðri sér hjá því
að horfast í augu við vandann. En
þó er vandalaust að komast að
kjarnanum, ef menn vilja. Eg ók
nýlega í leigubíl um höfuðborgina.
Bílstjórinn kuríni engin deili á mér
og eg ekki á honum. Af því að við
þurftum að aka talsverða vega-
lengd, og vera tveir saman í bíln-
um um stund, tókust með okkur
samræður um daginn og veginn.
Eg fór þá að spyrja hann um starf-
ið og afkomuna. Hann sagði mér
— og fór ekki dult með — að af-
koman byggðist að verulegu leyti
á leynivínsölu á kvöldin. Kalla
mætti að fast verð væri á áfengi
eftir lokun áfengisbúðarinnar. Það
væri 140 krónur brennivínsflask-
an, og verð á öðrum tegundum til-
svarandi. Og þurfa menn þá ekki
að kosta svo og svo miklu í akstur,
til að sæta þessum kjörum? spurði
eg. En hann neitaði því. Þetta eru
bara eins og hver önnur föst við-
skipti. Maður kemur og þarf að fá
flösku, og hún skiptir um eiganda
fyrir þetta aukagjald. Það er allt
og sumt, sagði bílstjórinn. Þetta
var bara hversdagslegur hlutur, og
ekkert til þess að fara L launkofa
með. Þetta mætti kalla nokkurs
konar þjónustu við almenning. —
Þessi bílstjóri taldi, að þessi fjár-
öflun væri mjög algeng á leigu-
bílastöðvum, og stundaði þau mik-
ill fjöldi manna. Skyldi þetta nú
vera satt? Svo telur almannaróm-
(Framhald á 7. síðu).
Fötin skapa manninn - að nokkru
leyti að minnsta kosti
„Þessi þáttur hér er að vísu ekki ætlaður karl-
mönnum, og eg er heldur ekki herraklæðskeri, en
eigi að síður Ieyfi eg mér að fullyrða: Það er skylda
okkar að líta eftir því, að karlmennirnir okkar (bæði
synir og eiginmaður) séu snyrtilegir og vel útlítandi
þegar þeir koma fram utan heimilis. Eg ætla því, að
drepa hér á nokkur atriði, sem eiginkona og móðir
má gjarnan leggja sér á minni, ef hún vill gæta þess,
að maðurinn eða sonurinn sé út í frá talinn vel
klæddur og snyrtilegur: Hinn vel klæddi maður, sem
stendur undir nafni, er fyrst og fremst hreinlega til
fara. Fötin fara vel, og hann kemur þannig fyrir, að
honum líði vel í fötunum og þau séu honum þægi-
leg. Skór hans eru ævinlega gljáburstaðir, og bera
þess vott, að þeir hafa verið smurðir og pússaðir af
mikilli natni. Hælarnir eru jafnir, og ekki skældir
eða misslitnir. Hálsbindið er vel hnýtt, þannig, að
hnúturinn hylji alveg flibbasamskeytin. Hnúturinn
er ekki stór né laus og spjátrungslegur, heldur hæfi-
lega mikill um sig og þéttur.
KONAN ÞARF að sjá til þess að maðurinn skipti
um nærföt a. m. k. tvisvar í viku, og að hann fari
aldrei svo út úr húsinu að morgni dags, að hann hafi
ekki hreinan vasaklút í brjóstvasanum (fjórbrotinn,
þannig, að um það bil sentímetra breið og jöfn ræma
sjáist upp yfir vasann), og svo hafi hann hreina
klútinn, sem var í brjóstvasanum í gær, í buxnavasan-
um í dag. Þá þarf að fylgjast með því að hann hirði
neglur sínar vel, einkum að þær séu stuttsorfnar;
ne,glur á að sverfa með þjöl en ekki klippa. Venjið
hann af því að nota naglasköfu úr járni. Slíkt verk-
færi eyðir smátt og smátt útbúnaði náttúrunnar
sjálfrar til að varna óhreinindum að setjast undir
neglur. Stífur naglabursti er oftast alveg nægilegt
hreinlætistæki. 7; :
Ef hár vaxa í hlust og nösum — og það ágerist of
með aldrinum — þá á að leiða athygli mannsins að
því og benda honum á, að láta rakarann sinn klippa
þau. Slík hár má ekki slíta upp — það getur valdið
ígerð og hefur hættu í för með sér.
EF SKEGGVÖXTUR er mikill, er eina ráðið til
að líta sómasamlega út að hann raki sig tvisvar á
dag, a. m. k. þá daga, sem hann ætlar út að kvöldlagi.
Það má gjarnan minna hann á, að maður, sem lætur
undir höfuð leggjast að raka sig á morgnana, er
ámóta og konan, sem ekki snyrtir andlit sitt fyrr en
kemur langt fram á dag. Hinn velklæddi maður á
aldrei að láta hár sitt vaxa svo lengi, að það veki
eftirtekt er'hann er nýklipptur... . Nýpressuð föt
líta vel út, en föt slitna illa á of tíðri pressun. Hent-
ugara er að skipta oft um föt, og til þess að föt haldi
brotum, er nauðsynlegt að hengja þau upp á herðatré
um leið og maður fer úr þeim, áður en hitinn frá
líkamanum er allur rokinn úr þeim. Sama gildir um
skófatnað. I skó á að setja klossa um leið og maður
fer úr þeim. Þannig halda þeir bezt lagi sínu og
áferð.
HIRÐULEYSI í klæðaburði og óhirða í daglegu
lífi og starfi, fer oft saman. Gætið þess vegna vel að
því, að maðurinn yðar sé snyrtilega klæddur, ekki
aðeins á tyllidiögum heldur alla daga. Minnið hann
á gildi þess að koma vel fyrir, án þess að vera pjatt-
aður eða leggja sér til gæjastíl. Vel klæddur maður
hefur sjálfstraust og aukinn þrótt til starfa. . . . “
-------------------------o----- (Þýtt).
FISKBEIN í HÁLSI.
Við borðum mikið af liski hér á landi, og er það vel,
því að fiskur er góð fæða og okkur Iientug. Fiskbcin
eru varasöm og liafa orðið mörgum til óþæginda, jafn-
vel heilsutjóns. Er þörf á að fara varlega. En fari svo,
að fiskbein festist í liálsi manns, er þetta gott ráð, segir
í erlendu blaði: Menn verða að reyna að vera rólegir
og láta ekki liræðslu grípa sig. Ef beinið losnar ekki
sjálíkrafa að kalla, er eitt bezta ráðið að súpa úr hráu
eggi. Reynist það oft vel til að losa bein úr hálsi.