Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 6

Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 6
6 Miðvikudaginn 21. desember 1955 D A G U R Þegar Sólfaxi kom. SKAMMDEGISMYRKUR norð- lægra slóða grúfir yfir landi og þjóð og leggst með nokkrum þunga á ýmsa forráðamenn þessa bæjar, ekki síður en aðra. Hver tilbreyting er því kærkomin. Þess hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu að hinn glitfexiti loftfákur Flugjiélags ís- lands brygði sér norður yfir fjöll og vígði nýlengdan flugvöll við Akureyri. Var nokkurrar viðhafnar vænzt, í tilefni þess að ný um- ferðaljós hafa leyst hin eldri og frumstæðari af hólmi og flugbraut- in orðin 1400 metra löng eða 400 metrum lengri en á svipuðum tíma í fyrra, þegar völlurinn var vígður. Akureyrarflugvöllur er nú hæf- ari en áður að gegna þýðingar- miklu hlutverki í flugmálunum. — Þessa áfanga skyldi minnzt um leið og fyrsta, stóra, fjögurra hreyfla flugvél Flugfélagsins, snerti akureyrska grund í fyrsta sinn. A föstudagskvöldið, þegar klukk- an hallaði að 8 og reglusamir bæj- arbúar höfðu snætt kvöldverðinn og bjuggust við að hlýða á fréttir útvarpsins, var Sólfaxi þegar setzt- ur á Akureyrarflugvelli, undir ör- uggri stjórn Jóhannesar Snorrason- ar yfirflugstjóra. Farþegar og áhöfn voru boðsgestir Flugfélags- ins norður, hinn fríðasti hópur. Má þar fyrst nefna fiugmálaráðherrann Ingólf Jónsson og þá aðra forystu- og trúnaðarmenn flugmálanna í landinu að ógleymdum blaða- og fréttamönnum. A meðan boðsgestir óku til bæj- arins var bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaðar í miklum önnum. Hún hafði boðið gestunum til veizlu að Hótel KEA. Er slíkt erfitt starf þeim, er aldrei hafa komizt yfir byrjunarörðugleika þess vanda, sem jafna hvílir á gestgjöfum. Hið auðveldasta í þessum margþætta vanda, er hin tölulega hlið, þegar frá er talið væntanlegt uppgjör. Pantaði bæjarstjórn veizlukost handa farþegum Sólfaxa, sam- kvæmt uppgefinni tölu, að sjálfum sér viðbættum, en þjónar töldu diska og glös eftir þeirri tilvísun. Samþykkt bæjarráðs! BRÁTT stóðu boðsgestir á hó- teltröppunum og var boðið í fagn- aðinn. Var svo setzt að hlöðnum borðum. Hinum góðu gestum, ekki sízt þeim er sérlega bera hag Flug- félagsins, öðru fremur, fyrir brjósti, þótti skarð fyrir skildi, þar sem blaðamönnum á Akureyri var ekki boðið. Komust gestgjafarnir í óvænta og erfiða aðstöðu, því að bæjar- ráð hafði samþykkt að útiloka blaða- og fréttamenn frá hátíð þessari. Mun þeim þó á þessari stundu hafa skilizt yfirsjón sín, því að góður maður greip símann og hringdi til blaðanna og bauð þeim til kvöldverðar og lét þess getið, að hafa þyrfti hraðann á, því að hnífar og gafflar væru þegar á lofti. Ekki voru þó forráðamenn Ak- ureyrarkaupstaðar enn úr öllum vanda, því að þeir höfðu gleymt að panta kvöldverð handa áhöfn Sólfáxa. Sat hún yfir auðu borði. Enn hafði bæjarstjórn orðið skyssa á, ,en hótelið bætti úr brýnni nauðsyn. Sólfaxi hóf sig til flugs af Akur- eyrarflugvelli kl. 11 um kvöldið og hyarf út j dökkan geiminn, — Meðan hinn þungi „jódynur" dvin- aði í fjarska, lötruðu bæjarfulltrú- ar, ásamt nokkrum áhugamönnum veizlufagnaðariris, sem nutu í þetta skipti góðra gesta, hver til síns heima. Viðhöfnin fór fram hjá bæjarbú- um og samkvæmt samþykkt bæj- arráðs, áttu blaðalesendur nyrðra að gera sér að góðu þær fréttir um leg. Vonandi léttir þungu fargi af forsjón bæjarins, með hækkandi sól og að þeim þyki þá jafnfráleitt að fjarlægja norðlenzka blaða- menn þeim fréttnæmu og frásagn- arverðu atburðum, er þér gerast, og þeim þykir það nú sjálfsagt. Frá bókamarkaðinum Ástir piparsveinsins eftir W J. Locke. Séra Sveinn Víkingur þýddi. Bókaútgáf- an Fróði. Þessi bók hefur þau einkenni góðra bóka að lýsa á hógværan og skemmtilegan hátt ólíku fólki og viðbrögðum þess til hinna ýmsu fyrirbrigða lífsins. En þó er þessi bók fyrst og fremst um Sir Markús og „villistúlkuna“ Karlottu, sem á óvæntan hátt kemur inn í líf hans. Lýsingin á Markúsi er talin að ein- hverju leyti sjálfslýsing, dálítið yf- irárifin og blandin hárfínni kímni. Gaman er að sjá hvernig pipar- sveinninn bregst við gagnvart ást- inni, og hvað hann leggur á sig fyr- ir Karlottu. Þýðing séra Sveins Víkings á sögunni er snilldarverk. Það leiðist engum meðan hann les „Ástir piparsveinsins“. E. LISTAMANNAÞÆTTIR, heitir nýútkomin bók eftir Ingólf Kristjánsson, blaðamann. Útgef- andi er Kjalarútgáfan. Höfundur er kunnur fyrir út- varpsþætti og ritstörf. Efni þess- arar bókar er hliðstætt bókunum Læknatal, Prestatal osfrv. Birtir atburðinn, er að sunnan kæmu.. Er sú ákvörðun vægast sagt kyn- eru 1 bókinni þættir um 30 inn- lend skáld og listamenn. Eru marg- ir í viðtalsformi og hinir skemmti- legustu. Þarf tæplega að efast um að bók þessi er vel þegin og kem- ur þá að sjálfsögðu framhald á næsta ári. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiplin d árinu. Raflagnadeild KEA. Það |)ýða engin mótmæli. r FLORU-brjóstsylmrmn ER BEZTUR. verða söínbnðir vorar lokaðar sem hér segir: Kjötbúðin og útibúið Ránargötu: Mánudaginn 2. janúar. N ýlenduvör udeildin: Mánudaginn 2. janúar og þriðjudaginn 3. janúar til kl. 1 eftir hádegi. Útibúin á Oddeyri, í Brekkugötu, Innbæn- um, Hlíðargötu, Grænumýri, Glerárþorpi og Kjörbúðin Ráðhústorgi. Mánudaginn 2. janúar. Járn og glervörudeild og Véla og búsáhalda- deild: Mánudaginn, þriðjudaginn og miðviku- daginn 2.-4. janúar. V ef naðar vörudeildin: Mánudaginn, þriðjudaginn, miðvikudag- inn, fimmtudaginn og föstudaginn 2.-6. janúar. Byggingavör udeild: Mánudaginn, þriðjudaginn, miðvikudag- inn, íimmtudaginn og föstudaginn 2.—6. janúar. IK f*')-í/fj k f l Skódeild: :'<‘l Mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3.’janúar. Lyfjabúðin, brauð- og mjólkurbúðir verða ekki lokaðar, • ■ • :.tf •.»!•■* •• • ft'- -ic»*> » • ÁÚ ! Full reikningsskil á þessa árs viðskiplum verða verða að vera gerð fyrir 24. desember. Kaupfélag Eyfirðinga TILKYNNING NR. 10/1955. Innílutningsskrifstofan hefur nú ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr Heilhveitibrauð, 500 gr kr. 3.20 - 3.20 - 0.85 K r i n crl 11 r pr k o* - 9.30 - 14.20 - 4.40 Normalbrauð, 1250 gr - 4.40 Séu nefnd branð böknð nieð annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Utan Reykjavíknr og Hafriarfjarðar má verðið á rúgbrauðum og normalbrauðum vera kr. 0.20 lrærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 17. desember 1955. VERGÆZLUSTJÓRINN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.