Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 12

Dagur - 21.12.1955, Blaðsíða 12
12 Bagur Miðvikudaginn 21. desember 1955 Millilandaflugvélin Sólfaxi á Akureyrarflugvelli Merkum áfanga fagnað Góðir gestir að sunnan. Kl. 7.30 á föstudagskvöldið, lenti Sólfaxi é Akureyraflugvelli. Er það i fyrsta sinn að stór 4. hreyfla millilandaflugvél, lendir á vellinum. Flugfélag Islands bauð flugmálaráðherra og mörgum for- ráðamönnum flugmála, svo og blaðamönnum hingað norður. Voru þeir farþegar i þessari fyrstu ferð, sem var einskonar vígsla á flug- vellinum, eftir þær framkvæmdir, er þar voru gerðar í sumar. Lend- ingarbrautin er nú 1400 metrar. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar bauð gestum til kvöldverðar að Hótel KEA. Voru þar ræður flutt- ar, sem blaðið kann ekki frá að segja. Yfirflugstjóri var Jóhannes Snorrason. Nauðsynlegur öryggisvöllur. Koma Sólfaxa markar nokkur tímamót í flugsamgöngum innan- lands og Akureyrarflugvöllur er einnig orðin öryggisflugvöllur vegna millilandaflugs. Flugvöllur- ir.n á Akureyri er hálfgert mann- virki. Til hans hefur verið varið á 6. milljón króna. Má þó enn líkja honum við nýbýli, þar sem búið er að brjóta lönd til ræktunar en bóndinn á eftir að húsa bæ sinn, en býr á meðan í bragga. Meiri framkvæmdír aðkalland/. Næsta aðkallandi framkvæmd er flugturn og svo aðrar nauðsyn- legar byg^ingar og stækkun og endurbætur á vellinum og við hann. Takmörkuðu fé mun nú varið til flugvallagerðar á næsta ári og verður því fé væntanlega ráðstaf- að að miklu leyti hingað norður til áframhaldandi framkvæmda. Rúmt ár er liðið frá vígslu vall- arins og verður ekki annað sagt að nokkuð hafi miðað áleiðis frá þeim tíma. Framsðknarvisfinná lauk á föstu- daginn - Óvenjuleg verðlaun Konurnar voru sigursælastar, og hlútu bær öll verðlaunin Undanfarið hefur staðið yfir skemmtileg Framsóknarvist á Ak- ureyri, sem Framsóknarfélagið á Akureýri gekkst fyrir., Fór hú.n íram að Hótel KEA og tóku þátt í henni um 200 manns. Síðasta föstudagskvöld var 4. og síðasta vistin spiluð og þá keppt til úr- slita um aðalverðlaunin. Þau voru nokkru veglegri en venjulegt er eða: Þvottavél, hrærivél og kulda- úlpa. 4 Konur urðu hlutskarpastar og voru þær í 6 efstu sætunum. Vinn- ingana hlutu: Ungfrú Anna Tryggvadóttir afgreiðslumær, fékk hún hæsta slagatölu í Framsókn- arvistunum samanlögðum, og þar með fyrstu verðlaun. Var það vönduð þvottavél. Onnur verðlaun, hrærivél, hlaut frú Soffía Guð- mundsdóttir, og þriðju verðlaun, kuldaúlpu, fékk frú Dórothea Finnbogadóttir. Voru þessi verlaun afhent að vistinni lokinni og síðan dansað af fjöri. Á þessu síðasta kvöldi stjórn- Sigurður bóndi Vigfússon á Foss- hóli dansinum. Framsóknarfélagið mun hafa í huga, vegna fjölda óska, að efna til samkoma með svipuðu sniði eftir áramótin. Magasár mannskæðara en influenza Magasár eru mannskæðari en inflúenzka og verða fleiri mönnum að aldurtila en hinir algengu smit- sjúkdómar, segir í skýrslu, sem Alþjóða heilbrjgðisstofnunin hefur nýlega gefið út. I skýrslu stofnunarinnar (WHO), segir m. a., að fleiri karlmenn en konur deyi af magasári og það sé sjaldgæft að ungt fólk látist af völdum magasárs. I yfirliti um dánartölur vegna magasárs er Noregur lægstur með 4 dauðsföll fyrir hverja 100.000 ibúa. í Finnlandi er talan 4,8, í Danmörku 7,4 og 8,7 í Sviþjóð. Hæsta dánartala af völdum maga- sárs er í Japan, þar sem 20,1 af hverjum 100,000 íbúum létust af magasári. Tölurnar eru frá 1951—1953. Vorinaðm Fnmt- aókvarfélagsms, Ás grítnur Stefánsson, afhendir ungfrít Ömm Tryggva- dóttur vandaða. þvottavél, sem fyrstu verðlaun að fjórum spilakvöld- 7/7/; lokmnn. — Mynd'm cr tekin sl. föstudagskvöld. 680 verkamemi á náms- ferðum í Vestur-Evrópu Um 400 iðnfyrirtæki í 13 lönd- um Vestur-Evrópu hafa boðizt til að þjálfa 680 verkamenn í verk- smiðjum sínum. Er hér um að ræða erlenda verkamenn, sem fá tækifæri til að kynnast vinnuað- ferðum í sinni atvinnugrein. Það er alþjóðavinnumálaskrif- stofan í Genf (ILO), sem hefur geugist fyrir þessum námsferðum verkamanna. Jólasveinninn (Ólafur Magnútsson frá Mosfelli) og harmomku- leikarinn fíragi Hlíðberg á Ráðhústtrgi. Flugfélag íslands skilur þýðingu auglýsinga, og er fundvíst á skemmtilega hluti. Á sunnudaginn sendi það hingað jólasvein til að gleðja börnin á Akureyri. Safnað- ist múgur og margmenni á Ráð- hústorg upp úr hádeginu og beið hans þar. Átti jólasveinninn að koma akandi á sleða. Jólasveinn- inn, Kertasníkir, kom svo akandi á vörufcíl með harmonikuleikarann Braga Hlíðberg við hlið sér og var vel fagnað af miklum fjölda barna og fullorðinna. Söng hann og tal- aði við börnin og stjórnaði happ- drættinu. Vinningar voru flugfar til Reykjavíkur og heim aftur, reiðhjól og útvarpstæki. Hafði númerum áður verið útbýtt meðal barnanna ókeypis. Varð af þessu hin bezta skemmtun. Ólafur Jólasveinninn heimsækir FjórSungssjúkralmsið Sjúklingurinn horfði undrandi á gestinn. Magnússon frá Mosfelli var í gerfi Kertasníkis. Börnin, sem hlutu vinningana voru: Ragna Kemp Guðmundsdóttir, 8 ára, fékk reið- hjól, Herdís Ingvadóttir, 7 ára, út- varpið, og Eyjólfur Freiðgeirsson, 11 ára, flugfarið. Öll '/iðstödd börn nutu örlætis Kertasníkis. Fengu þau góðgæti og voru hin kátustu. Aldrei hefur svo gjöfull jóla- sveinn heimsótt Akureyri, þótt margir séu góðir. Kertasníkir kom með á 17. hundrað jólagjafir. -—- Gleðin skein á hverju barnsand- liti. Það hefði verið vel viðeig- andi að þakka heimsóknina í heyr- anda hljóði. En það fórst fyrir. — Flugfélagið og Kertasníkir hafi beztu þökk fyrir komuna. Nýir námsstyrkir lista- mömium til handa Vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur stofnað til 14 nýrra náms- styrkja, sem veittir verða rithöf- undum, tónskáldum, listmálurum, myndhöggvurum og arkitektum. Styrkirnir eru að upphæð frá 200 til 300 dollarar á mánuði í sex mánuði. Ýmis tíðindi úr nágrðnnabyggðum 22 kindur fundust Reynihlíð 19. desember. Nýlokið er leitum á Austurfjöll- um, svo sem áður er frá sagt. Vantaði þó eitthvað af fé og fóru 5 menn aftur af stað að leita. Komu þeir heim með 22 kindur. Leitarmenn voru allir á skíðum og var færi sæmilega gott. Jólaskreytingar á Sauðárkróki Sauðárkróki 19. desember. Kaupfélagið opnaði jólabazar 6. þ. m. í Aðalgötu 16. Þar er alls konar jólavarningur og rafmagns- vörur og fl., á boðstólum. Kaupfé- lagið hefur sett upp Neeon-ljósa- skilti yfir aðalgötu verzlana sinna. Sauðárkróksbakari er nýflutt með brauðbúð sína í björt og rúm- góð húsakynni. / Bærinn lætur setja/upp jólatré á Kirkjutorgi, í fyrsta sinn. Verzlanir eru allar með jólasvip, meira en verið hefur. Mótorbátur- inn Stígandi frá Skagaströnd, gerir út á fiskveiðar frá Sauðárkróki í vetur, eins og í fyrra. Skipstjóri er þaðan, en skipshöfn frá Sauðár- króki. Fiskur hefur verið allgóður. Nú siðast 3—4 tonn í róðri. Lömunarveikin í Clafsfirði ólafsíirði 19. desember. Lömunarveikin hefur á ný gert vart við sig í Olafsfirði. Hafa 3 veikzt og lamast lítillega. Búið er að setja stærri trillurn- ar, en þær minni fara á sjó af og til. Stvndum er afli sæmileegur, en oft lítill. Jöku'.fell tók hér 3 þúsund kassa af frosnum fiski í gær. Engin jólaferð Crímsstöðum 17. desember. Veturinn er góður það sem af og er óvenjulegi snjólétt. Þessa dagana er verið að taka fé á hús. Almenn heilbrigði er hér yfirleitt. Rjúpur eru nægar, en ekki skotnar af Fjallabændum. Ekki fara bænd- ur héðan í kaupstaðarferðir í til- efni jólanna. Verða þeir að byrgja sig upp á haustin eða síðla sumars, þvi að sjaldan er að treysta veðri og færi í skammdeginu, til svo langra ferðalaga. Rafmagn í SVarfaðmlal Þverá í Svarfaðardal 19. des. Svarfdælingar eru búnir að fá lengi þráð rafmagn, svo sem ráð var fyrir gert á þessu ári. Er Þverá fremsti bserinn að vestan, en Hofsárkot að austan. Á nokkr- um stöðum á þó eftir að leggja í útihús. Enda bættust allmargir bæir við upphaflega áætlun. Snjór er töluverður og var færi orðið mjög þungt fyrir mjólkurbíl- ana. Var þá skafið af vegunum og er gott bílfæri nú. Fé er víða alveg í húsi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.